Morgunblaðið - 09.08.1978, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.08.1978, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST Jón Björnsson, rithöfundur: Sænsk kynning á Menzkum bókmenntum I Það hlýtur að gleðja þá sem áhuga hafa á bókmenntum þegar útlendingar fórna tíma sínum til að kynna þær meðal nágranna- þjóðanna. Maður verður fyrirfram að ætla að þeir líti óhlutdrægt á málin, þar sem þeir að öllu eðlilegu hafa engra persónulegra hagsmuna að gæta, öfugt við marga af þeim „gagnrýnendum" hér heima sem með miklum hávaða reyna að slá upp bók- menntum eins og t.d. „Lablaða hérgúla" og reyndu að koma heldur slakri byrjandabók ungs höfundar inn í skólana, sem að vísu enn hefur ekki tekizt. Valið í skáldsagnakeppni Norðurlanda- ráðs er af svipuðum toga spunnið, nema hvað þar mun vera beitt meiri klókindum, eins og t.d. að leggja fram ómögulegar bækur sem yfirleitt er engin von um að verði verðlaunaðar. Er kannski verið með því að undirbúa jarðveg- inn fyrir einhverja snillinga sem telja sig sjálfsagða? Spyr sá sem ekki veit. Nú hefur um skeið verið mikið rætt um sænsk áhrif hér á landi og misjafnlega. Nýlega var grein í blaði þar sem Svíar eru áfelldir fyrir pólitík sína á stríðsárunum, en þar gætir mikils misskilnings. Hlutleysispólitík er auðvitað aldrei „hetjuleg" á yfirborðinu, enda höfðu forystumenn Svía eins og t.d. Per Albin Hansson for- sætisráðherra aldrei látið sig dreyma um slíkt. En það er söguleg staðreynd, sem á eftir að koma enn betur í ljós, að einmitt þessi pólitík hefur bjargað sjálf- stæði Finnlands, svo að ekki sé talað um hina stórkostlegu hjálparstarfsemi við nauðstaddar nágrannaþjóðir á stríðsárunum. II Eins og hægt er að blekkja útlendinga svo er og hægt að blekkja íslendinga sjálfa. Lítil hávaðasöm klíka í Svíþjóð virðist hafa haft umtalsverð áhrif hér á landi. Þetta eru einskonar „vinstri" menn. Af sumum skrif- um þeirra verður ekki betur séð en að þeir kjósi föðurlandi sínu sömu örlög og Eystrasaltsríkjunum, þar sem allt frelsi er afnumið. Þeir sem staddir voru á Norðurlöndum og kynntust ástandinu á stríðsár- unum hljóta að viðurkenna af- stöðu Svía. En fyrrnefnd háværa klíka, sem nokkrir „bók- mennta“gagnrýnendur hér eru svo iðnir við að herma eftir í mati sínu, er sem betur fer algerlega áhrifalaus í Svíþjóð. Nú um skeið hafa heyrzt ýlfran- ir miklar frá litlum hópum gegn fyrirhuguðum sjónvarpsgervi- hnetti. Samþykktir hafa verið gerðar af stjórnum rithöfundafél- aga gegn þessari „óhæfu“ og formaður Rithöfundasambands Is- lands hefur hafið herferð gegn hnettinum í Þjóðviljanum, en sú starfsemi er a.m.k. ekki á vegum sambands okkar. Heyrzt hefur að vissir aðilar séu uggandi um óholl erlend áhrif, sennilega engil- saxnesk, rétt eins og sjónvarpið sé ekki fullt af enskum og amerískum kvikmyndum allt að einu. Manni ber auðvitað að dást að þessari ógurlegu umhyggju fyrir íslenzku þjóðinni og hefur varla leyfi til að efast um að hún komi frá hjart- anu. Og þó er ekki grunlaust um að efi um einlægnina og óeigingirnina n í þessum skrifum læðist að manni. Það skyldi þó aldrei vera að Óli Tynes hitti naglann á höfuðið er hann skrifar í gríndálk sinn í Vísi þ. 29. júlí s.l.: „... Eitt af því sem þessir heiðursmenn óttast er, að eftir að norrænt sjónvarpskerfi er komið í gagnið, nái þeir ekki til jafn- margra og áður og hafi ekki jafnmikil áhrif og áður“. Við þessi orð er engu að bæta. Þess skal þó getið að umrædd sænsk bókmenntaklíka, sem virð- ist hafa ítök í vissum fjölmiðlum hér er, sem áður er drepið á, algerlega áhrifalaus í heimalandi sínu. Áhangendur hennar eru í fáeinum klúbbum í Stokkhólmi og Málmey og grennd, en sænska þjóðin veit varla af þeim. Sönnun fyrir því er öllum auðsæ sem til Svíþjóðar koma. Hversvegna skyldu klassískir sænskir rithöf- undar æ ofan í æ vera gefnir út í aðgengilegum útgáfum, nema af því að fólkið sjálft hefur áhuga á því bezta í bókmenntunum? Sama á við um Danmörku. Þegar ég var í Khöfn í nóv. s.l. í tilefni af útkomu kverkorns eftir mig á dönsku hafði ég mikið samband við danska rithöfunda. Allir voru á einu máli um að öfgastefna sú í bókmennt- um sem nú glymur hæst í hér, sé að fjara út á Norðurlöndum. Þaö væri slæmt fyrir vissa aðila ef þeir framgjörnustu á þessu sviði um- hverfðust í afturhaldsseggi, sem allar líkur benda til, enda þótt því bæri að öðru leyti að fanga. III Tilefni framanskráðra hugleið- inga er kver sem mér hefur borizt: „Gardar. Ársbok för Samfundet Sverige—Island, Lund 1977“. Efni árbókarinnar er eingöngu helgað Islandi. I henni eru ýmsar athyglisverðar ritgerðir, en sú veigamesta er upphafsgreinin um fyrstu ár Gunnars Gunnarssonar í Danmörku eftir Svein Skorra Höskuldsson prófessor, og það er sú ritgerð sem heldur árbókinni uppi. Þetta er ítarleg lýsing á dvöl Gunnars í Árósum og fyrstu skrefum hans á rithöfundarbraut- inni og mjög verðmætt innlegg í íslenzka bókmenntasögu. Öllum vinum þessa mesta sagnaskálds Islendinga er það fagnaðarefni að jafn vandvirkur og samvizkusam- ur bókmenptamaður og Sveinn Skorri er, taki að sér þetta verk og þjóðin bíður með eftirvæntingu eftir bók hans um Gunnar. Hann er manna færastur til að semja hana, eins og hið mikla verk hans um Gest Pálsson sannar. Ritgerð Sveins er ómetanleg fyrir erlenda lesendur og verður merkt heim- ildarrit. Næsta greinin í árbókinni er eftir Ivar Orgland og fjallar um Þórberg Þórðarson. Mér virðist hún nokkuð mærðarkennd og eintóm lofgerð. I henni er ekkert sem bætir við lýsingu þessa höfundar, enda ætluð sænskum lesendum sem eru Þórbergi ókunn- ir. IV Sú ritgerð sem mest orkar tvímælis í árbókinni er eftir ritstjórann, Inge Knutsson, og fjallar um íslenzkar bókmenntir. Nefnist hún „Modern islándsk littaratur", og er að stofni til fyrirlestur er hann hélt í Lundi á vegum Sænsk-íslenzka félagsins. Er hér lauslegt yfirlit yfir ’ ís- lenzkar bókmenntir, einkum þó þær nýjustu. Ekki veit sá er þetta ritar hvort Inge Knutsson hefur tileinkað sér þau sjálfsögðu vinnubrögð allra, sem í alvöru taka sér fyrir hendur að kynna bókmenntir á hlutlausan hátt, en hafi svo verið, hefur honum mistekizt hrapallega. Rit- gerðin er mestmegnis ógrímubú- inn áróður fyrir vissum höfundum og „ismum" (pólitísk?), en aðrir sem ekki eru síðri eru ekki nefndir á nafn. Svo mikill er ákafi höfundar í þessum áróðri, að hann skirrist ekki við að fara með hrein ósannindi málstað sínum til stuðn- ings. Þetta er þungur dómur, en ég mun nú finna honum stað með tilvitnunum í ritgerðina sjálfa. Samkvæmt fyrirsögninni er rætt um „moderne" bókmenntir, a.m.k. öðrum þræði. En hinsvegar dylst lesandanum ekki að rímlaus ljóð (atómskáldskapur) á samúð hans óskipta, og er út af fyrir sig ekkert við því að segja, ef þar gætti ekki þeirrar hlutdrægni sem virðist einkenna flesta bók- menntafræðinga og gagnrýnendur. Þetta þekkjum við allt of vel hér á landi og menn eru víst hættir að kippa sér upp við það. Sértrúar- flokkar, hvort sem um er að ræða útúrsnúning á heilagri ritningu eða prédikanir í þágu einhverra „bókmenntaisma" eiga auðvitað rétt á sér, en varast skyldu menn að taka slíkt alvarlega. Sem bakgrunn nefnir Inge Knutsson Jón Thoroddsen sem frumkvöðul nútímaskáldsögunnar með Pilti og stúlku, en bætir því við að hann verði naumast talinn „modernisti" af nútímalesendum (dagens lásare)! Útkoma Pilts og stúlku var þó svo mikill viðburður á sinni tíð að nálgaðist byltingu, og það eins þótt 19. aldar lesendur hafi ekki tekið orðið „modernisti" sér í munn, eins og bókmenntapáf- um síðustu ára er tamast, og hefja þá tíðum formið til skýjanna á kostnað innihaldsins. Síðan getur hann ekki um íslenzkan skáldskap fyrr en hann kemur að Bréfi til Láru sem hann telur tímamótaverk, en sú þula er svo margtuggin að ekki er ástæða til að fjölyrða um það hér. Innan sviga getur hann þess að hann gangi fram hjá þeim höfundum sem skrifað hafa á erlendum málum, t.d. Gunnari Gunnarssyni. Er jafnvel svo að skilja að Knutsson telji hann ekki íslenzkan höfund. Þetta hefur nú heyrzt fyrr, en er fjarstæða fyrir það. Þegar Gunnar hóf ritferil sinn skrifaði hann bæði á íslenzku og dönsku (þrjú fyrstu bindi Borgar- ættarinnar þýddi hann á íslenzku), og eftir að hann kom heim samdi hann tvær stórar skáldsögur á íslenzku, Heiðaharm og Sálumessu auk Brimhendu. Á síðustu árum sínum vann hann að endurþýðingu skáldsagna sinna er hann frumrit- aði á dönsku. Ég hygg að leita megi lengi að rammíslenzkari rithöfundi en Gunnari Gunnars- syni. Næst telur hann upp þá fimm rithöfunda sem hann telur merk- asta á áratugunum 1920—1960: Þórbergur Þórðarson, Halldór Laxness, Ólafur Jóhann Sigurðs- son og takið eftir — Thor Vilhjálmsson og Guðbergur Bergs- son. Af þessum höfundum virðist mér hann telja þá tvo síðastnefndu fremsta. Að vísu bætir hann hógværlega við að þetta sé nú hans mat og hafi að sjálfsögðu ýmsir aðrir orðið útundan, en telur það ekki þjóna neinu markmiði að nefna nöfn „som jag inte tánkar presentera nármare". Þá höfum við það! En nú kemur allt í einu babb í bátinn. Þegar hinir 5 höfundar eru afgreiddir, hvað gerist þá? Jú, þá man bókmenntafræðingurinn allt í einu eftir Þorgeiri Þorgeirssyni, sem hann telur fremstan, af íslenzkum skáldsagnahöfundum samtímans (fremri hinum fimm!) og fullyrðir hiklaust að saga Þorgeirs, „Yfirvaldið", sé hin fyrsta dókumentariska skáldsaga á íslenzku. Þetta er djarflega sagt af bókmenntafræðingi og ekki lyginni líkt heldur lygin sjálf. Það vill nú svo meinlega til að fyrsta íslenzka sögulega skáldsagan (dókumentariska), Brynjólfur Sveinsson biskup eftir Torfhildi Holm, kom út árið 1882. Síðan birtast margar dókumentariskar skáldsögur byggðar á skjallegum gögnum. eins og „Yfirvaldið". Nægir að nefna Jón Trausta („Sögur frá Skaftáreldi" ofl.), Gunnar Gunnarsson („Svartfugl“ ofl.) og Guðmund Kamban. „Skál- holt“ Kambans er til í sænskri þýðingu, svo að greinarhöfundi hefði verið vorkunnarlaust að þekkja hana. Allar þessar skáld- sögur eru ekki síður dókumentar- iskar en „Yfirvaldið“. Þetta er ekki tekið fram Þorgeiri Þorgeirssyni til hnjóðs, hann er saklaus af þessum fjarstæðum, en Inge Knutsson ætti að vita, að engum rithöfundi er greiði gerður með því að beita ósannindum honum til ímyndaðs framdráttar og þá um leið að gera lítið úr öðrum. Það er af og frá að ritstjóri „Gardars" hafi nokkurntíma kom- ið nálægt heimspekideild Háskóla Islands. V Þá er komið að þætti þjóðlistar- innar í þessu yfirliti. Þar gætir sömu einsýni og í umfjöllun greinarhöfundar um prósahöfund- ana. Hann byrjar á Snorra Hjart- arsyni, en er í dálitlum vafa um Jón Björnsson hvort hann skuli teljast til mód- ernistanna. Auðvitað eru fremstu ljóðskáldin af eldri kynslóðinni ekki nefnd á nafn: Davíð Stefáns- son og Tómas Guðmundsson eru blátt áfram ekki til, fremur en ýmis önnur af beztu skáldunum. Nú mætti segja að þeir féllu ekki inn í þann ramma sem höfundur hefur búið sér til, en þá skýtur það skökku við að hann skrifar all-ít- arlega um prósahöfunda af- sömu kynslóð. Allir vita hvern sess Tómas skipar í bókmenntasögunni og er óþarft að ræða um það. Hannes Pétursson og Þorsteinn frá Hamri fá nokkrar línur og svo auðvitað Steinn Steinarr. Einar Bragi er, auk þess að vera skáld, sagður merkur menningarfrömuð- ur; Jón úr Vör fær að sjálfsögðu sinn skerf, og hann er ásamt Einari Braga „en av banbrytarna för den modernistiska poesien pá Island". Ekki fær Jón Óskar sömu viðurkenningu, en ég ætla að hann heyri til „banbrytarna", ef hann er þá ekki frumkvöðullinn! Síðan eru nefndir þeir Hannes Sigfússon, Sigfús Daðason og Stefán Hörður Grímsson. Gert er mikið úr áhrifum tímaritsins Birtings sál- uga og skal það ekki lastað, því einhversstaðar urðu skáldin að tala við sjálf sig í einrúmi. Mig rak í rogastans þegar ég las þessa upptalningu. Annaðhvort gerir Inge Knutsson sig sekan um ótrúlega fáfræði eða vísvitandi hlutdrægni, þegar hann gengur alveg framhjá Matthíasi Johannessen og Jóhanni Hjálm- arssyni. Matthías hefur gefið út margar ljóðabækur og er góður fulltrúi módernismans, þótt hann sé fjölhæfari í skáldskap sínum. Dagur ei meir kom út í stóru upplagi og seldist upp á örskömm- um tíma. Hann og Tómas Guð- mundsson — þótt þeir séu annars ólíkir — hafa náð þeim vinsældum hjá þjóðinni að það verður að leita langt aftur í tímann til að finna sambærileg dæmi. En kannski er það þyrnir í augum Inge Knutsson og samherja hans að skáldin nái til þjóðar sinnar. Eða er hér um auvirðilega pólitík að ræða? Jóhann Hjálmarsson er módern- isti í ljóðagerð sinni ef nokkur er það. Hann hefur gefið út margar ljóðabækur og er gagnrýnandi við Morgunblaðið. Hefur hann manna mest fengizt við að kynna sænska nútímalýrik í eigin þýðingum. Maður skyldi því ætla að hann ætti heima í bókmenntakynningu sem þessari. Að minnsta kosti er undirritaður ekki í vafa um það. En Inge Knutsson hefur sýnzt annað. Jóhann getur að sjálfsögðu látið sér það í léttu rúmi liggja, eins og grein Knutssons er úr garði gerð, en á þessum þagnar- dómi um Jóhann sannast átakan- lega máltækið danska að „utak er verdens lön“. Mér þykir miður að þurfa að gera þessar athugasemdir við grein Inge Knutsson, en það er bjargföst sannfæring mín að sá er tekur sér fyrir hendur að kynna útlendingum íslenzkar bókmenntir er skyldur til að gæta ítrustu óhlutdrægni, ekki sízt í riti sem gefið er út af „Samfundet Sverige—Island". Vænti ég þess fastlega að þess verði vandlega gætt í næsta hefti ritsins. Síðasta ritgerð bókarinnar er eftir Peter Springborg lektor í Stokkhólmi. Hún fjallar um ís- lenzk handrit frá 17. öld. Virðist þar vera mikill fróðleikur saman kominn, sem aðeins er á færi sérfræðinga að fjalla um og leiði ég það því hjá mér. Að endingu vil ég undirstrika, að því aðeins getur „Samfundet Sverige—Island“ gegnt því hlut- verki sínu að fræða sænska lesendur um íslenzka menningu og bókmenntir, að séð sé til þess að engin annarleg sjónarmið komi þar við sögu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.