Morgunblaðið - 30.07.1978, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.07.1978, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. JULl 1978 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fróttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson Áskriftargjald 2000.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakiö. Mikilvægi rannsóknar- starfa, sem byggjast á vísindalegum grunni, hefur komið glögglega í ljós á undanförnum áratugum. Öll þjóðfélög, sem lengst hafa náð í velmegun og traustleika atvinnu- og efnahagsmála, hafa varið verulegum fjár- munum til alhliða rann- sóknarstarfa, ekki sízt í þágu verðmætasköpunar. Þetta hef- ur verið gert í ljósi þeirrar reynslu, að kostnaður við hagnýtar, vísindalegar rann- sóknir hefur skilað sér marg- földum í viðkomandi þjóðar- bú. Þekking á þeim auðlindum lands og lagar, sem afkoma okkar sem þjóðar byggist á, vinnslumöguleikum og markaðsstaðreyndum, er beinlínis forsenda skynsam- legrar ákvarðanatöku og framtíðaröryggis. Ef til vill á engin þjóð jafn mikið undir vísindalegum rannsóknum og við íslendingar. í því efni ber fyrst að nefna rannsóknir á náttúru landsins, bæði með tilliti til hyggilegrar nýtingar tiltækra auðlinda — gróður- moldar, fallvatna og jarð- varma — og athuganir á eðli, orsökum og afleiðingum jarð- hræringa, eldgosa og snjó- flóða, sem verið hafa og verða hluti af reynslusögu þjóðar- innar. Rannsóknir á auðlindum sjávar, m.a. veiðiþoli fisk- stofna og öllu því, er að viðkomu þeirra lýtur, skipta okkur höfuðmáli, enda veiðar og vinnsla sjófangs megin- þættir í lífskjörum þjóðarinn- ar. Á þessum tveimur sviðum vísinda, sem nú hafa verið nefnd, jarðfræði hvers konar og fiskifræði, eigum við sér- hæfðum mönnum á að skipa, sem margir hverjir njóta alþjóðlegrar viðurkenningar. Nefna má fjölmörg dæmi um gagn- og arðsemi starfa þeirra, þó að hér verði látið nægja að minna á verndun og vöxt síldarstofnsins, síðasta áratuginn, og margþættan árangur í nýtingu innlendra orkugjafa. Morgunblaðið hefur marg- oft áréttað nauðsyn aðhalds og á sumum sviðum samdrátt- ar í ríkisútgjöldum, enda sköttun einstaklinga og at- vinnufyrirtækja, sem hvergi nærri búa við nægilegt rekstraröryggi, og útgjöld ríkis- og sveitarfélaga í hlut- falli við þjóðartekjur, í algjöru hámarki; þann veg að frekar þarf að vinda ofan af en við að bæta, m.a. með hliðsjón af nauðsynlegri verðbólguhjöðn- un í næstu framtíð. Samhliða þessu hefur blaðið þó bent á þá staðreynd, að engin þróuð þjóð ver jafn litlum hluta af þjóðartekjum sínum til hag- nýtra rannsóknarstarfa og við. Við ríkjandi efnahagsað- stæður verður strangt aðhald og arðsemi að ráða ferð um ráðstöfun fjármuna, ef þjóðarskútan á ekki að steyta á skeri, en minna má á þá fjölþjóðlegu reynslu umhverf- is okkur í heimsbyggðinni, að umfang hagnýtra rannsókna helzt í hendur við lífskjör og efnahagslega velferð. Við göngum ekki til góðs götuna fram eftir veg án þekkingar á því umhverfi, sem við lifum í; því lífríki, sem við erum hluti af; þeim auðlindum lands og lagar, sem forsjónin hefur gefið okkur til lífsframfæris og trúað okkur fyrir að skila óskemmdum til framtíðarinn- ar og komandi kynslóða. Niðurstöður fiskifræðilegra rannsókna hafa ekki vakið þá þjóðarathygli, sem þær eiga skilið, miðað við mikilvægi fiskstofna í lífskjörum þjóðar- innar og fyrir efnahagslegt sjálfstæði landsins. Þær vóru meginröksemdir og forsendur útfærslu fiskveiðilögsögu okk- ar, ákvarðana um fisk- verndaraðgerðir og tilrauna- veiðar og vinnslu á vannýttum fisktegundum. Aðgerðir frá- farandi ríkisstjórnar í þessum efnum verða skráðar gullnu letri í sögu þjóðarinnar. Eng- inn sjávarútvegsráðherra, hvorki fyrr né síðar, hefur gengið lengra í fyrirbyggjandi aðgerðum gegn ofveiði en Matthías Bjarnason. Ákvarðanataka um veiði- sókn hlýtur á hverjum tíma að grundvallast á tveimur megin- forsendum: fiskifræðilegri og efnahagslegri. Hin fiskifræði- lega niðurstaða færir rök að frekari veiðihömlum en þegar hefur verið gripið til, þar eð núvernadi veiðisókn þýðir mun hægari uppbyggingu þorskstofnsins en ef farið hefði verið að ströngustu kröfum fiskifræðinga. Frekari takmarkanir þóttu hins vegar ekki samræm ast efnahagslegum að stæðum þjóðarinnar á líðandi stund og hefðu óhjákvæmilega komið fram í lakari lífskjör- um og jafnvel atvinnuleysi í sjávarplássum landsins. Hér varð því að þræða gullinn meðalveg með hagsmuni þjóðarinnar bæði á líðandi stund og um langa framtíð í huga. Lúðvík Jósefsson, fyrv. sjávarútvegsráðherra, hefur og í þingræðu lýst samþykki síhu við mótaða stefnu um íslenzka veiðisókn. Hins vegar verður að fylgjast af gaum- gæfni með ástandi fiskstofna, einkum þorsksins, og herða veiðihömlur, ef fiskifræðileg- ar niðurstöður krefjast. Auk margháttaðra aðgerða í fiskverndunarátt, sem gripið hefur verið til á liðnum árum í ríkara mæli en nokkru sinni fyrr, hafa erlendir veiðiflotar verið gerðir nær útlægir úr íslenzkri 200 mílna fiskveiði- landhelgi. Þegar aðgerðir frá- farandi ríkisstjórnar bundu enda á aldalanga veiðisókn Breta og V-Þjóðverja á ís- landsmiðum, var í raun stigið stærsta skrefið til fiskverndar hér við land. Þjóðin öll fagn- aði Oslóarsamkomulaginu, sem endanlega tryggði íslenzk yfirráð og veiðistjórnun innan nýrrar fiskveiðilögsögu. Alþýðubandalagið eitt barðist gegn því samkomulagi, enda taldi það samkomulagið gert í skjóli Natóaðildar landsins. Þar vógu pólitískir flokks- hagsmunir þyngra en þjóðar- hagsmunir. Það væri raunar verðugt félagsfræðilegt rann- sóknarefni að kanna ofan í kjölinn hvers konar mýrarljós vísar þeim flokki veg í afstöðu til helztu hagsmunamála þjóðarinnar á líðandi stund. Ráðdeild og rannsóknir j Reykjavíkurbréf ♦ 11 ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Laugardagur 29. júlí Ludvig Storr Danskur maður, sem eignaðist ísland að öðru föðurlandi, Ludvig Storr, er nú genginn til feðra sinna, rúmlega áttræður að aldri. Ludvig Storr var merkur maður og skildi eftir sig mörg spor, ekki sízt í sögu samskipta Dana og íslendinga og íslendinga og Grænlendinga. Þegar hann var áttræður, var merkra starfa hans getið hér í Reykjavíkurbréfi. Storr var af glermeisturum kominn í ættir fram og var hann einn margra systkina. Er faðir hans lézt, leigði móðir hans herbergi í Sölvgade í Kaupmanna- höfn og hafði þar einnig kostgang- ara. Þar bjuggu íslenzkir stúdent- ar og einn þeirra, Magnús Sigurðs- son, bankastjóri, hélt aila tíð tryggð við Storr-fjölskylduna. Að loknu verzlunarnámi stundaði Ludvig Storr glerslípun og speglagerð, setti upp slíkt fyrirtæki, þegar hann kom til íslands 1922 og rak það alla tíð. Hann tók einnig mikinn þátt í félagsmálum Dana hér á landi og störfum þeirra sem tengja vilja Islendinga og Dani sem sterkust- um vináttuböndum. Hann sat í stjórn Dansk-íslenzka félagsins í 37 ár og hafði lengi á hendi forystu þess félags. Ræðismaður Dana var hann á Islandi um langt skeið og síðar aðalræðismaður og í fyrr- nefndu Reykjavíkurbréfi var rifjað upp, hve mikilvægt starf hann innti af hendi í þá átt, að skilnaður Dana og Islendinga 1944 gæti farið fram með sem friðsam- legustum hætti. Það mun ekki sízt hafa verið honum að þakka, að Kristján X Danakonungur sendi Islendingum að lokum vináttu- samlegt skeyti 17. júní það ár. Skeyti konungs hafði meiri og dýpri sálræn áhrif á íslenzku þjóðina þá, en menn gera sér almennt grein fyrir, ekki sízt nú á dögum þegar ýmsir merkustu atburðir miðaldra kynslóðar og eldra fólks eru orðnir að sögu, sem æskan þekkir því miður alltof lítið og hefur því ekki alltaf þá viðmiðun, sem nauðsynleg er til að vega og meta forsendur og þróun nútímalífs á íslandi. Ludvig Storr var einn af helztu stofnendum Rotaryklúbbs Reykja- víkur, sem er e.k. móðurskip allra Rotaryklúbba hér á landi. Rotary- menn vinna störf sín í kyrrþey, eins og sr. Þórir Stephensen gat um í minningarræðu sinni um Ludvig Storr. Telja má með nokkrum sanni, að Ludvig Storr hafi verið holdi klædd ímynd Rotarystarfsins. Fórnfýsi hans og hjálpsemi voru með afbrigðum. Helzt vildi hann þó vinna sín gagnmerku störf án þess að hvert atriði þeirra væri tíundað í fréttum og fjölmiðlum. Launin fyrir störf þeirra hjóna voru sú gleði, sem þau veittu og ekki síður það þakklæti, sem streymdi til þeirra frá fjölmörgum, sem nutu aðstoðar þeirra — og þá ekki sízt Grænlendingum. Einkunnarorð Rotaryhreyfing- arinnar, sem er einn fjölmennasti félagsskapur heimsins með yfir 800 þús. félagsmenn í öllum frjálsum löndum, eru: Þjónusta ofar sjálfshyggju. Og spurning- arnar, sem Rotarymenn eiga að leggja fyrir sig í lífi og störfum eru þessar: Er það satt? Er það drengilegt? Eykur það velvild og vinarhug? Er það öllum til góðs? Ludvig Storr spurði sjálfan sig einatt þessara spurninga og reyndi að haga þannig lífi sínu og störfum, að hann hefði einkunnar- orð Rotarys að leiðarljósi og spurningarnar að aðhaldi. Opinská um- ræða um Sjálf- stæðisflokkinn Fundur Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sl. miðvikudagskvöld var fjölmennur og sýndi gífurleg- an áhuga stuðningsfólks Sjálf- stæðisflokksins á stefnu hans og innra skipulagi, en þá ekki síður áhyggjur vegna kosningaósigra. Framsöguerindi fundarins hafa verið birt hér í blaðinu, auk allítarlegrar fréttar og frásagnar af fundinum, en hann stóð langt fram yfir miðnætti og engin tök á því að gera honum nein viðhlítandi skil, svo margir sem tóku til máls, létu uppi skoðanir sínar bæði í spurningum og stuttum ræðum og gagnrýndu flokkinn og störf flokksforystunnar opinskátt og af einbeitni. Enginn vafi er á því, að Sjálfstæðisflokkurinn, sem hefur átt við erfiðleika að etja eftir ósigur tvennra síðustu kosninga, gengur mun sterkari til leiks eftir þennan fund. Hreinskiptni, bar- áttuvilji og krafa um samhenta forystu eru þau leiðarljós, sem almennir stuðningsmenn óska eftir að lýsi flokknum á torfærum vegi íslenskra stjórnmála nú um stundir. Sjálfstæðisstefna kratanna Það þarf ekki annað en lesa framsöguræður frambjóðendanna ungu til borgarstjórnar og alþing- is, Davíðs Oddssonar og Friðriks Sóphussonar, til að sjá hve einarð- lega var tekið á málum á þessum fundi. En jafnframt sýna þær að það, sem fundarmönnum var efst í huga, er að flokkurinn haldi traustan vörð um sjálfstæðisstefn- una og mannúðarhugsjón hennar. Hún á nú meira fylgi að fagna, ekki sízt meðal ungs fólks, en kannski nokkurn tíma áður, eins og annar framsögumanna gerði grein fyrir. Því hefur verið haldið fram, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi tileinkað sér ýmis stefnu- skráratriði Alþýðuflokksins á liðn- um árum, en nú er fullyrt, að Alþýðuflokkurinn hafi í skjóli stjórnarandstöðu sinnar „stoIið“ senunni — og hvernig þá? Einmitt með því að hafa ýmis fyrirheit sjálfstæðisstefnunnar efst á blaði í stefnuskrá sinni fyrir kosningar. Þetta er að sjálfsögðu íhugunar- efni fyrir allt sjálfstæðisfólk, og ekki síður þau blöð, sem aðhyllast hugsjónir sjálfstæðisstefnunnar og túlka hana. Er nauðsyn- legt að menn geri sér grein fyrir því, hvort — og þá ekki síður — að hve miklu leyti fyrrnefndar fullyrðingar eru réttar. Sjálf- stæðishugsjónin er íslenzk stefna, mikil og göfug hugsjón, sprottin úr sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar og frjálshyggju mikilla hugsuða. Og það er áreiðanlega rétt, að alþýðu- flokksmenn hafa gért sér grein fyrir því fyrir þessar kosningar, að réttara væri að tileinka sér ýmislegt úr þessari hugsjón heldur en úr þjóðnýtingaráformum og alræðishyggju sósíalismans. „Togstreita í æðstu stjórn flokksms,, Það var athyglisvert að heyra forystumenn Sjálfstæðisfiokksins gera upp sín mál á þessum fjölmenna fundi, þar sem tveir stórir fundarsalir voru troðfullir af áhugasömu, almennu stuðn- ingsfólki flokksins, og er það skoðun bréfritara, að þeim hafi farizt það eftirminnilega úr hendi, hvað sem líður einstökum atriðum. Sitt sýnist hverjum eins og alltaf er. Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði, að sér væri ekki kunnugt um málefnaleg- an ágreining við Gunnar Thorodd- sen, en rakti að öðru leyti forystu flokksins frá því hann tók við af Jóhanni Hafstein. En aftur á móti kom fram hjá Gunnari Thorodd- sen, að um hefði verið að ræða nokkurn málefnaágreining milli þeirra Geirs eins og alltaf væri í stjórnmálabaráttu. Nefndi hann m.a. tillögur sínar um álögur á varnarliðið og andstöðu sína við kommissarakerfið í Fram- kvæmdastofnuninni. Albert Guðmundsson sagðist ekki hafa stutt ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar af málefnalegum ástæðum, en Geir Hallgrímsson benti á, að hann hefði hvatt sig persónulega til að mynda ríkis- stjórn með Framsóknarflokknum og verið samþykkur stjórnar- mynduninni fram að því, að ljóst var, að sjálfstæðismenn tóku heldur þann kost að leiða ríkis- stjórnina, með forsætisráðherra- embættinu, en láta það í hendur Framsóknarflokks fyrir viðskipta- ráðuneytið. Ragnhildur Helgadóttir var þeirrar skoðunar, að ekki væri vafi á, að togstreita væri í æðstu stjórn flokksins, eins og hún komst að orði, og hefði það komið niður á allri starfsemi hans. En hún lagði áherzlu á, að menn ættu að standa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.