Morgunblaðið - 09.08.1978, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 09.08.1978, Qupperneq 1
32 SÍÐUR MEÐ 4 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI 169. tbl. 65. árg. MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. skýrzt að ráði varðandi það hverjir líklegastir eru taldir, en Giovanni Benelli og Sergio Pignedoli eru meðal þeirra, sem nefndir hafa verið. Sjá grein um Pál páfa og viðhorfin eftir lát hans á miðsíðu. Lík Páls páfa á viðhafnarhörunum í Gandolfo-kastala. Kistulagning. fer fram í dag en þar til kistunni verður lokað fyrir flutninginn í Vatíkanið munu tugþúsundir halda áfram að streyma framhjá til að líta leiðtoga sinn augum hinzta sinni. Páfi lagður til hinztu hvílu á laugardaginn Hlýtur leg milli Jóhannesar 23. og Píusar 12. Vatíkaninu, 8. ágúst — AP LÁTLAUS straumur syrgjenda er við viðhafnarbörur Páls páfa sjötta 1' Gandolfi-kastala, en síðan andlát hans bar að höndum á sunnudagskvöld hafa um 50 þúsundir manna vottað þessum andlega leiðtoga 600 milljóna kaþólskra hinztu virðingu sfna á þennan hátt. Páfi verður kistu- lagður síðdegis á miðvikudag, og verða jarðneskar leifar hans þá fluttar með viðhöfn í Vatíkanið þar sem útförin fer fram á iaugardag og þar sem 263. páfinn í sögu kaþólsku kirkjunnar verð- ur kjörinn á kardínáiasamkundu síðar í þessum mánuði. Páll páfi hlýtur legstað milli Jóhannesar 23. og Píusar 12. , páfanna sem riktu næst á undan honum, en þeir hvíla í námunda við þann stað í helgidómnum þar sem talið er að Pétur postuli, sem kirkjan er kennd við. hafi verið grafinn. bessi staður var eftirlætisbæna- staður Páls Páfa þau 15 ár, sem hann ríkti yfir kaþólskri kirkju. Einn nánasti samstarfsmaður Páls páfa, Giuseppe Caprio erki- biskup, sagði í dag, að hann hefði fengið hægt andlát og sú bæn hans hefði verið heyrð að elli og heilsuleysi kæmu ekki í veg fyrir að hann gæti sinnt köllun sinni til hinztu stundar. Caprio sagði að hinn látni páfi hefði haft orð á því við sig er þeir voru á förum til Gandolfo, sveitaseturs páfa, fyrir skömmu, að hann væri ekki viss um að hann ætti afturkvæmt í Vatikanið. Samúðaróskir hafa streymt í Vatíkanið í gær og í dag hvaðan- æva úr heiminum, og þegar hafa mörg stórmenni boðað komu sína til að fylgja Páli páfa til grafar. Margir telja að næsti páfi verði ítalskur, enda þótt ítalskir kardí- nálar í samkundunni, sem gengur til atkvæða, séu í minnihluta. Enn sem komið er hafa línur ekki Bergman snýr heim Stokkhólmi, 8. ágúst AP Ingmar Bergman er væntanlegur til Stokkhólms næstu daga til að leikstýra Dauðadansi Strind- bergs við Dramaten. að því er tilkynnt var af hálfu leikhússins í dag. Bergman var önnum kafinn við æfingar á þessu sama leikriti er hann var handtekinn á sviði Dramatens árið 1976, grunaður um skattsvik. Bergman fékk taugaáfall og fluttist úr landi vegna þessa máls, sem varð tilefni mikillar rimmu um skattamál. Síðan hefur hann ekki stigið fæti á sænska grund, enda þótt hann hafi verið sýkn- aður af öllum ákærum um brot á skattalöggj öf i n n i. Vonarbjarmi yfir Midausturlönaum — vegna fundar Begins og Sadats í skjóli Carters Washington, 8. ágúst — AP HORFUR hafa nú batnað mjög á því að samningar takist um frið í Miðausturlöndum cftir að tilkynnt var í Hvíta húsinu í dag, að þeir Anwar Sadat Egyptalándsforseti og Menachem Begin. forsætisráð- herra ísraels, kæmu til fundar við Carter forseta í Camp David hinn 5. september næstkomandi. beir Begin og Sadat hafa báðir lofað frumkvæði Bandarikjastjórnar að nýjum leiðtogaviðræðum, en allir aðilar málsins hafa þó áréttað þá afstöðu, að enn hafi ekkert gerzt. sem bendi til þess að samningar séu á næsta leiti. Lögð er á það áherzla í öllum herbúðum, að ekki séu sett nein skilyrði fyrir því að setzt verði að samningaborði. Sadat forseti sagði í kvöld að með ákvörðun sinni um að sitja í forsæti á fundi þeirra Begins hefði Carter forseti hafið nýjan þátt í friðarumleitunum í Miðaustur- löndum, og Sadat bætti við: „Horfum ekki um öxl.“ I sama streng tók Menachim Begin. Hann spáði því að fundurinn yrði mjög þýðingarmikill fyrir þjóðirnar í Miðausturlöndum og kvað sig og Sadat báða standa í þakkarskuld við Carter forseta fyrir að hafa hugrekki til að stofna til þessara nýju viðræðna. Begin var að því spurður hvort þátttaka hans í fundinum væri staðfesting á því að afstaða hans til málsins væri breytt, en hann sagði svo ekki vera. Það var Cyrus Vance, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, sem undanfarið hefur verið á ferð í Miðausturlöndum, sem bar leið- togunum handskrifað boð Carters forseta um að koma til fundar í Camp David, sveitaseturs forset- ans í Maryland. Af hálfu Banda- ríkjastjórnar kom sú yfirlýsing i dag, að fundarboðið hefði ekki verið sent í þeirri trú að meiri líkur væru nú á samningum en verið hefði. Hins vegar væru hér Rainbow Warrior í kasti við spænska flotann. Áhöfn Rainbow Warrior, Greenpeace-skipsins sem var á miðunum við Island í sumar, stendur í ströngu norður af Spáni um þessar mundir. Á laugardaginn var gengu gæzlu- menn spænska flotans um borð í skipið til að tilkynna að skipverjar hefðu gerzt sekir um ólögmætt athæfi er þeir hindruðu veiðar hvalveiðibáta með því að sigla á milli þeirra og hvalaþvögu á þremur gúmmíbátum. Var skipstjóra Rainbow Warrior skipað að sigla til hafnar, en í stað þess að verða við þeim tilmælum tók hann þveröfuga stefnu og sigldi hraðbyri á mið Portú- gala. samkvæmt heimildum AP-fréttastofunnar. svo mikilvægir hagsmunir í húfi auk þess sem áframhaldandi þóf og stöðnun hefði í för með sér stöðugt alvarlegri afleiðingar, að ekki hefði þótt stætt á öðru en að gera þessa tilraun. í yfirlýsing- unni kom fram að enda þótt menn mættu ekki gera sér of miklar vonir um tafarlausan árangur af hinum fyrirhugaða fundi væri einsýnt að á honum tækist að draga úr ágreiningi að verulegu leyti. Sérfræðingar eru á einu máli um að með því að hafa forgöngu um fund þeirra Sadats og Begins taki Bandaríkjastjórn mikla áhættu, og vandasamt verði að búa svo um hnútana að styggð komist ekki að þeim fyrir fundinn. Hins vegar benda sérfræðingarnir á að allir eigi leiðtogarnir mikilla hagsmuna að gæta, bæði pólitískra og persónulegra, ekki sízt Begin, sem hvað eftir annað hefur lýst því yfir að friðarsamningar verði að hafa forgang. Vance utanríkisráðherra hefur hlotið mikið lof fyrir stjórnvizku sína og lipurð undanfarna daga, og er það mál manna að hvort tveggja hafi komið honum að góðu haldi í viðræðunum undanfarna daga við ráðamenn í Tel Aviv og Kaíró. Þorska- lýsi uppselt Kaupmannahöfn, 8. ágúst — Reuter. SALA Á þorskalýsi hefur stóraukizt í Danmörku eftir að nýlega voru birtar niðurstöð- ur danskra vísindamanna um að lýsi kæmi í veg fyrir að menn fengju hjartaslag. borskalýsi er nú á þrotum í dönskum apótekum, en það er auðugt mjög að „eicosapent- aen-sýru“ þeirri. sem gerir það að verkum að hjartaáföll verða Grænlendingum mjög sjaldan að aldurtila. samanber frétt í Mbl. 1. ágúst s.l. Gullverð aldrei hærra við lokun Lundúnum, 8. ágúst. AP BANDARÍKJADALUR féll í verði á gjaldeyrismarkaði í dag. og hefur aldrei áður staðið svo lágt gagnvart v-þýzku marki. Gullverð rauk upp úr öllu valdi og hefur það aldrei verið svo hátt við lokun og í dag. eða 206.50 dalir únsan. Aðeins einu sinni áður hefur gull stigiö svo í verði. bað var 1. ágúst síðastliðinn. en þá komst það upp í 207.50 dali únsan á markaði í Lundúnum. en hafði lækkað á ný þegar markaði var lokað. í dág var gengi bandaríkjadals í fyrsta sinn innan við tvö v-þýzk mörk við lokun gjaldeyrismarkaðs, eða 1.9935, en hafði farið niður í 1.9890 í Frankfurt fyrr um daginn. Siðan um miðja síðustu viku hefur dalurinn heldur sótt sig gagnvart japönsku jeni, en er þó enn iangt neðan við 200 jena markið og við lokun í dag hafði gengi hans staðnænizt við 187,37 jen. í ársbyrjun var verð gullúns- unnar í Lundúnum 169.50 banda- ríkjadalir. en fór upp fyrir 200 dala markið í fyrsta sinn 28. júlí, og ér nú sem fyrr segir komið upp í 206.50.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.