Morgunblaðið - 02.08.1978, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.08.1978, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 1978 FWANZ JOSEPH LAND (Sovi.t) ^ SPITZ BERGEN BEAW ISLAND NOVAJA ZEMLYA (Seviat) BE Deilur Norðmanna og Rússa EF KNUT Frydenlund, utan- ríkisráðherra Noregs, er spurður að því þessa dagana, hvað hvfli þyngst á honum. svarar hanni Svalbarði. Undanfarin ár hafa Banda- ríkin haft lítil afskipti af eyjaklasanum, en hafa nú dreKÍzt inn í deilur Norðmanna ok Rússa um Svalbarða og svæðið þar í krin«. Svalbarði lÍKKur miðja vegu milli Knöskaness (nyrsta odda NoreKs) o« heimsskautsins. Stórveldin samþykktu á friðar- ráðstefnunni í Versölum að fela Norðmönnum stjórn eyjanna. En böKiíull fylgdi skammrifi. Sáttmálinn frá 1920 bannar Norðmiinnum að hafa þai nokkurn vopnabúnað ok er þeim þjóðum. sem undirrituðu sáttmálann. 10 talsins, leyft að stunda atvinnurekstur þar. Stutt er síðan þessir skilmál- ar fóru að valda erfiðleikum. Norðmenn hafa ekki haft áhuga á að koma fyrir herbúnaði á Svalbarða og aðeins fyrirtæki í eigu norsku og rússnesku ríkj- anna hafa stundað kolanámu- gröft, sem er eini áberandi atvinnureksturinn á Svalbarða. Þeir 2000 Rússar sem búa í Barentsburg fara sínu fram þó að á pappírunum séu þeir undir stjórn Norðmanna. Þögnin, sem hefur umlukið Svalbarða, rofnaði fyrir nokkr- um árum. Margar ástæður voru þess valdandi, en mikilvægust var sú hugmynd að olía fælist á eyjunum og sérstaklega þó á landgrunninu í kring. Hingað til hefur borun engan árangur borið en ekki er horfið frá hugmyndinni. Rússar hafa farið sér að engu óðslega en þó gert lýðum ljóst að þeir eiga mikilla hagsmuna að gæta í þessu máli. Sú staðreynd að stór hluti sovézka sjóhersins — þar á meðal flestir kjarnorkukafbátar þeirra — er gerður út frá Múrmansk og svæðinu þar í kring, liggur þungt á Rússum. Flotinn verður að sigla um hafið milli megin- lands Noregs og Svalbarða til að komast á Norður-Atlantshafið. Rússarnir vilja vera vissir um að fá sinn hluta fisksins í Barentshafi, og olíunnar, sem þar kynni að vera en fyrst og fremst vilja þeir ekki að ferðir þeirra um svæðið verði hindrað- ar af framkvæmdum tengdum olíunni. Með tilkomu kafbáta búinna langdrægum eldflaug- um, stækkaði það svæði sem Rússar tileinka sér, en þeir nota Barentshafið sem athafnasvæði þessara kafbáta. Hingað til hafa Bandaríkja- menn ekki lagt eins mikla áherzlu á Svalbarða, eins og Rússar, þrátt fyrir að banda- ríski flotinn sé með æfingar í Barentshafi og fylgist með ferðum Rússa þar. En orðið „olía“ hefur sérstakt aðdráttar- afl um þessar mundir og nú fara bandarískar sendinefndir reglu- lega til Osló og ræða við norska vini sína. Eftir John C. Ausland Norðmenn eru vanir að vera í skugga stórveldanna en þeim gengur erfiðlega að sætta sig við þá stöðu sem nú hefur komið upp. Þeim finnst að það færi bezt á því, að þeir sæju sjálfir um allar framkvæmdir við olíuna kringum Svalbarða. Þeir skilja ekki hvers vegna aðrir eru ekki á sama máli og þeir. Eftir að hafa látið Rússa afskiptalausa í tugi ára í Barentsborg, hefur Stórþingið nú farið þess á leit við stjórnina að undirstrika yfirráð Norðmanna á eyjunni. Skref í þá átt voru reglur sem settar voru um öryggisbúnað flugvéla og umhverfisvernd. Rússarnir neituðu að lúta þessum reglum, þar sem þeir hefðu ekki verið hafðir með í ráðum. Þetta kom Norðmönnum í vanda. Þeir vildu leggja áherzlu á völd sín, en ekki taka neina áhættu. Stjórnin ákvað að hafa rússneska kolanámufélagið Arktikugol með í ráðum, þó að Norðmenn myndu taka loka- ákvörðunina. I framhaldi af þessu fór sendinefnd frá Arktikugol nýlega til Osló. Norðmenn eru vanir ráðríki Rússa og því eru umræðurnar um hver hafi yfirumsjón með Svalbarða ólíklegar til að hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér. Atvikin á Barentshafi eru þó nokkru alvarlegri. • Þegar Kosygin heimsótti Noreg 1970 samþykkti hann tillögu Norðmanna um viðræður um skiptingu Barentshafsins. Það eina sem hefur komið út úr þeim viðræðum er, að Rússar vilja skipta hafinu vestar en Norðmen'n hafa lagt til. Fyrir tveimur sumrum héldu Sovét- menn heræfingar á umdeilda svæðinu til að sýna Norðmönn- um að þeim væri alvara. Norð- menn urðu þá að flytja olíu- rannsóknaskip sitt af þessu svæði. Staðan breyttist síðastliðið ár, þegar bæði Norðmenn og Sovétmenn færðu efnahagslög- sögu sína út í 200 mílur. Vegna þessa þurftu þeir að semja sérstaklega um fiskveiðar. Þeir sættust á svokallað „grátt svæði" á umdeilda svæðinu og þar hafa bæði ríkin ráð yfir fiskveiðum. Þetta samkomulag hefur vakið þó nokkra athygli í Noregi. Andstæðingar sam- komulagsins segja, að staðsetning „gráa svæðisins" eigi eftir að hafa áhrif á endanlega skiptingu hafsins, sem er sennilega rétt. Nokkrir bandarískir embættismenn hafa áhyggjur af niðurstöðunum um „gráa svæðið" en opinber afstaða Bandaríkjanna til þessa máls er sú, að þetta sé nokkuð sem Norðmenn og Rússar verði að leysa sjálfir. Öðru máli gegnir um landgrunnið umhverfis Sval- barða. Norðmenn segja að land- grunnið sé framhald af megin- landinu og falli því ekki undir sáttmálann um Svalbarða. Hér er ekki aðeins um lögfræðilegt atriði að ræða. Ef sáttmálinn gildir, geta Norðmenn ekki bannað olíufélögum frá þeim löndum, sem undirrituðu sátt- málann, að bora á svæðinu. Auk þess gætu þeir ekki krafizt meira en 1% skatts af þeirri olíu sem fyndist. (Meðal skattur í Norðursjónum er um 60 til 70%). Það er ekki að undra, þó Norðmenn hafi ekki fundið neina þjóð, enn sem komið er og þar eru Bandaríkjamenn meðtaldir sem eru á sama máli og þeir. Það þarf hugrekki til þess að spá um niðurstöðu þessara mála eða hvenær þau verða leyst. Hingað til hafa bæði Norðmenn og Rússar haldið hugarró, þó að nokkrir smávægilegir árekstrar hafi orðið. I framhaldi af þessu, hljóta menn að leiða hugann að því, hversu lengi Svalbarði á eftir að vera á hjara heims- stjórnmálanna. (Þýtt úr The Sunday Sun, Baltimore, Md.). Heimsókn í prentsmiðju: „Maður lærir ósjálfrátt af þessu” í PRENTSMIÐJUNNI Odda vinnur fjöldi fólks og á mörgum hæðum. Þar eru margs konar verk prentuð og innbundin, allt frá Náttúrufræðingnum til um- slags nýrrar plötu hljóm- sveitarinnar Brimklóar, að ógleymdri Símaskránni, sem er orðin árlegur viðburður. Gamlar aðferðir og nýjar blandast saman í prentsmiðj- unni, og ekki er því að neita, að mun skemmtilegra er að fylgjast með setningu bóka á gamla mátann en þann nýja. Gömlu vélarnar eru stórar og fyrirferðarmiklar. Þeim fylgir skrölt og hávaði. Þær nýju eru penar og fínar og minna á fátt annað en venjulegar ritvélar. Ellert Ágúst Magnússon heftir unnið í Odda í um 30 ár, en prentari hefur hann verið í 50 ár. Hann vinnur við að setja bækur upp á gamla mátann og hefur lítinn áhuga á að fara inn á nýjar brautir. „Ég er búinn að setja tímaritið Jökul í 27 ár, eða flest öll heftin sem komið hafa út. Við setjum flest tímarit upp hérna með gamla laginu því í þeim er meira um blandaða setningu. Það er í þeim alls konar töfludót, línurit og myndir." Aðspurður sagði Ellert að starfið væri fjölbreytt og viss lærdómur í því að setja sama tímaritið upp ár eftir ár. „Hérna áður fyrr var meira um almennan fróðleik. Síðan ungu mennirnir tóku við er allt efni í tímaritum eins og Jökli og Náttúrufræðingnum orðið fræðilegra. En maður lærir ósjálfrátt af þessu.“ Á hæðinni fyrir neðan Ellert fer prentunin sjálf fram, en á hæðinni fyrir ofan hann er bókbandið. Þar eru bækurnar og ritin bundin. Um 30 manns vinna í þeirri deild. Þrjár ungar stúlkur sem sátu og límdu Brimklóar- umslögin saman, sögðu að starfið væri mjög fjölbreytt og ekkert eitt skemmtilegra en annað. Þær sögðu að kaupið væri fínt, ef aukavinn- an væri talin með. Mest er að gera á haustin þegar þarf að koma jólabókunum á markað- inn og símaskráin tekur víst sinn tíma. Oft er kvartað undan því að bækurnar séu orðnar svo dýrar, en þegar hugsað er um alla vinnuna sem liggur í hverri bók, er kannski engin furða þótt verðið sé hátt. Og hvað er svo sem ódýrt í dag? Svanhvít Heiðberg sat og Ifmdi saman plötuumslög.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.