Morgunblaðið - 30.07.1978, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 30.07.1978, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. JÚLÍ 1978 27 Prestsetrið í Sandfelli í Öræfum, þar sem Louisa var tii 12 ára aldurs. fjósbaðstofa var í fjórða húsi frá vinstri. kýrnar undir baðstofunni. — Það var gott. Maður var aldrei fótkaldur. segir hún. Louisa kann frá því að segja þegar Friðrik 8. kom ásamt ríkisþingmönnum Dana í fylgd með Hannesi Hafstein og stórmennum íslenzkum með 1000 hesta í Arnarbæli. Konungur og Ifannes sváfu inni, aðrir í tjöldum á túninu og snætt var í tjöldum til hægri. Það var aldeilis ekki að ástæðu- lausu að Hannes Hafstein og aðrir Islendingar, sem að konungskom- unni stóðu, lögðu svo mikla áherzlu á að hrífa konung og þingmenn. í næsta áningarstað á undan, við Þjórsárbrú, var komið upp umfangsmikilli búfjársýningu og í Arnarbæli voru þeim kynntar stórfelldar ræktunarhugmyndir og fjárvana áætianir. Ekki var það til einskis, því dönsku blaðamennirn- ir segja: „í Arnarbæli komst það rækilega inn í kollinn á oss Dönum við gaumgæfilega athugun, að ísiand er langt frá þvi að vera óræktarsvæði." Jörðin sjálf virðist hafa hrifið, eins og til var ætlast. Þessa lýsingu er að finna í bók Dananna: „Kvöldverði lauk í tjaldi. Fram: undan rann áin, lygn og breið. I kvöldblíðunni gekk konungur, í hópi alþingis- og ríkisþingmanna, um grösug engi. Ræddu þeir af fjöri vandamál landbúnaðar á Islandi ... A grængresibökkum Ölfusár ríkti kyrrð og friður yfir öllu. Það þótti oss góður endir á langri ferð.“ Þarna og í Þjórsár- túni fengu hinir dönsku þingmenn að kynnast tjaldbúðalífi og „jafn- vel menn við aldur úr hópi dönsku gestanna sváfu ágæta vel á dýnum í tjaldi, teyguðu heilnæmt sveita- loftið og söknuðu hvergi æðardún- sængur í gistihúsum stórborg- anna.“ Um morguninn vöknuðu þeir ekki við lúðrahljóm, svo sem venja var í útlöndum, heldur ljómandi fagra mannsrödd, sem söng sálminn „Andi yfir öndum". Það var Geir Sæmundsen, sem mjög var lofaður. Dvölin í Arnarbæli virðist hafa hrifið gestina, eins og til var ætlast, því það var einmitt daginn eftir að konungur sagði í þakkar- ávarpi við dögurðinn á Kolviðar- hóli orðin, sem síðar voru mikið umtöluð, þegar hann í fyrsta skipti talaði um ísland sem sérstakt ríki með orðunum: „Látum þessa ferð gja fast band milli hinnar í-’-'enzku og hinnar dönsku þjóðar og mín! Markmið mitt er sannleik- ur og réttlæti báðum ríkjum til handa." • Margir og góöir gestir — Það voru góðir tímar í Arnarbæli, segir Louisa, þegar við snúum okkur frá kóngalífi og að hennar eigin lífshlaupi. Þar var alltaf margt um manninn, 20—30 manns fyrir utan gesti. Og alltaf meira og minna af gestum, og okkur þótti ákáflega gaman að fá þá. Þetta var líka oft ákaflega skemmtilegt fólk og maður úpp- lýstist af að hlusta á það tala og fræðast. Allir sem vettlingi gátu valdið á heimilinu, sátu og hlust- uðu. Til dæmis komu oft sr. Ólafur Ólafsson, Sigfús Einarsson, Jón Halldórsson og Pétur Halldórsson, borgarstjóri, Jón Helgason biskup og Sigvaldi Kaldalóns. Og Halldór Hansen og Gísli Guðmundsson gerlafræðingur áttu sumarhús í túninu. Maður gleypti í sig allt sem maður hafði haus til að meðtaka. — Sigvaldi var. trúlofaður Katrínu systur minni, sem iá veik af berklum uppi á lofti, þegar konungur kom. Hann var látinn vita að slíkur sjúklingur væri í húsinu, ef honum væri illa við það. En hann sendi henni upp forkunn- arfagra silfurskeið. Hún dó nokkr- um vikutn síðar þetta sumar. I myndaalbúmi Louisu er mynd af i’öður hennar með sláttuvél, sem hun segir að hafi verið keypt árið 1907 og muni vera fyrsta sláttuvél- in á Suðurlandi. — Og líklega hefi ég verið fyrsta stúlkan, sem sló með sláttuvél hér, bætir hún við. Svo heppilega- vildi til að norskur maður var á heimilinu og gat vanið hesta við vélina. Hrædd? Nei, ég var ekki hrædd. Túnið var auðvitað ekki slétt. Maður varð bara að beita vélinni á þúfurnar og allt saman, ljárinn skar þær af, enda voru þúfurnar ekki stórar. • Skemmtilegt meö skáldum Fyrst eftir að sr. Ólafur Magnússon kom í Arnarbæli þjónaði hann kirkjunum í Arnar- bæli, Reykjum og Hjalla. í ofsa- veðri árið 1907 fauk Reykjakirkjá til og skekktist á grunninum. Arnarbæliskirkja var svo rifin 1908 og þessar kirkjur sameinaðar á Kotströnd, þar sem byggð var ný kirkja 1909. Louisa var fermd í Arnarbæli en Þorvaldur bróðir hennar á Kotströnd. Eftir að faðir hennar varð að láta af prestskap vegna aldurs, árið 1940, keypti hann öxnalæk af Pétru Hjaltested. Sr. Ólafur dó 1947 og Lydia kona hans 1952. Louisa var heima í Arnarbæli fram til 1940, nema hvað hún var í tvö ár í Reykjavík 1925—27, vann þá í mjólkurbúðinni á Vesturgötu 12. — Var að reyna að fara úr föðurhúsum, sagði hún. — Sagt er að heimskt sé heimaalið barn, sem auðvitað er rétt. En mig langaði ekki að vera í Reykjavík. Kunni best við mig í sveitinni og innan um sveitafólkið. Þar var ég alin upp. Þegar hún flutti til Hveragerðis 1940 voru þar aðeins fáein hús, mest sumarbústaðir, segir hún. Þar kunni hún vel við sig. — Skemmtilegast var meðan skáldin öll voru hér, segir hún. Þá voru hér Jóhannes úr Kötlum, Kristmann Guðmundsson, Kristján frá Djúpalæk og Gunnar Benedikts- son, að ógleymdum séra Helga Sveinssyni, sem þjónaði hér í 20 ár. Skáldin voru hvert öðru skemmtilegra og þá var mikið félagslíf hér í Hveragerði. Ég hélt samt alltaf mest upp á sr. Helga, enda þekkti ég hann bést, var organisti með honum. Hann var svo fljótur að gera allt sem hann var beðinn um, samdi dí snatri leikþætti, sem urðu . léttir og skemmtilegir hjá honum. Og hann orti mikið. Ég á margar vísur eftir Þær búa saman í einu dvalarhúsanna í Ási í Hveragerði. Kristjana Hjaltested. Louisa Ólafsdóttir og Anna Þorgrímsdóttir. Louisa var organisti í kirkjunum í 63 ár. Nú tekur hún í orgelið heima hjá sér. hann. Hann sendi mér alltaf skeyti með vísum á afmælinu. Eftir nokkrar fortölur leyfir Louisa okkur að heyra eina slíka: Hún Louisa er fimmtug, og fær ekki mann. Þeim fækkar sem dyggðirnar meta. Hún er eins og stúlkan, sem spánn og spann Nú spreytir hún sig fyrir Breta. Síðasta héndingin krefst skýr- ingar. En þetta var á stríðsárun- um og Louisa og vinkona hennar, Geirrún ívársdóttir, unnu fýrir sér með því að taka þvotta fyrir Breta. Þær bjuggu í húsi sem nefndist Ásar, sem Bretarnir kölluðu Red- house, af því það var rautt. — Þetta voru ósköp spakir menn og við settúm það skilyrði að sami maður kæmi alltaf með þvottinn og sækti hann aftur, segir Louisa. Fyrst voru hér í Hveragerði franskir Kanadamenn, þá Bretar og loks Bandaríkjamenn. Þeir voru inni í Reykjadal og niðri á svokölluðum Ekrum, og nokkrar hræður hér í þorpinu. — Og þú hefur ekki lent í ástandinu upp úr þvottunum? — Nei, ég komst aldrei í ástand- ið, sem betur fer, segir Louisa og hlær nú dillandi. Enda ekki merkilegri menn en íslendingarn- ir, sem ég þekkti. Organisti í 63 ár Þú varst organisti í tugi ára? — Já, í 63 ár. Ég lærði samt aldrei neitt, nema hvað faðir minn kenndi mér. Ætlaði aldrei að leggja þetta fyrir mig. Ég byrjaði að spila í kirkjunni á Hjalla í Ölfusi, þegar þar vantaði organ- ista og var þar í 4 ár. Svo fór ég að spila í kirkjunni á Kotströnd og í kirkjunni hér í Hveragerði, eftir að hún kom. Vandinn var ekki svo mikill fyrst, enda kröfurnar ekki miklar. Svo æfðist maður á sálmalögunum. En það þætti ekki merkilegur organisti núna. Maður spilar ekki fantasíur og fúgur eftir Bach. Þetta hefði ekki gengið, ef ég hefði ekki alltaf haft svo gott fólk í kórnum. Þetta fólk hefur alltaf verið mér svo ákaflega gott, staðið um mig eins og múrveggur og gerir enn. Laun? Ég fékk 40 kr. fyrsta árið. Setti aldrei neitt upp. Söfnuðirnir borguðu mér eins ag þeir gátu. Þeir höfðu ekki mikla péninga milli handanna. Og aldrei tók ég neitt fyrir aukaverkin, þó ég spilaði við brúðkaup eða jarðarfar- ir. Ég hafði gaman af þessu sjálf, gerði það sem ég gat. Því skyldi ég vera að taka fyrir það fé. Ég iifði af öðru. — Af hverju? Hvað gerðirðu? — Ég vann alla venjulega erfið- isvinnu, mokaði hesthús ... — Þú ert þarna með hesta- myndir. Áttirðu hesta? — Já, ég átti alltaf hesta r sveitinni, reið einu sinni norður til Akureyrar. Reyndi að hafa hesta fyrst eftir að ég kom hingað, en það reyndist of erfitt. Þarna er síðasti hesturinn, sem ég átti, Freyfaxi minn. Raunar var hann venjulega kallaður Lúllu Gráni. Það var góður hestur. Maður gat riðið honum allan daginn og alltaf var hann bestur síðast. Það fór illa fyrir honum, ekið var á hann og báðir framfætur brotnir. — Ég keyþti þennan hest a Kólviðarhóli og sótti hann þangað. Áslaug dóttir Valgerðar reið með mér. Við riðum milli hrauns og hlíðar og komum að á. Ég átti svolítið koníak í pela og fór þar af baki og skírði hestinn upp úr koníaki. Við hálfsáum eftir koní- akinu, en létum okkur hafa það samt. Maður var svo léttlyndur þá daga, segir Louisa og dillar henni hláturinn. Louisa Ólafsdóttir notar oft orðið gaman og skemmtilegt. En skemmtilegast er að koma til hennar og regluleg uppörvun fyrir þá sem yngri eru, og þeir horfa fram á elliárin — E.Pá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.