Morgunblaðið - 30.07.1978, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 30.07.1978, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. JÚLÍ 1978 37 Gamanmál og spurningar Gamanmál og spurningar bæði fyrir unga og gamla, kellingar og kalla, með hárkollur eða skalla, frá fjöru til fjalla — alla! Kennarinn: Heyrðu, Björn. Hvað ertu eiginlega að lesa? Björn: Ég veit það ekki. Kennarinn: Nú, en þú last upphátt! Björn: Já, en ég hlustaði ekkiáþað! Af hverju fluttirðu frá þessu hóteli, Bjössi? Ég uppgötvaði, að við feng- um alltaf fiskisúpu i hvert skipti, sem forstöðukonan í eldhúsinu skipti um vatn hjá gullfiskunum! Einu sinni stóð Skoti nokk- ur og írlendingur fyrir ut- an veitingakrá. Eftír nokkrar umræður, fór ír- lendingurinn inn. Hann fékk sér góðan hádegis- verð, og sagði þjóninum svo skemmtilega sögu, að hann gleymdi að rukka hann! Skömmu síðar fór Skotinn inn. Hann var nú enn svengri en vinur hans, svo að hann pantaði sér vel úti- látinn matarskammt. Síðan sagði hann þjóninum svo bráðfyndna sögu, að hann steingleymdi að rukka hann. En skömmu áður en Skotinn fór út úr dyrun- um, sneri hann sér við og sagði: „Gleymduð þér ef til vill að gefa mér til baka?“ Frúin í Hamborg! Spurningaleikir eru alltaf vinsælir á ferðalögum. Flest fullorðið fólk kann leikinn um frúna frá Ham- borg. Hann er í því fólginn, að sá, sem svarar, má að- eins svara án þess að segja: Já, nei, svart eða hvitt. Öll önnur orð má hann segja, en ekki þessi fjögur. Ef hann gerir það er leikurinn á enda og skipt er um hlut- verk. Spyrjandinn byrjar á því að spyrja: Hvað keyptirðu fyrir peningana, sem frúin i Hamborg gaf þér í gær? Svar (t.d.) Ég keypti mér bíl. Spurn.: Var hann stór? Svar: Hann var ósköp venjulegur. Spurn: Hvernig var hann á litinn? Svar: Hann var dökkblár og fallegur mjög. Spurn: Hefur þú ökuréttindi eða hvað? Svar: Nei, að vísu ekki — ah! hér féll hann á bragðinu. Hann sagði nei, en það mátti hann einmitt ekki! Leikur þessi örvar ímyndunaraflið og eykur orðaforðann. Góða skemmtun. nauðsynlegustu varahl^ti í bílnum til lengri eöa skemmri feröalaga. ssasi SSMST ' <■ || Helstu varahlutir í flestar geröir bifreiöa fást á bensínsölum Esso í Reykjavík. OlíufélagiÖ h.f. # r r UTIHATIÐin fJÖRIÐ Oc^. ULFLJOTSVHTNI Komstu með útvegsspilið? Teikning: Jóhann Lúðvík Haraldsson, 10 ára. „Komið strax að landi! Okkur vantar hjálp. Skella er týnd, og við verðum að leita um allan skóginn." Börnin þrjú stökkva þeg- ar í land og vilja fúslega veita lið. Nokkru síðar bætist enn liðstyrkur, og loks taka nær allir íbúar Krákueyjar þátt í leitinni að litiu stúlkunni. Allt kjarr er vandlega rannsakað, sérhver hola og skurður skoðaður. Og á meðan á öllu þessu stendur ... er Skella komin heim aftur og skríður upp eldhúströppurnar á stuttu fótunum sínum. Hún kemur inn í eldhúsið og rekur strax augun í afrek Melkers þar, og hún stenzt ekki penslana og málningardósirnar. Skella tekur pensil og bætir málningu á eldhússkápinn Hún skríður upp á stól og málar meira. Hún málar gular skellur á rauðu fletina og bláa bletti á gulu fletina, og hún er himinlifandi og hlær hátt. En hvað er gaman að mála! Smátt og smátt fer hún þó að þreytast á þessu, og hún fer að sakna hinna. Hvar eru Palli, Skotta og Stína og Melker? Hún yfir- gefur eldhúsið, og stiklar yfir grasflötina og heldur í áttina að ströndinni. Þar rekst hún á yrðlingana, sem hafa villzt í öllum vandræð- unum, Skella fylgist nú með litla dýrinu með stóra, loðna skottið. Og henni semur vel við yrðlinginn. Skella rekur augun í flekann, sem Jóhann og hin börnin yfirgáfu. Hann rís og hnígur á bylgjunum við um verslunarmannahelgina Brunaliðið Mannakorn Big Balls and the Great White Idiot (þýskir ræflarokkarar) Tívolí Basil Fursti Þursaflokkurinn Megas Jazzvakning Fjörefni Baldur Brjánsson Diskótekið Dísa Rut Reginalds íslandsmeistaramótið í svifdrekum maraþonkossakeppni þúfubíó tívolí göngurallý hestaleiga bátaleiga Getraunakeppni: Verðlaun: ^KENWQOD hljómtæki og hljómplötur frá Fálkanum VANTAR ÞIG VINNU (n) VANTAR ÞIG FÓLK í Þl AIGLÝSIR LM ALLT LAND ÞF.GAR ÞL' AL'G- LÝSIR I MORGLNBLAÐINl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.