Morgunblaðið - 01.08.1978, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 01.08.1978, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 1978 Styðjum Friðrik ekki lengur Framhaf bl.s. 401 Egyptar kveðast enn viðræðufúsir Kairó — WashinKton — 31. júlí Routor — AP. Hins vegar hefðu ýmsir framá- menn innan FIDE komi§ saman á fundi, sem haldinn vár að undirlagi Campomanesar, for- seta skáksambands Filipseyja, á þriðjudaginn var. Á þessum fundi hafi verið undirbúnar aðgerðir af einhverju tagi, og nú væri árangurinn að koma í ljós. Eikrem sagði að heimildarmenn sínir teldu að Rabel Mendes frá Puerto Rico hefði möguleika á að fá hreinan meirihluta í fyrstu atkvæðagreiðslu, og væri það hald manna að skeytið frá Golombek og félögum hans væri tilraun til að koma í veg fyrir það. Um viðbrögð norska skák- sambandsins vegna skeytisins sagði Eikrem að stuðningsyfir- lýsingin við Friðrik Ólafsson stæði enn, og hann bætti við orðrétt: „I forsetatíð Euwes hefur FIDE orðið stórpólitískur vettvangur, og það verður að Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hefur nú tekið á leigu tvö frystiskip til að flytja hraðfryst- an fisk írá íslandi til Banda- rikjanna. Er annað skipið væntanlegt 3.-4. ágúst n.k. og hitt 8. —10. ágúst. Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson for- stjóri Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að samtals segjast eins og er að Euwe hefur ekki brugðizt við vandamálun- um af nægilegri einbeitni. Þetta er mjög erfitt starf, og ég tel að sá eini, sem hafi nokkra mögu- leika á að koma sambandinu aæ réttan kjöl, sé Friðrik Ólafsson.“ Morgunblaðið bar fregnina um breytta afstöðu Golombeks og Edmondsons undir Einar Einarsson, forseta Skáksam- bands íslands, og hafði hann þetta um málið að segja: „Ég er öldungis forviða á þessum til- mælum, sem fram koma í skeytinu. Sérstaklega er ég gáttaður á Harry Golombek, sem var í forsæti á fundinum í Luxembourg, og lét þau orð falla þar að allir skyldu vinna að því af alefli að tryggja kjör Friðriks. Því sæmir honum ekki sem svæðaforseta að söðla svona um án þess að halda annan fund með fulltrúum I tækju þessi skip 2800 lestir af frystum fiski. Kvað Eyjólfur að væntanlega myndu birgðir í frysti- húsum eitthvað lækka við þetta. Annars sagði hann, að ef fram- leiðsluaukning í frystihúsunum hefði haldið áfram í sama mæli og verið hefði í júlí og ágúst á s.l. ári, hefði tiltöluiega lítið lækkað í geymslum frystihúsanna þrátt fyrir þessa flutninga. þeirra 17 landa, sem áttu þátt í ályktuninni, sem samþykkt var í Luxembourg en hún var svo- hljóðandi: „Skáksambönd á svæði 1 og svæði 2, sem fulltrúa eiga á fundinum í Emich í Luxembourg 8. júlí samþykkja að lýsa yfir fullum og óskoruð- um stuðningi við framboð Frið- riks Ólafssonar stórmeistara og vinna að því í sameiningu og af samtakamætti að tryggja kjör hans í Buenos Aires“. I ljósi þessarar samþykktar er erfitt að segja til um orsakir þess sem nú er að gerast, en ég er þeirrar skoðunar að Euwe standi sjálfur á bak við þetta, og njóti til þess stuðnings Campo- manesar, sem hefur komið þessu svona í kring. Það má kannski segja það um Golombek og virða honum það til vorkunnar, að hann er farinn að gamlast nokkuð og er orðinn utan vig sig, en um Edmondson er það löngu vitað að hann hefur tungur tvær og talar sitt með hvorri. Lym prófessor við Singa- pore-háskóla, er bara leppur fyrir Campomanes", sagði Ein- ar. Spurningu um það hvort þetta mál kynni að verða til þess að Friðrik drægi framboð sitt til baka svaraði Einar þannig: „Ég get ekkert um það sagt nú. Þetta er svo nýtt af nálinni. Við förum nú ekkert að gefa slaginn í fyrstu atrennu, en viðbrögð skáksambandsins verða þau fyrst að komast í samband við Friðrik og senda síðan skeyti til allra Vestur-Evrópulandanna, þar sem minnt verður á yfirlýs- inguna frá Luxembourg og henni haldið til streitu. Friðrik kemur heim frá Kanada 10. ágúst, og það hefur verið ætlunin að hann færi síðan til Filipseyja upp úr miðjum mánuðinum. Hvernig þetta fer er ekki hægt að segja um á þessari stundu." EGYPZKIR embættismenn skýrðu frá því í dag að þeir væru cnn reiðubúnir til að setjast að samningaborði með fsraelsmönn- um og hefðu þeir síður en svo látið friðarumleitanir sínar fyrir róða. Þessi orð embættismannanna komu fram í ummælum þeirra um neitun Sadats Egyptalandsfor seta á sunnudag við Jjví að eiga frckari viðræður við ísraelsmenn nema þeir sýndu meiri sáttfýsi með tilliti til hernumdu svæð- anna. Bentu þeir á að ráðamenn í Kaíró litu svo á að sérstakar kröfur Israelsmanna í þessu efni jafngiltu forsendum fyrir frekari friðarfundum og skýrði það eindregin afsvör Sadats. Egypzku embættismennirnir kváðu afstöðu ísraelsmanna til hernumdu svæðanna standa alger- lega í vegi frekari samninga og hefði þeim því fallið miður að Bandaríkjamenn reyndu að þvinga Egypta til að samþykkja annan fund með ísraelsmönnum í kjölfar þess, sem nýlega fór út um þúfur í Englandi. Bandarísk stjórnvöld lýstu í dag sárum vonbrigðum sínum með yfirlýsingu Sadats og brást banda- ríska utanríkisráðuneytið harka- legar við en sögur fara af í langan tíma. Einnig tilkynnti ráðuneytið að Cyrus Vance, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, myndi fara til Mið-Austurlanda í lok vikunnar og taka upp þráðinn aftur í friðarvið- ræðum. Sadat Egyptalandsforseti átti á mánudag fund með saudi-arabíska krónprinsinum Fahd, um ástandið í deilu Araba og ísraelsmanna. Sagði Sadat eftir fundinn með prinsinum að hann hefði fengið hann til að tala máli sínu við Bandaríkjastjórn á næstunni. Sadat var ekki bjartsýnn eftir fund sinn með sendimanni Banda- ríkjastjórnar, Alfred Atherton, á sunnudag en lýsti því þó yfir að „runnin væri upp úrslitastund" í deildunni fyrir botni Miðjarðar- hafs. Þrír nýir lekt- orar við Kenn- araháskólann MENNTAMÁLARÁÐHERRA hef- ur skipaö dr. Kristínu Höllu Jóns- dóttur lektor í stærðfræði og Hrafnhildi Ragnarsdóttur lektor í þróunarsálarfræði við Kennarahá- skóla íslands frá 1. ágúst 1978. Jafnframt hefur Gestur Þorgríms- son verið skipaöur lektor í mynd- listum við Kennaraháskólann frá 1. september 1978 að telja. Nýr umboðs- kjörræðismað- ur Frakklands á Akureyri Utanríkisráðuneytið veitti þann 18. júlí Þórði Gunnarssyni viðurkenningu til þess að vera umboðskjörræðismaður Frakk- lands á Akureyri. SH leigir tvö frystiskip Stjórn S.R.: Uppbót átti aðeins að greiða á yfir- vinnu við standsetn- ingu verksmiðjanna MORGUNBLAÐINU barst í gær eítirfarandi fréttatilkynning frá stjórn Sfldarverksmiðja ríkisinsi „í tilefni af samþykkt stjórnar og trúnaðarmannaráðs Vöku, Siglufirði, þar sem lagt er bann við yfirvinnu, þar meðtalin öll vakta- vinna frá kl. 16 28. þ.m. hjá Síldarverksmiðjum ríkisins á Siglufirði, vill stjórn S.R. taka fram eftirfarandi: í bréfi dagsettu 16.6 s.l. frá Verkalýðsfélaginu Vöku barst krafa til stjórnar S.R. um að gengið yrði tafarlaust til samn- inga við félagið á grundvelli sáttatilboðs Verkamannasam- bands íslands. Á stjórnarfundi 20. júní s.l. var samþykkt að senda eftirfarandi skeyti til Verkalýðs- félagsins Vöku. „Verkalýðsfélagið Vaka, Kol- beinn Friðbjarnarson, Siglufirði. Á fundi stjórnar Síldarverk- smiðja ríkisins í dag var samþykkt að senda yður eftirfarandi sím- skeyti: „Samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar í október 1971 og bréfi sjávarútvegsráðuneytisins til S.R. 14/11 1971 var lagt fyrir stjórn S.R. að segja sig úr Vinnuveitendasambandi íslands. Eftir úrsögnina hefur Vinnumála- nefnd ríkisins farið með samn- ingsgerð fyrir hönd S.R. eins og annarra ríkisfyrirtækja. Með til- vísun til þessa hefur stjórn S.R. í dag hraðsent bréf yðar dags. 16/6 til Vinnumálanefndar ríkisins með ósk um að málaleitan yðar verði tekin til meðferðar hið allra fyrsta“, f.h. stjórnar Síldarverk- smiðja ríkisins, Þorsteinn Gísla- son. Þann 22. júní s.l. tilk. Verkalýðs- félagið yfirvinnubann á Siglufirði frá kl. 24 þann 30. júní. Á fundi 25. júlí upplýsti fram- kvæmdastjóri verksmiðjanna að gefnu tilefni, að hann hefði gert munnlegt samkomulag við Verka- lýðsfélagið og bókað var eftirfar- andi: Jón R. Magnússon upplýsti að hann hefði gert munnlegt samkomulag við Verkalýðsfélagið Vöku um að greiða uppbót á yfirvinnu við standsetningu verk- smiðjanna og til afskipunar á því loðnumjöli, ca. 1.500 tonnum, er skipað var út í Siglufirði fyrir nokkrum dögum. Var þetta gert til þess að Verkalýðsfélagið aflétti yfirvinnu- og útskipunarbanni í Siglufirði. Áður hafði formaður verkalýðsfélagsins lýst því yfir við Jón Reyni, að yfírvinnubannið næði ekki til vaktavinnu í verk- smiðjunni. Nú hefur komið í ljós, að Verkalýðsfélagið Vaka gerir kröfu til þess að umræddar aukagreiðslur nái einnig til vakta- vinnu. Eftir nokkrar umræður um þetta mál, þar sem fram kom m.a. að stjórn S.R. hefur ekki heimild til nýrrar samningsgerðar þar sem Vinnumálanefnd ríkisins fer með samningsmál til verksmiðjanna, óskaði Jón Reynir að eftirfarandi yrði bókað: „Ég lýsi því hér með yfir, að mér var kunnugt um að samningsréttur verksmiðjanna er í höndum Vinnumálanefndar ríkisins og hvorki á valdi stjórnar eða framkvæmdastjóra að gera kaupsamninga til frambúðar. Samkomulag það sem ég gerði við Verkalýðsfélagið Vöku var aðeins gert í þeim tilgangi að gera verksmiðjuna starfhæfa til loðnu- vinnslu og til að geta staðið við hagkvæman sölusamning." Að lokum gat framkvæmda- stjóri þess, að launagreiðslur yrðu í samræmi við hans skilning á samkomulaginu. Á fundi stjórnar S.R. þ. 28. þ.m. var lagt fram svohljóðandi skeyti frá Verkalýðsfélaginu Vöku: Hrað. Síldarverksmiðjur ríkis- ins c/o Jón R. Magnússon, Austur- stræti 18, Reykjavík. „Mótmælum svikum á samkomu- lagi um laun starfsmanna S.R. frá 7. þessa mánaðar. Tilkynnum jafnframt algjört yfirvinnubann hjá S.R. Siglufirði frá kl. 16 28. þessa mánaðar, vaktavinna eftir kl. 16 innifalin. F.h. stjórnar og trúnaðarmannaráðs Vöku, Kol- beinn Friðbjarnarson. Framkvæmdastjóri S.R. til- kynnti að hann hefði persónulega sent skeyti til verkalýðsfélagsins þar sem hann mótmælti ásökunum um svik á hinum munnlega samningi, en stjórn S.R. sendi Verkalýðsfélaginu svohljóðandi skeyti. „Stjórn og trúnaðarmannaráð Vöku c/o Kolbeinn Friðbjarnar- son, Siglufirði. Símskeyti yðar um yfirvinnubann á allri vinnu mót- tekið stop stjórnin telur að staöið hafi verið við samkomulag það sem framkvæmdastjóri gerði án samráðs við stjórnina stop mót- mælum yfirvinnubanninu sem ólöglegu þar sem frestur er ekki nægur stop yfirvinnubannið er víðtækara en það sem áður gilti. F.h. stjórnar Síldarverksmiðja ríkisins. Jón Kjartansson. í dag fóru formaður Vinnumála- stofnunar ríkisins og fram- kvæmdastjóri S.R. til Siglufjarðar til viðræðna við Verkalýðsfélagið Vöku og starfsmenn verksmiðj- anna. MBL. barst eftirfarandi athuga- scmd frá Kolbeini Friðbjarnar- syni formanni Verkalýðsfélagsins Vöku í Siglufirði. Segir Kolbeinn að þessi athugasemd sé tilkomin vegna ranghermis í bókun Jóns R. Magnússonar á fundi f stjórn SR. „Samkomulag um laun starfs- manna S.R. var gert 7. júlí sl. Frá hendi verksmiðjanna vár það gert af Jóni Reyni Magnússyni fram- kvæmdastjóra og Hannesi Bald- vinssyni, stjórnarmanni S.R. Frá Verkalýðsfélaginu Vöku voru við gerð samkomuiagsins þau Óskar Garibaldason, Jóhann G. Möller, Flóra Baldvinsdóttir, Vilhelm Friðriksson, Þórunn Guðmunds- dóttir, Guðný Guðmundsdóttir og Sigurður Guðmundsson frá stjórn félagsins og Stefán H. Árnason, einn af trúnaðarmönnum Vöku hjá S. R. Samkomulagið var um að S.R. greiddu fullar verðbætur á laun upp að 168.000 krónum á mánuði fyrir dagvinnu og sömu verðbætur í krónutölu á hærri dagvinnulaun, þ.e. samskonar samkomulag og gildandi er við alla aðra atvinnu- rekendur í Siglufirði. Það skyldi gilda frá 1. -júlí sl. og þar til nýir samningar kynnu að verða gerðir. „Samkomulagið skyldi taka til allrar vinnu hjá S.R. og var þar ekkert frávik gert og aldrei eftir slíku leitað né á það minnst við þessa samningsgerð frá hendi S.R. Sannleiksgildi þessa hefur verið staðfest í Þjóðviljanum 29. júlí sl. af Hannesi Baldvinssyni stjórnar- manni S.R., öðrum þeirra aðila sem samkomulagið gerði fyrir hönd S.R. og er auðvitað auðsann- anlegt vegna þess hversu margt fólk tók þátt í gerð þess. Eg lýsi bókun Jóns Reynis Magnússonar á fundi í stjórn S.R. frá 25. júlí sl. rakalausa lygi sem hann setur vafalítið fram í þeim auvirðilega tilgangi að ljúga sig frá gjörðum sínum, þar sem honum er ljóst að hann hafði ekki lögmætt umboð til slíks samkomu- lags sem hann gerði við stjórn Vöku. Allt sem fram hefur komið í fjölmiðlum frá hendi stjórnar S.R. viðkomandi máli þessu, er byggt á þessum ósannindum Jóns Reynis Magnússonar. Þó ætla ég að margir stjórnarmenn S.R. muni vita betur. Afleiðingarnar af þessum ódrengilegu og óheiðar- legu vinnubrögðum eru hins vegar ófyrirsjáanlegar og munu verða þeim félögum, Jóni Reyni Magnús- syni framkvæmdastjóra S.R. og Jóni Kjartanssyni, forstjóra Áfengis- og tóbaksverslunar ríkis- ins, til lítils sóma. Ég vil að lokum geta þess, að það, hvernig framkvæmd yfir- vinnubanns er á hverjum tíma kemur þessu samkomulagi auðvit- að ekkert við, en fullyrðingar stjórnar S.R. um að ég hafi sagt að framkvæmd þess yfirvinnubanns, sem hófst hjá S.R. í Siglufirði 1.7. sl., myndi ekki taka til vaktavinnu, eru einnig upplognar. Þegar ég var um þetta atriði spurður í síma af Jóni R. Magnússyni nokkru áður en þetta yfirvinnubann hófst, svaraði ég því þannig að um það hefðu ekki verið teknar neinar ákvarðanir. Ég vonaði að yfir- vinnubannið leystist áður en til bræðslu loðnu og vaktavinnu kæmi en að 1977, þegar yfirvinnu- bann hefði verið um allt land frá 1. maí til 22. júní, hefði það yfir- vinnubann ekki tekið til vakta- vinnu. Kolbeinn Friðbjarnarson: Samkomulagið átti að ná til allr- ar vinnu hjá S.R.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.