Morgunblaðið - 30.07.1978, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 30.07.1978, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. JULÍ 1978 45 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100 KL. 10—11 FRÁ MANUDEGI að sjónvarpinu skuli yfirleitt lokað þennan mánuð og finnst slæmt að missa af hinni hefðbundnu kvöld- dægrastyttingu. Þetta er að mörgu leyti skiljanlegt, ekki sízt þegar gamalt og sjúkt fólk á í hlut, fólk sem ekki fer í bíó í staðinn eða á flakk til kunningjanna til að bæta sér þetta upp. Margoft hefur verið rætt um þennan vanda í hvert sinn sem lokað er hjá sjónvarpinu, en fátt hefur verið gert til að fjalla um það opinberlega af viðkomandi ráðamönnun. Líklega hefur þó sá kostur verið valinn að reyna að gera dreifingarkerfið og litvæðing- una að forgangsverkefni fremur en að auka kostnað með því að halda úti sendingum 12 mánuði á ári. Væri júlímánuði bætt við myndi líka afnotagjaldið hækka um 1/12 því nú er það reiknað út með það í huga að aðeins er sent út 11 mánuði á ári. Þetta hafa menn e.t.v. ekki athugað, og spurningin er því vilja menn borga meira og fá meira sjónvarp eða hafa ástandið óbreytt?" % Undir þessi bréf vilja skrifa sjónvarpsnotendur, en að öðru leyti ekki láta nafns síns getið. Ekki fleira um sjónvarpið að sinni, og hér er næst fjallað um þjónustu í verzlunum. • Síminn eða „kúnninn“? „Þeir sem eitthvað þurfa að verzla í búðum, kannast vel við það þegar beðið er eftir afgreiðslu að sú tilhneiging er mjög rík hjá afgreiðslufólki að svara alltaf símanum fyrst, jafnvel þótt búðin sé full af viðskiptavinum. Finnst mér það heyra til algjörra undan- tekninga ef það sést að síminn er látinn hringja og honum ekki sinnt, meðan nokkur er inni í verzluninni, sem þarfnast af- greisðlu. Þessi háttur er fremur hvimleiður og bendir til þess að viðkomandi geri sér ekki grein fyrir því hvernig á að haga sér í þjónustunni við „kúnnann". Þá reglu ætti að hafa í heiðri að viðskiptavinurinn, sem kominn er á staðinn, eigi að njóta allrar athygli og allrar þjónustu sem hann þarfnast, en ekki síminn. Það er að sjálfsögðu í lagi að taka hann upp og segja augnablik eða eitt- hvað í þá átt, en ekki að sinna honum öllu meira. Sá sem hringir veit þegar hvað um er að vera og gerir sér ekki rellu, hann getur hringt aftur, en sá sem kominn er í búðina nennir ekki að koma og fara, hann vill fá afgreiðslu strax. Á þetta vildi ég leyfa mér að benda og fara fram á að verzlunarmenn taki það til athugunar hvort þessu sé þannig háttað í þeirra verzlunum. Ein í búðarrápi.“ Þessir hringdu . . EF ÞAÐ ER FRÉTTNÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐENTJ AUÆYsim; \ SÍMINN KR: 22480 árið og reynum að fylgjast með getum það kannski ekki endilega í nóvember og desember, en þess vegna væri mjög gott ef hægt væri að fá að sjá fleiri en eina og eina bók alla hina mánuðina, því það getur enginn fylgzt nógu vel með þessum þrjú hundruð bókum þegar þær loksins koma allar í einu. Bókaklúbbur AB er góð og þörf undantekning frá þessu og gott væri ef fleiri slíkir klúbbar væru starfandi, og með því móti er auðvelt að gefa út bækur, þegar vitað er að nokkur hundruð eða þúsund manns muni kaupa það sem gefið er út, hvort sem það er í febrúar eða desember. • Fleiri bækur Bókaunnandii — Það er slæmur galli á bóka- þjóðinni íslenzku að nýjar bækur er ekki að fá, þ.e. íslenzkar, nema tvo mánuði rétt fyrir áramót. Það getur varla heitið að bók komi út mánuðina janúar til okóber, en svo dembast yfir okkur þrjú til fjögur hundruð titlar á tveimur mánuð- um. Að vísu sér ein og ein bók dagsins ljós þessa fyrrgreindu 10 mánuði, en það heyrir nánast til undantekninga. Skýringin á þessu er auðvitað sú að íslendingar kaupa vart bækur nema til að gefa, og þeir gefa ekki gjafir nema þegar jólin eru.Þess vegna geyma útgefendur allt púðrið þangað til skömmu fyrir jólin og þá ríður líka holskeflan yfir. Við sem viljum lesa bækur allt HOGNI HREKKVISI _ 14- : 1978 7'** McNanght Synd.. loc. „Hvaða undarlega og hræðilega dýr kom Högni með heim í dag?“ 83? SVGGA V/GGA * ilLVt^AYi Oræfi - Kverkfjöll - Sprengisandur 13 daga tjaldferö 6. ágúst. Sérstakt kynningarverð kr. 78.000.- fullt fæöi, leiösögn og tjaldgisting innifalin í veröinu. Ferðaskrifstofa GUÐMUNDAR JÓNASSONAR H.F. Borgartúni 34 — símar: 31388 og 35215. Paradis á einum fermetra Vandaóir sturtuklefar meó rennihuróum, stæró 80x80. AUGCYStNGASTOTA SAMBANDS Byggingavörur Sambandsins Suðurlandsbraut 32 • Simar82033 82180

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.