Morgunblaðið - 09.08.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.08.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 13 Bylting í Honduras Tegucigalpa, Honduras, 8. ágúst. AP. ÚTVARPIÐ í Ilondruas tilkynnti á mánudag að yfirmaður herfor- ingjastjórnarinnar Juan Alberto Melgar Castro hefði sagt af sér og í hans stað væri komin ný herforingjastjórn undir forystu þriggja æðstu yfirmanna hersins í Honduras. í nýju stjórninni eiga sætii Policarpo Paz Garcia herforingi og yfirmaður hersins, Domingo Alvares herforingi, yfirmaður flughersins og Zeiaya Rodriguez herforingi og yfirmaður öryggis- ráðsins. Paz Garcia er að sögn leiðtogi hinnar nýju stjórnar. Melgar Castro fyrirrennari hans komst til valda í aprfl 1975 þegar þáverandi stjórn var steypt af stóli en yfirmaður hennar Lopez Areliano komst tii valda árið 1%3. Leyfði Areilano að lýðræðis- lega kosin stjórn sæti við völd í átján mánuði, árið 1971—72 en vék að því tímabili loknu forseta landsins, Ramon Ernesto Cruz, frá völdum. þátttöku í eiturlyfjasmygli til Bandaríkjanna og tilnefndi sig síðan sem þriggja manna herfor- ingjastjórn. í fréttabréfi frá herforingja- stjórninni nýju sem dreift var á mánudagskvöld sagði að stór- fylkishöfðinginn Melgar Castro, sem er 47 ára gamall, hefði sagt af sér. Þar sagði enn fremur að Paz Garcia yrði yfirmaður herfor- ingjastjórnarinnar sem mundi standa við núverandi alþjóðlegar skuldbindingar Honduras. Þetta er í annað sinn á þremur árum sem stjórnarbylting er gerð í Hondruas. í apríl 1975 tók herfor- ingjastjórn völdin eftir að hafa steypt þáverandi forseta, Lopez Arellano, af stóli. Hann var ásakaður um að hafa þegið mútur að upphæð 1,25 milljónir dala frá bandarísku útflutningsfyrirtæki. Mikil óánægja hefur ríkt meðal stjórnarandstæðinga herforingja- stjórnarinnar í Honduras sem hefur ítrekað verið ásökuð um spillingu. Ritstjóri dagblaðsins Tiempo, Manuel Gamero, var handtekinn í júní eftir að greinar um þátttöku stjórnarinnar í sm.vgli á kókaíni höfðu birst í blaðinu. Sagði í blaðaskrifum þessum að ýmsir yfirmenn hersins ættu þátt í því að smygla kókaíni til Bandaríkj- anna og væri árlegur hagnaður af smyglinu að upphæð 30 milljónir bandaríkjadala en kókaíninu væri smyglað frá Hondruas í gegnum Colombíu og þaðan til Bandaríkj- anná. Handtaka ritstjórans kom af stað miklum stúdentaóeirðum í Hondraus þar sem tugir manna særðust og hundruð voru hand- teknir. Nýja herforingjastjórnin hefur ekkert látið frá sér fara um stefnuskrá sína en í útvarpstil- kynningu sagði að hún mundi virða mál- og prentfrelsi, ein- staklingsfrelsið og standa við alþjóðlegar skuldbindingar Honduras. Hins vegar var engin opinber skýring gefin á því hvers vegna hún hefði velt Melgar Castro úr sessi. Nýja herforingjaklíkan steypti Melgar Castro af stóli í kjöifar ásakana í garð stjórnar hans um Savimbi í stofuíange Briissel. 8. áKÚst — Reuter. FREGNUM um það að Jonas Savimbi leiðtogi angólsku frelsis- hreyfingarinnar hefði verið sett- ur í stofufangelsi var neitað t Zaire í gærkvöldi. Opinbera fréttastofan í Zaire, AZAP, sagði að enginn fótur væri fyrir fréttum þessum sem bárust til sendiráða í Belgíu. Þær hermdu m.a. að leiðtogi UNITA-hreyfing- arinnar, dr. Jonas Savimbi, væri í haldi í Kinshasa og hefði verið tekinn fastur í kjölfar batnandi sambúðar Zaire og Angóla. Því var einnig haldið fram að Savimbi og fjölskylda hans hefðu verið flutt til Kinshasa frá Suður-Zaire í lok síðastliðins mánaðar. Þegar Reuter-fréttastofan spurðist fyrir um þetta hjá AZAP-fréttastofunni í Zaire, svar- aði sú síðarnefnda að þetta væri áróður sem hafður væri í frammi til að rægja Zaire-stjórn og leiðtoga hennar Mobutu Sese Seko forseta. <# Veður víöa um heim Amsterdam 18 skýjaó Apena 35 sólskin Berlín 23 skýjaó Brussel 18 heíóskýrt Chicago 28 rigning Genf 19 rigning Holainki 15 skýjað Jóh.borg 19 sólskin Kaup.höfn 21 skýjaó Lissabon 26 sólskin London 19 skýjaó Los Angeles 34 heióskýrt Madríd 33 heióskýrt Miami 29 skýjaó Moskva 20 rigning New York 26 rigning Ósló 16 skýjað Palma, Mallorca 25 léttskýjaó París 19 skýjaó Róm 31 sólskin Stokkh. 17 skýjaó Tel Aviv 29 heiöskírt Tokýó 33 heióskírt Vancouver 27 skýjaó Vínarborg 25 skýjaó Reykjavík 11 skýjaó 1 * * Ws WKm jK Ék' 11 . , ■ IH r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.