Morgunblaðið - 02.08.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 02.08.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGUST 1978 5 190 bátar fá leyfi til síldveiða í haust Sjávarútvegsráðuneytið hefur ákveðið að 100 bátar fái leyfi til síldveiða með hringnót í haust og 90 bátar fá leyfi til reknetaveiða. Eins og kunnugt er er ákveðið að heimila veiði á 35 þúsund lestum af sfld í haust og koma 20 þús. lestir í hlut hringnótabáta og 15 þús. lestir í hlut reknetabátanna. Afla þeim, sem hringnótabátunum er heimilt að veiða, verður skipt á milli þeirra og koma 200 lestir í hlut hvers báts, en enginn kvóti verður viðhafður varðandi rek- netaveiðarnar frekar en undanfar in ár. í fréttatilkynningu, sem Morgun- blaðinu barst í gær frá sjávarút- vegsráðuneytinu, segir, að alls hafi 129 bátar sótt um leyfi til hring- nótaveiða og 90 bátar til rekneta- veiða. Segir í fréttatilkynningunni að ráðuneytið hafi nú ákveðið að leyfi til hringnótaveiða fái allir þeir bátar, sem leyfi fengu á s.l. ári eða 80 bátar, ennfremur óyfirbyggðir bátar undir 300 lestum, jafnvel þótt þeir hafi fengið leyfi til hringnóta- veiða 1975 og 1976. Samtals verði þetta 100 bátar. Verði 20 þús. lestum skipt milli þeirra og komi því 200 lestir í hlut hvers báts. Samkvæmt þessu fái ekki leyfi þeir bátar, sem stærstir eru og yfir- byggðir og mesta möguleika hafi til loðnuveiða. Kvóta reknetabáta verði ekki skipt milli einstakra báta. Eins og fyrr sagði sóttu 90 bátar um leyfi til reknetaveiða en í fréttatilkynn- ingunni segir, að búast megi við samkvæmt fyrri reynslu, að all- margir þeirra noti ekki leyfin. Þá segir að ráðuneytið muni uppúr næstu helgi láta kanna ástand síldarinnar og miðin og mun ákvörðun um upphaf veiðitíma reknétabáta verða tekin á grund- velli þeirrar athugunar. Veiðar hafa undanfarin ár hafizt 20. ágúst og megi gera ráð fyrir því að ekki verði mikil breyting á í ár. Veiðitímabil hringnótabáta hefst 20. september, og er ekki gert ráð fyrir að síldveiðar verði stundaðar lengur en til 20. nóvember. í fréttatilkynningu sjávarútvegs- ráðuneytisins segir ennfremur, að þær breytingar hafi verið gerðar á skilyrðum um veiðarnar og meðferð aflans, að nú verði ekki heimilt að geyma síld í steis nema ísaða í kassa. ennfremur verði óheimilt að veiða smásild 27 cm. að lengd eða minni sé hún meir en 25% af afla (eftir fjölda) í stað 50% áður. 25árfráfyrsta viðskiptasamn- ingi Islands og Sovétríkjanna í DAG 1. ágúst, eru liðin 25 ár síðan fyrsti almenni viðskiptasamningur- inn milli Sovétríkjanna og íslands var undirritaður í Moskvu. Af þessu tilefni hafa Ólafur Jóhannesson viðskiptaráðherra og N. Patolichev utanríkisviðskiptaráðherra Sovét- ríkjanna skipst á bréfum, þar sem þeir láta í ljósi ánægju yfir framkvæmd samningsins, sem hin auknu viðskipti landanna hafa byggst á. Patolichev utanríkisvið- skiptaráðherra kveðst i bréfi sínu viss um, að viðskiptasamningurinn muni einnig framvegis hafa jákvæð áhrif á viðskipti og efnahagssam- starf milli landanna, sem væri þjóðunum hagstætt. (FrcttatilkvnninK) afsláttur □ gallabuxum □ flauelsbuxum □ canvasbuxum □ bolum □ stutterma blússum □ stutterma skyrtum □ kjólum □ pilsum □ mittisjökkum dömu og herra □ vestum □ plastregnkápum verzlunar- mannahelgina. TÍZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS WKARNABÆR Laugaveg 20 Laugaveg 66 Austurstraeti 22 Glæsibae Simi 28155

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.