Morgunblaðið - 01.08.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 01.08.1978, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 1978 19 Línurnar Í3. deild MÁLIN eru farin að skýr- ast í 3. deildinni. Njarðvík er komið í úrslit og í kvöld leika Afturelding og Víkingur úrslitaleikinn í sínum riðli. í A riðli er spennandi keppni milli Selfoss og Víðis og getur þar allt gerst enn. Hér fara á eftir úrslit leikja helgar innar. Víðir - USVS 5-1 Guðmundur Knútsson var enn á skotskónum og skoraði 3 mörk í leiknum. Gísli Eyjólfsson og Pálmi Einarsson gerðu hin mörkin, en Skaftfellingum tókst aðeins einu sinni að svara fyrir sig og var það í síðari hálfleik. Stefnir — Stjarnan Fr Vængjavélin bilaði og Stjörnu- menn komust ekki vestur á Firði. Leiknum var því frestað um óákveðinn tíma. Njarðvík — Léttir 3 — 1 Heimamenn sem þegar höfðu tryggt sig í úrslitakeppnina, stilltu upp mörgum varamönnum í liði sínu, en það kom ekki að sök og UMFN vann öruggan sigur. Viðar Oddgeirsson og Skúli Agústsson skoruðu í fyrri hálfleik og Björn Ólafsson í þeim síðari. Léttismenn skoruðu aðeins einu sinni. Víkingur og Afturelding halda sínu striki Víkingur og Afturelding gáfu ekkert eftir í leikjum sínum um helgina og í kvöld leika þau innbyrðis, og er það úrslitaleikur í riðlinum. Afturelding hefur 15 stig af 16 mögulegum og Víkingur einu stigi minna. Bæði liðin unnu góða sigra, Atli Alexandersson (2, 1 víti), Erlingur Jóhannsson og Jóhannes Kristjánsson skoruðu mörk Víkings gegn Snæfelli sem svaraði með mörkum Magnúsar Pálssonar og Smára Axelssonar. Guttormur Magnússon (2) og Guðjón Sigurðsson skoruðu mörk- in fyrir Aftureldingu gegn Skalla- grími. Þeir áttu í brösum með Borgnesinga og það var ekki fyrr en undir lok - leiksins, að þeir tryggðu sér sigur með tveimur mörkum. Svarfdælir — Tindastóll 0—0 Leikur þessi var hinn harðasti, svo að í lokin fékk enn leikmaður Tindatóls að skoða rauða spjald dómarans. Gestirnir voru sterkara liðið, en með ákveðni tókst heima- mönnum að halda í annað stigið. KS — Leiftur 4 — 1 Björn Sveinsson var markhepp- inn í leiknum og skoraði tvívegis, en þeir Jakob Kárason og Frið- finnur Hauksson bættu mörkum við. Ilrafnkell — Ilöttur 5—1 Þetta var öruggt hjá Hrafnkatli, en þrjú af mörkum hans skoraði Jón Jónasson og voru tvö þeirra alger draumamörk, þrumuskot langt utan af velli í vinklana. Leiknir — Einherji 1—0 Leiknir vann óvæntan en verðskuldaðan sigur yfir Einherja frá Vopnafirði. Leiknir átti betri færi í leiknum og auk þess að skora áttu þeir skot í þverslá. Einherjar áttu varla færi sem kallast mætti dauðafæri. Svanur Kárason skoraði sigurmarkið þegar um 10 mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Árroðinn — Dagsbrún 4—1 Sigur Árroða var öruggur og síst of stór. Staðan í hálfleik var 1—0 og skoraði Garðar Hallgrímsson. í síðari halfleik bætti Garðar öðru marki við, svo og þeir Jón Steingrímsson og Hafberg Svans- son, en Dagsbrún minnkaði mun- inn úr vítaspyrnu rétt fyrir leikslok. HSÞ - Magni 2-4 Magni vann góðan sigur yfir HSÞ, skoraði fjögur mörk gegn aðeins tveimur mörkum Þing- eyinga. — gg. íslandsmótlð 3. delld Undanúrslit í úrvalsdeild- inniíkvöld KEPPNI í úrvalsdeildinni í knattspyrnu er að komast á lokastig. Úrslit liggja Bikarkeppni 3. deildar í frja'lsum BIKARKEPPNI 3. deildar í frjálsum íþróttum fer fram á Akureyri 19. ágúst n.k. Þátttaka tilkynnist Haraldi Sigurðssyni eða Garðari Ingjaldssyni á Akureyri í síðasta lagi þriðjudaginn 15. ágúst. fyrir í öðrum riðlinum og ljóst er einnig hver verður sigurvegari í hinum riðlinum. í öðrum tveggja riðla vann KR öruggan sigur en barátta um annað sætið verður milli Vals og IBA. 1 hinum riðlinum unnu Keflvíkingar örugglega en Fram varð í öðru sæti. Reglur keppninnar eru þær, að sigurvegari A-riðils leikur í und- anúrslitum við lið númer tvö í B-riðli og sigurvegari B-riðils leikur við lið númer tvö í A-riðli. Sigurvegararnir í þeim leikjum leika síðan til úrslita í keppninni. Fyrri undanúrslitaleikurinn fer fram í kvöld á Framvellinum og hefst hann klukkan 18.30. Þá eigast við lið KR og Fram. Síðar mun IBK mæta annað hvort Valsmönnum eða Akureyringum í hinum undanúrslitaleiknum. • Lilja Guðmundsdóttir leiðir í 800 metra hlaupinu. Hún sigraði af miklu öryggi. nokkuð sérstæöur, ég næ alltaf mínu besta, þegar æfingarnar og undir- búningurinn miðast aö svo til öllu leyti viö aö ná árangri í langstökkinu. Þessi stökk í dag auka nú áhuga minn á aö æfa stíft fyrir þrístökkiö, ég tel mig eiga enn meira inni í ár enda þetta fyrsta keppnin í sumar.“ Þannig mælti Friörik í spjalli viö Mbl. aö loknu þrístökkinu. Örlítill meö- vindur, 2,5 metrar á sekúndu, var þegar þrístökkskeppnin fór fram og má því fastlega búast viö aö Friörik nái slíku stökki og jafnvel lengra viö löglegar aöstæður og meö því aö keppa oftar í greininni. Vilmundur Vilhjálmsson og Sigurð- ur Sigurðsson stóöu vel fyrir sínu í 100 metra hlaupi, sem var næst á dagskrá. Endurtóku þeir tvöfaldan sigur í 200 metra hlaupinu og komu þeir fyrstir í mark. Báöir hlupu á 10,4 sekúndum, næstir komu 2 Finnar á 10,7 sek. Meövindur var enn 2,5 metrar á sekúndu. Síöar um daginn hljóp Vilmundur 400 metra hlaup vel og sigraöi á 48,6 sek., tveimur sekúndubrotum á undan Jako Temp- ola frá Finnlandi. Gunnar Páll Jóakimsson baröist af hörku í seinni riölinum, varö annar á 50,6 sekúnd- um og hlaut 5. sætiö í heildina. Gunnar Páll átti eftir aö hlaupa öllu betur síöar. í 4x400 metra boðhlaup- inu hljóp hann annan sprett og var íslenska sveitin langt á eftir er hann tók við keflinu. Meö eindæma hörku, sem einkenna hlaup Gunnars, hljóp hann keppinauta sína alla uppi, skilaöi keflinu til Vilmundar nokkurn veginn um leiö og Finnar skiptu í fyrsta sæti. Eftirleikurinn var auð- veldur, Vilmundur stakk hinar sveit- irnar af og skilaöi miklu forskoti til Jóns Diðrikssonar, sem hljóp vel og af öryggi á síöasta sprettinum. Sigraöi sveitin á 3:21,0 mínútum. Undirritaöur tók nokkra millitíma á einstökum sprettum hlaupsins, Elías Sveinsson hljóp fyrsta sprett á um 53 sek., Gunnar 49 sek. og sömuleiöis Vilmundur. Jón var svo á um 50 sekúndum sléttum, sem er gott hjá honum, því að fyrr um daginn hljóp hann 1500 metra hlaup. Jón hafnaöi 'í 3. sæti í 1500 metrunum, fékk tímann 3:53,6 mín., félagi hans Ágúst Ásgeirsson hafnaöi í sjöunda sæti á 4:11,8 mín. Sigfús Jónsson hljóp 10.000 metra hlaupið mjög skynsamlega, hann hljóp sitt eigið hlaup og eftirlét öörum keppendum innbyröisbaráttu um fyrsta sætiö í þeirri von aö einhverjir þeirra myndu springa í hitanum. Dæmiö gekk upp hjá Sigfúsi, annar Finninn og annar Norömaðurinn sprungu þegar leiö á hlaupiö og hafnaöi Sigfús örugglega í þríöja sætinu, hljóp á 32:52,2 sekúndum, en hlaupiö vann Eleníus frá Finnlandi, hljóp á 32:02,2 mín. eftir haröa keppni viö Norðmann. Sigfús hljóp 5000 metra fyrr um daginn og eigi öfundsveröur af hlutskipti sínu, því aö brautirnar voru harðar asfalt- brautir og hitinn yfirþyrmandi. Aðeins einn íslendingur hljóp 10 kílómetra og ’sama átti viö um • Friðrik Þór óskarsson stekkur hér glæsilega 15,70 metra í þrístökki, sem er mjög góður árangur. (Ljósm. Ágúst Ásgeirsson). hindrunarhlaupið. Þar varö Hafsteinn Óskarsson að sætta sig viö síöasta sætiö, hann hljóp á 10:08,6 mín. Mikiö mæddi á Óskari Jakobssyni í kastgreinum síöari dagsins. Keppti hann í sleggjukasti fyrst, þá kúluvarpi og síðan í spjótkasti. Óskar bætti sinn fyrri árangur í sleggjukastinu, kastaöi 53,18 metra og varö þriðji. Stefán Jóhannsson, þjálfari kvenna- liösins, kastaöi stigsins vegna og kastaöi hann sleggjunni 26,34 metra. Óskar varð einnig þriöji í kúluvarpinu, kastaöi 18,08 m., en þar sigraði Hreinn Halldórsson af miklu öryggi, kastaöi 19.80 metra og setti nýtt vallarmet. Fyrra vallarmetiö átti hinn frægi sænski kastari Ricky Bruck. Óskar varö loks aö gera sér aö góöu 5. sætiö í spjótkasti, en þar kastaöi hann 67,78 metra og í næsta sæti kom Einar Vilhjálmsson, sem kastaöi 67,08 metra. Loksins varö Elías Sveinsson í 4. sæti í stangarstökki, með því aö smeygja sér yfir 4,10 metra, Guðmundur Jóhannsson, nýbakaður íslandsmeistari, átti slaeman dag, hann stökk 3,90 metra og varö sjöundi. Fyrstu tveir menn stukku 4,80 metra. KVENNAKEPPNIN Kvenfólkiö byrjaði daginn mjög vel, Lára Sveinsdóttir sigraði af öryggi í 100 metra grindahlaupi á 14,1 sekúndu og María Guðjohnsen tryggöi tvöfaldan sigur meö því aö hlaupa á 14,9 sekúndum. Meðvindur var rétt einu sinni aðeins of mikill, eöa 2,5 metrar á sekúndu. Lára barðist síðan vel í 200 metra hlaupinu, en varö aö sætta sig við 3. sætiö, á 24,7 sekúndum. Hefur hún aldrei hlaupiö hraðar, en árangur hennar, sem er aðeins einu sekúndu- broti lakarin en íslandsmetiö, fæst ekki staöfestur vegna örlítils meö- vinds. Sigurborg Guömundsdóttir vann seinni riðilinn örugglega á 25,3 sekúndum og hafnaöi í fjórða sæti. Þessu næst stóö Lilja Guðmunds- dóttir vel fyrir sínu í 800 metra hlaupinu. Hún sigraöi örugglega eins og í 1500 metrunum fyrri daginn, hljóp á 2:15,3 mínútum. Guðrún Sveinsdóttir, hinn efnilegi milli vega- lengdahlaupari frá Borgarfiröi eystra, varð sjötta á 2:21,5 m, sem er nálægt hennar besta. Vindurinn lék hér sitt hlutverk sem og í öðrum hringhlaup- um. Þær Thelma Björnsdóttir og Guð- rún Árnadóttir áttu viö ofurefli aö etja í 3000 metrunum, enda keppinautar þeirra flestir mörgum árum eldri. Thelma varö sjötta á 10:55,2 mínút- um og Guörún áttunda á 11:35,5 mínútum. I einu kastgrein dagsins, kringlukastinu, varö Guörún Ingólfs- dóttir í ööru sæti, kastaöi 41,02 metra og var því 20 sentimetrum frá sigri, en finnsk kraftakona kastaöi 41,22 metra. Kristjönu Þorsteinsdótt- ur tókst ekki vel upp og varð sjötta, kastaði 30,20 metra. í hástökkskeppninni var hart bar- ist. Þar hafnöi María Guönadóttir í 3. sæti og Þórdís Gísladóttir í fjórða. Báöar stkku 1,68 metra, en 2 norskar stúlkur stukku 1,74 metra, sem er norður-norskt met. Stúlkurnar hlupu loks vel í boö- hlaupinu og sigruðu af miklu öryggi, voru þær skammt frá íslandsmetinu, hlupu á 3:54,5 mínútum, en næsta sveit fékk 4:00,3 mínútur. í sveitinni voru Sigríöur Kjartansdóttir frá Akureyri, Hafnarfjarðarstúlkan Rut Ólafsdóttir og Reykjavíkurmeyjarnar Sigrún Sveinsdóttir og Sigurborg Guömundsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.