Morgunblaðið - 01.08.1978, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.08.1978, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 1978 síðustu var ég svo örvilnaður að ég óskaði eftir því að fá að fara heim til Vejle aftur eða verða seldur til annars félags. Rot Weiss Essen vildi kaupa mig en þegar átti að skrifa undir samninginn rumdi Weisweiler allt í einu. „Ég vil ekki selja hann.“ Þannig fór með þann draum. • Allan fagnar marki gegn Svíum. Fáir varnarmenn ráða við hann þó ekki sé hann hár í loftinu, 1,62 cm á hæð. Þrátt fyrir mótlætið og hina aumu daga hjá Borussia lét Simonsen á engu bera, staðráðinn í því að standa sig þegar tækifærið kæmi. í leikjum varaliðsins stóð hann sig mjög vel en Weisweiler var ekkert á þeim buxunum að gefa honum tækifæri. Blöðin voru nú farin að gagnrýna hann fyrir þetta en það breytti engu. En blöðin héldu áfram að tala um það að Allan ætti að fá tækifæri til þess að spreyta sig í aðalliðinu og Simonsen fákk stærstu tækifærin íslenzkum „ÖFUNDIN er alltaf ríkj- andi meðal leikmannanna, jafnvel þótt vel gangi,“ segir Allan Simonsen, leik- maður vestur-þýzka liðsins Borussia Mönchenglad- bach og Knattspyrnumað- ur Evrópu 1977 í viðtali nýlega. „Við keppum auð- vitað að sama markinu, að vinna leiki og verða meist- arar. En í raun og veru hugsum við fyrst og fremst um sjálfa okkur. Enginn í liðinu geíur knöttin á betur staðsettan mann ef hann á sjálfur möguleika á því að skora mark. Það er mikið í húfi, að halda stöðu sinni í liðinu, auglýsinga- samningum og möguleik- anum á betri samningum næst. Auðvitað er ég í þessu til þess að fá miklar tekjur en ég er ennþá svo mikill áhugamaður að ég spyr aldrei um launin, tek aldrei peninga fyrir viðtöl. Fyrir mér er fótboltinn ennþá ánægja og þess vegna leik ég alla þá leiki með danska landsliðinu sem ég get þó ég fái aldrei krónu fyrir.“ Allan Simonsen þarf ekki að kynna fyrir íslenzkum knatt- spyrnuáhugamönnum. Þessi óum- deilaiilega mesti knattspyrnumað- ur Norðurlanda um þessar myndir er á vissan hátt tengdari íslenzkri knattspyrnu en margan grunar. Sinn fyrsta landsleik lék hann á Laugardalsvellinum 3. júlí 1972 og hann var bezti maður vallarins í þeim leik. Allir voru á sama máli um það að þessi litli og visni leikmaður, aðeins 1,62 cm á hæð væri efni í stórkostlegan knatt- spyrnumann þótt ekki væri hann mikill fyrir mann að sjá. Hæðina bætti hann upp með leikni og ótrúlegri skothörku. I leiknum á Laugardalsvellinum unnu Danir 5:2 og skoraði Simonsen eitt af mörkunum og átti mikinn þátt í hinum fjórum. Síðar um sumarið keppti Simonsen með danska landsliðinu á Ólympíuleikunum í Múnchen og stóð hann sig afbrags- vel í keppninni og var bezti maður danska liðsinsi Eftir Ólympíuleik- ana kom Borussia Mönchenglad- bach fram með tékkheftið og keypti Simonsen frá Vejle fyrir • Það er heldur betur stærðarmunur á þessum tveimur köppum, sem leika í þýzku knattspyrnunni. Allan Simonsen til vinstri, 1,62 metrar á hæð, og Uwc Kliemann frá Hertha Berlin, 2 metrar á hæð. góða summu. Þjálfari og fram- kvæmdastjóri liðsins var þá Hann- es Weisweiler, sem nú stjórnar þýzka meistaraliðinu FC Köln, sem leikur gegn Akurnesingum í Evrópukeppni meistaraliða. Dvölin hjá Borussia kvalræði Allan Simonsen er nú ein skærasta stjarna í knattspyrnunni í dag og það hefur kostað hann blóð, svita og tár að komast á tindinn. Fyrsta árið hjá Borussia var hann nánast sem þræll. „Fyrsta árið mitt hjá liðinu var kvalræði. Það var ekki pláss fyrir mig í liðinu, ég fékk ekki einu sinni að vera vatnsberi. Lífið var eins og í helvíti, fyrst og fremst vegna þjálfarans Hannesar Weisweilers, sem var ómannlegur og móður- sjúkur stjórnandi. Það eina sem gerði hann ánægðan var sigur. Ef liðið tapaði var leikmönnum hegnt með aukaæfingum, jafnt þeim sem léku og okkur, sem ekki komumst í liðið. Ég fékk það á tilfinninguna að Weisweiler kærði sig ekkert um mig og það kom mér spánskt fyrir sjónir, því hann hafði þó keypt mig. Blöðin gagnrýndu hann fyrir að hafa eytt peningum til einskis þegar hann keypti mig og þetta varð til þess að framkoma hans gagnvart mér varð ennþá verri. Að til þess að þagga niður í blöðunum gaf Weisweiler Allan litla eitt tækifæri. Hann var valinn sem tengiliður á leik á útivelli gegn Bayern Múnchen, sem þá var á hátindi frægðarinnar. Auðvitað endaði leikurinn með skelfingu fyrir Allan, Bayern vann 3:0. Allan varð að vera í vörn lengst af og eftir leikinn kenndi Weisweiler honum um tvö af mörkunum. Tækifærið kom gegn ÍBV En bjartari dagar áttu eftir að koma hjá Allan litla Simonsen og enn var það Island sem kom til hjálpar, ef svo má taka til orða. Henning Jensen, landi Allans og einn af fastamönnnum Borussia, meiddist haustið 1973 og Allan fékk tæfifæri til að leika í annað skipti á Laugardalsvellinum, nú gegn Vestmannaeyingum í UEFA-bikarkeppninni. Borussia vann og Simonse, sem átti góðan leik, skoraði eitt markanna. í seinni leik liðanna í Þýzkalandi vann Borussia 9:1 og þá skoraði Simonsen þrjú mörk. Segja má að hann hafi síðan verið fastur maður í liði Borussia Mönchen- gladbach. Árið 1975 hætti Weisweiler stjórninni hjá Borussia og við það létti Simonsen ákaflega jafnvel

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.