Morgunblaðið - 02.08.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.08.1978, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 1978 Christina og Sergei gift „Br jálæði eða bylting” sögðu vegf arendur í Mosk vu Moskvu. 1. ágúst. Reutor. VI*. „MÉR líður öldungis dægi- ie>ía.“ sagði Christina Onassis Kauzov að lokinni giftingarat- höfn hennar o>? Rússans Sergei Kauzov sem fór fram við litla viðhöfn í helztu giftingarstofn- un Moskvuborgar. Aðeins örfá- ir voru við sjálfa athöfnina. en úti fyrir biðu brúðhjónanna tugir Ijósmyndara og blaða- manna. Christina Onassis var klædd í purpuralitaðan siffon- kjól og hélt á rósavendi. t>au hjónaleysin komu saman til athafnarinnar í hrörlegum Chevroletbíl sem þau höfðu fengið lánaðan. Athöfnin stóð í tíu mínútur og fór fram að hefðbundnum sovézkum hætti. Christina Onassis er grísk-kaþólskrar trúar en hvergi var klerk að sjá nærstaddan. Sovézkur blaða- maður sem fékk að vera við athöfnina staðfesti að Christina hefði svarað „da“ sem er jáyrði þegar hún var spurð hvort hún vildi af fúsum og frjálsum vilja ganga að eiga Sergei og vinna að hamingju þeirra beggja. Síðan hefði kona sú er framkvæmdi vígsluathöfnina beint svipuðu máli til Sergeis og því með að „hvar sem þú býrð, gleymdu ekki sovézku ættlandi þínu“. Enginn ættingi Christinu var við athöfnina og í fjölskyldu hennar ríkir mesta andúð á þessum ráðahag. Óttast ýmsir er hagsmuna eiga að gæta að Christina muni ætla að draga eiginmann sinn inn í fyrirtækið á einn eða annan hátt. Ætlunin var að þau hjón héldu blaðamannafund síðdegis skömmu áður en móttaka var fyrir fáeina gesti áður en þau héldu síðan til Bajkalvatns í Síberíu að eyða hveitibrauðs- dögunum. Blaðamannafund- inum var frestað og sagt að brúðurin hefði ekki verið upp- lögð. Þegar þau hjonin komu út úr giftingarstofnuninni þusti svo mikill múgur ljósmyndara að Christinu að Kauzov var nóg boðið, barg snarlega konu sinni og móður upp í bílinn og hrópaði síðan út um gluggann: „I ham- ingju bænum hættið nú þessu.“ Vegfarend sem fylgdust með létu í ljós furðu og inntu eftir því hverjir væru þar á ferð, en sovézk blöð hafa ekkert um ástarævintýri þetta sagt. Varð einum vegfarenda að orði er hann vissi hver brúðurin var: „Er hún orðin vitlaus eða hvað?“ Og annar sagði: „Þetta er nú á við meiriháttar byltingu, að ein helzta kapitalistakvinna heims skuli giftast flokksbundnum sovézkum manni.“ sölumet, fleiri litir Góðir litir gleðja augað. Falleg áferð og frábær ending Hrauns, húsamálningarinnar frá Málningu h.f., hefur stuðlað að vinsældum hennar. Enda margfaldaðist salan á s.l. ári. Hraun hefur sýnt og sannað fram- úrskarandi eiginleika; — við höf- um dæmi um rúmlega 10 ára end- ingu. Hraun er sendin akrýlplast- málning, sem sparar vinnu: Betri ending og færri umferðir. Ein um- ferð af Hrauni jafngildir þrem um- ferðum af venjulegri plastmáln- ingu. Nú bjóðum við ennþá meira litaúr- val í Hrauni en áður. Lítið á lita- kortið og fáið allar upplýsingar hjá umboðsmönnum okkar. HRAUN SENDIN AKRÝLPLASTMÁLNING málninglt Yuri Orlov er kominn í nauðungarbúðir í Úral Orlov sem var stofnandi Ilel- sinki-hópsins í Moskvu var flutt- ur úr Lefortovofangelsi í Moskvu sl. föstudag og áleiðis til nauð- ungarvinnuhúðanna. Irina Orlov sagði í skriflegri yfirlýsingu sem hún lét vestræn- um fréttamönnum í té að hún hefði fengiö leyfi til að heimsækja mann sinn í fangelsinu fyrir tíu dögum eftir að áfrýjunarbeiðni hans hafði verið s.vnjað. Hún sagði að hann hefði verið rólegur og stilltur í hvívetna. Þau höfðu þá ekki sézt í þá sautján mánuði sem Orlov hafði setið inni unz mál hans var tekið fyrir og dómur upp kveðinn. Fengu þau hjónin ekki að tala saman nema í fjörutíu mínút- ur í stað þess að venjulega er leyfður tveggja klukkustunda heimsóknartími undir viðlíka kringumstæðum. Orlov á síðan yfir höfði sér að vera fimm ár í útlegð eftir að hann hefur afplánað þrælkunarvinnu- búðadóminn. Moskvu. 1. ágúst. AIV YURI Orlov hinn þekkti sovézki andófsmaður sem var dæmdur hinn 18. maí til sjö ára vistar í þrælkunarhúðum. hcfur nú verið fluttur til slíkra búða í Úralfjöll- um til að hefja afplánun dómsins að því er kona hans Irina Orlov sagði frá í dag. Orlov London. 1. ágúst. Routcr. FJÓRIR Bretar hafa veikzt hættulega af þvf að borða niður- soðinn lax, sem fluttur var inn frá Bandaríkjunum en soðinn iður í Alaska. Niðursoðni laxinn. sem fólkið neytti, var 1 umhúðum, sem merktar voru fyrirtækinu John West. Brczk heilbrigðisyfir- völd hafa þegar varað almenning við að borða niðursoðinn lax, sem kemur frá Bandaríkjunum eða Kanada. Hafa þúsundir niður- suðudósa verið fjarlægðar úr verzlunum og teknar til rann- sóknar á opinberum rannsóknar stofum. Talið er cinnig, að niðursoðinn lax frá fleiri fyrir- tækjum geti verið varhugaverður og mun hann einnig athugaður. Fólk það sem hér um ræðir, tvenn eldri hjón í Birmingham, veiktist alvarlega fáum klukku- stundum eftir að hafa borðað laxinn og var því komið á sjúkra- hús, þar sem læknar tóku það þegar til rannsóknar. Kom í ljós, að hjónin höfðu fengið sjaldgæfa eitrun, sem helmingslíkur eru á að sé banvæn. Sjúklingarnir fjórir eru sagðir alvarlega veikir og fá meðferð í samræmi við það, sem tíðkast í, slíkum tilfellum. Að sögn talsmanns brezka heil- brigðisráðuneytisins fengust þær upplýsingar hjá bandaríska mat- vælaeftirlitinu, að niðursuðufyrir- tækið væri bandarískt en laxinn soðinn niður í Alaska, en ráðu- neytið vildi ekki gefa upp hvert fyrirtækið væri eða borgina sem það væri í. Talsmaður John West sagði, að rannsaka þyrfti rúmlega 14 þús. dósir með tveimur tilteknum númerum og væri það starf þegar hafið. Hann vildi ekki nefna nafn bandaríska fyrirtækisins, en sagði það vera eitt stærsta sinnar tegundar í Bandaríkjunum og John West væri í samböndum við það. Ráðstafanir í New York gegn hundaskít Ncw Vork. 1. ágúst. AP. Rcutcr. FRÁ og með deginum í dag verða hundaeigendur í New York að hreinsa þau stykki sem kunna að faila frá hundum þeirra þegar verið er að viðra dýrin eða eigendur eru á skemmtigöngu með þá. Ef einhverjir láta eins og þeir verði ekki varir við þegar viðkomandi hundur gerir sín stykki, getur eigandinn átt á hættu að verða sektaður um 25 dollara og reyni hann vísvitandi og augljóslega að hverfa á braut með dýrið getur sektin hækkað f eitt hundrað dollara. Ráðstafanir þessar eru gerðar til að freista þess að draga úr því mikla magni af hundaskít nánar tiltekið 200 tonnum sem hundar í New York láta frá sér á hverjum degi. Um þrjú hundruð þúsund hundar eru skráðir í New York en munu vera nokkru fleiri. Þegar hafa gæludýrabúðir hafið framleiðslu og sölu á ýmiss konar útbúnaði sem á að gera hundaeigendum það eins auðvelt og fyrirhafnarlít- ið og unnt er að fjarlægja jafnóðum hundaskítinn. Eitrun í laxi frá N orður- Ameríku

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.