Morgunblaðið - 02.08.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.08.1978, Blaðsíða 1
164. tbl. 65. árg. MIÐVIKUDAGUR 2. AGUST 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Vopnasölu- banni aflélt \Y ashintfton, 1. ágúst. AP. FULLTRÚADEILD Bandaríkjaþings sam- þykkti í kvöld með 208 atkvæðum gegn 205 að aflétta vopnasölubanninu gegn Tyrklandi sem í gildi hefur verið s.l. þrjú ár. Atkvæðagreiðslan er tal- in mikill sigur fyrir Carter forseta, en öldungadeildin samþykkti að aflétta bann- inu í síðustu viku. » i »------------- Korchnoi með tap- aða stöðu D--------------------------------------------------- D Sjá skákskvriiiKar á hl.s. 12 c>K lfi. D-------------------------------------------------- D ItiiKiiin. Kilippsoyjum. 1. áKÚst. AP. Routor. SJÖUNDA einvígisskák Karpovs og Korchnois fór í bið í dag og telja skáksérfræðingar að Karpov hafi unnið tafl. Stórmeistarinn Keene, aðstoðarmaður Korchnois, sagði eftir skákina að hann hefði teflt hana illa og ætti ekki skilið annað en að tapa. Sovézki dularsálfræðingurinn, dr. Vladimir Zukhar, sat á öðrum bekk í áhorfendasalnum á meðan skákin var tefld og dvaldi þar hreyfingarlaus allan tímann. Sögðu aðstoðarmenn Korchnois að hann hefði reiðzt heiftarlega þegar hann sá að sálfræð- ingurinn var á sama stað og þegar síðast var teflt þrátt fyrir mótmæli hans þá. Fór Korchnoi nú út af sviðinu í hvert sinn sem hann hafði lokið við að leika og fylgdist með skákinni úr hvíldarherbergi sínu. Keppnisstjórnin ákvað í kvöld að meina almenningi aðgang að þremur fyrstu sætaröðunum í áhorfendasaln- um til að koma til móts við Korchnoi, en Lothar Schmid dómari hafði áður sagt að hann hefði engin völd til að vísa sálfræðingnum úr salnum. Stakk Schmid upp á því að fyrstu sætaröð- unum yrði lokað og rifjaði upp að það hefði verið gert í einvíginu í Reykja- vík 1972. Sadat f yr- ir alþýðu- dómstól Bagdad, 1. ágúst. Reuter. SETTTJR var í dag í Bagdad alþýðudómstóll yfir Anwar Sadat Egyptalandsforseta, þar sem hinn fjarstaddi ,.sak borningur" var ákærður fyrir stórkostlega alvarleg svik við málstað Araba, vegna ferðarinn- ar til ísraels í nóvembermánuði s.l. Ákæruskjalið var 6300 orða langt og var þess krafizt að Sadat yrði sviptur egypzkum rfkisborgararétti sínum og öll- um eigum. Fyrir réttinum í dag fóru lögmenn ákæruvaldsins hörðum orðum um Sadat og sögðu að í allri sögu Egyptalands hefði enginn svikari framið glæp sem kæmist í hálfkvisti við glæp Sadats. Flokkarnir í Portúgal fá frest til vikuloka að mynda ríkisstjórn I.issalnin. 1. áirúst. Routor. AP, EANES forseti Portúgals gaf í kvöld stjórnmálaflokkunum frest til vikuloka til þess að mynda starfhæfa ríkisstjórn en ella búa sig undir nýjar kosningar. For- setinn ávarpaði þjóðina í sjón- varpi í kvöld og sagði m.a. að flokkarnir yrðu að axla ábyrgð- ina ef stjórnarmyndun mistækist og farið yrði út í harðar og tvísýnar kosningar. „Efnahags- erfiðleikar landsins eru þess eðlis að það er skylda flokkanna að gera út um málin svo ég geti tekið mínar ákvarðanir." sagði Eanes í ræðu sinni. Er talið að með tali sínu um meirihlutastjórn hafi forsetinn átt við endurnýjaða samsteypustjórn jafnaðarmanna og miðdemókrata, en ummæli leiðtoga flokkanna undanfarna daga hafa einmitt gefið til kynna að þessi möguleiki komi nú aftur til greina. Eanes hótaði því að skipa utanþings- stjórn til- bráðabirgða ef boða Dollar aldrei verðminni Londun. 1. áKÚst. Router. AP. GENGI Bandaríkjadollars lækkaði enn á gjaldeyrismörkuðum í Evrópu og Japan f dag og gull hækkaði áfram f verði. Dollarinn iækkaði í dag í 184,55 yen og hefur aldrei fyrr verið jafnlágt skráður f þeirri mynt. Þegar mb'rkuðunum var lokað hafði dollarinn þó aðeins rétt við á ný og var skráður á 186,25 yen þegar markaðinum f London var lokað. Undanfarna sjii viðskiptadaga hefur dollarinn lækkað um 15 yen en um 115 yen frá því í janúar 1977. Dollarinn var í dag skráður jafnvirði 1,715 svissneskra franka og hefur heldur aldrei verið verðminni í þeirri mynt. Pundið var skráð á 1,925 dollara þegar mörkuðum var lokað en þýzka markið var lítið breytt gagnvart dollar í dag og var dollarinn skráður jafnvirði 2,0408 marka. Gullúnsan hækkaði í dag í 204,125 dollara sem er metverð fyrir þennan málm, en margir aðilar festa nú fé sitt í gulli af ótta við lækkandi gengi dollars. þyrfti til kosninga en kosningar gætu ekki farið fram fyrr en i fyrsta lagi í apríl á næsta ári. „Sumir myndu segja að við eyðum meiri tíma í að reyna að komast að vilja almennings en að fara eftir honum," bætti hann við. Eanes forseti Verður Shcharansky lát- inn laus í f angaskiptum? Vín. Tol Aviv. WashinKton. 1. áKÚst. AP. Routor. ÍSRAELSKI þingmaðurinn Samuel Flatto-Sharon sagði í dag að hann ynni nú að því að íá sovézka andófsmanninn Anatoly Shcharansky látinn lausan í skiptum fyrir rússneska njósnara á Vesturlöndum. Sagði þingmað- urinn að hugsanlegt væri að Shcharansky yrði íátinn laus innan skamms og væru samning- ar nú langt komnir. Utanríkisráðuneytið í Washing- ton bar í dag til baka fregnir um Bretadrottning í Kanada — Elízabet Bretadrottning heilsar upp á hóp indíána í ferð sinni um Kanada. Litli indíánadrengurinn til vinstri á myndinni lét sér fátt um finnast og hinn konungborni gestur fékk ekki raskað svefni hans. að Bandaríkjastjórn tengdist þess- um samningum, en fregnir frá Vínarborg hermdu að Bandaríkja- menn væru aðilar að samkomulag- inu. I fyrstu var ráðgert að skipt yrði á Shcharansky og þýzku hjónunum Cristel og Giinter Guill- aume, en njósnir þeirra í V-Þýzka- landi leiddu til þess að Willy Brandt varð að segja af sér kanzlaraembætti árið 1974. Stjórn Helmuts Schmidts hefur hins vegar þvertekið fyrir að láta þessi hjón laus, að því er fregnir herma. Ekki er nú vitað hver eða hverjir verða látnir lausir í skiptum fyrir Shcharansky, en hann var sem kunnugt er dæmdur í síðasta mánuði til 13 ára fangelsisdvalar og útlegðar. Shcharansky írakarnir í París ekki sóttir til saka I'arís. 1. ásúst. Routor. AP. FRÖNSK stjórnvöld ákváðu í dag að fallast á kröfu írakska sendi- ráðsins f borginni þess efnis að Irakarnir þrír. sem í gær voru handteknir fyrir að skjóta til ólífis franskan lögreglumann og særa Palestfnuaraba nokkurn, yrðu látnir njóta diplómatískra réttinda og því ekki saksóttir. Ákvörðun þessi hefur valdið mikilli óánægju innan frönsku lögreglunnar og hefur félag lög- reglumanna í París skrifað Frakk- landsforseta mótmælabréf vegna máls þessa. Er það næsta fátítt að franska lögreglán mótmæli á þenn- an hátt ákvörðunum stjórnvalda. Ákvörðun stjórnarinnar virðist miða að því að koma í veg fyrir ósætti við íraksstjórn, en Frakkar kaupa mikið af olíu frá írak og að auki er talið að stjórn íraks hafi áhuga á að kaupa franskar Mirage— orrustuþotur á naestunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.