Morgunblaðið - 02.08.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 02.08.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 1978 17 Eyjólfur Konráð Jónsson alþm.: Til íhugunar Frjálslegar umræður eru tím- anna tákn. Það er vel, meðan velsæmis er gætt og dre'ngskap- ar. En frelsi verður ekki tryggt án festu. Því setur nú að ugg. Frjálsri umræðu hefur ekki skipulega verið ruddur farvegur langa tíð til að af því leiddi upplausn. Þvert á móti á opin umræða að sætta sjónarmið og leiða til samstarfs. Því er nú spurt: Er ekki mál að rifa seglin og huga að kjölfestunni? Stjórn verðum við að fá, og hver sem hún verður, langar mig nú að leggja aðstandendum hennar til tvær hugmyndir til íhugunar, þótt kannski finnist mönnum borið í bakkafullan lækinn: 1. Tökum upp gengistryggða bankareikninga í sem „harð- astri“ mynt, helzt þýzkum mörkum, sem væntanlega yrði upphaf þess, að við skiptum um peninga, tækjum á ný upp merkur og aura, alvörupeninga. 2. Göngum með opnum aug- um að verulegum greiðsluhalla ríkissjóðs í eitt til tvö ár, greiðum hann með innlendu lánsfé og notum svigrúmið til að draga í áföngum úr álögum á neyzluvörur og lækka vöruverð. Skýringar 1. Fólki verði heimilað að leggja peninga sína inn á gengistryggða reikninga í öllum viðskiptabönkum og sparisjóð- um, fyrst í stað aðeins stærri upphæðir af hagkvæmnisástæð- um, t.d. minnst hundrað eða jafnvel fimm hundruð þúsund í senn. Markaðslögmál ráði vöxt- um, sem gætu orðið misháir, eftir því hvort og hve lengi innstæðan væri bundin. Útflutningsatvinnuvegir fengju þetta fé, og eingöngu þetta fé, þegar fram í sækti, til rekstrar síns. Þeir fengju al- vörufé til afnota á lágum vöxtum, en yrðu líka að endur- greiða alvörupeninga, þegar þeir selja framleiðslu sína í erlendri mynt. Lánsfjárskorti í sjávar- útvegi og útflutningsiðnaði væri lokið — og raunar líka hlutverki skömmtunarstjóranna á þessu sviði fjármálanna. 2. Tökum lán hjá sjálfum okkur, meðan við erum að vinda ofan af óheillasnældunní. Hugs- um okkur t.d., að tíu milljarðar af því fé, sem nefnt er í lið 1, væru frystir í Seðlabanka og síðan notaðir tii að greiða halla ríkissjóðs vegna ýmissa nytsam- legra framkvæmda ríkisins. Hvað hefði gerzt? Fólkið í landinu hefði eignarráð á þess- um peningum, gagnstætt því, sem væri, ef ríkið heimti það með sköttum. „Auðstjórn al- mennings“ eða „fjárstjórn fjöld- ans“ væri meiri. Þjóðin skuldaði sjálfri sér ekki neitt og því síður öðrum. Nýtt sparnaðarform, sem keppti við steinste.vpu og óþarfan innflutning, hefði myndazt. Ríkið hefði nú svigrúm til að létta af álögum, fella t.d. niður tímabundna (eða ótímabundna) vörugjaldið í áföngum, lækka eða fella niður söluskatta, t.d. á landbúnaðarvörur. I fáum orð- um sagt: lækka neyzluvöruverð- lag — eða hamla a.m.k. gegn hækkunum — og tryggja þannig hag neytenda og vinnufrið. Sjálfsagt væri aukin sam- keppni og frjáls verðmyndun þó forsenda þess, að atlagan að verðbólgunni tækist, ásamt ýmsum þeim aðhaldsúrræöum, sem allir þekkja og ræða nú um. Því ætti að heimila erlend vörukaupalán og veita gjald- frest á aðflutningsgjöldum. Þessar hugmyndir eru fram settar til íhugunar. Kannski má útfæra hugsunina með öðrum hætti. En hitt er víst, að erfitt verður að ná tökum á efnahags- vandanum nú án talsverðrar dirfsku. Þess vegna ætti að vera leyfilegt að lofta öll sjónarmið. Og vonandi fer Kerfið ekki „í kerfi“, þó að leikmenn í hagvís- indum láti til sín heyra. Kjartan Jóhannsson alþingismaður: Ekki leikur vafi á því að róttækra aðgerða sé þörf til þess að rétta af efnahagslíf þjóðarinnar. Megin- markmiðið hlýtur að vera að treysta kaupmátt launatekna til lengri tíma litið og gera hann varanlegan jafnframt því að ná verðbólgunni niður. Sú úrlausn sem hefur raunhæft gildi tekur tíma. Breyta þarf um stefnu í fjárfesting- armálum, bæta nýtingu í frystihús- um og öðrum rekstri og ná þar afkastaaukningu. Með þessu móti væri lagður grundvöllur að traust- ara efnahagslífi og raunverulegri kaupmáttaraukningu, en ekki falskri, sem jafnharðan er aftur tekin. Jafnframt þarf að komast fyrir misrétti og skattsvik, sem gerast á kostnað fjöldans. Með því má líka auka afkomujöfnuð. Að- gerðir af þessu tagi taka tíma og árangurinn skilar sér smám saman. Fyrstu aðgerðir mega ekki vera blekking Fyrstu aðgerðir verða á hinn bóginn að vera þannig að þær stuðli að varanlegum úrbótum. Þær mega ekki vera af því tagi að hrakist sé úr einni bráðabirgðalausninni í aðra. Þær mega heldur ekki vera þannig að atvinnulífið sé skekkt enn frekar en orðið er. Af þessum sökum dugar ekki að vera með rangt gengi og flókið styrkjakerfi, sem mismunar milli atvinnugreina. Það dugar heldur ekki að vera með óraunhæfa vexti, sem kynda enn frekar undir vitlausa fjárfestingu. Ríkisstjórn, sem er að hefja störf verður að taka strax raunhæft á þeim vandamálum, sem við er að fást, hversu óþægilegt, sem það kann að vera. Fyrstu aðgerðirnar verða að miðast við það megin- markmið að stefna að efnahagslegu jafnvægi og leggja grundvöll að framförum og varanlegum lífs- kjarabótum. Fyrstu aðgerðirnar mega ekki vera blekking, víxill upp á framtíðina. Ef þjóðinrii er ekki sagt satt, þá hefnir það sín fljótlega. Ef fyrstu sporin eru blekkingar, þá er ekki góðs að vænta í framtíðinni. Á þessu hafa ýmsar fyrri ríkisstjórnir farið flatt. Allir veröa aö taka á sig byröar Ástand þjóðarbúsins í dag er svo slæmt, að ekki verður komist hjá því að allir færi fórnir. Sá vandi sem við er að fást er afleiðing af rangri efnahagsstjórn undanfar- inna ára. Það er röng stefna að skjóta því enn einu sinni á frest að takast raunhæft á við þennan vanda. Því fyrr sem tekst að rétta þjóðarbúskapinn af og breyta efna- hagsstefnunni þeim mun fyrr mun árangur skila sér í bættum lífskjör- um. Ef afli eykst bá hækka skattar Það er einmitt um þetta atriði, sem ágreiningur reis milli Alþýðu- flokks og Alþýðubandalags. Alþýðu- bandalagið lagði fram tillögur um bráðabirgðalausn með flóknu milli- færslukerfi og svo óraunhæfa að hún er með um 10 milljarða gati. Millifærsluleið er hreint styrkja- og uppbótakerfi, sem er með því marki brennt að þeim mun meiri sem framleiðslan er, þeim mun meira sem fiskast, þeim mun meiri álögur verður að leggja á fólkið í landinu til þess að greiða úr ríkissjóði til fyrirtækjanna. Af þessu kerfi er afleit reynsla. Það skekkir auk þess atvinnuvegauppbygginguna, stuðlar að rangri fjárfestingu og ætlar embættismönnum að meta það hverjir séu styrksins verðir. Þessi leið vinnur gegn langtíma- markmiðunum um traustari kaup- mátt og sterkara efnahagslíf. Geng- isbreyting er ekki nein skemmti- lausn, en hún er skjótvirk og nú þarf ráðstafanir strax, enda er gengið í rauninni fallið, svo að allar aðrar aðgerðir fela í sér að greiða með genginu með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Jafnframt verður að taka þá byrði, sem til þarf, til að rétta af þjóðarbúskapinn. Þess vegna þarf jafnhliða að gera ráðstafanir til að draga úr verð- hækkunaráhrifum og freista þess að ná samstöðu um að fresta áhrifum gengisbreytingarinnar á kaupgjaldið. Viðbótarbyrðar verður svo að leggja á þá, sem best geta borið þær. Gat, sem er 75% af tekjuskatti einstaklinga Á tillögum Alþýðubandalagsins er 9—10 milljarða fjáröflunargat fram til áramóta. Þetta svarar til 67—75% af öllum nýálögðum tekju- skatti á einstaklinga. Ef teppt væri í gatið, þýddi það stórkostlega skattahækkun að líkindum bæði á atvinnurekstur og einstaklinga. Og þetta ætti að gerast miðað við núverandi óréttlátt skattkerfi að minnsta kosti að hluta. Hætt er við að illa innheimtist hjá fyrirtækjum og viðbúið að þau leggðu að öðrum kosti upp laupana með tilheyrandi atvinnubresti ef langt væri seilst til þeirrar handar. Hin leiðin er að mæta gatinu með gengislækkun. Framhaldið af tillögum Alþýðu- bándalagsins er allt óljósara. Ann- að hvort yrði eftir áramótin haldið áfram með bullandi millifærslu- kerfi með öllum þess göllum eða farið í enn stærri gengislækkun um áramót. Niðurstaðan verður því sú, að i besta falli sé aðferð Alþýðubanda- lagsins frestun á vandanum, enn ein bráðabirgðaráðstöfun, sem allir eru búnir að fá nóg af. Varanlegur grund völlur og úr- lausn á staö- bundnum vanda Samkvæmt tillögum þeim sem Benedikt Gröndal lagði fram mundi kaup hækka um 13—15% hinn 1. sept. n.k. og 3—6% hinn 1. des. Aðgerðirnar væru varanlegur grundvöllur til þess að byggja á og hagur útflutningsatvinnuveganna hefði styrkst. Auk þess gera þessar tillögur ráð fyrir um 1,7 milljörðum úr gengismunasjóði til þess að mæta svæðisbundnum vandamálum í fiskiðnaði eins og við er að glíma á Suð-vesturhluta landsins. Þetta vantar gjörsamlega í tillögur AI- þýðubandalagsins. Stæði það svæði því jafnilla og áður, en samkvæmt tillögum þeim sem Benedikt lagði fram hefði þegar verið unnt að hefjast handa við sérstakt átak á þessu svæði. 15% gat Þjóðviljinn og Lúðvík Jósefsson revna að halda því fram með aðstoð prósentureiknings, að leið Alþýðu- bandalagsins sé betri en gengis- breytingarleiðin. Það dæmi er jafnrangt reiknað og efnahagstil- lögur Alþýðubandalagsins. Séu efnahagstillögurnar rétt reiknaðar er áreiðanlega á þeim a.m.k. 15%< gat. Á sama hátt eru gengisbreyt- ingaráhrifin stórlega vanmetin atvinnuvegunum til góða, svo að sú rekstraraðstaða, sem kemur út nálægt sléttu, er talin stórlega negatív í útreikningum Þjóðviljans. Varanlegu áhrifin skipta mestu Meginatriðið í tillögum Alþýðu- flokksins hefur ævinlega verið að treysta kaupmáttinn og gera hann varanlegan. Alþýðuflokkurinn vill að stjórnvöld ábyrgist að tryggja varanlega á næsta ári það kaup- máttarstig, sem að var stefnt með samnirtgunum á s.l. ári. Hann vill komast fljótt í að treysta undirstöð- urnar undir kaupmáttinn. Jafn- framt vildi hann leita eftir sam- stöðu um frestun á áhrifum gengis- breytingarinnar á laun á næstu mánuðum í því skyni að draga úr víxigangi verðlags og launa. Þessi frestun kæmi inn í uppgjörið fyrir næsta ár, þegar tekist hefði að leggja grundvöll að varanlegri kaupmáttarstefnu og gerbreyttri fjárfestingarstefnu. Við mat á leiðum dugar ekki að einblína á næstu mánuði. Það eru hin varan- legu áhrif, sem skipta mestu máli. Ásakanir um kauprán eru vita- skuld fráleitar. þegar meginmark- miðið er að treysta kaupmáttinn og boðið er til samráðs um aðgerðir á sviði efnahagsstjórnar á næstu árum í því skyni og stefnan er sú að ríkisvaldið leggist einmitt á þá sveif að tryggja kaupmáttinn. Allar þessar tillögur Alþýðuflokksins miðuðust vitaskuld við það að kjarasamningar tækju gildi strax. I kjölfarið fylgdi svo að komið yrði á varanlegu sámráði fulltrúa laun- þegasamtaka, atvinnurekenda og ríkisvalds er meti horfur í efna- hagsmálum og taki þátt í mótun efnahagsstefnu. Lausn með gati er engin lausn Alþýðuflokkurinn telur rangt að leyna þeim vanda, sem við er að fást. Hann telur ógæfusamlegt að víkja sér undan vandanum og setja upp flókið styrkja og millifærslu- kerfi. Lausn með 10 milljarða gati er auðvitað þar á ofan engin lausn. Þótt beitt sé öllum heimsins prósentureikningi verður niðurstað- an sú sama: Oraunhæf lausn er engin lausn. Og slík lausn þjónar ekki hagsmunum launafólks. Á hverju strandaði spyrja menn? Það strandaði á því að Alþýðu- bandalagið hélt sig við óraunhæfar tillögur. Það strandaði á því að hvorki Alþýðuflokkur né Fram- sóknarflokkur vildu fylgja tillögum Alþýðubandalagsins, sem fólust í frestun á því að takast á við vandann og annaðhvort sístækk- andi styrkjakerfi til atvinnuveg- anna eða enn stærri gengisfellingu síðar. Míllifærslukerfi Al|)ýðuban(la- lagsins með 10 milljarða gati

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.