Morgunblaðið - 01.08.1978, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.08.1978, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 1978 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Mosfellssveit Blaðburöarfólk óskast í Holtahverfi og Markholtshverfi í Mosfellssveit. Upplýsingar í síma 66293. Maður vanur að stjórna jarðvinnu viö byggingarframkvæmdir óskast. Upplýsingar veittar á skrifstofutíma. ístak íslenskt verktak h.f., íþróttamiöstööinni, Reykjavík. Lagerstarf Óskum aö ráöa traustan mann til framtíöar- starfa á umbúöalager okkar. Upplýsingar gefur Gísli Svanbergsson Þverholti 22 (ekki í síma). H/F Ölgeröin Egill Skallagrímsson. Ólafsvík Umboðsmaður óskast til aö annast dreifingu og innheimtu fyrir Morgunblaöiö í Olafsvík. Upplýsingar hjá umboösmanni í síma 6269 og afgreiðslunni í Reykjavík, sími 10100. Kennara vantar aö Grunnskóla Ólafsfjaröar. Uppl. hjá formanni skólanefndar í síma 96-62224. Ritari Leiklistaskóli íslands óskar aö ráöa ritara. Góö kunnátta í vélritun, íslensku, ensku og einu noröurlandamáli nauösynleg. Umsóknir ásamt uppl. um menntun og fyrri störf berist skrifstofu skólans Lækjargötu 14 b 101 Reykjavík fyrir 8. ágúst n.k. Skólastjóri Aö grunnskólanum í Stykkishólmi vantar íþróttakennara Upplýsingar veitir formaöur skólanefndar í síma 93-8300, á vinnutíma og 93-8375, á öörum tímum. Skólanefnd. Afgreiðslu- stúlka óskast til afgreiöslustarfa allan daginn. Uppl. í síma 20625 þriöjudaginn 1. ágúst. Kennara vantar aö grunnskóla Tálknafjaröar. Upplýsingar hjá skólastjóra, sími 94-2538 og hjá skólanefndarformanni sími: 94-2512. Skólanefnd. Læknaritari Staöa læknaritara á röntgendeild er laus til umsóknar frá 1. ágúst n.k. Góö vélritunar- íslenzku- og enskukunnátta nauðsynleg. Nánari uppl. ásamt umsóknareyöublööum fást hjá starfsmannahaldi Garöastræti 11, sími 29302. St. Jósepsspítalinn Landakoti. galleri j Afgreiðslumaður Stórt bifreiöaumboö óskar eftir góöum afgreiöslumanni í varahlutaverzlun sem fyrst. Upplýsingar um störf og menntun leggist inn á afgreiöslu Mbl. merkt: „Afgreiöslumaöur 3866“ fyrir 10. ágúst n.k. Bókari Stórt fyrirtæki í miöborginni óskar eftir aö ráöa aöstoöarbókara, karl eöa konu til starfa sem fyrst. Góö laun í boði. Starfiö felst í aöstoö viö aöalbókara, merkingu fylgiskjala, vinnu á tölvu o.fl. Verzlunarskólanám, stúdentspróf eöa sam- svarandi menntun er æskileg, en þó ekki skilyrði, svo og reynsla af bókhaldi. Sóst er eftir starfsmanni, sem getur hugsaö og unnið sjálfstætt. Fólk, sem vildi athuga þetta nánar, leggi nöfn sín ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf inn á Mbl. fyrir 9. ágúst, merkt: „Aðstoðarbókari — 3523“. Verslunarstarf Starfskraftur óskast til starfa í verslun vora Heimilistæki s.f. Hafnarstræti 3 frá 9 til 6. Skriflegar upplýsingar um aldur, menntun og fyrri störf afhendist verslunarstjóra í versluninni fyrir kl. 6 þriöjudaginn 1. ágúst. Heimilistæki s.f. Hafnarstræti 3. Staða handa- vinnukennara viö Húsmæöraskóla Borgfiröinga, Varma- landi eru laus. Umsóknir sendist skóla- nefndarformanni Önnu Brynjólfsdóttur Gilsbakka, Hvítársíöu, Mýrarsýslu. Umsóknarfrestur er til 10. ágúst. Minning: Guöbjörg Erlendsdólt- ir, Ekru, Stöðvarfirði Fædd 5. nóvember 1886 Dáin 25. júlí 1978 Hægt hnígur sól, ok hinsti geislinn smýgrur hvass, eins ok hlóóUK ör í jarðarbarm, sem bregður sínum farfa. Ok brosið deyr á foldar vör. Hætft slokkna Ijós vors lífs, er forðum brunnu svo lovtaskær og heit. Kvöldhúmið læðist hæ>?t að voru hjarta, hljótt, fyrr en nokkur veit. í næturhafsjó týnast turnar, borgir og tindar hárra fjalla, er hnigrur sól. (Sigurður Einarsson í Holti) Æviár þeirra hjóna Guðbjargar Erlendsdóttur og Einars heitins Benediktssonar útvegsbónda og símstöðvarstjóra í Stöðvarfirði urðu jafnmörg, eða níutíu og þrjú, en hann lést 6. nóv. 1967. í einkar skemmtilegu viðtali, sem Guðbjörg átti við blaðamann Tímans skömmu eftir það, að hún varð áttræð, rekur hún bernskuár sín á Stöðvarfirði og kjör alls þorra manna þar. Og þrátt fyrir það að margur hefði úr litlu að moða á þessum árum og lífsbjörg yrði að sækja hörðum höndum bæði til lands og sjávar, virtist mér alltaf einstaklega bjart yfir minningum Guðbjargar um æsku- árin. Minntist hún bæði foreldra sinna og systkina með ást og virðingu. En alltaf fannst mér sem amma hennar, Þorbjörg, skipaði alveg sérstakan sess í huga hennar og sagði hún mér margar sögur af því hver áhrif hún hefði haft á uppeldi sitt og mótun. Systkini Guðbjargar eru nú öll látin, nema Helgi, sem enn er vel ern, þrátt fyrir háan aldur heima á Stöðvar- firði. Systkinin voru fimm, þrír bræður og systurnar tvær. Tuttugu og tveggja ára gömul, ung og glæsileg heimasæta á Kirkjubóli, gefst hún svo mannin- um, sem varð örlagavaldur í lífi hennar, Einari heitnum. Þetta var árið 1908, en tveimur árum áður hafði Einar misst fyrri konu sína, Björgu Björnsdóttur frá Höskulds- staðaseli. Hann stóð þá einn uppi með unga dóttur sína, Björgu. Og hið við hlið, af dugnaði og einhug hefjast þau handa að gera sér framtíðarheimili að Ekru, sem vár nýbýli frá föðurleifð Guðbjargar, Kirkjubóli. Það má nærri geta, hvort handtökin hafa ekki orðið bæði mörg og hörð þar sem allt þurfti að gera frá grunni, bæði að byggja og rækta. Guðbjörg og Einar eignuðust sjö börn, en misstu tvær uppkomnar dætur og nýfæddan son. Margur hefði ætlað að kona með svo mikið í fangi hefði hvorki tíma né rúm fyrir annarra harm og raun. En því var öfugt farið með Guðbjörgu. Rík réttlætistilfinning hennar og heit samúð með hverjum sem ólagi var slegin, gerði það að verkum, að hugur hennar og hönd hlutu ætíð að standa hverjum slíkum opin. Enginn er dómbær á hvað er ærinn starfi eins manns eða einnar konu í löngu lífi, en þó mun mörgum þykja ærið nóg að tryggja eigin afkomu og að koma upp stórum barnahópi. En samhyggð Guðbjargar var slík, að hún hlaut, ef ekki sjálf, þá að efla þá, sem næst henni stóðu, til átaka fyrir félagslega heild og jafnræði. Búskaparár þeirra Guðbjargar og Einars að Ekru urðu fjörutíu og sex, því árið 1954 brugðu þau búi og fluttust til sonar síns Björns á Meltröð 8 í Kópavogi. Á Meltröð voru þau í fimm ár en þá fluttu þau hjón til dóttur sinnar Þor- bjargar og manns hennar, Björns Stefánssonar, sem þá voru búsett á Egilsstöðum. Síðustu æviárin bjuggu þau bæði hjá dóttur sinni Önnu og manni hennar, Baldri Helgasyni, í Vogatungu 22 í Kópavogi. Ekra stóð auð og tóm, átti sinn vissa stað í hjörtum allra barn- anna og tengdabarnanna, já, jafnvel barna og barnabarna. En hvað meir? Ég ætla að það hafi verið gæfuverk Þorbjargar, dóttur þeirra hjóna, að búa móður sinni sumarlangan unaðsdvalarstað, jafnt og hún galdraði okkur öll til fylgilags við þetta upphaf okkar að Ekru. Hafi þau bæði þökk fyrir hún og Björn. Það hafði orðið að sið um nokkurra ára skeið, að ég og Björn sonur hennar flyttum hana austur á hverju vori, um leið og við nutum þess að vera öll saman. Síðan sóttum við Guð- björgu að hausti og fluttum hingað suður. Nú síðast í vor í júní. Hún er mér í minni flugferðin austur, og síðan bílferðin frá Egilsstöðum til Stöðvarfjarðar. Það var komið undir kvöld, mér

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.