Morgunblaðið - 01.08.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.08.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 1978 Plnrfm Utgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvœmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fróttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson Sigurvegarar kosninganna, Al- þýðuflokkur og Alþýðu- bandalag, hafa ekki þrek til að axla þær byrðar, sem nú blasa við þjóðfélaginu, jafnvel ekki þó að Framsóknarflokkurinn hafi lýst yfir, að hann sé reiðubúinn til að veita þeim hlutleysi eða jafnvel að taka þátt í samsteypustjórn með þessum tveimur „verkalýðsflokk- um“. Sigurvegararnir hafa þannig brugðizt þjóðinni, þó að þeir hafi fyrir kosningar heitið henni allt að því guðlegri forsjón út úr þeim erfiðleikum, sem þeir hafa tönnl- azt á. Þeir hétu því að leiða þjóðina þurrum fótum yfir Rauða- haf íslenzkra stjórnmála, en nú blasir við, að samstarfsþrek þeirra er ekki meira virði en s.s. eitt laufblað í öldurótinu og leiðsögn þeirra eitthvert ómerkilegasta haldreipi, sem ein þjóð gæti stuðzt við. Þeir hafa afhjúpað þá stað- reynd, að þeir eygi enga leið út úr vandanum og eftir meir en hálfs mánaðar viðræður stendur ekki steinn yfir steini og þjóðin má horfa upp á ógæfu töframann- anna, sem geta ekki einu sinni leikið brögð sín frammi fyrir henni án þess að allir sjái í gegn- um spilagaldurinn. Það sem eft- ir stendur er í raun og veru ekki annað en gífuryrði sigurvegaranna hvors um annan, upphrópanir og rógur, sem þjóðin þarf sízt á að halda eins og málum er nú háttað. Og svo stendur Framsóknarflokk- urinn, saklaus eins og óspjölluð mey og þykist taka þátt í leiknum, hallar sér heldur að Alþýðuflokkn- um, þrátt fyrir það sem á undan er gengið og þykist ekki vita sitt rjúkandi ráð, en hefur undir niðri haft stórgaman af því að horfa upp á burtreiðar óskariddaranna, sem eignuðust hylli margra fyrir nokkrum vikum, en standa nú uppi brynjulausir og berstrípaðir, svo að allir megi sjá, að pólitíski fítonsandinn var ekkert • nema blekkingar einar. Þeir sem hafa fylgzt með íslenzkum stjórnmálum um langt skeið áttu að vísu von á þessu, en ungt fólk sér nú í gegnum þann vef, sem spunninn hefur verið; það er enginn pólitískur glitvefnaður, sem að henni hefur verið réttur. Uppistað- an er veik og ívafið úr gömlum, slitnum þráðum. Fagrar yfirlýsingar vefaranna fyrir kosningar valda því meiri vonbrigðum sem þær voru glæsi- legri atkvæðabeita. Nú situr æsk- an ásamt þjóðinni allri uppi með nýju fötin keisarans og vel hefði H.C. Andersen getað sótt efnivið frægrar sögu sinnar í þær póli- tísku æfingar, sem íslenzka þjóðin hefur þurft að horfa upp á eftir alþingiskosningar. Fulltrúar Framsóknarflokksins í viðræðum þríflokkanna segjast vera furðu lostnir yfir því, að eftir könnunarviðræðurnar milli Al- þýðuflokks og Alþýðubandalags og frá því hinar formlegu viðræður hófust hafi komið í ljós, að enginn grundvöllur sé í raun og veru milli þessara tveggja „verkalýðsflokka" til samkomulags á sviði efnahags- mála, eins og þeir segja fullum fetum í yfirlýsingu sinni; með bros á vör halda þeir því fram, að ástæða hafi verið „til að ætla, að tveggja vikna óformlegar viðræð- ur þessara tveggja flokka hefðu leitt í ljós, að á milli þeirra væri samkomulagsgrundvöllur". Nú tala framsóknarmennirnir um „gífurlegan" ágreining milli Al- þýðuflokks og Alþýðubandalags. »• Og Lúðvík Jósepsson þykir nú vera bláeygur mjög, enda hentar það sem stendur, talar um að hann hafi í upphafi „gert sér sterkar vonir um að stjórnarmyndun tækist" og segir, að þær vonir hafi að verulegu leyti byggzt á könnunarviðræðunum, en fullyrðir nú, að ágreiningur milli Alþýðu- flokks og Alþýðubandalags sé „mikill“, eins og hann kemst að orði. Kennir svo Alþýðuflokknum alfarið um, hvernig komið sé fyrir „vinstra" samstarfi. Þá hefur hann og málgagn hans úthúðað Alþýðu- flokknum fyrir að eiga ekki annað í pokahorninu en „gömlú íhaldsúr- ræðin í efnahagsmálum" og fullyrt er að kratar hafi ekkert séð nema gengislækkun og meira kauprán, eins og komizt er að orði. Þjóðvilj- inn segir, að þátttaka framsóknar- manna í stjórnarmyndun hafi einungis verið „pólitísk refskák" og umræðugrundvöllur Benedikts Gröndals hafi verið „mjög loðinn" eins og málgagn Alþýðubanda- lagsins hefur komizt að orði. Á það hefur verið bent bæði af Benedikt Gröndal og í ritstjórnar- grein í Tímanum, að gengisfelling sé „afleiðing jafnvægisleysis í þjóðarbúskapnum“. Og í raun og veru viðurkenndi Lúðvík Jóseps- son, að honum er ekki eins leitt og hann lætur, þegar hann segir m.a.: „Það er þó engin trúarsetning hjá okkur, að ekki megi beita gengis- lækkunarleið, því að vitanlega á að skrá gengið eins og það er á hverjum tíma ...“ En hvað vildu þá Alþýðubanda- lagsmenn? „Úrræði til nokkurra mánaða — voru þá öll ósköpin hjá kbmmum", eins og komizt er að orði i Tímanum, með verulegri fyrirlitningu. Það átti að leysa efnahagsvandann til bráðabirgða með „úrræðum fram á næsta ár“! Þetta er haft eftir öðrum ritstjóra Þjóðviljans og á miðstjórnarfundi Alþýðubandalagsins, sem haldinn var s.l. föstudag, sagði Lúðvík Jósepsson m.a., að því er Þjóðvilj- inn hefur eftir honum: „Við vildum sem sé ekki slá því föstu í nema 5 mánuði, hvort niður- og milli- færsluleiðin yrði farin áfram." Sem sagt: Kommarnir ætluðu að mynda vinstri stjórn til 5 mánaða. Þjóðin átti enn einu sinni að hefja pólitíska píslargöngu vinstri stjórnar með lausa enda og léttan mal. Það var allt þrekið, sem Alþýðubandalagið bauð upp á eftir fagurgalann og fyrirheit töfra- bragðanna í hita kosningabarátt- unnar. En hvað vildu kommarnir þá í raun og veru? Varaformaður Alþýðuflokksins sagði, að þeir vildu millifærsluleið, en það er hið sama og „gamla uppbótakerfið sem við viljum ekki“. Formaður Alþýðuflokksins sagði í blaðasam- tali, að megindeilan hefði staðið um það, hvort horfið yrði aftur til gamla uppbótakerfisins, eins og alþýðubandalagsmenn vildu. „Það var því eingöngu á gömlu uppbóta- leiðinni, sem málið sprakk." Hann segir í samtali á sunnudag, einnig við Morgunblaðið, að úrræði Al- þýðubandalagsins hefðu bara verið „gamla uppbótastefnan". Og enn- fremur: „Við töldum aftur á móti að hún mundi leiða til stórkostlegs vanda og enda í gífurlegum álögum á almenning, höftum og ófrelsi, sem myndu draga niður lífskjör fólks, en ekki bæta þau. Þetta er einmitt grundvallaratrið- ið. Þessi uppbótastefna var hér á landi, en var afnumin 1960 og átti Alþýðuflokkurinn sinn þátt í því. Við sem munum þessa tíma, munum alls kyns ófrelsi, álögur og spillingu." Hann segir og að Alþýðubandalagið hafi sett fram þessa stefnu aftur nú, „reyndar undir nýju nafni". Forystumenn verzlunar og iðn- aðar hafa sagt, að „úrræði" Alþýðubandalagsins væru eins og „ef kaupmaður leysti vandræði sín með því að styðja fingri á vigtina, þegar hann er að selja viðskipta- vini sínum vöruna" og að vinnu- plagg Alþýðubandalagsins gangi „algjörlega þvert á stefnu Alþýðu- bandalagsins fyrir kosningar", eins og formaður félags iðnrek- enda kemst að orði. „Þá var talað um innlenda framleiðslustefnu, en með þeirri stefnu, sem Lúðvík boðar nú, er innlend framleiðsla lögð í rúst. Millifærsluleið á þennan hátt er endanlegt náðar- högg á innlenda framleiðslu og leggur atvinnu 12.000 manna hreinlega í rúst.“ Stefna Alþýðubandalagsins er glæsileg eða hitt þó heldur! Fullyrt er, að með henni hefði vantað 10—20 milljarða, ef endar hefðu átt að ná saman. En kommarnir eru ekki af baki dottnir. Þeir halda því fram, að kratar hafi viljað „framkvæma kjaraskerðingu, sem væri tvöfalt meiri en það kauprán, sem ríkis- stjórnin framkvæmdi með laga- setningu fyrir nokkrum mánuð- um“ eins og hamrað er á í Þjóðviljanum viðstöðulaust. Nú á að „afhjúpa" Alþýðuflokkinn. Kosningasigur hans var mesti ósigurinn í síðustu alþingiskosn- ingum, þ.e. ósigur alþýðubanda- lagsmanna, sem eftir fyrri kosn- ingar voru búnir að ákveða, að Alþýðuflokkurinn væri að syngja sitt síðasta og þess yrði ekki langt að bíða, að hann þurrkaðist út. I stað þess varð hann jafn stór Alþýðubandalaginu. Yfir það áfall komast kommarnir ekki. En forystumenn Alþýðuflokks- ins hafa ekki varað sig á forystu Alþýðubandalagsins, eins og þeir hefðu þó átt að vera búnir að læra. Formaður framkvæmdastjórnar Alþýðuflokksins og nokkrir aðrir kratar vöruðu þó sí- felldlega við kommum, en það dugði ekki. Forystumenn Alþýðu- bandalagsins ætluðu einungis að ganga milli bols og höfuðs á Alþýðuflokknum í þessum viðræð- um, sýna fram á, að hann sé „kaupránsflokkur" og enginn „verkalýðsflokkur". Benedikt Gröndal áttaði sig ekki nógu fljótt á þessu. Hann situr því eftir með sárt ennið og Alþýðuflokkurinn hefur hlotið alvarlegt áfall eftir kosningar. Kommarnir baða sig í sólskini óheilinda og ævintýra- mennsku, en þeir vara sig ekki á því, að þeir eru ófáir kjósendur þeirra, sem sjá svart á hvítu, að þeir eru stikkfrí-flokkur í íslenzkri pólitík, gamaldags afturhald með gömul hafta- og uppbótaúrræði; þau eiga rætur í alræðishyggju, en ekki þeirri frjálshyggju, sem íslenzkir kjósendur óskuðu eftir í síðustu kosningum. Alþýðuflokk- urinn tók þessa frjálshyggju upp á sína arma, en hún er aðalstefna Sjálfstæðisflokksins. Það bjargaði lífi krata. Og hvað sem leikara- skap kommanna líður, þá liggur sú staðreynd fyrir, að kratarnir sýndu nú meira þrek en áður og seldu ekki hugsjónamál sín, hvorki utanríkis- né öryggisstefnu sína eða frjálshyggjuna í efnahagsmál- um, fyrir ráðherrastóla. Ekki enn. Það er hafrót á Rauðahafinu um þessar mundir. Sigurvegararnir eiga engin ráð. Þeir geta ekki komið sér saman um smáatriði, hvað þá meginstefnu. Þjóðin sækir ekki styrk í leiðsögn þeirra. Svonefnd vinstri stefna, sem byggir ekki á neinu öðru en afturhaldsúrræðum, höftum og fyrirmælum hins opinbera, hefur beðið mikinn hnekki. Þjóðin sér nú, að rauði keisarinn er ekki í neinu. Glitvefnaður glókollanna er gamla vinstri flíkin, sem hylur ekki einu sinni nekt Lúðvíks Jósepssonar lengur — hvað þá annarra. Laufblað á Rauðahafi Timman sigraði á LBM-mótinu Hollenski stórmeistarinn Jan Timman sigraði á hinu árlega IBM-móti í Amsterdam. Timman tryggði sér sigurinn á laugardag- inn með þvi' að gera stutt jafntefli við landa sinn Hans Ree í siðustu umferð. Timman hlaut 9>/2 vinning af 13 mögulegum, sem er mjög góður árangur. Fyrstu verðlaunin á mótinu voru sex þúsund gyllini, eða tæpar 800 þús. íslenskar krónur. í öðru sæti á mótinu varð ungverski stórmeistarinn Zoltan Ribli með 8 Vi vinning. Hann fékk í sinn hlut jafnvirði 600 þús. íslenskra króna. Röð annarra þátttakenda varð þessi: 3—5. Dzindzindhashvili, Israel, Hort, Tékkóslóvakíu, og Pfleger, V-Þýzkalandi, 7Vfe v. 6.-7. Andersson, Svíþjóð, og Romanishin, Sovétríkjunum, 7 v. 8. Ljubojevic, Júgóslavíu, G'A v. 9. Langeweg, Hollandi, 6 v. 10.—11. Miles, Englandi, og Adorjan, Ungverjalandi, 5/2 v. 12. Ree, Hollandi, 5 v. 13. Nikolac, Júgóslavíu, 4lA v. 14. Browne, Bandaríkjunum, 3'Æ v. í B-flokki á mótinu sigraði Anatoly Jusupov, núverandi heimsmeÍ8tari unglinga frá Sovétríkjunum. Hann hlaut 9'k v. af 13 mögulegum. Með þessum árangri náði hann sínum fyrsta áfanga að stórmeistaratitli. í öðru sæti í B-flokknum varð bandaríski stórmeistarinn Larry Christian- sen. Hann hlaut S'k v. Harry Golombek skrifar ffjrir Morqunblaöii) ENDA þótt skákmennirnir eigi frí í dag er langt í frá að skipuleggjendur heims- meistaraeinvígisins og þeir starfsmenn, sem bera ábyrgð á því hvernig það fer fram, geti tekið daginn rólega. Mest mæðir á Lothar Schmidt, vest- ur-þýzka stórmeistaranum, sem gegnir hlutverki sínu scm yfirdómari af stakri samvizku- semi og einbeitni. Að þessu sinni er vandamálið á sviði dularsálfræði, og þar sem ég trúi ekki á slíkt mun ég aðeins fjalla um þær staðreynd- ir málsins, sem fyrir liggja. Svo virðist ^em sovézkur Sovézkur dularsálfræðing- ur situr á fremsta bekk og hvessir sjónir á Kortsnoj dularsálfræðingur, dr. Zukhar að nafni, hafi lagt það í vana sinn að sitja á fremsta bekk fyrir miðju í ráðstefnuhöllinni þegar einvígisskákir eru tefldar, og einblína á Viktor Kortsnoj. Að því er næst verður komizt er hann ekki í hinni opinberu sovézku sendinefnd, enda þótt hann hafi komið í fyigd með henni og búi hjá nefndarmönn- um í gistihúsinu. Þetta óhvikula augnaráð hef- ur angrað Kortsnoj, sem bar fram kvörtun sína við yfirdóm- arann með þeim afleiðingum að dr. Zukhar flutti sig — eða var látinn flytja sig — aftur á annan bekk. Hann hélt samt uppteknum hætti og starði enn látlaust á Kortsnoj, eins og ég get persónulega borið vitni um, þar sem ég tók mér sæti við hlið hans meðan sjötta skákin var tefld á laugardaginn. Hvað hægt er að gera til að koma í veg fyrir það hann trufli Kortsnoj með augnaráði sínu, veit ég ekki á þessari stundu, en ef til vill munu forsvarsmenn einvígisins fara þess kurteislega á leit við hann að hann flytji sig fjær, og láti ekki bera svo mikið á augnaráðinu. Á meðan á þessu gengur hvílast skákmennirnir tveir eftir hina erfiðu skák á laugar- daginn. Þar sem hvorugur hefur enn unnið skák gæti einvígið hæglega dregizt og rekizt þann- ig á Olympíu-skákmótið, sem á að hefjast 25. ágúst. Hvorugur leikmaðurinn hefur skorað enn sem komið er, en það er Viktor Kortsnoj, sem hleypur fram og aftur á meðan Karpov lætur sér nægja að halla sér aftur á bak og gera lítið úr fyrirætlunum andstæðingsins. Hvort þetta er viturlegt geta aðeins tíminn og dularsálfræð- ingar skorið úr. Hér væri þó annar sálfræðingur réttur mað- ur á réttum stað, ef hann gæti sagt okkur hvort sovétmenn beiti í raun og veru dularsál- fræðingi í þessu einvígi, og ef svo er, þá þyrfti þessi sálfræð- ingur að vera búinn nauðsynleg- um og marktækum skilríkjum. En snúum okkur til tilbreyt- ingar að skákinni sjálfri. Sjálfur er ég dálítið óánægður með að fram að þessu skuli hafa verið tefldar sex skákir án þess að ein einasta þeirra eigi það skilið áð vera kölluð snilldarverk. Þótt hér hafi örlað á innblæstri, einkum hjá Kortsnoj í þriðju og fimmtu skákinni og Karpov í fimmtu skák einnig, en siðasti leikur hins síðarnefnda áður en skákin fór í bið og sú hugmynd sem þar lá að baki, eiga sérstakt lof skilið. Það er Kortsnoj sem hefur verið í sókn allan tímann, og enda þótt það geti reynzt hættulegt til lengdar lætur hann enn engan bilbug á sér finna. Karpov hefur hins vegar látið sér nægja að leika aðra fiðlu og hefur verið í vörn. Enginn getur unnið einvígi með því að vera endalaust í vörn. Því er líklegt að hann breyti um aðferð fljótlega og þá er sýnt að harka færist í leikinn. Enn er ég þeirrar skoðunar, að Karpov vinni einvígið, en get þó ekki látið hjá líða að dást að þeirri undraverðu orku, sem hinn 47 ára gamli Kortsnoj býr yfir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.