Morgunblaðið - 09.08.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.08.1978, Blaðsíða 14
14 19 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGUST Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiösla Auglýsingar hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aöalstræti 6, sími 10100. Aðalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 2000.00 kr. á mánuói innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Hugsjónir jóns og sérajóns Þjóðviljinn er enn einu sinni að eltast við ráðherra vegna bílakaupa. Það gerir hann alltaf nema á tímabilum vinstri stjórna, þá eru bílakaup ráðherra til fyrirmyndar, eins og kunnugt er — og krafa vinstristjórnar-ráðherra um VlP-meðferð á flugvöllum og annars staðar allt að því þjóðarnauðsyn! Ráðherrarnir hafa nú svarað því til, sem rétt er, að þeir hafi hvorki brotið lög né reglur. En þó ættu vanir stjórnmálamenn að vita, að það er alltaf notað gegn þeim, þegar þeir eiga von á bílum um svipað leyti og fólk telur, að gengisfelling sé yfirvofandi. Engum þykir neitt við það að athuga, þó að allur almenningur hamstri erlendar vörur, sem gert er ráð fyrir að hækki til muna við gengisfellingu, en í lýðfrjálsum löndum eru þeir, sem hafa á hendi stjórn landsins, viðstöðulaust undir smásjá; þeim leyfist ekki það sama og almenningi. Það eru í raun og veru ekki forréttindi að hafa stjórn lands á hendi, heldur þvert á móti. Þegar menn taka að sér stjórn lýðfrjáls lands, verða þeir að gangast undir ýmsar kvaðir, s.s. þær að vera gagnrýndir fyrir það, sem engum dytti í hug að skipta sér af hjá öðru fólki. Það eru margir að kaupa bíla um þessar mundir. Engum finnst neitt athugavert við það. En ef ráðherra á von á bíl, gegnir öðru máli. Þetta eiga bæði þeir og aðrir að vita. í forystugreinum Morgunblaðsins, þegar þingfarar- kaupið var gagnrýnt og bokassa-ferðin að Sigöldu, leyfði blaðið sér í mestu vinsemd að benda valdamönnum á, að þeir ættu að forðast eins og heitan eldinn að skammta sér fríðindi, því að þau eru viðstöðulaust gagnrýnd og eru raunar eitt af því, sem kjósendur þola sízt af öllu hjá þeim, sem trúað hefur verið fyrir stjórn landsins. Eitt af því, sem blaðið leyfði sér að benda á, að leggja ætti niður, eru þau fríðindi, sem ráðherrar hafa vegna bílakaupa. Ef hlustað hefði verið á Morgunblaðið á þeim tíma, hefði hvorki Þjóðviljanum né öðrum haldizt uppi að eltast við ráðherra vegna bílakaupa þeirra. Það hefði verið ráðherrunum sjálfum til mikilla þæginda, og milli þeirra og almennings hefði ekki myndazt nein tortryggni. Nú er það að vísu svo, að Þjóðviljinn á sem betur fer erfitt með að skapa tortryggni, svo einhliða sem málflutningurinn er, enda láta stjórnendur hans ein lög ganga yfir alþýðubandalagsfólk, en önnur yfir alla aðra. Um þetta þarf ekki að hafa langt mál, þetta vita allir sem vilja vita. Þess vegna eru skrif Þjóðviljans um ráðherrabílana að flestra dómi ein af þessum „pólitísku herferðum", þar sem misbrestasamir pólitískir farandriddarar berjast sýknt og heilagt við vindmyllur, en verja svo undir drep þessar sömu myllur, þegar ráðherrar Alþýðubandalagsins sitja í flosmjúkum stólum vinstri stjórna! En þrátt fyrir þetta ættu bæði þingmenn og ráðherrar að láta sömu reglur gilda yfir sig og annað fólk í landinu, a.m.k. ef þeir vilja losna við óþægindi af því tagi, sem hér hafa verið gerð að umtalsefni. Það var t.a.m. ekki gott til afspurnar, þegar eitt fyrsta málið á fyrsta fundi nýkjörins þingflokks Alþýðuflokksins var þingfararkaupið og væntanleg fríðindi þingmanna. Siðgæðisriddarar Alþýðuflokksins voru bara jónar áður en þeir komust á þing — en nú eru þeir allir orðnir sérajónar — og hugsjónir jóns og sérajóns fara sjaldnast saman. Meðal ótal margra þjóðarleiðtoga sem páfi veitti áheyrn var Sadat Egyptalandsforseti. ista á hendur gyðingum í stríðinu. Montini varð síðan erkibiskup í Míianó, en við lát Píusar páfa hafði hann ekki verið skipaður kardínáli. Þó var hann nefndur sem hugsanlegur eftirmaður páfa og sýnir það traust það sem hann hafði aflað sér og virðingu. En Jóhannes var kosinn og það var eitt af fyrstu embættisverkum hans að skipa Montini kardinála. Þegar Jóhannes féll frá var lítill vafi á því hver yrði eftirmaður hans og kosningu Montinis kardí- nála, sem síðan tók sér nafnið Páll, var mjög fagnað þann 21. júní fyrir fimmtán árum. Viðbrögð víða um heim við láti páfa sýna virðingu þá sem hann naut. Um allan heim hafa menn minnzt Páls páfa nú um helgina og þjóðarleiðtogar og trúarleiðtogar vottað hinum látna virðingarhug sinn og þjóða sinna. í þeim ummælum hafa menn umfram annað lagt á það áherzlu hversu páfa hafi verið umfram um að brúa bilið manna á milli, af hvaða trúflokki eða litarhættisem þeir voru, hversu mjög hann hafi borið fyrir brjósti að unnt reyndist að jafna lífskjör fólks og útrýma neyð og fátækt og hversu mjög hann hafi lagt sig eftir að fordæma hryðjuverk og hvatt stöðugt til friðar og aldrei látið tækifæri sér úr greipum ganga til að reyna að vekja menn til raunhæfrar umhugsunar um að frið í heimi yrði að tryggja sem algera forsendu fyrir andlegum og veraldlegum framförum. Kurt Waldheim, framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna sagði í yfirlýsingu sinni að með fráfalli hans hefði heimurinn misst mann sem var óþreytandi rödd mannleg- rar samvizku og hann hafi aldrei hikað við að segja það sem í brjósti hans bjó. Minnist Waldheim einn- ig sögulegrar heimsóknar Páls páfa til aðalstöðva samtakanna árið 1966 og þess einlæga boðskap- ar sem hann hefði flutt þá. TASS fréttastofan sovézka sagði athugasemdalaust frá andláti Páls páfa um helgina. En vert er að minna á að Gromyko utanríkisráð- herra Sovétríkjanna var einn fyrsti forsvarsmaður frá kommún- istaríki sem páfi veitti áheyrn. Síar komu svo á hans fund fleiri, þar á meðal Podgorny þáverandi forseti Sovétríkjanna. Giscard d'Estaing Frakklands- forseti sagði að Frakkar hefðu lengi fylgzt með virðingu og hlýju með því mikla starfi sem páfi hefði innt af hendi í þágu friðar og að koma jafnan boðskap hinnar heilögu bókar til þjóðanna. Erkibiskupinn í Madrid minnt- ist páfa og talaði um endurbóta- þörf hans og löngun til að gera heiminn betri. Suarez forsætisráð- herra og Juan Carlos Spánarkon- ungur komu báðir heim úr leyfum sínum er þeim bárust fregnir af andláti páfa. Útvarp kristinna hægrisinna í Líbanon skýrði frá láti páfa og sagði að páfi hefði dáið úr sorg yfir því hvernig kristnir menn í Líbanon væru leiknir. Carter Bandaríkjaforseti var í hópi þeirra mörgu þjóðarleiðtoga sem minnzt hafa páfa og sagði þar: „Það vakti mér djúpan harm að heyra um fráfall Páls páfa, en hann var maður sem i lífi sínu og starfi var mér uppspretta mikils siðferðilegs innblásturs. Hann var einlægur friðarsinni og stórbrot- inn andlegur leiðtogi og verður saknað af öllum, ekki aðeins af þeim sem deildu sömu trúarskoð- un og hann." Elísabet Bretadrottning lofaði mjög í umsögn sinni um páfa þrotlausa viðleitni hans til að koma á friði í heiminum. I orðum Callaghans forsætisráðherra sagði að hann hefði metið mikils þá ríku mannúð sem Páll páfi hefði verið gæddur og hann hefði virt þá miklu þekkingu sem hann hefði aflað sér um hvert mál sem um hendur hans hefði farið. En umfram allt yrði hans minnzl fyrir framlag sitt í þágu friðarins í heiminum. Rússland: Sovézkur andófsmað- ur fær brott- fararleyfi Munchen. Muskvu. 7. ávú>t. \I* — Ki utrr SOVÉZKUR andófsmaður og heimspekingur að nafni Alexand- er Zinoviev kom til MUnchenar aðfararnótt mánudags ásamt fjölskyldu sinni eftir að sovézk yfirvö.d höfðu skyndilega gefið honum brottfararleyfi 18. júlí s.l. Hann hafði áður fengið brottfar- arleyfi í marz á síðasta ári. cn yfirvöld afturkölluðu það án skýringa. Hann mun stunda kennslu og fyrirlestrahald í Munchen í eitt ár. Zinoviev, sem vikið hafði verið úr embætti við háskóla í Moskvu vegna gagnrýni sinnar á sovézk yfirvöld, sagði við komuna til Munchenar, að þær aðferðir, sem andófsmenn heðu notað hingað til, hefðu ekki gefizt nógu vel og innan skamms yrðu teknar upp aðrar aðferðir. Hann sagði einnig, að það væri vonlaust verk að ætla að hindra sjálfstæöa hugsun og skoðana- myndun í jafnstóru landi og Sovétríkjunum og slíku ríki væri sjálfsgagnrýni nauðsynleg. Aðspurður sagðist Zinoviev ekki geta sagt til um hvort hann mundi snúa aftur til Sovétríkjanna að ári liðnu; það væri undir yfirvöldum komið, hins vegar sagðist hann vona að svo mætti verða. Níels P. Sigurðsson og ólafía kona hans í Páfagarði í desember í fyrra, er Níels var að afhenda skilríki sín sem sendiherra fslands í Páfagarði. Misheppn- uðflugráns- tilraun Barcelona Amsterdam 6.-8. ágúst. AP. Reuter. TUTTUGU ára gamall Hol- lendingur að nafni Paul Gokkel gerði á sunnudag misheppnaða tilraun til að ræna flugvél af gerðinni DC-9 frá hollenzka flugfélaginu KLM og ætlaði hann að neyða flugstjóra vélarinnar tii að fljúga til Alsír, en vélin var á áætlunarleið sinni frá Amsterdam til Madrid. Þremur af farþegum flugvélarinnar ásamt einum af áhöfn hennar tókst þó fljótlega að yfirbuga Gokkel. Hann var vopnaður leikfangabyssu og með brúsa. sem hann sagði innihalda sprengiefni. en reyndist vera gasolia. Þessi flugránstilraun er hin fvrsta eftir samkomulag sjö þjóða í Ronn í síðasta mánuði um aðgerðir til að sporna við flug- ránum. Hollenzka vélin hafði verið um hálfa klukkustund á lofti er Gokkel ruddist inn í flugstjórn- arklefann og beindi byssu að flugstjóranum og skipaði honum að fljúga vélinni til Alsír. Flug- stjórinn varð við skipun hans og reyndi að fá leyfi alsírskra flugyf- irvalda til að lenda vélinni þar, en var neitað, auk þess sem tii þess kotn ekki að þyrfti að lenda vélinni. Eftir að Gokkel hafði verið yfirbugaður var vélinni flogið til Barcelona, þar sent lögreglan tók Gokkel til yfirheyrslu. Eftir að eldsneyti hafði verið sett á vélina var henni flogið samkvæmt áætl- , un til Madrid. Flugstjóri vélarinnar sagð; að Gokkel hefði sagzt þreyttu- tö vera í Hollandi og vildi kotv.isi til Alsír. Hann sagði otnmg,. að Gokkel hefði verið auga- óstyrkur. Að sögn spænsku fre stofunn- ar EFE hefur hollenzk ‘ndiráðið í Barcelona far'k' f> . . 'a Gokkel afhenta tenzkum r- völdum, þar ser ;raun harts hafi verið gerð á hoí , ku flugstjórn- arsvæði. ■ Páfi þiggur blómakrans að gjöf frá ungri stúlku frá Tahiti sem kom til hans f viðtalstima sem hann hafði f viku hverri og var öllum opinn. Páll páfi var fæddur í Cencesio, við rætur itölsku Alpanna þann 26. september 1897. Hann var skírður Giovanni Battista Enrico Antonio Maria Montini. Faðir hans stóð m.a. að útgáfu blaðs í Brescia þar sem hann ólst upp og sat á þingi þrjú kjörtímabil. Móðir hans, sem var af aðalsættum, varð kunn í Brescia fyrir störf sín að líknar- málum. Hann var veikbyggður drengur og hann var úrskurðaður óhæfur til að gegna herþjónustu í fyrri heimsstyrjöldinni vegna heilsubrests. Hann lagði fyrir sig prestnám og ungur var hann skipaður til starfa í Varsjá en hann var það aðeins skamma hríð; enn á ný var það lélegt heilsufar sem setti strik í reikninginn. Hann varð síðar fastur starfsmaður Páfagarðs og einn nánasti ráðgjafi Píusar páfa 12. eftir að hann var kjörinn páfi skömmu fyrir seinni heimsstyrjöldina. Það' varð og síðar hlutskipti hans að verja Píus 12. að honum látnum vegna ásakana um að hann hefði aldrei fordæmt útrýmingarherferð naz- Að Páli páfa látnum Umfram allt var hann mikill og einlægur boðberi friðar og réttlæt- is og lét óspart í sér heyra þegar þau efni voru annars vegar. Hann var fyrsti páfinn sem fór í ferðalög utan Italíu og gerði víðreist, þótt heimsókn hans til Landsins helga teljist líklega eftirminnilegust. Hann lagði sig í framkróka um að ná til Austur-Evrópulanda og fyrstur páfa veitti hann áheyrn ýmsum kommúnistaleiðtogum. Hann lét kirkjuþingið, sem Jó- hannes 23. hafði kallað saman, halda áfram að starfa og hann fékkst við ýmis stjórnarleg mál innan Páfagarðs sem honum fannst breytinga þörf á. Boðberi friðar og mannúðar PÁLL páfi leiddi milljónir rómversk-kaþólskra í fimmtán ár, án mikilla breytinga og umbrota í öllum þjóðfélögum, þar sem endurnýjunar var þörf, ekki hvað sízt var augljós þörfin að hleypa ferskara lofti inn í trúaríega umræðu, afstaða rómversk-kaþólsku kirkjunnar var gagnrýnd og þótti um margt stöðnuð. Þó var Páll áreiðanlega framan af páfadómi sínum frjálslyndur og umbótasinnaður, en hin siðustu ár komu iðulega upp mál sem vöktu upp deilur um þá afstöðu sem Páll páfi tók og þótti hann ekki alitaf vera í takt við tímann né horfast raunsætt í augu við samtiðina og ýmis mannleg og félagsleg vandamál hennar. Páli páfa var verulegur vandi á höndum, þegar hann settist á páfastól í júní 1963. Fyrirrennari hans Jóhannes 23. var að vísu páfi í aöeins fimm ár og upprunaiega kjörinn sem málamiðlunarpáfi. En hann reyndist síðan skörulegur kirkjufaðir, manneskjulegur og glaðvær og vann hugi og hjörtu manna vítt um veröld. Montini kardínáli, sem Páll páfi hét, áður en hann tók sér Pálsnafnið, var andstæða Jóhannesar í flestu. Hann var alvörugefinn maður, viðkvæmur í lund og skaplyndi hans í flestu mjög frábrugðið því sem verið hafði um Jóhannes 23. Um flest nálgaðist hann viðfangs- efni sín á annan veg. Vitsmuni hans dró enginn í efa enda þótt skoðanir hans þættu, einkum sem árin liðu, all íhaldssamar og mörgum fyndist sem áhrif ka- þólsku kirkjunnar færu allmjög þverrandi, ekki sízt vegna þess að páfi lagðist gegn ýmsum hug- myndum samtímans sem ekki þótti stætt á öðru en kirkjan tækist á við. Af þessum málum olli mestu fjaðrafoki að hann skipaði vinnu- nefnd til að gera úttekt á því, hvort tímabært væri að róm- versk-kaþólska kirkjan breytti afstöðu sinni til notkunar getnað- arvarna. Nefndin starfaði og lagði fram ýmsar breytingatillögur en þegar til kom féllst páfi ekki á þær og hélt fast við þær skoðanir að notkun getnaðarvarna samrýmd- ist ekki trúarskoðunum kaþólikka. Þetta veikti um margt stöðu hans og eins þótti það merki um íhaldssemi að hann var ófáanlegur til að taka þátt í umræðum um hjónaskilnaði og fóstureyðingar á málefnalegan hátt. I báðum þess- um atriðum, sem teljast veigamik- il meðal rómversk-kaþólskra manna, beið þó kirkjan lægri hlut og eins og allir vita eru þau fóstureyðingariög, sem eru að ganga í gildi á Italíu, fullkomlega sambærileg við slíkar löggjafir í skandinavískum löndum. Þetta og fleira var Páli páfa hnekkir, og sjálfsagt verður margt af því, sem hann gerði og sagði í páfadómi sínum, umdeilt enn um langa hríð. En það breytir ekki þeirri stað- reynd að um margt skilur hann eftir ýmis spor og hann braut upp á nýjungum sem merkar þóttu. Hann þótti hugrakkur maður og laus við tildur; einlægni hans og innilega trúarvissu dró enginn í efa. Ekki var séð að honum væri brugðið er bólivískur málari sýndi honum banatilræði á Filipseyjum árið 19og hafði slíkt aldrei gerzt áður að gerð væri líkamleg atlaga að páfa. Þegar Páll fór í heimsókn sína til Jerúsalem kysstust þeir „sögu- legum kossi“, hann og Áthenagor- as heitinn, patríarki í Konstantín- ópel og andlegur leiðtogi 150 milljóna fylgjenda rétttrúnaðar- kirkjunnar. I flestu sýndi Páll vilja til að auka vinarþel þjóða í millum og ýmsir eru á því að fyrir þá vi leitni sem hann sýndi í því — þótt hún bæri ekki alltaf snöggan árangur — verði hans lengst minnzt. Á síðari árum einkenndist stjórn hans af of mikilli stífni og einhæfni og hann leitaði þá síður út fyrir Páfagarð og virtist gera sig ánægðan með að snúa sér til örfárra náinna ráðgjafa sinna sem margir segja að hafi orðið alltof valdamiklir þessi síðustu ár, enda Páll páfi þá sjúkur maður. En þrátt fyrir það fylgdist hann með á sviði heimsmálanna til síðustu stundar; þegar Aldo Moro var rænt sl. vor sendi páfi frá sér áskorun þar sem hann kvaðst á hnjánum biðja ræningjana þyrma Moro. Þegar Mogadishuflugránið fræga stóð sem hæst bauðst páfi til að fara í gísla stað á vald mannræningjanna. Þannig muna Pál páfa margir, hann lyftir upp höndum og biður heimi friðar og blessunar. Myndin var tekin í Fæðingarkirkjunni í Betlehem.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.