Morgunblaðið - 02.08.1978, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.08.1978, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 1978 bað eru margir sönghóparnir sem taka lagió á Þjóóhátíó og aumir syngja sóló. Kjartan örn Eyjaklerkur á helgi- stund í Herjólfsdal. GLOFAXI AA Þessu sinni fiuttu Þórarar sem halda hátíóina f ár, liAlega 500 síldartunnur frá Þorlákshöfn á ÞjóAhátíAarbálköstinn. Unga fólkiA hefur löngum skemmt sár vel á ÞjóAhátíAinni. Þjóðhátíð Vestmannaeyja 4.—6. ágúst; „Gleðjumst því unz gengin er gullin sól til viðar” Að vanda er Þjóðhátíö Vest- mannaeyja haldin fyrstu helgi í ágúst og ber hana upp á Verzlunarmannahelgina að þessu sinni. Þjóðhátíðin í Eyjum hefst föstudaginn 4. ágúst og stendur með stöðugum tilþrifum fram á aðfaranótt mánudags. Ileilir komið hingað þér Ilerjólfs inn i Ilalinn. allir jafnir, enginn hcr iiðrum fremri talinn.— Látum sjást að sundrung ber sa'tið yzt til hliðar. Gleðjumst því unz gengin er gullin sól til viðar. Það hefur ávallt verið ein- kenni Þjóðhátiðar í Vestmanna- eyjum að friðhelgi Herjólfsdals sameinar þær þúsundir manna sem hittazt þar á góðri stund. I fögru veðri er Herjólfsdalur óviðjafnanlegur hátíðarsalur, hamraborg með iðandi fuglalífi í björgum og hlíðum, töfrandi bergdalur opinn móti suðri og sól. Þjóðhátíðin byggist á hefð heimamanna, rótgrónum vilja til þess að gera þessa hátíð , Eyjamanna að góðum fagnaði. Einum og einum hlekkist á i ölduróti stundarinnar, en grannarnir tosa þá á réttan kjöl aftur og kóssinn er tekinn mót betri tíð. Það hefur löngum verið sagt um Eyjamenn að þeir væru sérstætt fólk, en ekki ber öllum landsmönhum saman um eigin- leika þeirra, sumum þykja þeir róstusamir, aðrir dá lífsgleði þeirra og léttlyndi, en þeir sem kynnast þeim eignast vini. Eyjamenn hafa löngum verið áræðnir og þykja hversdagsleg- ar staðreyndir eins og það að hafa fyrstir landsmanna orðið til þess að stofna barnaskóla á Islandi 1745, einir landsmanna til að hafa þjálfaðan herflokk til varnar yfirgangi og ránum erlendra sjóræningja, enda bit- ur reynsla úr Eyjabyggð, og auk margra annarra þátta braut- ryðjendanna má nefna stofnun íslenzkrar landhelgisgæzlu með kaupum Eyjamanna á varð- skipinu Þór árið 1920, 6 árum áður en Landhelgisgæzlan var stofnuð. Slík atriði sýna vel upplag Eyjamanna sem vilja eins og Grímseyingar gera það sem þarf að gera og gera það vel. Það hefur því verið erfitt tímabil fyrir Eyjamenn síðan um gos er allur mannlífs- og efnahágsgrundvöllur riðlaðist, en það koma dagar, koma ár og fyrr hefur Eyjabyggð risið upp úr þungum boðaföllum. Það segir í einu Þjóðhátíðar- kvæðinu að þrátt fyrir böl og alheimsstríð, þá verði aftur Þjóðhátíð. Og það er einmitt mergurinn málsins. Þjóðhátíð hverju sem raular og tautar og aftur er þessi sérstæða hátíð að ná sínum fyrri svip þar sem stíll heimamanna ræður ríkjum með góðum gestum, því síðastliðin ár hefur verið lagt kapp á að byggja hátíðina upp á hefð- bundnum grunni með nýju ívafi. Þjóðhátíðin hefst með for- skoti á fimmtudagskvöldi, en kl. 14 á föstudeginum hefst sam- koman með lúðrablæstri, hátíðarræðu og helgistund. Þjóðhátíðarnefnd hefur beðið Þjóðhátíðargesti að klæðast snyrtilegum fatnaði á föstudeg- inum í það minnsta eða eins og sagt var í gamla daga, fara í sparifötin. Síðan rekur hvert atriðið annað næstu þrjá sólarhring- ana: íþróttir, reiptog bæjar- stjórnar og Þjóðhátíðarnefndar yfir Daltjörnina, leikur Lúðra- sveitar Vestmannaeyja, lyfting- ar, barnagaman og dansleikur, bjargsigið í Fiskhellum, kvöld- vaka með beztu skemmtikröft- um landsins og Eyjanna og síðan er dansinn stiginn fram til klukkan 4 við loga bálsins á Fjósakletti sem er hápunktur setningarhátíðarinnar kl. 12 á miðnætti föstudagskvöldsins. En það er með Þjóðhátíðina eins og æsi forðum að þótt menn hnígi í valinn fyrir undrum hátíðarinnar þá er risið aftur upp með nýjum degi og sporið tekið á nýjan leik. Klukkan 14 á laugardeginum mæta galvaskir kennarar úr Hafnarfirði í Dalnum, hressir náungar sem kalla sig Randver, og .þar munu þeir klípa gítara sína fyrir unga sem aldna og enn á ný mun ankeri Þjóð- hátíðarinnar, Lúðrasveitin, þeyta horn sín. Síðan eru m.a. íþróttir, hljóðfærasláttur og orð ungs fólks úr KFUM og K, en það er fleira gert til þess að vara fólk við hættum hversdagsins, því að loknum helgum þætti verður sýnd sjálfsvarnarlist á vettvángi holdsins. Þá verður barnagaman og síðan snarla menn lunda áður en gengið verður til seinni kvöldvökunnar þar sem Guðrún Á. Símonar mætir í broddi fylkingar með nýjasta uppátækið sitt, heila hjörð af hundum. Eymenn munu enn á ný kyrkja Þjóðhátíðarlag- ið og Jóhann Kristjánsson frá Brekku á Ingjaldssandi við Öndundarfjörð mun herma eftir ýmsum þjóðkunnum, en það skal tekið fram að sitt hvor skemmtiatriðin eru á kvöld- vökunum. Brúin, míili lands og Eyja, kemur siglandi fyrir KlettsnefiA, en meA tilkomu nýja Herjólfs hafa sam- göngur viA Eyjar stórbatnaA. Eyjapeyjar fi sér vatnssopa úr gamla brunninum í Herjólfsdal. Fastalandsbúar sem hyggja á ferð út í Eyjar um Þjóðhátíðina eiga ýmissa kosta völ. Þeir geta ekið þjóðveginn út í Eyjar um Þorlákshöfn og um borð í hlekkinn, Herjólf hið ljúfasta skip, eða þá farið flugleiðina með föxum loftsins, en sú leið tekur aðeins 20 mínútur, eða álíka og strætóferð frá Reykja- vík til Hafnarfjarðar. í Eyjum er hótelaðstaða og einnig er góð tjaldaðstaða með snyrtingum og tilheyrandi í Herjólfsdal. Þá skal tekið fram að miði í Herjólfsdal gildir að öllum skemmtiatriðum og dansleikj- um dagana þrjá og næturnar fjórar. - á.j.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.