Morgunblaðið - 30.07.1978, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 30.07.1978, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. JÚLÍ 1978 Kóngurinn hraut eins og hver annar sveitamaóur Sr. Ólafur Magnússon með fyrstu sláttuvélina sem keypt var á Suourlandi. 1907. Louisa sló með henni. í viðtali við núverandi ábúendur í Arnarbæli hafði borist í tal að Louisa, sem er dóttir sr. Ólafs Magnússonar, prófasts í Arnar- bæli, sé þarna í Hveragerði og kunni frá mörgu skemmtilegu að segja, m.a. atvikum frá konungs- komunni 1907. Og því situr nú hjá henni blaðamaður. Það kemur í ljós, að ranglega hafði verið farið með byggingarár gamla hússins í Arnarbæli i nefndu viðtali. Það er eldra en sagt var, byggt milli 1896 og 1903, líklega nær fyrra ártalinu, því þá hrundu öll bæjarhúsin í jarðskjálftunum, kirkjan ein stóð uppi. — Við fluttum í Arnarbæli 1903 og þá var húsið til, segir Louisa. Sr. Ólafur Ólafsson, síðar Fríkirkjuprestur, var áður í Arnarbæli í 10 ár og lét byggja húsið úr viði, sem hann keypti í strandskipi í Selvogi. Louisa var 12 ára gömul, þegar foreldrar hennar, sr. Ólafur Magnússon og Lydia Angelika Knudsen, fluttu þangað frá Sand- felli í Öræfum. Hún er fædd 12. desember 1891. Hún man því vel eftir sér í Sandfelli og bústaða- skiptunum. Við skoðum mynd af prestsetr- inu í Sandfelii. — Það var fjósbaðstofa, segir hún til skýring- ar. Kýrnar voru hafðar undir baðstofunni. Það var mjög gott. Maður var þá aldrei fótkaldur. Húsin voru svo í einni rennu, hlaða, hesthús, bæjarhús og á endanum lítið náðhús, svolítið afsíðis. Og í Sandfelli var torfkirkja. • Hálfgeröur vaö- fugl alla ævi Ur Öræfasveitinni var yfir erfið vötn að fara, en Louisu finnst ekki mikið til um það. — Ég held að maður hafi verið vanur þessu vatnssulli. Enginn er verri þó hann vókni, segir hún. — Pabbi var farinn á undan ríðandi vestur með yngsta og elsta barnið, Katrínu systur mína og Þorvald bróður minn. Katrín hafði verið fermd með börnunum í Sandfells- kirkju um vorið. Síðan átti mamma að koma ríðandi á eftir með okkur Vigdísi. En viku áður en við áttum að leggja af stað kom hlaupið í Skeiðará. Við urðum því að fara ríðandi austur í Horna- fjörð og taka skipið Hóla. — Þótti þér gaman að vötn- unum? — Já, það segi ég satt. Það var gaman að vaða og sundríða, svarar Louisa og augun tindra. Maður hefur verið hálfgerður vaðfugl alla ævi. I Arnarbæli voru forirnar, ósarnir og flóðin. — Um sláttinn var alltaf á vissum tíma verið í flóðunum. Þá var verið að ná í störina. Slegið var í skára og svo rakað að skárunum. Þá stóð maður í vatni, frá ökkladjúpu og upp í hnédjúpt. Síðan var kaðli brugðið um endann á skárunum og hestur dró saman, teymdur eftir bakkanum. Sagt var að mjótt væri milli flóðs og óss. Engjabakki hét þar á milli og eftir honum var hesturinn dreginn. En engjabakkinn var jafnan sleginn fyrst. Það var ákafiega skemmti- legt að vera við þetta, sérstaklega þegar verið va' að draga. Þá fleygði maður sér í heyið, þegar komin var beðja og lét draga sig með. Já, maður var alltaf blautur, en það þótti engum verra. — Kalt? Maður vandist því, svarar Louisa. Það var ekki mulið undir ungdóminn þá. Bara til ósóma að vera að kvarta og ekki til neins. Ég held að það sem ungdóminn vantar nú, sé að minna sé mulið undir hann. — Hvernig við skemmtum okk- ur? Nú við vorum alltaf að skemmta okkur. Það var svo gaman að öllum störfum. Stundum fengum við hesta á sunnudögum og riðum að Tryggvaskála. Og á hverju vori riðum við á Ung- mennafélagsmót í Þjórsártúni. Upp rifjast dularfull saga frá Arnarbæli. — Við höfðum þá 17 kýr í fjósi, segir Louisa. Prændfólk okkar, Vilhelm Knudsen og Hólm- fríður var í heimsókn senmma í — segir Louisa Ólafsdóttir m.a. í þessu viðtali viö Elínu Pálmadóttur Manni þótti svo skelfing gaman, sagði Louisa Olafsdóttir hvað eftir annaÖ í spjalli okkar um lífshlaup hennar og ýmis atvik sem hún kann frá aÖ segja. Hún geislar raunar enn afhenni lífsgleðin, þar sem hún situr, 86 ára aÖ aldri, i einu af dvalarhúsunum í Asi í Hveragerði, þar sem hún hefur litla 'ibúð með frænku sinni, Önnu Þorgrímsdóttur, og mágkonu, Kristjönu Hjaltested. Hún segir ad sér hði Ijómandi vel þarna á dvalarheimilinu. — Hér er allt í sátt og samlyndi, aldrei verið rifist hér. Til hvers væri það Uka, það tekur svo á, bætir hún við og hlær. Louisa er auðheyrilega ekki ein afþeim, sem gera sér rellu út af smámunum. ágúst, og Ölafur Ólafsson og kona hans. Þegar við stúlkurnar þrjár ætluðum að fara að mjólka kýrnar um kvöldið var ekki dropi í þeim, utan einni sem pabbi hafði keypt. Hún var svo stygg að varla var hægt að koma nálægt henni. Skýringin? Hún hefur aldrei fengist. Yfir þessu getur fólk velt vöngum. Kýrnar voru svo stutt frá að sást til þeirra og ekki var kálfunum til að dreífa, því þeir voru annars staðar. Þetta kom aldrei fyrir, hvorki fyrr né síðar. • Þvottaskál og koppur meö rósum Það hefur verið skemmtilegt ævintýri, þegar konungur Dan- merkur, Friðrik áttundi, kom ásamt Haraldi prinsi og öllu ríkisþingi Dana ríðandi að Arnar- bæli einn góðan veðurdag í fylgd með Hannesi Hafstein og öllum stórmennum á íslandi. — Það þótti okkur skelfing gaman, segir Louisa. Konungurinn, prinsinn ög Hannes Hafstein gistu inni í bænum en aðrir í tjöldum á túninu. Prinsinn í draugaherberg- inu svonefnda, en kóngurinn í borðstofunni. — Var draugagangur þar? — Fólk sem svaf þar sagði það. T.d. gekk frk. Kjær einu sinni út um nótt, hélst þar ekki við, sagði hún. Og sr. Ólafur Ólafsson sagði, að vart hefði orðið við stúlku þar. En við urðum þess ekki vör. Vorum þar þó í 27 ár. — Við vorum þá fjórar eða fimm stelpur saman. Og okkur langaði ákaflega mikið til að vita hvort kóngur svæfi eins og annað fólk, segir Louisa. Við skriðum því inn um eldhúsgluggann um nótt- ina, því heimafólkið svaf allt úti í hlöðu, og lögðumst á skráargatið á stofuhurðinni. Heldurðu þá ekki að kóngurinn hafi bara hrotið eins og hver annar sveitamaður. Bara púff, púff; segir Louisa og hlær dátt. — Við urðum fyrir miklum vonbrigðum. En sú fyrsta gætti þess að segja ekki hinum, svo þær færu líka sömu fýluferðina á skráargatið. Annars var þetta almennilegasti karl. Hann drakk hjá okkur morgunkaffið. — Er það satt að þeir hafi flutt með sér rúm fyrir kónginn og að móðir þín hafi ekki viljað láta hann leggja með sér á sínu heimili, þó kóngur væri? — Já, þeir höfðu meðferðis rúm og rúmföt fyrir kónginn og því var komið fyrir inni. En þegar þeir ætluðu líka að setja húsgögn í stofuna, þá sætti móðir mín sig ekki við það. Sagði, að ef konungurinn gæti ekki komið inn í hennar stofu, eins og hún væri, þá kæmi hann ekki þar inn fyrir dyr. Það voru þá nýleg húsgögn þar. Rauði plussstóllinn þarna er þaðan. — Þetta var siðasti gististaður- inn í ferðinni og pabbi keypti af þeim stórt postulínsfat og könnu með sápuskál og greiðuskál, sem konungurinn hafði. Þetta var mjög fallegt, allt með rósum og fylgdi náttpottur í stíl. Hjá okkur var allt úr blikki, svo mamma leyfði það. Ég átti þessa gripi lengi, en svo gaf ég þá í byggðasafnið í Skógum, þar sem þeir eru sýnis- gripir. Ekki hafa allir haft slíkan viðurgerning sem kóngur, að fá staka þvottaskál fyrir sig, því í bókinni, sem Svenn Poulsen, síðar ritstjóri Berlingske Tidende, og Holger Rosenberg skrifuðu um ferð Friðriks konungs 8. og ríkis- þingsins danska til Færeyja og íslands, segir að í Arnarbæli hafi þingmenn í síðasta sinn haft sig úr tjöldum að morgni með stírur í augum, rifist í síðasta sinn um sápustykki og þvottaskálar og í síðasta sinn sest að kaffiborði í tjaldinu stóra. En konungur drakk morgun- kaffið inni með sr. Ólafi og konu hans. Og Louisa staðfestir söguna, sem gengið hefur, að konungur hafi orðið ákaflega hrærður yfir Louisa Ólafsdóttir situr hér í fallegum rauðum plussstól, sem var í stofunni á Arnarbæli pegar konungur kom 1907. Þegar étti að fara að koma þangað með húsgögn, tók móðir hennar fyrir það, sagði að ef konungur gæti ekki komið inn í sína stofu eins og hún væri, kæmi hann ckki þar inn. að sjá þarna á vegg mynd af sér. Foreldrar hennar sögðu að hann hefði haft orð á því við morgun- verðarborðið að nú sæi hann svart á hvítu að hann ætti ítök í þessari þjóð. En myndina, sem var af fjórum konungum í svörtum, djúpum ramma, þar sem Friðrik var drengur í matrósafötum, átti Þorvaldur bróðir hennar. Hafði valið sér hana til eignar úr fleiri myndum. Seinna sendi Friðrik 8. frú Lydiu kabinetmynd af sér og þakkarbréf. — Það var mjög gaman að sjá þá koma, segir Louisa. Þeir voru með 1000 hross, sem karlar og unglingar gættu úti í Lambey, sem er ein af eyjunum í ánni, sem við slógum alltaf. En þær heita ýmsum nöfnun; Toddarnir, Lambey, Laghólmi, Álftarhólmi og lítill kringlóttur hólmi, sem kallaður var Unginn. Þar verpti alltaf álft. jg Hrifu gestina I frásögn sinni af komunni í Arnarbæli og dvölinni þar segja dönsku blaðamennirnir m.a.: „Frá áningarstað í Kögunarhóli tók vegurinn beygju í suðurátt og vér stefndum aftur ofan að Ölfusá, að Arnarbæli, stóru og myndarlegu býli, sem stendur niðri við ána í mikilli mekt. Kringum bæinn eru víðáttumiklar mýrar, mjög gras- gefnar. Gegnt Arnarbæli liggur Flóinn syðst á Suðurlandsundir- lendi með miklar mýrar og mar- flatar grasflatir. Mætti bæta þar mikið búskap með framræslu og áveitum, einkum þykir jöklavatn auka mjög gróður. Verkfræðingar Heiðafélagsins danska hafa samið áætlun um framræslu og áveitu- framkvæmdir, sem breytt gætu landflæmi í Flóanum í búsældar- sveit. Það var einmitt í Arnarbæli sem íslenzk stjórnvöld létu oss í konungsfylgd fá athyglisverðar skýrslur um gerðar rannsóknir og kostnaðarútreikninga í sambandi við verklegar framkvæmdir." ¦ - J>3UUttGKCKKSt&i*S'X)G?SF2>S'*rj'S. ¦ -•"."WKMl^VS»V.V.V.VAV.ViV.,«V.ÍV.TiV.V.ViV«mi r»v*,*'i'4-»'»,«-irW»'» « - »¦» *»•«-**•»*¦»*¦*•»»•..«»•»..»••;'*-«•» .» ........

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.