Morgunblaðið - 01.08.1978, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 01.08.1978, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 1978 37 Tf ^ /•'. VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100 KL. 10—11 FRÁ MÁNUDEGI ir r\M n Ottó Gudjóns- son—Áttræður meðal valdsmanna, heldur mun einnig hafa verið svo meðal alþýðu manna. Þetta var eitt af einkenn- um aldarfarsins, og mun ekki hafa átt uppruna sinn hér á landi, heldur erlendis. Harðýðgi hugans hefur stórum mildast á síðari tímum, bæði meðal valdsmanna og alls almenn- ings, a.m.k. á flestum sviðum. Er það mikið fagnaðarefni, og væri óskandi, að sú þróun héldi áfram. Þó er almenningsálit enn allt of sljótt og sofandalegt gagnvart ýmsum málum, þar sem meiri mannúð og skilningi skyldi beitt. Á ég þar einkum við samskipti manna við dýralíf lands og sjávar, og hvernig aðferðum er beitt við veiðar og aflífun ýmissa villtra • Djarfur útflutningur? Hestamaður: — Sem kunnugt er hefur um árabil staðið yfir nokkur útflutn- ingur á hestum frá íslandi. Ekki hefur svo ég viti verið amast teljandi við þessum útflutningi, en stundum verður mér hugsað til þess hvort hér sé ekki um einum of djarft fyrirtæki að ræða. Nýlega var sagt frá því að gott verð væri fyrir íslenzka hesta í Noregi og vitað er að mjög mikið hefur verið flutt út af hestum til Danmerkur og Þýzkalands. Er ekki svo komið nú að bráðum verður þessi útflutningur óþarfur vegna þess að nóg sé fyrir af íslenzka hestinum erlendis og stofninn geti fjölgað sér sjálfur, þ.e. án viðbótar frá íslandi? Vera má að einhverjar takmark- anir og hömlur séu við hestaút- flutningi án þess að ég viti um það, en sé það ekki finnst mér rétt að spyrja hvort slíkt ætti ekki að vera. Þessi útflutningur á sérís- lenzkum skepnum getur vart verið svo stórkostlega þjóðhagslega hagkvæmur að hann verði að eiga sér stað. Verður ekki að horfa til SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Friðrik Ólafsson fékk fegurðar- verðláunin á alþjóðlega skákmót- inu í LaS Paímas í vor fyrir skák sína við Rodriguez frá Perú. Við skulum lítá hér á lokafléttuna í skákinni. Friðrik hefur svart, leikur og mátar. 26. — Dg2+ !! og Rodriguez gafst upp. Hann er mát eftir 27. Hx%'2 — Rf3+, 28. Khl — Hdl+ o.s.irv. dýra. Má í því sambandi nefna hvali, rjúpur og laxa. Flestir virðast sljóir og\ hugsunarlausir um það, hvernig aðferðum er beitt við dráp þessara dýra. • sportveiðar bannaðar? Hvalir eru að vísu veiddir til að auka tekjur þjóðarbúsins og til þess að veita mönnum atvinnu. Það er eðlilegt sjónarmið til öflunr lífsbjargar. Þó finnst mér, að hvalveiðar séu ljótur blettur á atvinnuvegum okkar. Við ættum að friða hvali við strendur lands okkar. Það væri okkur til sóma. Þjóðin gæti áreiðanlega misst af þeim tekjum, sem fást með drápi hvala. Þær tekjur finnast mér illa fengnar. Rúpnaveiðar eru stundaðar sem sport eingöngu, og ætti að banna, og sama er að segja um laxveiðar sem sport. Menn skyldu ekki stunda neinar veiðar, sjálfum sér til gamans eingöngu. Harðýðgi hugarfars er einkenni sportveiða. Með batnandi afkomu þjóðarinnar ætti að draga úr allri harðýðgi, en mildara hugarfar að koma í hennar stað, hugarfar, þar sem lotning fyrir lífinu væri efst á blaði. Ingvar Agnarsson." framtíðarinnar og láta stundar- of gamaldags sjónarmið? Hvað hagsmuni víkja fyrir langtíma- segja hestamenn og bændur og sjónarmiður? Eða eru þetta e.t.v. fleiri um þessi mál? HÖGNI HREKKVÍSI Áttræður er í dag maður sem komið hefur allmikið við sögu Góðtemplarareglunnar á Islandi síðustu áratugi, ekki sem stjórnar- maður, heldur sem organleikari og söngstjóri. Það er Ottó Guðjóns- son klæðskeri. Ottó Guðmundur er fæddur á Eskifirði 1. ágúst 1898. Foreldrar hans voru hjónin Guðjón Jónsson Vopnfjörð úr Vopnafirði og Guð- rún Jónsdóttir, ættuð úr Horna- firði. Móður sína missti Ottó fárra daga gamall. Hann ólst upp á Vopnafirði hjá föður sínum sem var þar sjómaður og siðar veit- ingamaður og seinni konu hans, Þorbjörgu Þorláksdóttur. Ungur fór Ottó til Reykjavíkur og lagði þar stund á klæðskeranám hjá Andrési Andréssyni klæð- skera. Síðar vann hann lengi hjá Andrési, en saumastofa hans var talin einhver hin vandaðasta á sínu sviði. Mun og Ottó alla tíð hafa þótt maður vandvirkur í bezta lagi og honum falin ýmis þau verk sem mikið þótti undir að væru vel af hendi leyst. Á árunum fyrir 1930, þegar erfitt var um atvinnu í Reykjavík, átti Ottó heima á Eyrarbakka um skeið. Þá fór hann upp um sveitir Ásnessýslu, einkum um Biskups- tungur og Grímsnes, og saumaði fyrir fólk á heimilun þeirra. Ottó giftist 4. febr. 1922 Guð- brandínu Tómasdóttur, ættaðri úr Dalasýslu, en alizt hafði hún að miklu leyti upp í Borgarfirði hjá Þóru og Hans Grönfeldt. Þau Ottó eignuðust 6 börn og eru 5 á lífi, en eitt, Guðjón, dó á unga aldri. Hin eru öll búsett í Reykjavík: Sigurð- ur blikksmiður, Þorbjörg hús- freyja, Andrés múrari, Þórir bílstjóri og Erla húsfreyja. Enn er dóttir Ottós, Kristín, húsfreyja í Reykjavík. Mörg síðustu árin hefur Ottó verið vaktmaður (m.a. næturvörð- ur), fyrst hjá Ríkisútvarpinu en síðan hjá Seðlabankanum og Landsbankanum. Hefur hann þótt rækja þau störf af mikilli trú- mennsku. Það kom snemma í ljós að í Ottó Guðjónssyni bjó sterk hneigð til tónlistar og jafnframt góðir hæfi- leikar á því sviði. Organleik lærði hann ungur, jafnvel innan víð fermingu. Hefur hann alla tíð sinnt þeim efnum eftir því sem honum hefur verið unnt. Er honum það mikið gleðiefni að niðjar hans ýmsir eru mjög hneigðir fyrir tónmennt og góðum hæfileikum gæddir á því sviði. Langt er nú liðið síðan Ottó gerðist liðsmaður Góðtemplara- reglunnar. Hæfileikar hans á tónlistarsviði komu þar að góðu haldi, því að söngur hefur jafnan skipað mikið rúm í fundahöldum og öðrum samkomum stúkna. Þótti gott að njóta leiðsagnar Ottós við orgelið. Árið 1945 endurreisti hann Söngfélag . I.O.G.T., en það var blandaður kór, og stjórnaði hann kórnum lengi síðan, fram að 1960 eða lengur. Þarf enginn að gera lítið úr því starfi að halda söngflokki lifandi við góðan orðstír svo langan tíma og ekki heldur úr menningaríegri þýðingu slíks söngflokks í félags- lífi og fyrir þá einstaklinga sem í flokknum starfa. Þegar þáverandi stórtemplar, séra Kristinn Stefánsson, skýrir frá templarakórnum á stórstúku- þingi 1945 kemst hann m.a. svo að orði: „Ottó hefur unnið mikið og- þarft verk fyrir Regluna á undan- förnum árum, verið söngstjóri í mörgum undirstúkum, þingstúku og umdæmisstúku og auk þess spilað á fundum barnastúkna." Það var því ekki ófyrirsynju eða út í bláinn gert að Ottó var valinn söngstjóri Stórstúkunnar ásamt Jónasi tónskáldi Tómassyni á Stórstúkuþingi 1949, og hefur hann gegnt því embætti síðan, einn frá 1968. Er þáttur Ottós í að gera fundi Stórstúkunnar eftir- minnilega og hátíðlega ekki lítill allan þennan tíma. Er mér vel um þetta kunnugt frá þeim árum sem ég var í framkvæmdanefnd Stór- stúkunnar og naut kunnáttu Ottós og smekkvísi við að velja lög til söngs á samkomum. Er mér fastur í minni áhugi hans á söngmálum og lipurð í samstarfi. Ekki mun Ottó hafa gert mikið að því að semja lög, svo söngvinn sem hann er. Eitt eða tvö smálög eftir hánn hafa þó birst á prenti, snoturlega gerð. Vikið var að því áður að Ottó hafi þótt vandvirkur klæðskeri. Fór þar saman vilji til að gera allt vel sem honum var trúað fyrir, smekkvísi og hagleikur. í Templ- arahöllinni við Eiríksgötu hangir veggteppi, sem hann hefur saumað — en við þá iðju hefur hann allmikið fengist hin síðari ár — og gefið húsinu. Er efnið i myndina í teppinu sótt í sögu Jóns Thorodd- sens, Pilt og stúlku. Nú ber sá sem þetta ritar nokkuð takmarkað skyn á útsaum, en þann dóm hefur hann heyrt hjá fólki sem hann treystir í þeim efnum að teppið sé vandað að gerð og að öllu hinn prýðilegasti gripur. Sýnist honum og sjálfum að svo muni vera. Samstarfsmenn Ottós Guðjóns- sonar í Góðtemplarareglunni senda honum hlýjar kveðjur með þökk á áttræðisafmælinu. Og sáma mun mega segja um fjölda- marga menn aðra sem átt hafa með honum lengri eða skemmri samleið á áttatíu ára ævi. Ólaíur Þ. Kristjánsson Samkomulag milli Kanada og EBE um fiskveiðimál Ottawa, Kanada, 29. júli — AP TILKYNNT var í dag að Kanada og Efnahagsbandalag Evrópu (EBE) hefðu náð samkomulagi sín á milli um fiskveiðar. Samn- ingurinn, sem gildir til ársloka 1979, felur í sér veiðiheimild til handa EBE-þjóðum í landhelgi Kanada. Þá er með samningum reynt að stemma stigu við neta- laxveiðinni fyrir Grænlandi. Talsmaður utanríkisráðuneytis Kanada sagði, að samningar þess hefðu væntanlega í för með sér að EBE keypti meira af fiski af Kanada en áður. Hvað laxveiðina við Grænland varðar verður leyfður sami veiði- kvóti og nú er til loka næsta árs. Báðir aðilar urðu sammála um að rannsaka þyrfti stærð laxastofns- ins, svo hægt yrði að ákveða sanngjarnan veiðikvóta þegar samningur þessi gengur úr gildi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.