Morgunblaðið - 01.08.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.08.1978, Blaðsíða 1
40 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI vtgm&U&ib 163. tbl. 65. árg. ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Fágætur aldurdagi Kaupmannahöfn — 31. júlí. AP. SÁ FÁHEYRÐI atburður átti sér stað á sjúkrahúsi í Kaup- mannahöfn fyrir nokkru að rafknúinn skurðhnífur gneist- aði með þeim afleiðingum að sprenging varð í magaholi sjúkl- ings á skurðarborðinu. Það voru tveir danskir læknar, sem skýrðu frá slysinu í dönsku læknariti á mánudag. Sögðu læknarnir, Niels Jentoft Olsen og Vagn Berg, að neistinn hefði tendrað eldfimar lofttegundir í innyflum sjúklingsins með þeim afleiðingum að stór hluti ristils- ins gereyðilagðist. Eftir frekari aðgerðir læknanna til að bæta skemmdirnar lézt sjúklingurinn, karlmaður, 26 ára að aldri, af blóðeitrun. Það kom fram hjá lækríunum að þetta væri ekki í fyrsta skipti að slíkt óhapp henti við skurðaðgerðir með rafmagns- hníf, þótt ekki væri vitað til að það ylli fjörtjóni áður. Amaral áf ram med Soares? Lixsabun - 31. júlí - AP - Reuter LEIÐTOGI miðdemókrata, Diogo Freitas do Amaral, lýsti því yfir á mánudag að hann væri reiðubú- inn til að endurskoða stjórnar- sáttmálann við jafnaðarmenn og ráða þannig til lykta núverandi stjórnarkreppu í Portúgal. Hann kvaðst á hinn bóginn ekki viss um að slíkt myndi takast. Eanes forseti hyggst ávarpa þjóðina á þriðjudagskvöld og gera úttekt á stöðunni. írakar ærðust í Paríssendiráði París - 31. júlí. AP. Reuter. LÖGREGLUMAÐUR og einn öryggisvörður við írakska sendiráðið í París létu lífið í skotbardaga, sem út brauzt fyrir framan dyr sendiráðsins á mánudagskvöld eftir að arabfskur hermdarverkamaður hafði gefizt upp á að halda gísl úr starfsliði sendiráðsins þar ínni. Að sögn viðkomandi Iögreglu- stjóra, Pierre Ottaviolis, voru tveir lögreglumenn á leið með hryðju- verkamanninn að lögreglubifreið, er öryggisverðir sendiráðsins hófu skyndilega skotárás á þá. Snérust lögreglumenn til varnar og brutu sér leið inn í sendiráðshúsið á nýjan leik. Lyktaði átökunum, sem stóðu í eina mínútu, með því að einn lögreglu- maður og írakskur öryggisvörður lágu í valnum. Arabíski hermdar- verkamaðurinn særðist alvarlega og tveir franskir lögreglumenn einnig. Það var snemma mánudags að arabískir hryðjuverkamenn ruddust Lögreglumenn hlaupa í skjól eftir að öryggisvö'rður sendiráðsins hefur skotárás. Það er hryðjuverkamaðurinn, sem fellur fyrir fyrstu byssukúlunni. Símamvnd ap Áætlanaflug víða í algerum ólestri l'arís — Kóm 31. júlí- AI' - Ileutcr TAFIR urðu áfram á sumarleyfis- ferðum um gervalla VesturEvr- ópu í dag er flugumferðarstjórar í Frakklandi héldu upptcknum hætti þriðja daginn í röð með seinagangi. Búizt var við að þeir myndu láta af mótmælaaðgcrðum sínum á þriðjudag, en þó er f jarri að séð sé fyrir endann á umfcrðaröngþveitinu. „Þessi ringulreið ógnar flugsam- göngum, sem heiðarlegri og áreiðanlegri atvinnugrein" var haft eftir framkvæmdastjóra við Billund-flugvöllinn í Danmörku, Erik Christensen, en þar var áætlanaflug allt úr skorðum fært í morgun. I Bretlandi þyrptust þúsundir Bandaríkjamanna og Kanadamanna saman á flugvöll- um og við flugfélagsskrifstofur með tjöld og viðleguútbúnað til að Gullverð aftur hátt Lundon - Tókýó - 31. júlí - AP. - Ilcuter. GULLVERÐ hækkaði aftur í dag yfir 200 dollara mark únsan, en dollarinn var stöðugur með hlið- sjón af stöðu hans við síðustu vikulok. Náði verð dollarans að vísu nýju lágmarki, 190.30 yen- um á gjaldeyrismarkaði í Tókýó í morgun en hjarnaði síðan við. Verðbréfasölum bar saman um að andrúmsloft væri nú kyrrara en síðastliðinn föstudag í evrópsk- um kauphöllum, en þá ríkti mikill órói vegna viðskiptahalla Banda- ríkjanna og þarlendrar verðbólgu. Bandaríkjadollar rýrnaði mjög ásamt vestur-þýzka markinu gagnvart svissneskum franka á mánudag og hafði aldrei verið skráður á lægra verðí. Verðbréfa- salar töldu þó að hér væri einungis um skammvinn viðbrögð að ræða. sitja um afsláttarferðir yfir Atlantshafið að viku liðinni. Má geta þess að um 3000 manns sváfu í flugvallarstöðinni í Manchester á sunnudagsnótt og biðu eftir að komast tii sólarlanda. I Þýzkalandi voru áætlanaferðir um 10 klukkustundir á eftir áætlun, en þó reyndu þarlend yfirvöld að létta af örtröðinni með því að rifta reglugerðum, sem banna flugtak og lendingu að næturlagi á nokkrum flugvöllum. Brezk yfirvöld greindu frá því að Frakkar leyfðu nú aðeins 16 flugvélum að koma inn á franskt flugumferðarsvæði á klukkustund en það er aðeins lítið brot af því sem jafnan er leyfilegt. Af þessum sökum komust a.m.k. 60.000 ferða- menn á Spáni hvergi um helgina og var ástandið einkar bágborið í Madrid og á Majorka. Til að bæta gráu ofan á svart hafa ítalskir flugvallarstarfsmenn nú lýst því yfir að þeir hyggist leggja niður vinnu í sólarhring til að ganga á eftir launakröfum verkalýðsfélaga nú í vikunni. ínn í sendiráð íraks í París með vélbyssum og handsprengjum og tóku nokkra starfsmenn sendiráðs- ins í gíslingu. Kröfðust hryðjuverka- mennirnir þess að kona nokkur, sem handtekin var í London um helgina í sambandi við misheppnað morðtil- ræði við írakska sendiherrann þar í borg á föstudag, yrði látin laus. Einnig settu þeir fram kröfu um að fá í hendur sérstaka flugvél til að flytja þá til London að sækja áðurnefnda konu. Einn glæpamann- anna flýði fljótlega eftir að lögregla köm til sögunnar og tveir aðrir voru síðan handtéknir eftir skotbardaga og leiddir burt í handjárnum. Það var hins vegar ekki fyrr en undir kvöld eins og áður segir að tókst að hafa hendur í hári hins síðasta. Skotárás íröksku varðanna kom hins vegar eins og helliskúr úr heiðríkju yfir frönsku lögreglumenn- ina. „Afstaða þeirra er algerlega óskiljanleg. Fyrst skjóta þeir á hryðjuverkamenn og síðan á lög- reglu," sagði talsmaður lögregl- unnar, Marcel Leclerc. Nokkrir öryggisvarðanna voru teknir hönd- um eftir atburðinn, en vitað er að arabísku hryðjuverkamennirnir eru allir félagar í „Fatah"-skæruliða- samtökum Yasser Arafats. Símamynd AP Á þessari mynd sjáum við lögregluna snúast til varnar. bað er Arabinn, sem liggur óvígur en öryggisvörðurinn leitar undan. Líbanskur her til aðstoðar við gæzluliða S.Þ. Kaoukaha — Bcirut 31. júlí. XV. Reutcr. LÍBANSKI herinn hélt l dag innreið sína í Suður-Lfbanon í fyrsta skipti frá upphafi borgara- strfðsins. Hægri sinnuðum skæru- liðuni sem njóta fulltingis ísraels- manna tókst þó að hefta framrás herliðsins með skotárásum. Uppi varð fótur og fit í þorpum er herinn kunngerði komu sína. Var flutningalest hans, trukkar, skrið- drekar og fólksflutningavagnar um fimmtán kílómetra frá marki sínu rétt norður af suður-landamærum ísraels og Líbanon, er sprengikúlum tók að rigna. „Við förum ekki lengra í dag," sagði yfirmaður hersins, Abid Saad, yfirhershöfðingi. „Við munum slá upp tjöldum í Kaoukaba og herja áfram suður eftir einn dag eða tvo," bætti hann við. Þessi leiðangur líbanska hersins er fyrsta meiriháttar tilraun líbanskra yfirvalda til að tryggja sér yfirráð yfir suðurhluta Líbanon síðan síðla árs 1976. Mun ætlunin hafa verið að ná til Tibnine og taka þar höndum saman með friðargæzluliðum Sam- einuðu þjóðanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.