Morgunblaðið - 30.07.1978, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.07.1978, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. JÚLÍ 1978 21 „Éghef alltaf leitað uppi tilfinninguna” Jón Ásgeirsson tón- skáld semur ballett- tónlist út frá þjóð- sögunni um Gilitrutt „Ég _er að semja ballett,“ sagði Jón Ásgeirsson tónskáld og sópaði blaðamanninum inn í stofu. Hann bætti því við að sjálfur kynni hann ekki að dansa, atvinnumaður í faginu hefði kveðið upp dóm um það fyrir löngu, en hann hefði hins vegar alveg óstjórnlega gaman af öllum rytmatískum hreyfingum. „Ég hef því meiri áhuga á slíku sem ég á erfiðara með að gera það sjálfur, hvort sem er leikfimi eða ballett,“ sagði hann. Hann kallaði það stundvísi í hreyfingum. Fólk sem hlustar á vélarhljóð bflanna vill mótoríska músík Það var þjóðsagan um Gilitrutt, sem varð kveikjan að þessum ballett. „Þetta er mjög gömul hugmynd," sagði Jón. „Upphaflega hafði ég bara hugsað mér að segja söguna. En smám saman þróaðist þetta út í togstreitu milli tveggja afla. Þar er sveitamaðurinn nokk- urs konar málsvari fyrir þessa upphaflegu náttúrudýrkun og þar sem áður var tröllkonan er nú fulltrúi hins spillta glæsiheims, firringarinnar, sem býður upp á alls kyns glys nútímans. Togstreit- an á sér svo stað í stúlkunni. — Ég er búinn með svona upp undir fjórða hluta af ballettinum. Ég nota popmúsik sem einkenni fyrir firringuna. Þessi firring kemur til dæmis fram í því þegar við erum hrifnir af bílum, glæpum, stöndum höggdofa gagnvart þess- um óhemjustóru byggingum, sem svo enginn vill búa í vegna þess hvað þær eru ómanneskjulega stórar. Og þetta fólk, sem hlustar á vélarhljóðið í bílnum sínum og hrífst af því, það vill mótoríska músík, til dæmis í líkingu við Bach.“ Hann rauk að flyglinum og þrumaði Bach yfir stofuna, settist svo aftur. — Ég geng oft framhjá Sjómannaskólanum og virði fyrir mér unga véltæknimenn, sem þar er'u að kraftprófa bílana sína. Það er áberandi, hvað þeir bera litla virðingu fyrir umhverfi sínu og brjótast yfir hæðir og hóla. Það er slík kraftdýrkun, sem fær útrás í þessum hrikalegu sterku rytmum." Áttu þá við, að þetta sé t.d. einnig skýring á diskóbylgjunni umtöluðu? „Einmitt. Diskómúsíkin er bara rökrétt afleiðing af hinu mótoríska umhverfi okkar. Hún er ekki orðin til fyrir einhverja tónlistarlega þróun. Enda er tónlistarneyzla ekki háð einhverj- um listrænum lögmálum." Eiga að byggja upp íslenzka popmúsík Ballettinn um Gilitrutt er ekki fyrsta dæmið um það, að Jón Ásgeirsson byggi tónverk á þjóð- legum þáttum. Blm. spurði Jón út í þennan áhuga á þjóðlegri menn- ingu. „Mér finnst ég finna í þessum gömlu hlutum marga óunna þætti, sem eiga mikið erindi til nútím- ans,“ sagði hann. „Ég hef sótt margt í gamla íslenzka arfleifð, bæði þegar ég var að útsetja gömul þjóðlög í gamla daga og eins á síðari árum. Ég hef verið skamm- aður fyrir það að vera svona „gamaldags", en sömu mönnum og setja þá gagnrýni fram, finnst svo ekkert athugavert við að leita í gamlar erlendar sagnir. Eins finnst mér dálítið einkennilegt, að margir þeir sem gagnrýndu mig fyrir 25 árum fyrir að vera að útsetja þessi gömlu þjóðlög eru nú að gera nákvæmlega það sama. Ég hef sagt við suma þessa stráka sem eru að leika popmúsík, að þeir eigi ekki að vera að stæla erlend pop, heldur eigi þeir að byggja á íslenzkum grunni og leika íslenzka popmúsík. Hið aðflutta verður aídrei annað en dauf stæling. Og ég fagna því mjög, ef strákarnir eru farnir að fást við íslenzk þjóðlög. Sumir eru að tala um að þetta sé alveg óskaplegt, hvernig farið sé með þessi lög. Þar er ég alveg ósammála. Þetta eru dægurlög alþýðunnar á íslandi frá fornri tíð, og ef það á að fara að gera þau að einhverju fínu sporti fyrir menntaða tónlistarmenn, þá er það rangt. Þess vegna mættu allar hljómsveitir á íslandi fara að leika íslenzk þjóðlög. Auðvitað falla útsetningar þessara pop- stráka ekki alltaf að mínum smekk, en það er annað mál, mínar útsetningar eru ekkert réttari en þeirra. Þetta skilja menn ekki.“ Trúi á tilfinninguna en ekki vitsmunina Loks bað blm. Jón að lýsa því hvaða taugar það væru einkum í honum sem rækju hann áfram við tónsmíðarnar, hvort hér væru meira að verki fínlegri tilfinningar eða þörf fyrir að byggja upp, skapa. „Að búa til lag og að búa til tónverk eru tveir ólíkir hlutir, andstæður á sama meiði," sagði Jón. „Það er enginn vandi að búa til lag, hver sá sem getur raulað getur búið til lag, og þetta er að stofni til sama og það, að allir geta sagt skoðun sína í orðum. Það er hins vegar gífurlegur munur ef menn ætla að skrifa skáldsögu, svipaður og á lagi og tónverki. Þetta byggist á því, að tónlist er í eðli sínu einföld. Þegar fólk talar * Hef því meiri áhuga á rytmatísk- um hreyfingum sem ég á erfiðara með að gera þær sjálfur. Mynd. Kristinn. myndar það flóknar hljóðmyndan- ir og með vaxandi þroska fá þessi hljóð ákveðna merkingu. í tónlist fá hliðstæð hljóð ekki ákveðna merkingu heldur ákveðin mynd- form sem við köllum lög. Þannig að þegar maður syngur lag upp úr sér er það það sama og þegar maður er að segja sína skoðun eða yrkja ferskeytlu. Þetta er alþýð- legt leikfang. Tónsmíði er allt annar hlutur. Til að geta spilað lag upp úr sjálfum þér þarftu 2—3 daga æfingu. En til að geta spilað Chopin þarftu 20 ára nám. Þennan mun skilja menn ekki. Ég hef alltaf leitað uppi tilfinn- inguna. Ég trúi á hana en ekki vitsmunina, hún er sannari niður- staða en allir vitsmunir og þekk- ing. Þú getur haft afskaplega mikla þekkingu, en siðgæði þitt og tilfinning fyrir því sem er satt og rétt um leið mjög lítils virði. Þetta er einmitt að verða einkennandi fyrir nútímann, að menn sem hafa aflað sér ákveðinnar tækniþekk- ingar vilja aka á samfélagið með jarðýtum. Þekkingin er þannig farin að segja mönnum fyrir verkum. Þá verða hlutir eins og fjármál eða pólitísk hugsun mark- mið í sjálfu sér. En þar sem þekkingin er ofin saman við tilfinninguna, getur hún orðið til blessunar. Og þess vegna trúi ég á tilfinninguna, að hún er sannari og áreiðanlegri en þekkingin." HH. á að taka þeim. Það myndast ekki svona umræður um tónlist eða ljóðlist. List er fyrir mér tilfinning. Og tilfinningu verður ekki lýst með orðum. Ef þú hefur séð mynd á sýningu og hrifizt af henni geturðu komið vissum upplýsingum um þessa mynd áleiðis, en það er ekki nokkur leið að selflytja þannig áhrifin sem hún hefur á þig. Það er einmitt til ein saga af Picasso, sem lýsir þessu vel. Hann fór þá á eina fyrstu abstraktsýninguna í París með vini sínum, og þessi vinur fussaði og sveiaði yfir Verkunum. En Picasso á að hafa þagað allan tímann. Svo þegar þeir voru úti á tröppunum, segir hann við vininn: „Hlustaðu á söng fuglanna, það er komið vor.“ Hinn greip um hjarlað og sagöi: „Já, þaö er dásamlegt." Picasso spurði þá: „Skilurðu hvað þeir eru að segja?" Hinn varð forviða og sagði „Nei“. Þá sagði Picasso honum, að með slíku hugarfari ætti hann alltaf að nálgast myndlist, láta tilfinning- una af henni hrífa sig. Það er orðin sígild spurning hjá íslenzkum blaðamönnum að spyrja listamanninn: „I hvaða isma telur þú þig vera?“ Og þá átti lista- maðurinn að svara: að hann væri í kúbisma, súrrealisma eða öðru slíku, svo hægt væri að marka honum bás. Ég held nú að fyrir bragðið hafi margir átt erfitt með að losna úr ákveðnum aðferðum. — Sjálfur var ég síðast spurður á þennan veg 1975, en sem betur fer Hér má sjá gott dæmi um vinnubrögð Gunnars. Hann hefur aðeins málverkið. er það löpgu búin saga. Það ríkir allt annað hugarfar í dag, meira frelsi; allt á rétt á sér ef það er bara nógu vel gert. Það hefur ekki verið svona mikið frjálsræði í listum hér síðan ég byrjaði að mála.“ — En hvað með setninguna „Þetta er ekki list?“ „Það er ekki gott að fylgjast með því, en ég held að nú segi fólk frekar: „Ég skil þetta ekki“. Það er búið að rugla fólki svo mikið 1 ríminu, að margir halda að það sem þeir skilja ekki, sé einmitt list. Þrátt fyrir alla umræðu sem notað fæturna af ljósmyndinni í Myndi Emilía maður getur leyft sér um mynd- list,“ hélt Gunnar Örn áfram, „dugir hún ekkert þegar maður stendur frammi fyrir snjóhvítu léreftinu. Þá hjálpa þér engin orð, og það getur komið yfir þig viss einmanakennd, eins og maður sé einn í heiminum." Það sem var ánægja er ástríða — En hvað með þessa náttúru í kringum þig hér á Korpúlfsstöð- um? „Það er rétt, að ég nota hana lítið sem fyrirmynd. En náttúran á mjög sterk ítök í okkur öllum hér á landi. Maður hefur veitt því sérstaka athygli þegar íslenzk verk eru sýnd með erlendum, að það er eins og náttúran laumist alltaf inn í íslenzku myndirnar, litameðferðin verður öðruvísi. Eitt gleggsta dæmið um þetta sem ég man er þegar ég sá myndir eftir Svavar Guðnason á norrænni sýningu í Kaupmannahöfn. Þarna upplifði ég Island einhvern veginn svo tært og hreint. Þetta er cmhvcr cinkcnmlcg birta i gcgn- um litina, ferskleiki sem t.d. Danir eiga ekki. Þetta sjá þeir í okkur líka og tala um þessa sérstöðu íslenzkra málara." Það var kominn tími til að fara aftur í bæinn og skilja Gunnar Örn eftir í vinnustofunni á Korp- úlfsstöðum. En fyrst lá beinast við að spyrja, hversu mikið myndlistin ætti hug hans nú? Gunnar svaraði strax: „Hún fer ekki úr huganum allan sólarhringinn. Þegar ég byrjaði var þetta ánægja, nú er það ástríða. Með sífellt færri gleði- stundum eftir því sem ég verð kröfuharðari." IIHH

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.