Morgunblaðið - 02.08.1978, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 02.08.1978, Blaðsíða 32
MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 1978 Fundur þingflokks og miðstjórnar Sjálfstæðisflokks: Geir veitt víðtaekt umboð í stj ómar my ndunarviðræðum J.jÓMii. Mhl. Ha\. Þingmenn og miðstjórnarmenn Sjálfstæðisflokksins ræða viðhorfin á sameiginlegum fundi þessara aðila í gær. Bifröst lækkar öll sín flutningsgjöld um 25% Stefna að kaupum á skipi og hefja Evrópusiglingar SAMEIGINLEGUR fundur mið- stjórnar uk þingflukks Sjálfstæðis- flukksins veitti furmanni flukks- ins. Geir Hallgrímssyni, ug vara- furmanni. Gunnari Thuruddsen, víötækt umboö í næstu lotu stjórn- armyndunarviðræöna, sem forseti ísiands hefur óskað eftir að Geir Hallgrimssun hafi forustu um. Ekki var á fundinum skipuð viðra'ðunefnd af háifu Sjálfstæðis- flukks heldur gengið út frá að þeir Geir Haligrímsson og Gunnar Thoroddsen önnuðust þessar við- ra ður og kölluðu til þá menn sem þcir teldu nauðsynlcgt hverju sinni. Geir Hallgrímsson hyggst árdegis í dag ræða við ýmsa menn úr hinum flokkunum um viðhurfin en ganga si'ðan á fund forseta íslands um hádegisbii til að greina hunum frá ákvörðun sinni og í kjölfar þess væntanlega halda blaðamannafund. „A fundi miðstjórnar og þing- flokks voru viðhorfin rædd fram og aftur," sagði Geir Hallgrímsson í samtali við Morgunblaðið í gær. „Engin rödd kom þar fram sem mælti á móti því að ég tæki að mér það verkefni, sem forseti íslands hafði óskað eftir við mig.“ Geir kvaðst að öðru leyti ekki hafa mikið um þetta mál að segja að svo stöddu nema hvað hann hygðist árdegis í dag ræða við ýmsa menn um viðhorfin. Hann var spurður hvort hann ætti þar við forsvars- menn hinna flokkanna, og svaraði hann því til að hann ætti bæði við þá og nokkra aðra, sem ekki gætu fallið undir þá skilgreiningu. Hann kvaðst síðan mundu skýra forseta Islands frá viðbrögðum sínum við tilmælum hans í kringum hádegis-- bilið og í kjölfar þess mundi hann væntanlega efna til blaðamanna- fundar. Geir vildi ekki ræða frekari framvindu mála eða viðræðumögu- leika fyrr en hann hefði greint forseta frá ákvörðun sinni. Sjá „Álit Sjálfstæðismanna á stjórnarmyndun“ bls. 19. FORSVARSMENN skipafélags- ins Hifrastar hf. hafa ákveðið að iækka íarmgjöld vegna flutninga varnarliðsins á Keflavíkurflug- velli frá Bandaríkjunum og hing- að til lands til samræmis við nýlækkuð farmgjöld Eimskipa- félagsins á flutningi fyrir varnar- liðið en jafnframt hefur Bifröst ákveðið að lækka öll farmgjöld sín á þessari flutningsleið sam- svarandi eða um 25%. Þá hafa forráðamenn Bifrastar lýst því yfir að félagið stefni að því að kaupa annað flutningaskip af sömu gerð og bílaskipið, sem félagið á fyrir. og muni það hefja flutninga milli Islands og Brct- lands og meginlands Evrópu á samsvarandi farmgjöldum og giida á öðrum leiðum félagsins. í samtali við forsvarsmenn Bifrastar í gær kom fram að þeir telja að með skyndilegri farm- gjaldalækkun sinni, sem greint var frá í Mbl. í gær, hafi Eimskipafélagið ætlað í krafti einokunaraðstþðu sinnar og fjár- magns að láta íslenzka neytendur innfluttrar vöru greiða niður flutninga félagsins fyrir varnar- liðið og í því skjóli undirboðið þá. Með þessari tilhögun hafi átt að brjóta á bak aftur þá samkeppni sem fyrir væri, líkt og gerzt hafi þegar Eimskipafélagið náði til sín flutningum á frystum fiski frá Jöklum hf. Sjá um „þriðja undirhoð Eimskips" á bls. 19. Smjörfjall fyrir4 milljarða kr. í haust ÁÆTLAÐ er að birgðir af smjöri verði í haust milli 1400 og 1500 tonn og er það 200 til 300 tonnum meira heldur en birgðirnar urðu mestar í fyrrahaust. Að sögn Óskars Gunnarssonar, fram- kvæmdastjóra Osta- og smjörsöl- unnar, má gera ráð fyrir að verðmæti þessara miklu smjör- birgða, sem fyrirsjáanlegar eru í haust, verði um 4 milljarðar króna. Oskar sagði að smjör safnaðist nú fyrir og ljóst væri að til þess kæmi von bráðar að mjólkursam- lögin lentu í erfiðleikum með að standa bændum skil á greiðslum fyrir innlegg þeirra, því takmörk- uð afurðalán fengjust út á smjör- birgðirnar en samlögin þyrftu að greiða mánaðarlega ákveðna pró- sentu af grundvallarverði inn- lagðrar mjólkur. Mjög erfitt er, að sögn Oskars, að breyta á skömm- um tíma vinnslu mjólk urbúanna vegna tæknibúnaðar þeirra. Fram kom hjá Óskari að innvegin mjólk til mjólkursamlaganna er nú heldur meiri en í fyrra og munar þar 2—3% hjá stærstu búunum. Ostabirgðir eru eðlilegar miðað við árstíma og sagðist Óskar eiga von á öðrum útflutningi á osti með haustinu. „Held mínu striki þar til ég hef kynnt mér málavöxtu” Flugið í lag í dag? nO ER þess vænzt að í dag dragi eitthvað úr seinagangi franskra llugumferðarstjóra og þar með komist flugumferð til S-Evrópu og þá sérstaklega Spánar í samt lag aftur. Sveinn Sæmundsson blaða- fulltrúi Flugleiða tjáði Morgun- blaðinu í gær, að þá hefði Flugleið- um borizt skeyti um að flugum- ferðarstjórar í Frakklandi og frönsk stjórnvöld ætluðu að ræða málin árdegis í dag. Þotur Flugleiða hafa ekki enn tafizt verulega vegna aðgerða franskra flugumferðarstjóra nema hvað Loftleiðaþotu með 250 farþega seinkaði um 6 klst í fyrramorgun. „ÉG GET lítið um þetta sagt að svo stöddu — það virðast vera einhverjar hræringar þarna á Filipseyjum. sem erfitt er að átta sig á. en ég mun halda mínu striki þar til ég hef fengið ta'kifæri til að kynna mér málavöxtu af eigin raun,“ sagði Friðrik Ólafsson stór meistari þegar Mbl. náði tali af honum þar sem hann er á ferðalagi í Kanada. og leitaði álits hans á því að áhrifamenn innan vcstursvæðisins í Al- þjóðaskáksamhandinu (FII)E) væru hættir stuðningi við framboð hans til forsetaem- bættis FIDE. Dr. Max Euwe. núverandi forseti sambandsins, lýsti því síðan yfir í samtali við Mbl. í gær, að fengi hann yfir 50 áskoranir um að gegna áfram embætti sínu, teldi hann sig ekki geta skorazt undan því. Friðrik Ólafsson sagði í sam- tali við Mbl. að honum kæmu á óvart þær tölur um atkvæða- fjölda, sem taldar væru á bak við hvern þeirra þriggja fram- bjóðenda til forsetaembættisins. Hins vegar mátti skilja á Friðrik að hann væri ekki undrandi á því að dr. Euwe kæmi nú aftur fram á sjónar- sviðið. Einar S. Einarsson, forseti Skáksambands íslands, sagði að eftir skyndifund í fyrrakvöld innan sambandsins og að höfðu samráði við Friðrik hefði verið ákveðið að senda skeyti til allra skáksambandanna í V-Evrópu og ítreka samþykkt þessara aðila frá því í Luxemborg um einhuga stuðning við framboð Friðriks. Einar lét í Ijós undrun sína á yfirlýsingu Golombecks um að hann væri hættur stuðn- ingi við Friðrik án þess að haft væri samband við Friðrik eða þá Skáksambandsmenn hér heima. Einari komu einnig einkenni- lega fyrir sjónir atkvæðatölur þær sem nefndar eru í skeyti þeirra Golombecks og Edmunds- ons, því að á fundinum í Luxemborg fyrir nokkru hafi verið áætlað að Friðrik hefði þá þegar 32 atkvæði, Gligoric 28 og Mendes 23 en óvissa væri um 14 atkvæði. Einar kvaðst hafa fullan hug á því að fara sjálfur til Filipseyja til að ganga úr skugga um hvað þar væri að gerast. Sjá viðtal við dr. Max Euwe á bls. 19. „Get ekki skorazt undan. fái ég margar áskoranir.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.