Morgunblaðið - 30.07.1978, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 30.07.1978, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. JULÍ 1978 25 kröfur til dagblaða nú um stundir, hafa ekki gert sér nægilega grein fyrir þeirri þróun, sem átt hefur sér stað í fjölmiðlum, bæði hér á landi og í öðrum lýðfrjálsum löndum. Meðan núverandi stjórn- endur Mbl. starfa þar, verður það opið og frjálst og í þeim tengslum við Sjálfstæðisflokkinn sem nú er. „Flokksmálgagn“ í gömlum skiln- ingi verður það ekki. Almennir fundarmenn gagnrýndu ekki frjálsa blaðamennsku Morgun- blaðsins og Vísis. Augljóst var að flestir studddu slíka blaða- mennsku. Því má bæta við eins og hverri annarri skrítlu, að bent var á það á fundinum, að flestir eigendur Dagblaðsins væru einnig sjálfstæðismenn og sagði Gunnar Thoroddsen þá, að vel kæmi til greina að fara fram á hið sama við þá og eigendur Vísis og Morgun- blaðsins, en í Dagblaðinu hafa sumir forystumenn Sjálfstæðis- flokksins verið rægðir meir og markvísar en nokkurs staðar annars, t.a.m. formaður flokksins. Ekki virtust fundarmenn hafa áhuga á því, að Sjálfstæðis- flokkurinn sækti næringu sína í Dagblaðið, þó að allt sé hey í harðindum. Sjálfstæðisflokk- urinn — og raunar frjálshyggjan á Islandi — þurfa á öðru fremur að halda til langframa en hasar- blaði — og er það þó gott til síns brúks! Um orsakir ósigurs Sjálfstæðis- flokksins í tvennum fyrrnefndum kosningum og ýmis önnur mál, bæði sem snerta Sjálfstæðisflokk- inn inn á við og út á við, s.s. efnahagsmál og frjálshyggju hans, vísast til frásagna af þessum merka fundi bæði hér í blaðinu og annars staðar og er ástæðulaust að teygja lopann, en ráð að ljúka þessu bréfi í gamni og alvöru, þ.e. með því að benda á þær skemmti- legu mótsagnir í framsöguræðu Davíðs Oddssonar, að sjálfstæðis- stefnan hefði sigrað í síðustu kosningum — með kosningasigri Alþýðuflokksins(!). Hræðsla við verðhækk- anir ýtir á eftir fólki Ljósm. Ól.K.M. Verzlunarstjórar hafa sagt að ótti við verðhækkanir hafi ýtt á eftir fólki til að kaupa heimilistæki og sjónvörp. háttinn fólk vill hafa á því. Annars eru svona sveiflur mjög slæmar bæði fyrir verzlunina og viðskiptavininn, það væri mun betra ef þetta gengi jafnar fyrir sig. í sama streng tók verzlunar- stjóri hjá heimilistækjadeild Sambands ísl. samvinnufélaga og sagði, að mikil sala hefði verið í sjónvörpum og dýrari heimilistækjum undanfarinn hálfan mánuð, en nokkuð hefði hins vegar róazt í gær, föstu- dag. — Salan hefur verið gríðarlega mikil og er eins og fólk óttist einhverjar aðgerðir til hækkunar, hverjar sem þær kunna að verða, sagði verzlunarstjórinn að lokum. komnar og eru um leið kröfur um að Morgunblaðið verði fljótlega lítið og áhrifalaust blað.“ Bæði Gunnar Thoroddsen og Albert Guðmundsson gagnrýndu Morgunblaðið og Vísi og sérstak- lega virðast fréttaskýringar þess- ara blaða, og þá helzt Morgun- blaðsins, hafa komið illa við alþingismennina og sagði Albert m.a. að það væri eins og blaða- mennirnir, sem skrifuðu frétta- skýringuna i Mbl. hefðu verið í miðilssambandi við þá, sem þeir töluðu við, nema þegar kom að honum, þá hafi allt verið ótvírætt. Morgunblaðið hefur fjallað um ágreining Alberts Guðmundssonar og blaðsins í sérstakri forystu- grein og verður ekki vegið í þann sama knérunn, en fagnar því að þessar umræður hafi átt sér stað og kippir sér síður en svo upp við þau gífuryrði, sem hrotið hafa af munni alþingismannsins í hita baráttunnar. Gunnar Thoroddsen gagnrýndi einnig fyrrnefnd dag- blöð og réðst í rauninni harkalega á fréttaskýringuna í Mbl. um viðhorf Sjálfstæðisflokksins til stjórnarmyndunar og fullyrti, að þar hefði verið gert alltof mikið úr ágreiningi þeirra Geirs Hallgríms- sonar. Þeir blaðamenn, sem frétta- skýringuna skrifuðu, vilja þó ekki kannast við það. Þau ummæli Gunnars Thoroddsens vöktu at- hygli, að sjálfstæðismenn ættu bæði Vísi og Morgunblaðið og sagði Gunnar, að sjálfstæðismenn yrðu að gera kröfu til þeirra, að þeir sæju um að breytt yrði um stefnu og blöðin styddu Sjálf- stæðisflokkinn af fullri einlægni og djörfung, eins og hann komst að orði. Þegar fullyrt var síðar á fundinum, að varaformaður Sjálf- stæðisflokksins hefði krafizt rit- skoðunar á þessum tveimur blöð- um, mótmælti hann því harðlega — og við það situr. Bréfritari leyfir sér þó að lýsa því yfir, að hann telur fyrrnefnda kröfu Gunnars Thoroddsens tíma- skekkju. Þeir, sem gera slíkar — segja verzlunarstjórar um sölu- aukningu á bílum og heimilistækjum NOKKUR hræðsla við verð- hækkanir virðist hafa gripið um sig meðal fólks sfðustu dag og vikur eftir því sem nokkrir kaupmenn sögðu í samtölum við Mbl. í gær, þegar blaðið spurðist fyrir um hvort áberandi söluaukn- ingu væri að finna hjá verzl- unum er flytja inn heimilis- tæki og bíla. — Það fór að bera nokkuð á aukinni sölu fyrir þremur vikum og hefur aukningin verið mjög greinileg síðustu daga, sagði sölustjóri hjá Heklu h.f., og nú er svo komið að við eigum ekki annað eftir en einn fólksbíl og einn sendi- bíl. Næst eigum við ekki von á bílum fyrr en í september og er ekki hægt að segja til um hvað þeir muni kosta, en þar verður um árgerðir ‘79 að ræða. Folk hefur ekki talað beinlínis um að það væri hrætt við hækkan- ir, en það hefur samt sem áður legið í loftinu þegar það spyr oft hvort búið sé að greiða bílinn í bankanum o.s.frv., þannig að undir niðri hefur hræðslan ýtt á eftir fólki. Hjá Hafrafelli h.f. fengust þær upplýsingar að allir bílar væru seldir, von væri á nokkr- um bílum, sem væru þegar seldir einnig. — Fólk virðist hrætt við verðhækkanir, sagði framkvæmdastjórinn, og það gildir sjálfsagt það sama um bíla og um heimilistækin, að menn reyna að komast yfir þau einhvern veginn sjái þeir fram á verðhækkanir. Gunnar Asgeirsson h.f. flyt- ur inn heimilistæki og hljóm- tæki og sagði verzlunarstjóri þar að aukning hefði verið nokkuð áberandi síðustu 2 vikurnar. — Það gildir bæði um heimilistækin og sjónvörp og kaupir fólk ýmist með afborgunarskilmálum eða greiðir út í hönd, og finnum við -engan mun á því frá því sem áður hefur verið hvorn saman um grundvöll sjálfstæðis- stefnunnar. Birgir Isl. Gunnarsson lagði áherzlu á sömu efni og sagði, að eftir að menn hefðu verið valdir til starfa í forystu flokksins bæri þeim skylda til að standa saman og efla samvirka forystusveit hans. „Það er ekki nægileg sam- heldni í forystu Sjálfstæðisflokks- ins,“ sagði hann. „Ég vil gera þá kröfu til forystumanna Sjálf- stæðisflokksins, hverjir sem þeir eru og á hvaða tíma, sem þeir eru, að þegar búið er að velja þá til forystu, þá vinni þeir saman, því sá flokkur ber feigð í brjósti, sem ekki hefur samhenta forystu." Er ástæða til þess að taka eindregið undir þessi varnaðarorð Birgis Isl. Gunnarssonar. Fjölmiðlarnir og flokkurinn Davíð Oddsson fjallaði í ágætri framsöguræðu sinni um Morgun- blaðið af skilningi og þekkingu á útgáfu og ritstjórn dagblaðs, en Friðrik Sóphusson, sem hefur einn- ig góðan skilning á frjálsri blaða- mennsku, sagði að Mbl. hefði tilhneigingu til að styðja fremur einstaka menn í Sjálfstæðis- flokknum en flokkinn sjálfan. Dæmi þess nefndi hann ekki, en gerir væntanlega hér í blaðinu. Davíð Oddsson sagði meðal annars um Morgunblaðið og Sjálfstæðis- flokkinn: „Það er mikil lenzka í nokkrum hluta Sjálfstæðisflokksins að veit- ast ómaklega að Morgunblaðinu, þegar flokknum vegnar illa. Margt má sjálfsagt að Morgunblaðinu finna, en fram hjá því verður ekki gengið, að það hefur verið drýgsti stuðningsaðili Sjálfstæðisflokks- ins um dagana. Hins vegar er það ekki og á ekki að vera þröngt málgagn flokksins. Ég held að óhætt sé að fullyrða, að þegar •grannt er skoðað og af sanngirni, að Morgunblaðinu hafi tekizt betur en öðrum dagblöðum hér á landi að samræma opna frétta- miðlun, lágmarksgæðakröfur til efnis og einarðlegan stuðning við þær þjóðmálastefnur, sem blaðið telur bezt gagnast þjóðinni í bráð og lengd. 1 þessum efnum hefur blaðið oftast átt samleið með Sjálfstæðisflokknum. Öllum er kunnugt um, að mikil og góð tengsl eru á milli Morgunblaðsins og formanns Sjálfstæðisflokksins. Þau tengsl mætti kannski orða þannig, að hnerri Morgunblaðið þá bendi það til að formaðurinn hafi kvef. Én sem gömlum þingfrétta- ritara Morgunblaðsins þá er mér kunnugt um það, að þótt svo vilji til að formaður Sjálfstæðisflokks- ins sé jafnframt formaður Árvak- urs, þá er það viðhorf stjórnenda blaðsins, að styrkur þess felist í því að vera vandað, frjálst frétta- blað, sem styður, innan þeirra marka, þá stjórnmálastefnu sem Sjálfstæðisflokkurinn fylgir. Þessi sérstaða Morgunblaðsins getur á stundum verið Sjálfstæðisflokkn- * um erfið en það vegur létt miðað við það gagn sem blaðið vinnur flokknum að öðru leyti. Allar kröfur um að Morgunblaðið verði þröngt flokksmálgagn Sjálfstæðis- flokksins eru úr grárri forneskju

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.