Morgunblaðið - 30.07.1978, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 30.07.1978, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. JÚLÍ 1978 35 Stærsti lax- inn í sumar? í myndatexta í síðasta þætti sögöum viö frá stærsta laxi sem viö höföum fengiö fregnir um á sumrinu, sem var 23 punda lax, fluguveiddur, austur á Iðu. Á föstudaginn haföi Friðrik hjá SVFR samband viö okkur og sagöi okkur frá enn stærri laxi, sem dreginn var á 2. svæöi í Stóru-Laxá í Hreppum. Þaö var 4. júlí, aö Gunnar Árnason, húsasmiður, veiddi 24 punda lax á maök viö Bergsnös hjá Hrepphólum. Laxinn var 107 sm og einn af fjórum löxum sem Gunnar dró þennan dag, hinir voru 6, 13 og 13 pund. Aö gefnu tilefni viljum viö óska eftir því aö fólk láti Mbl. vita um laxa sem veiðast af þessari stærö og auövitaö þaöan af stærri. Og myndir mega gjarnan fylgja. Nýlegar tölur bárust okkur á föstud. frá SVFR, úr Elliöaánum og Stóru-Laxá í Hreppum. Þann 24. þessa mánaöar voru komnir 704 laxar á land úr Elliöaánum á móti 502 á sama tíma í fyrra. Laxinn hefur dreift sér vel um alla á, en þó veiðist enn mest á neðri svæðunum. Á miðvikudaginn voru komnir 320 laxar á land úr Stóru-Laxá í Hreppum, en allt síöast liðið sumar veiddust þar aðeins 266 fiskar. Á 1. svæöi og öðru höföu veiðst 118 laxar, á 3. svæöi höföu 113 laxar verið dregnir og á 4. svæöi 89 laxar. Þessu er öfugt farið viö fyrri ár, en meira hefur veiöst á efri svæöunum. Áöur hefur verið minnst á Flókadalsá í Haganesvík hér / þættinum. Enn veiöist þar vel og ekki alls fyrir löngu dró Guðmund- ur Guðmundsson slökkviliösstjóri á Reykjavíkurflugvelli tvo 20 punda laxa þar aö landi. Guömundur er hittinn í boltana, því aö hann dró einn jafnþungan úr Gljúfurá í fyrrasumar, en slíkir risar eru þó fátíöir þar. — 99- r Utvegsbændur í Eyjum: „Svo útvegur leggi ekkiupp laupana” EFTIRFARANDI ályktun var samþykkt einróma á fjölmennum fundi, sem haldinn var í Útvegs- bændafélagi Vestmannaeyja hinn 17. júní síðastliðinni Fjölmennur fundur í Útvegs- bændafélagi Vestmannaeyja, haldinn 17. júní 1978, vekur athygli á þeim miklu rekstrar- erfiðleikum er útgerð frá Vest- mannaeyjum á nú við að stríða. Fundinum er ljóst, að orsakir erfiðleikanna eru margar og vegur þar að sjálfsögðu þyngst á metum samdráttur í afla og uggvænleg verðbólga. Þrátt fyrir þessa tvo meginþætti vandans er margt annað, sem til kemur og á sinn stóra þátt í þeim vanda, sem við blasir, og er kominn á það stig að Glóra EFTIRFARANDI fréttatilkynn- ing barst Mbl. fyrir skömmui „Nýlega var stofnað í Hafnar- firði félag, sem nánar verður augiýst í götuauglýsingum síðar. Hlaut félagið nafnið Glóra og er heimili og varnarþing á stöku stað. Á fjölmennum stofnfundi voru félaginu sett lög og stefna þess mörkuð. Voru allir á einu máli um að hún skyldi vera allt í senn markviss, skemmtileg og ófrávíkj- anleg. Talið var brýnt að félagið gæfi út tímarit, sém bæri nafnið Kúbein, þar sem augljóst væri að þjóðina hefði ávallt — og ekki sízt nú — fremur skort verkfæri til niðurrifs en einlæga þrá til nýsmíða. . _ Á stofnþinginu voru fjölmargar ályktanir og áskoranir samþykkt- ar og bar þar hæst ályktun um nauðsyn þess að væntanleg ríkis- stjórn yrði ekki glórulaus, hverju sem til þyrfti að kosta og þótt sýnt væri frá upphafi að slíkt væri illframkvæmanlegt. Enginn glórulaus." verulegur hluti fiskiflotans er nú kominn í þrot. Meðal annars má þar til nefna óheyrilega vexti af lánsfé, hvort heldur er til reksturs, viðhalds eða endurnýjunar. Bendir fundurinn á, að vextir til reksturs fiskiskipaflotans, er liggja á bilinu 25 til 33% fá ekki staðist til lengdar. Skorar fundurinn því á ábyrga aðila í þessu þjóðfélagi að takast á við þann mikla vanda, er við blasir í sjávarútvegi, með þeim hætti að útgerð verði rekin á eðlilegum grundvelli, en þurfi ekki að leggja upp laupana, sem við núverandi aðstæður er fullt útlit fyrir. --------------------------------\ 5VAR MITT HÉ EFTIR BILLY GRAHAM Mér finnst samherjar mínir í söfnuði mínum ekki vera einla'gir trúmenn. Ætti ég að ganga í annan söfnuð. þar sem mér finnst mér líða betur, eða á ég að vera kyrr og reyna að hjálpa og hafa áhrif á þá? Kirkjan er ekki hópur fullkominna manna. Hún er samfélag þeirra, sem eru endurleystir, samfélag syndara, sem hafa frelsazt af náð — eða, þetta ætti kirkjan að vera. Engin fullkomin kirkja er til. Ef þér fynduð slíka kirkju, yrði hún ófullkomin um leið og þér gengjuð í hana. Biblían segir: „Ef vér segjum: Vér höfum ekki synd, þá svíkjum vér sjálfa oss og sannleikurinn er ekki í oss“ (1. Jóh. 1.8). Ef yður finnst í raun og veru, að fólkið í söfnuði yðar sé ekki heils hugar í trúnni á Krist, ættuð þér ekki að yfirgefa það og fara í annan söfnuð, sem væri svo kannski enn þá slakari. Ég hef komizt að raun um, að ein manneskja, sem hefur gefið sig algjörlega á vald Kristi, getur gjörbreytt heilli kirkju. Verið þér sú manneskja! Sitjið ekki í hópi háðgjarnra, því að Biblían varar við því. Um það vil helmingur þeirra, sem ganga fram og vilja gefa sig Kristi á vald í krossferðum okkar, eru þegar í söfnuðum, en þeir eru ekki allir í Kristi. Fólk í kirkju Krists getur breytt heiminum, ef það hefur fyrst breytzt sjálft fyrir kraft Krists. Þér getið stuðlað að því, að slík breyting verði! Biðjið! Leggið líf yðar á altari Guðs! Látið heilagan anda leiða yður og nota yður til að hefja vakningu einlægrar undirgefni við Krist meðal fólksins í söfnuði yðar! V ^ Kristjana Lárus- dóttir — Minning Fædd 24. októbcr 1943. Dáin 23. júlí 1978. Kristjana Lárusdóttir er látin, frá eiginmanni og þrem ungum dætrum. Konan sem vann í kyrr- þey við hlið manns síns og dætra. Dásamleg eiginkona og móðir. Æðrulaust tók hún örlögum sín- um, án þess að kvarta og nú er stríðinu lokið. Við stöndum eftir og vonum að henni líði betur núna. Ég þakka henni hve traust eigin- kona hún var syni mínum og móðir dætrum sínum, sem sakna hennar óumræðilega mikið. Ég veit líka að hún var foreldrum sínum góð dóttir. 'Við þökkum henni fyrir allt. Mitt lif mt sál ok líkam minn Jrg Iokk í náðarfaöminn þinn. Mér unn af hjarta að elska þÍK. 1 Josú nafni hanhoyr mÍK. Hvili hún í friði. TonKdamamma. Trend Rafritvélar Suðurlandsbraut 12. Sími 8 52 77. Pósth. 1232. - fisléttur og hlýr, fóðraður með dralon eða ull. Ytra byröi úr vatnsvörðu nyloni, innra byrði úr bómull. Hann má nota sem sæng og þaö fylgir honum koddi. Hægt er að renna tveimur pokum saman og gera úr þeim einn tvíbreiðan. Japönsk völundarsmíö. Ódýrar, liprar, sterkar og fallegar. Skrifvélin h.f. Sængurgerðin SIF Sauðárkróki \l l.nsiM. \S|\||N\ r.n. 22480 Jllorjjimblntiib JHovOunblnbiti U l.i.t SIV, VSIMINS Klt: 22480

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.