Morgunblaðið - 30.07.1978, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 30.07.1978, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. JÚLÍ 1978 31 — Þankar úr Horn- strandaferð Framhald af bls. 13 Leiðin yfir Kjaransvíkurskarð er vel vörðuð og gátum við fylgt vörðunum alveg yfir skarðið, sem er rúmlega 400 metra hátt. A göngunni þar veltum við því fyrir okkur hver eða hverjir hefðu eiginlega reist þessar vörður allar, hvort þar hefðu verið að verki húskarlar Geirmundar heljar- skinns landnámsmanns eða ein- hverjir síðari tíma landpóstar, en við fundum engar niðurstöður og tókum málið út af dagskrá. Þegar yfir skarðið kemur er um tvær leiðir að velja, annars vegar að halda suður eftir Hesteyrar- brúnum eða fara niður í Hesteyr- arfjörð og ganga út fjöruna. Þar sem þokan var enn allsráðandi þar efra ákváðum við að halda niður í fjöruna (og kannski var það lika vegna þess að við týndum öllum vörðum og slóðum!) 90 manna byggð Ganga út með fjörunni í Hest- eyrarfirði reyndist ekki erfið, en á einum stað þarf að príla upp í hlíðina til að komast fyrir klett er nefndur er Ófæra. Á svonefndri Stekkeyri var um árabil starfrækt hvalveiðistöð eða síldveiðastöð eins og kortið segir og voru þar að verki Norðmenn. Stöðin sú má muna sinn fífil fegri, því hún er nánast hrunin og talað hefur verið um að taka þar til hendinni og brenna fúaspýtum og væri það sjálfsagt þarft verk. En þegar gengið er yfir litla hæð framhjá stöðinni fyrrverandi sér heim að Hesteyri þar sem enn standa nokkur hús. Fólk frá Hesteyri kemur jafnan yfir þangað til dvalar á sumrin og viðheldur húsum sínum. Pétur Pétursson heitir einn þeirra og flutti hann okkur frá Hesteyri til ísafjarðar á báti sínum Sigurvon. Áður en við lögðum upp í þá sjóferð þágum við góðar veitingar hjá frúnni. Þau sögðu að nú væri haldið reglulega við 8 húsum á Hesteyri og væri verzlunarhús það níunda. Þegar flest var af fólki dvaldi þarna um 90 manns hélt Pétur, en árið 1951 fluttust síðustu fjölskyldurnar burtu. I kringum Hesteyri er, eins og annars staðar þarna nyrðra, mjög áberandi hvað gróður er gróskumikill og fjölskrúðugur. Sjálfsagt geta gróðurunnendur fundið þarna námur miklar, en í okkar tveggja manna hópi var enginn gróðursérfræðingur, þann- ig að þau fræði verða utangátta hér. Kannski hefur ýmislegt annað orðið utangátta, en ekki verða öllu gerð skil í senn. Ferðin er á enda og á siglingunni yfir til ísafjarðar er spjallað við Pétur á Græna- garði. Hann hefur lengi verið viðloðandi sjóinn, ýmist verið á sjó sjálfur eða unnið við netagerð. Nú síðustu árin hefur hann á sumrin mikið fengizt við að ferja fólk milli Jökulfjarða og ísafjarðar og án efa hafa margir átt með honum ánægjulega'siglingu yfir Djúpið. Á leiðinni færðumst við smám sam- an í átt til siðmenningarinnar aftur, fengum fréttir hjá skip- stjóranum af stjórnarmyndun og öðrum stærri atburðum, sem til umræðu hafa verið. Að baki er ferðin um friðlandið á Hornströndum. Segja má að það sé næstum því að verða tízka að ferðast þangað nokkra daga á sumrin, en menn hafa ekki ýkja miklar áhyggjur af ágangi ferða- manna, a.m.k. ef þeir ganga þar um eins og vera ber, og spilla ekki eignum eða náttúrunni. Vissulega er þarna margt að sjá og hverjum manni hollt að hverfa úr borgarlíf- inu um tíma eða frá hinu venju- bundna starfi hvar sem það annars er og dvelja fjarri hugsan- legri streitu. Og með þessum lokaorðum leyfum við okkur í tveggja manna ferðahópnum að færa Pétri skipstjóra Péturssyni á Grænagarði hamingjuóskir með nýlegt stórafmæli. it. fc———■m mmm———— Skemmtistaður velur „Ungfrú Hollywood” SKEMMTISTAÐURINN Hollywood hefur ákveðið að efna til keppni um titilinn „Ungfrú Hollywood“ og eru verðlaun sigurvegarans ferð til New York og til kvikmyndaborgarinnar Hollywood í Bandarikjunum. Keppnin um titilinn „Ungfrú Hollywood" fer þannig fram, að sex stúlkur úr hópi gesta skemmti- staðarins verða valdar til þátt- töku. Síðan munu gestir Holly- wood kjósa um hverja stúlknanna þeir óska að senda til borgarinnar, sem skemmtistaðurinn er skírður eftir, að því er segir í fréttatil- kynningu frá Hollywood. Ferð „Ungfrú Hollywood" til New York og Hollywood er skipulögð í samvinnu við Flugleiðir. Leit er þegar hafin að þátttak- endum í keppnina og fer hún að sjálfsögðu fram í skemmtistaðn- um. Fyrsta stúlkan verður kynnt í ágúst. Morgunblaóió óskar eftir blaðburðarf ólki Austurbær Kjartansgata Skipholt 1—50 Samtún Skólavörðustígur Laugavegur frá 101 — 171 Vesturbær: Hringbraut 37—91, Tjarnargata I og II /Egissíða Meistaravellir Uthverfi Selás, Ármúli. Kópavogur Skjólbraut, „Peoples Problems and Progress" Tveggja stunda samstund með SYSTUR CHRISTINE fyrrverandi yfirráögjafa Veritas — Villa. Hótel Esju (2. hæð). Mánud. 31. júlí kl. 20—23. Þriöjudag 1. ágúst kl. 20—23. Þátttökugjald kr. 2.500 — pr. mann. KRISTÍNARVINIR ‘77. ÞARFTU AÐ KAUPA? ÆTLARÐU AÐ SELJA? Allir eru velkomnir aðsja þessa glæsilegu norsku gæðavöru. Sýningin er opin á þriðju hæö á verzlunartíma Húsgagnadeild J|| Jón Loftsson hf. A A A A A A ■— Hringbraut 121 Sími 10600 — Við sýnum ailt það bezta og nýjasta frá WESTNOFA Húsgagna sýning 17. júlí — 31. júlí 500 Fermetra sýningarsvæði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.