Morgunblaðið - 02.08.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.08.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. AGÚST 1978 flfaKgtntlifftfrifr Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiósla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aðalstræti 6, sími 10100. Aðalstræti 6, sími 22480. Askriftargjald 2000.00 kr. á mónuöi innanlands. í lausasölu 1Ó0 kr. eintakið. aö er langt frá því, að ástæða sé til að elta ólar við allar þær furðulegu fullyrðingar, sem bornar eru á borð nú um stundir, enda ekki hlutverk blaða að standa í eilífu karpi vegna fáránlegra staðhæfinga. En þegar jafn maddonnulegt blað og Tím- inn á í hlut, er ekki hægt að komast hjá að benda á þær sögulegu skekkjur, sem þar eru fram reiddar, a.m.k. í forystu- greinum, nafnlausum eða undir dulnefni, því að ritstjórar blaðs- ins bera ekki síður ábyrgð á þeim en þeim pólitísku staðhæfingum, sem þeir skrifa stafina sína undir. begar ÞÞ stendur undir forystu- greinum Tímans, eru þær einfald- lega afgreiddar með því að menn segja: Það er bara hann Þórarinn. Og ef undir forystugreinum standa stafirnir JS, eru þær afgreiddar með orðum eins og: Þetta er bara hann Jón Sigurðs- son, nýi ritstjórinn á Tímanum! Þessar merktu ritstjórnargreinar er i raun og veru miklu síður ástæða til að telja skoðanir Framsóknarflokksins en t.a.m. ómerktar forystugreinar eða þær, sem eru skrifaðar undir dulnefn- um, því að slíkar greinar eru skrifaðar á ábyrgð beggja rit- stjóranna og hljóta bæði að túlka stefnu ritstjórnar Tímans og Framsóknarflokksins, því að blaðið er gefið út af flokknum og er málgagn hans, án undantekn- ingar. Þannig er nauðsynlegt að senda fullyrðingar, sem Dufgus ritar á ábyrgð ritstjóranna, heim til föðurhúsanna, ef þær standast ekki sögulegar staðreyndir. Sl. sunnudag ritar hann stórleturs- grein á 2. bls. undir fyrirsögninni: Hægri og vinstri eru marklaus hugtök. Dufgus hefur sagt sumt rétt en einkum það, sem hann skrifaði um stjórnarmyndunartil- raunir „vinstri“ flokkanna og það sauðargervi, sem úlfur kommún- ismans klæðist hér á landi, hvenær sem henta þykir. En annað í skrifum hans orkar tvímælis og sumLer fáránlegt. í grein sinni sl. sunnudag segir Dufgus, m.a., þegar hann reynir að skilgreina frumhugmyndir í stefnu íslenzku stjórnmálaflokk- anna sem dæmi um „þá þróun, sem orðið hefði í húsnæðismálum þjóðarinnar eftir því, hvaða stefna hefði fengið að ráða og er þá átt við grundvallarstefnu. Skv. stefnu Sjálfstæðisflokksins byggju menn almennt í leiguhús- næði í eigu sérajóna. Húsnæði þetta gæti verið misgott, enda væri leigan í samræmi við það. Hins vegar er varla við því að búast, að það væri almennt betra en hliðstæðir leigukumbaldar í öðrum löndum. Skv. stefnu Al- þýðubandalagsins byggju menn einnig í leiguhúsnæði. Þetta húsnæði væri, eins og reynslan sýnir, misvont, en leigan ekki í samræmi við það. Þar sem þessi stefna hefur verið tekin upp að einhverju marki er reynslan, að algengast er, að slíkar íbúðir séu eins til tveggja herbergja með sameiginlegu eldhúsi fyrir nokkr- ar fjölskyldur. .. Skv. stefnu Framsóknarflokksins ber hins vegar að gefa öllum tækifæri til þess að eiga sitt eigið húsnæði. Hér á landi hefur þróunin sem betur fer verið á þennan veg. Með þessu er ekki sagt, að Framsókn- arflokkurinn eigi allan heiðurinn af því að það hefur orðið. Allir flokkar hafa stutt að þessu í framkvæmd og sumir dyggilega. Hins vegar hafa þeir allir sveigt frá grundvallarstefnu sinni í þessum efnum, í átt til sjónar- miða Framsóknarflokksins“. Síð- an segir, að viðhorf Alþýðubanda- lagsins til mannsins sé það, að „hann sé sauðkind og að það sé smalinn, sem viti hvað honum er fyrir beztu“. Þetta er að vísu rétt á sama hátt og það er rétt hjá þessum Dufgusi, að „hægri og vinstri eru marklaus hugtök". En kaflinn um Sjálfstæðisflokkinn og leiguhúsnæðið er svo fjarri lagi, að engu er líkara en Dufgus hafi horft til baka, aftur til kreppustjórnar Framsóknar og Alþýðuflokks á fjórða áratugnum — og orðið að saltstólpa. Stefna Sjálfstæðisflokksins í húsnæðismálum hefur verið sú að gjöra sem flestum kleift að eignast eigið húsnæði, á sama hátt og það hefur verið stefna flokksins að sem flestir lands- menn yrðu efnalega sjálfstæðir og óháðir öðrum. Persónulegt öryggi varðandi atvinnu, húsnæði og afkomu og persónuleg réttindi til skoðanamyndunar og ákvarð- anatöku um eigin leiðir að lífs- hamingju er einn af hornsteinum sjálfstæðisstefnunnar. Og saltstólpinn heldur áfram fáránlegum bollaleggingum sín- um eins og ekkert sé og heldur því fram, að innan Sjálfstæðisflokks- ins sé það ein veigamesta gagn- rýni á Sjálfstæðisflokkinn „að hann hafi hneigzt óhæfilega til framsóknarmennsku. Hins vegar þora menn (þ.e. þeir sjálfstæðis- menn sem gagnrýna flokk sinn vegna þess, að hann hefur að áliti greinarhöfundar færzt ærið langt frá hugmyndum sínum. innskot Mbl.) illa að leggja til atlögu við framsóknarmennskuna, því að það er hún sem á hljómgrunn með þjóðinni, Ef „báknið burt“ yrði skilgreint af nákvæmni og gert að höfuð- stefnu flokksins, yrði Framsókn- arflokkurinn ekki lengi minnsti flokkur landsins". Greinarhöf- undur segir, að Sjálfstæðisflokk- urinn sé eignarréttarflokkur. „Grundvallaratriði í stefnu hans er frjálst framtak, þ.e. að dugnað- ur og hæfileikar fái að njóta sín óheft eftir þeim tækifærum sem bjóðast". En Sjálfstæðisflokkur- inn hefur gert sér lítið fyrir, segir Dufgus og gleypt stefnu Fram- sóknarflokksins! Þetta segir hann á sama tíma og allir vita, að Rannveig og Framsóknarflokkur- inn ætluðu að þjóðnýta húsnæði á sínum tíma og skammta mönnum þá íbúðarstærð, sem flokknum þóknaðist að leyfa fólki að eiga! Allt var þetta barið niður með harðri hendi. Sjálfstæðisflokkur- inn og Morgunblaðið gengu í fylkingarbroddi gegn þessum framsóknardraug, en almenn- ingsálitið kom á eftir og var þessi nesjamennska kveðin svo kyrfi- lega niður, að á henni hefur ekki krælt síðan. En nú kemur Dufgus þessi og snýr öllu við að eigin geðþótta — og það er engu líkara en maðurinn trúi þessu sjálfur! En ef það væri rétt, aö Sjálf- stæðisflokkurinn hefði gleypt stefnuskrá Framsóknarflokksins, þá væri áreiðanlegt, að hann væri hrjáðari af heilsuleysi en raun ber vitni. Það væri svona álíka fyrir stjórnmálaflokk að gleypa stefnuskrá Framsóknarflokksins og ef einhverjum dytti í hug að gleypa broddgölt. Það mundi a.m.k. enginn gera að gamni sínu. Að gleypa broddgölt Allar líkur á sigri Karpovs 7. einvígisskákin Hvítt: Kortsnoj Svart: Karpov Nimzo-indversk vörn. 1. d4 (Ef til vill hefur Kortsnoj komið andstæðingi sínum strax á óvart með þessum leik því Kortsnoj hefur með hvítu ávallt byrjað taflið með enska leiknum c4. Leikurinn gefur því strax til kynna að ekki verði lengur róið á sömu mið og leitaö fanga á öörum vettvangi. Keppendur, ekki síður en áhorfendur og áhugamenn um víða veröld sem fylgjast með þessu einvígi, eru að vonum orönir langeygir eftir öðru en sífelldum jafnteflum) 1. — Rf6, 2. c4 — e6, 3. Rc3 — Bb4 (Karpov velur Nimzo-indverska vörn, sem hefur reynzt honum happadrjúg á undanförnum árum) 4. e3 — 0-0, 5. Bb3 — c5, 6. d5l? (Þessi leikur Kortsnojs má kallast nýjung því ekki minnast menn þess aö hafa séð þennan leik leikinn í framhaldi af þessari leikjaröö þó hann sé oft leikinn undir svipuðum kringumstæðum nefnilega í Benóní-vörn: 1. d4 — Rf6, 2. c4 — c5, 3. d5 o.s.frv. Kortsnoj álítur að honum henti betur að tefla hvassar byrjanir þar eð hann er meiri árásarskákmaöur en Karpov hinsvegar talinn meiri stööubaráttuskákmaöur. Af- leiðingar þessa leiks veröa því þær aö skákin fær á sig.hressandi blæ ólíkan öllum fyrri skákum í einvíg- inu og nú fáum viö loksins aö sjá örla á baráttugleöi þessara miklu skákkappa. Lang algengasti svar- leikur hvíts er 6. Rf3) 6. — b5t (Karpov fihnur mjög kröftugt svar og eflaust það besta. Hann svarar líkt og gert er í frægri byrjun sem kennd er við Benkö en þar fórnar svartur peði fyrir skjóta útrás mannanna. Hvítur veröur að snúast heldur tii varnar en talið er að möguleikarnir séu jafnir) 7. dxe6 — fxe6, 8. cxb5 — Bb7 (Svartur fær mjög öflug miðborös- peð sem koma til með að reynast þung á metunum) 9. Rf3 — d5, 10. 0-0 — Rbd7, 11. Re2 — De8, 12. Rg3 — e5 (Miöboröspeö svarts a c5, d5 og e5 mynda nú oröiö mjög öfluga breiðkeðju sem vegur fyllilega upp peðstapiö. Karpov hefur brugðist mjög vel við þessari nýjung Kortsnojs og ekki annaö aö sjá en svartur sé smátt og smátt að ná undirtökunum í skákinni). 13. Bf5 — g6, 14. Bh3 — «6! (Enn notar Karpov sömu stef og kunn eru úr Benkö-vörninni. Hann býöur hvítum aö drepa á a6 til þess að koma drottningarbiskup sínum á opna og öfluga línu eftir Bxa6. Hvítur hafnar þessari leið af skiljanlegum ástæöum) 15. Rg5 (Hótar að vinna skipta- mun!) 15. — axb5l (En Karpov skeytir því engu heldur styrkir enn frekar peöakeöju sína. Djarfmannlega leikið og heimsmeistaralegur brag- ur á Karpov núna!) 16. Re6 — c4,17. Bd2 (Hvítur bíður meö að taka skiptamuninn enda á hann vísan hinn hrókinn eftir 16. — Hf7, 17. Rc7) 17. — Bc5l (Svartur gætir vel þessa biskups síns sem á eftir að koma í góðar þarfir síöar meir viö undir- búning að framrás miðborös- peðanna) 18. Rc7 — De7, 19. Rxa8 — Hxa8, 20. a3 — Rb6 (Aö loknum 20 leikjum höföu keppendur notaö æöi mismunandi langan umhugsunartíma: Karpov hafði eytt 104 mínútum af sínum tíma en Kortsnoj einungis 5 mínútur) 21. Dc2 — Bc8, 22. Bxc8 — Hxc8, 23. Ba5 — Rbd7, 24. Dd2 — Bd6, 25. Bd4 — Rc5 (Þarna stendur svarti riddarinn mjög ógnandi og hvítur sér sér ekki annan kost vænni en aö drepa þennan ridd- ara) 26. Bxc5 — Bxc5, 27. Kh1 — Db6 (Á þessu stigi hafði mismunurinn á tímanotkun þeirra minnkað: Kortsnoj hafði nú eytt 115 mínút- um en Karpov 121 mínútu) 28. Had1 — Kh8, 29. Dc2 — De6l (Karpov er á varöbergi gagnvart öllum gagnárásum frá Kortsnoj. Skák Gunnar Gunnarsson skrifar um sjöundu einvígisskákina Hvítur hótaöi nefnilega að grafa undan miðborðspeðunum meö því að leika fyrst a4 og síðan e4) 30. Re2 — Dc6, (Staðan er flókin og vanddæmd en þó hölluöust margir skáksérfræðingar á skák- staönum aö því aö Kortsnoj stæði betur að vígi meö skiptamun yfir en allir voru þó sammála um aö erfitt reyndist fyrir hann aö nýta sér þessa liðsyfirburði) 31. h3 — He8, 32. b4?? (Þessi leikur hlýtur aö þjóna hagsipunum svarts og auövelda framrás svörtu peðanna síðar meir. Miklu væn- legra framhald var 32. a4 og tvístra þannig peðakeðju hv.) 32. — Bb6, 33. Kb2 — Kg8, 34. Hfe1 — Kf7. (Keppendur höfðu nú einungis 10 mínútur hvor til að Ijúka tilskildum leikjafjölda (40) og þá er eins og þolinmæöi Kortsnojs bresti skyndilega) 35. Dc2? (Hann tekur drottninguna af hinni þýðingarmiklu línu sem hindraði svartan í aö leika fram d-peðinu. Þrátt fyrir tímahrakiö missir Karpov ekki af þessu gullna tækifæri sem hann er raunar búinn að bíða eftir alla skákina) 35. — d4! 36. Rg3 — Hd8 (Svörtu peðin eru nú orðin óstöövandi) 37. exd4 — exd4, 38. Dd2 — d3, 39. Dh6 (Kortsnoj gerir nú örvæntingarfulla tilraun til kóngs- sóknar í tímahrakinu en Karpov heldur ró sinni og heldur ótrauöur áfram með peöin sín á drottningarvæng) 39. — c3, 40. Re4 (?) (Hvítur er algjörlega varnarlaus gagnvart framrás peðanna og gerir nú síðustu tilraunina til þess aö rugla Karpov) 40. — Rxe4, 41. Dxh7 — Kf8 og hér lék Kortsnoj biðleik. Álit flestra skákmanna á skák- stað var að Kortsnoj ætti nánast engan möguleika á að nýta sér hina opnu stöðu svarta kóngsins því eftir t.d. 42. Dh8 — Kf7, 43. Dh7 — Kf6, 44. Dh4 — Kg7, 45. De7 — Kg8, 46. Hxe4 — c2, 47. Hf1 — d2, er hvítur varnarlaus. Fleiri vinningsleiöir koma eflaust til greina. Biðstaða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.