Morgunblaðið - 01.08.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 01.08.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 1978 15 Guðlaugur ásamt tveimur samþingmönnum sínum úr Suðurlandskjördæmi, peim Ingólfi Jónssyni t.v. og Garðari Sigurðssyni. „Ég kunni strax vel við mig á alþingi. Þegar ég hóf starf sem þingmaður var í þann veginn verið að mynda Viðreisnarstjórnina, sem reyndist eins og kunnugt er sterk stjórn og var hún við völd í 12 ár.“ — Hvert var fyrsta málið sem þú fluttir? „Það var tillaga um að ríkis- stjórninni yrði heimilt að selja Eyjabúum allt land á Heimaey og úteyjar. Tillagan náði fram að ganga, þó svo að alþingi hefði tvisvar áður fellt sams konar tillögu. Það sem kannski olli því að málið náði fram að ganga að þessu sinni, var að kjördæmabreytingin var farin að segja til sín og fulltrúar annarra flokka töldu sér ekki í hag að standa lengur á móti málinu. Ríkisstjórnin notaði síðan þessa heimild og með afsali 5. ágúst 1960 keypti Vestmannaeyjakaupstaður allt það land, sem hann átti ekki fyrir. Verðið var 1 millj. kr. sem verður að teljast mjög hagstætt. Stjórnvöld tóku visst tillit til þess, að allar framkvæmdir sem gerðu landið verðmætara höfðu verið kostaðar af Eyjabúum og unnar af þeim.“ Sterkir foringjar — Hvernig hefurðu kunnað við foringja Sjálfstæðisflokksins þann tíma sem þú hefur setið á þingi? „Þegar ég kom á þing var Ólafur Thors formaður flokksins og varð forsætisráðherra strax í byrjun og síðan Bjarni Benediktsson og Jóhann Hafstein. Þessa menn tel ég alla hafa verið trausta og sterka leiðtoga, enda þurfti mikla stjórnvizku til að halda saman ríkisstjórn í 12 ár, sem ekki hafði nema 1 og 2 atkvæða meirihluta í hvorri deild alþingis. Geir Hallgrímsson núverandi forsætisráðherra tel ég dreng- skaparmann mikinn og að mínum dómi traustan og farsælan flokks- foringja, þó að flokkurinn hafi í nýafstöðnum kosningum ekki fengið það traust, sem ég tel að hann hafi átt skilið, miðað við sigur Islands í landhelgismálinu og fastmótaða og farsæla stefnu í utanríkismálum og er það skoðun mín að stjórnar Geirs Hallgrims- sonar verði minnst fyrir þessi afrek, þó að henni hafi ekki tekizt ,að ráða við verðbólguna og efna- hagsmálin eins og kjósendur ætluðust til og varð án efa ástæðan fyrir fylgistapi stjórnar- flokkanna. Ef maður ræðir eitthvað um andstæðinga sína á þingi þá fundust mér alltaf þeir Eysteinn Jónsson og Hannibal Valdimars- son tilkomumestir og einnig Einar Olgeirsson." — En hvernig finnst þér að vera hættur þingmennsku og hefurðu hugsað þér að setjast í helgan stein eða taka einhver störf að þér? „Út af fyrir sig finnst mér ágætt að vera hættur þessu vafstri, eftir að hafa staðið í því í 40 ár. Ég er heilsuhraustur og mun finna mér starf við mitt hæfi, þegar þar að kemur. Það er alltaf hægt að finna sér eitthvað til að dunda við og vafalaust verður það eitthvað með svipuðu sniði og ég hef fengist við þann tíma sem ég hef verið í stjórnmálavafstrinu. Helztu mála- flokkarnir sem ég hafði afskipti af voru í sambandi við sjávarútveg- inn og ég átti frá byrjun sæti í nefnd þeirri sem undirbjó nýju landgrunnslögin og nýtingu fiski- miðanna." Voldugustu frystihúsin — Finnst þér ekki hálfblóðugt að sjá frystihúsin hér í Vest- mannaeyjum stöðvast nú hvert af öðru vegna rekstrarerfiðleika? „Ef maður miðar við stöðu frystihúsanna til ársloka 1972 þá voru stærstu og voldugustu frysti- hús landsins í Vestmannaeyjum. En það er staðreynd að þau urðu fyrir meira áfalli af völdum gossins en menn gera sér grein fyrir. Hins vegar hef ég trú á því að nú eftir að við ráðum einir yfir fiskimiðum okkar og með auknum afla þá muni fiskvinnsla hér og annars staðar á Suðurlandi eflast á ný og komast á fastan og tryggan grundvöll." — Ef við víkjum aftur. til unglingsáranna, Guðlaugur. Þú byrjaðir snemma í íþróttum og annarri sportmennsku hér í Eyj- um? „Ég byrjaði fljótt að æfa fót- bolta og var í knattspyrnuliði K.V. frá 1926 til 1936 og keppti öll þessi ár í íslandsmótum. Ferðin sem við fórum 1926 var mjög eftirminni- leg. Við fórum héðan á litlum mótorbáti til Stokkseyrar og þaðan með boddýbíl frá Steindóri til Reykjavíkur. Þegar við komum að Kömbum, skipaði bílstjórinn farþegum að stíga út úr bílum og ganga upp Kamba. Það fóru allir út, nema knattspyrnuliðið, sem neitaði þverlega. I þrefi stóð, en að lokum gaf bílstjórinn sig og við sátum í bílnum á leið upp. Auk knattspyrnunnar var ég nokkuð í frjálsum íþróttum, tók mest þátt í hlaupum en vann lítið til verðlauna, enda hafði ég mestan áhuga á fótbolta. Þegar ég var strákur og vann hjá Gunnari Ólafssyni eða Hafn- arsjóði þá var það þannig, að á kvöldin fór maður beint eftir kvöldmat í fótbolta eða aðrar íþróttir eða upp í fjöll í eggjatöku og síðar á lundaveiðar. Við strák- arnir fengum að fara í svokallaða eftirleit sem kom til af því að þeir sem sáu um eggjatöku fyrir landnytjendur slepptu oftast erfið- ustu stöðunum í fýlatekjunni. Klifruðum við oft á tæpasta vaði og sigið var við alls konar aðstæður en allt gekk þetta vel og hlutust aldrei slys í þeim hópi sem ég var með.“ * _ . a Á meöan Guðlaugur var bæjaratjóri í Eyjum var Friðarhöfnin gerð og par með var Vontmannaeviahöfn orðin lífhöfn. Arni Gunnarsson: 'S, Lög er banniafborgunarskilmála Mætti grípa til,er kaupæði hæfist í Morgunblaðinu í síðustu viku var greint frá hugmynd, er ég varpaði fram í Alþýðublaðinu um að sett yrðu lög, sem bönnuðu afborgunarskilmála. Að undanförnu hefur ótti almennings við gengisfellingu haft í för með sér verulegt kaupæði. Ýmsar verzlanir, sem t.d. selja dýr heimilistæki, hljómflutningstæki, sjónvarps- tæki og fleira af því tagi, bjóða góða afborgunarskilmála. Þeir verða oft hvati til kaupa á varningi sem kaupendur hafa oft ekki ráð á og stundum er hreinn óþarfi. Þetta kaupæði er stór þáttur í verðbólguhugsunarhætti Islendinga og vel skiljanlegur við þær aðstæður, sem hér hafa ríkt um langt skeið. En þessi miklu vörukaup eru verðbólgu- hvetjandi og valda óeðlilega mikilli notkun gjaldeyris á skömmum tíma. Þetta hefur gerst hér á landi ár eftir ár, án þess að reynt hafi verið að spyrna við fótum. Norðmenn beittu þeirri áðferð eitt sinn, er kaupæði greip um sig þar í landi, að banna með lögum afborgunarskilmála. Þessi aðferð hafði veruleg áhrif til að draga úr vörukaupum. Ég gerði því grein fyrir þeirri hugmynd minni, að við Islendingar ættum að nota þessa aðferð. Hins vegar ber ekki að líta svo á, að slíkum lögum yrði beitt ávallt og ævinlega, heldur aðeins, þegar fréttir af hugsanlegri gengis- lækkun tækju að berast út. Afborgunarskilmálar eru hluti af því frelsi, sem íslenzk verzlun býr við, og væri fráleitt að afnema með öllu. Slíkir skilmálar eiga fullan rétt á sér í eðlilegu efnahags-árferði og eru samkomulag kaupanda og kaup- manns um tiltekna verzlunar- hætti, þótt þeir vissulega hækki verð keyptrar vöru. Oft er þetta eina leiðin, sem ungt fólk getur farið til að eignast heimilistæki og húsgögn. En á það ber þó að líta, sem kjarna þessa máls, að við eigum að stefna að samfélagi, þar sem það raunverulega borgar sig að spara, menn geti haft hagnað af því að geyma peninga í banka, en tapi ekki á því. Þegar slíkt jafnvægi er komið á, munu afborgunarskilmálar hverfa úr sögunni. Þetta vildi ég að kæmi fram, ef verða mætti til að skýra nánar fyrrnefnda hugmynd. Með þökk fyrir birtingu. ÁG. Árni Gunnarsson. Guðlaugur Gísla- son fv. alþm. 70 ára Afmœliskveðja frá for- manni Sjálfstœðisflokksins Á 70. afmælisdegi Guð- laugs Gíslasonar, fyrrv. alþm. og bæjarstjóra í Vest- mannaeyjum vil ég flytja honum heillaóskir í nafni miðstjórnar Sjálfstæðis- flokksins og þakkir fyrir fórnfúst og árangursríkt starf í þágu sjálfstæðisstefn- unnar. Guðlaugur Gíslason hefur verið alþingsmaður síðan 1959, þar til nú í vor og var um 12 ára skeið bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, en hafði áður verið þar kaupmaður og framkvæmdamaður á öðrum sviðum. Víst er um það, að sjá má spor Guðlaugs Gísla- sonar víða í Vestmannaeyj- um. Ein af ánægjulegri endur- minningum mínum er ferð til Vestmannaeyja, þar sem ég naut leiðsagnar Guðlaugs víða um eyjuna skömmu eftir að gosinu lauk, þar sem gat að líta gosstöðvar, byrjun hitaveitu, sem Guðlaugur hefur haft sérstakan áhuga á, fiskvinnslustöðvar og at- hafnalíf við höfn, nýja byggð, íþróttahús og sundiaug, barna- og elliheimili, að ógleymdri kirkju og upp- gröfnum kirkjugarði. Hvar- vetna mátti skynja tengsl Guðlaugs við menn og mann- virki. Þessa endurminningu á ég því að þakka að flugveður gafst ekki til heimferðar, en því meiri tími til að njóta Vestmannaeyja og ógleyman- legrar gestrisni frú Sigur- laugar og Guðlaugs. Dugnaður, áhugi og ósér- hlífni Guðlaugs Gíslasonar í þingstörfum vakti eftirtekt og meira en vel sinnti hann hagsmunum umbjóðenda sinna og áhugamálum, sem einkum voru á sviði sjávarút- vegs. Á þessum tímamótum eru þeim hjónum frú Sigurlaugu og Guðlaugi Gíslasyni og fjölskyldum þeirra sendar hlýjar afmæliskveðjur og beztu framtíðaróskir. Geir Hallgrímsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.