Morgunblaðið - 02.08.1978, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 02.08.1978, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 1978 KAFf/NO 4 S— „Sjálfstartaðar? Ilvernijí þá sjálfstartaðar?“ Onýtur vegur? „Það er ekki hægt að segja annað en að vegarkaflar margir í uppsveitum Borgarfjarðar séu hálf ónýtir um þessar mundir. Eg var þar nýlega á ferð og komst þá að því að ökumenn, sem þurfa að leggja leið sína t.d. upp' að Húsafelli, eiga það á hættu að bílar þeirra stórskemmist í ferð- inni, því holur eru þar svo gífurlegar að helzt þyrfti að aka þarna um á traktor á 10 km hraða eða hægar jafnvel. Framundan er ein mesta ferða- helgi ársins, þ.e. verzlunarmanna- helgin. Án efa eiga ferðamenn eftir að flykkjast upp í Borgar- fjörð sem og á aðra áhugaverða staði landsins, en varla eiga þeir ánægjulega ferð fyrir höndum, nema að vegir í kringum Húsafell verði lagaðir. Ég er ekki að tala hér um neinar venjulegar holur, heldur nokkurs konar hvörf eða jafnvel gjár, þar sem bílar taka niðri og finnst manni þá komið fullmikið af því góða. í umferðarþáttum er oft talað um að bezta vegarnestið sé gott skap, það auki á öryggi í umferð- inni o.s.frv. Ég verð að segja að eftir þennan akstur um uppsveitir Borgarfjarðar var orðið heldur lítið eftir af góða skapinu og ekki var annað hægt en vorkenna bílnum. Hann var í þokkalegu standi þegar haldið var í umrædda ferð og í góðu lagi, en var orðinn að hálfgerðri druslu þegar yfir lauk. Þessari umkvörtun vildi ég fá að koma á framfæri, fólk heldur að allir fjármunir fari í Borgar- fjarðarbrúna og það verður svekkt þegar það sér að ekki er sinnt BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Alltal er hættulegt að dobla frjálst sagða lokasiign andstæð- inga án þess að geta hreint og beint talið nægilega marga varnarslagi. Dobl getur gefið vísbendingu um hvar mikilvæg spil sé að finna og leitt sagnhafa á annars vandfundna vinningsleið. Gjafari suður, allir utan hættu. Vestur S. 9742 H.10987 T. 65 L. 982 Norður S. ÁD H. 643 T. KD987 L. 654 Suður S. 8653 H. KDG Austur S. KG10 H. Á52 T. ÁG10 L. G1073 T. 432 L. ÁKD Suður opnaði á einu grandi og eftir að norður hafði sagt frá tígullit sínum sagði suður þrjú grönd. Austur sá í hendi sér, að möguleikar varnarinnar hlutu að vera góðir og doblaði. Útspil í spaða hefði verið best en vestur valdi eðlilega að spila hjartatíu. Grandopnun suðurs hafði lofað 15—18 punktum og gat austur J)vj séð, að vestur átti ekki einu sinni gosa og að hann þyrfti að sjá um spilið á eigin spýtur. Eðlilegt var að koma í veg fyrir, að sagnhafi gæti nýtt Ugla blinds og til að ná frumkvæðinu tók hann strax á hjartaás, varð ánægður að sjá gosann koma í, og spilaði spaða til að ráðast á innkomuna. Drottn- ingin fékk slaginn og suður fór inn á höndina á lauf til að spila tígli að háspilum borðsins. Aftur gerði austur vel. Hann gaf tíguldrottn- inguna en annars hefði suður getað fríspilað litinn með því að spila næst lágu frá báðum hönd- um. Eftir þetta þýddi ekki f.vrir sagnhafa að hugsa frekar um tígulinn. Austur ræki þá smiðs- höggið á vörnina með því að spila aftur spaða. í stað þess tók sagnhafi á spaðaás og á háspil sín í hjarta og laufi. Síðan spilaði hann spaða. Austur gat þá tekið tvo slagi, á spaðakóng og laufgosa, en varð síðan að gefa borðinu slag á tígulkóng. Níundi slagurinn fékkst þannig með endaspili, sem sjálfsagt hefði ekki verið reynt nema eftir dobl austurs. | M A | | UAK M nÁlf AHflKAir Framhaldssaga eftir Mariu Lang I ■ B y* I H I I I PJ ^jr I Jóhanna Kristjónsdóttir íslenzkaði 29 við þennan. Sænsk gæði. en með heimshorgaralegum svip. Finnst þér ég vera of merkilcg- ur með mig? — Það finnst mér hreint ekki. sagði Christer — þvert á móti. Þeir höfðu setzt við kringlótt borð sem var í horninu og vissi út að gatnamótunum. Þeir höfðu gott útsýni yfir öll borðin — yfir leðurstóla. lökk- uð borðin. rauð hlóm í vösum og undirlagssevíettur úr tág- um. Enn var friðsælt og rólegt því að kvöldverðargestir voru ekki komnir. Flestir stólar voru auðir. Enginn prestur gat komið inn án þess Christer ka mi auga á þann þaðan sem hann sat. Veitingahúscigandinn gat því í rólegheitum drukkið viskíglas með Christer og út- hellt hjarta sínu fyrir honunr. — Það gekk furðanlega vel að fá byggingaleyfi og banka- lán. sagði hann, — En ég er auðvitaö skuldugur, það segir sig sjálft og ég verð að gæta vel upp á enda lagði ég aleigu mína í þetta. Samt fannst mér ég ekki geta annað. Ég vildi koma heim. Ilingað að Skógum. — Og þú vildir opna vcit- ingastað? — Já, sagði Klemens og ljómaði. — Eg hef haft löngun til þess síðan ég var smápatti. Þú manst kannski að amma mín var meistarakokkur. Ilún bjó til matinn í flestar veizlurn- ar sem haldnar voru hæði heima hjá þér og víðar. Hún vann eins og þræll allt árið um kring — nema júlí. Þá leyfði hún sér að fara í dýrt og mikið feröalag — með mig. Alla leið til Finnherga. — Hvert ...? — Til Finnberga. Það er í Vermalandi. Hún var þaðan ættuð sjálf. ó. þú ert að hugsa um MATTA. Já. þannig vildi það til að leiðir okkar lágu saman. Ilann var bezti vinur minn í þessum sumarleyfum og við vorum ekki stórir þegar við ákváðum að fara saman til sjós. Við a'tluðum að ferðast um allan hniittinn og vinna fyrir okkur með uppþvotti og við ætluðum að snúast í kringum kapteina og laæa að búa til listagóða rétti. Ia»ks ætluðum við svo að fara í land og nota reynslu okkar. Við þóttumst vissir um að finna gull og græna skóga ... — Og lítið veitingahús hér og hvar! Já. þetta hefur gengið samkvæmt áætlun. — Ilvað mig snertir. sagði Klemens og dimmdi yfir andliti hans. — En ekki hvað Matta viökom. Ó. guð minn góður. ég vildi óska ... Hann þagnaði og drakk síðustu viskílöggina úr glas- inu. Svo reis hann upp og sagði lágróma. — Ja-ja. þá fara forstjórarn- ir að koma. Einn af þeim ríkustu og einna erfiðastur. Og hugsa sér að við skulum hafa verið bekkjarfélagar í eina tíð — geturðu ímyndað þér það. Nei, það var erfitt að ímynda sér það að hinn virðulegi forstjóri fyrir A/S Skoga Pro- duet og veitingahúsaeigandinn va-ru af sama heimi. Við hliöina á Klemens virtist Norrel ekki feitur. heidur sver. þungur og gamaldags og mjög hrokafull- ur. Ef hann hefði ekki verið með Judith Jernfeldt hefði hann sennilega látið ógert að heilsa Christer. En nú var hann neyddur til að bíta í það súra epli, þegar daman hans þá strax skyndilegt boð lögreglu- foringjans að borði sínu. — Eruð þið að flýta ykkur? Eða þið viljið kannski leyfa mér að endurgjalda Judith gestrisnina og bjóða upp á drykk fyrir matinn? — Með ánægju. sagði hún og smeygði sér á stólinn við hlið hans. — I)ry Sack fyrir mig. takk fyrir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.