Morgunblaðið - 09.08.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 09.08.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 5 Yfiryinnubann í Siglufírði: L.Í.Ú. hafði löndunarbann í undirbúningi Páll páfi var mik- ilhæfur leidtogi á erfiðum tíma — sagði hr. Sigurbjörn Einarsson biskup MORGUNBLAÐIÐ hefur fregnað að á fundi stjórnar Landssam- bands ísl. útvegsmanna sem haldinn var í s.l. viku vegna yfirvinnubannsins sem þá var í verksmiðjum SR í Siglufirði hafi verið samþykkt að stjórn L.Í.Ú. gæti lýst yfir algjöru löndunar- banni í Siglufirði um lengri eða skemmri tíma. Þessu var ekki beitt þar sem verkalýðsfélagið í Siglufirði féll frá yfirvinnubanni skömmu eftir fundinn. Þá var um helgina fallið frá yfirvinnubann- inu sem í gildi hefur verið í Vestmannaeyjum. Annar fundur var haldinn í stjórn L.Í.Ú. í gær og eftir þann fund sagði Kristján Ragnarsson formaður L.Í.Ú. að með tilvísun til þess sem hefði gerst, hefði verið ákveðið á fundinum að falla frá fyrirhuguðum aðgerðum, þannig að ekki yrði um neinar takmark- anir að ræða. Kristján sagðist vænta þess, að loðnan væri nú orðin betri til vinnslu, en reynsla síðustu ára hefði sýnt að hún yrði það er kæmi fram í ágústmánuð. „Við höfum því lagt til að öllum takmörkunum á loðnuveiðum verði aflétt, a.m.k. um sinn.“ Loðnunefnd hefur einnig sam- ísfiskur millj. kr. í gær og fyrradag MIKIÐ var um ísfisksölur ísl. skipa í Bretlandi og Þýzkalandi. 1 gær og í fyrradag. en alls seldu skipin fyrir 114,5 millj. kr. þessa tvo daga. Meðalverð fyrir afla var mjög misjafnt. allt frá þvf að vera gott og niður í það að vera lélegt. Sævík seldi 68 lestir í Fleetwood fyrir tæpar 12 millj. kr. meðalverð á kíló var kr. 170. Á sama stað seldi Garðey 38,7 lestir fyrir 8,8 millj. kr. og fékk 235 kr. í meðalverð á kíló. Skuttogarinn Dagný seldi 130 tonn í Hull fyrir 32,2 millj. kr. og var meðalverð á kg. kr. 248. Þá seldi Akureyrartogarinn Kaldbak- ur 278 tonn í Cuxhaven í V-Þýzka- landi í gær fyrir 47,5 millj. kr. og var meðalverð á kíló kr. 171. Guðmundur í Tungu seldi 101,6 lestir í Fleetwood í gær fyrir 14 millj. kr. og meðalverð á kg var 138 kr. 25 lestir fóru til söltunar og 24 tonn eru enn óseld. MS MS MS ■ MS MY Aöalsl AUGL l^/TEIKr NDAM ræti 6 sími MS VSINGA- JISTOFA ÓTA 25810 þykkt að tímabært sé að aflétta þeim takmörkunum sem í gildi hafa verið vegna veiðanna og er nú svo til allur loðnuflotinn á leið á miðin eða kominn þangað. S.l. laugardagskvöld fengu 18 skip að fara út til veiða, en afli var tregur um helgina. Páll páfi og biskup íslands ræðast við, en þeir hittust árið 1965. — ÉG álít að Páll páfi 6. hafi verið mjög mikilhæfur leiðtogi kirkju sinnar á erfiðum tfmum og að hann hafi með stjórnvizku sinni og einlægum trúaráhuga stýrt kirkj- unni yfir þann ólgusjó sem hún hefur orðið að sigla á þcim tíma ' sem hann var við stýrið, sagði herra Sigurbjörn Einarsson bisk- up íslands er Mbl. bað hann að minnast Páls Páfa með nokkrum orðum. — Eg hitti hann einu sinni og átti alllangt samtal við hann í Vatíkaninu. Það var þegar Vatíkan- þinginu var að ljúka í desember 1965. , Eg hafði þá fylgzt með stjórn hans á þeirri mikilfenglegu sam- kundu um nokkurt skeið. En tilkomumestur þótti mér hann undir fjögur augu og mest áhrif hafði á mig auðmýkt hans gagnvart hlutverki sínu og frammi fyrir Guði sínum og sú einlæga guðrækni sem hann var mótaður af. Ég minnist hans með mikilli virðingu og þakklæti, sagði biskup að lokum. Nú er það gróft tweed sem gildir. Tweed efnið snýr aftur og er nú sjóðheitt á tískumörkuðum Evrópu, þar sem hlutirnir gerast. Adamson sá fyrir þróunina, og hefur því hafið framleiðslu á þessum gróflega glæsilega fatnaði, fyrstir á íslenskum markaði. Adamson býður þér í heimsbyltingu í fötum fyrir unga menn sem fylgjast með. •'MMffl LAUGAVEGI47

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.