Morgunblaðið - 09.08.1978, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 09.08.1978, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 15 • Reykjavíkurleikarnir í frjálsum íþróttum hefjast á Laugardalsvellinum í kvöld og verður þá í fyrsta skipti notuð hin nýja hlaupabraut vallarins. Allir beztu frjálsíþróttamenn íslands verða meðal keppenda og að auki margar heimsfrægar stjörnur erlendis frá. Þeirra á meðal Mac Wilkins heimsmeistari í kringlukasti. Á blaðsíðu 17 er rætt við Wilkins og nánar greint frá Reykjavíkurleikunum. Meðfylgjandi mynd tók Emelía af nokkrum erlendu keppendunum á /-- H| Þórvann KA7:5 ÞÓR og KA léku til úrslita í Akureyrarmótinu í knattspyrnu í gærkvöldi og þegar leiknum lauk sáust ótrúlegar tölur á markatöflunni, 7i5 fyrir Þór! Eins og nærri má geta var sóknarleikurinn í fyrirrúmi en lítil áhersla lögð á vörnina. KA skoraði fyrsta markið en Þór næstu 5 mörk. Staðan í hálfleik var 5>2. Þegar korter var eftir var staðan orðin 7i5 og var þá einn Þórsari, Oddur Óskarsson, rekinn af velli. Sóttu KA menn látlaust í lokin en tókst ekki að jafna þrátt fyrir góð tækifæri. Mörk Þórs skoruðu Jón Lárusson 3, Sigurður Lárusson 2 og Óskar Gunnarsson 2. Mörk KA skoruðu Eyjólfur Ágústsson 2. Ármann Sverrisson, Óskar Ingimundarson og Sigurbjörn Gunnarsson eitt mark hver. _ Sigb. G/SS 700 áhorfendur voru á leiknum og skemmtu þeir sér konunglega. Sigurður Haraldsson hefur ekki fengið á sig mark Í17 klukkustundirog Valureríúrslrtum bikarsins ÞAÐ FER AÐ líða að því að Sigurður Haraldsson hafi staðið í marki Vals í sólarhring án þess að fá á sig mark. í gærkvöldi vann Valur Þrótt 1.0 í undanúrslitum bikarkeppni KSÍ og cru nú liðnar 1016 mínútur eða tæplega 17 klukkustundir síðan Sigurður mátti síðast gjöra svo vel og hirða knöttinn úr netinu. Valur er nú kominn í úrslit bikarkeppninnar og andstæðingar þeirra þar verða annað hvort ÍA eða Breiðablik. í gærkvöldi mátti Sigurður Haraldsson taka á allri sinni snilli, því Þróttarar gáfu Valsmönnum ekkert eftir og hefðu allt eins getað hirt bæði stigin í leiknum. Það var ekki fyrr en fimm Þróttarar eiga hrós skilið fyrir mínútur voru til leiksloka að Jón frammistöðuna í leiknum í gær- kvöldi, en lánið lék ekki við þá. og Einarsson og Jóhann Hreiðars- son. Einarsson tryggði Val sigur í leiknum eftir að hafa fengið góða sendingu frá Atla Eðvaldssyni utan af hægri kantinum. Jón var á auðum sjó í miðjum vítateigi Þróttar og Rúnar Sverrisson markvörður Þróttar átti enga möguleika á að verja. Valur átti gott færi í upphafi leiksins, en síðan gerðist lítið í leiknum fyrsta hálftímann. Ef á fyrri hálfleikinn er litið í heild áttu Þróttarar fleiri skot á mark andstæðingsins og þannig áttu Sverrir Brynjólfsson, Halldór Arason og Baldur Hann- esson góð færi á að skora. Magnús Bergs átti færi hinum megin á vellinum og einu sinni björguðu Þróttarar á línu. Fyrri hálfleikurinn var mjög líflegur, mikil barátta í Þrótti og Valsliðið náði sér aldrei á strik. I seinni hálfleiknum dofnaði yfir báðum liðum, leikurinn fór að mestu fram á miðjunni og allt gat gerzt. Valur skoraði síðan mark sitt er fimm mínútur lifðu af leiktímanum og við það sat. Valur er því kominn í úrslit bikarkeppninnar, en liðið hefur unnið keppnina tvö síðastliðin ár. Beztu menn Vals í þessum leik voru Sigurður markvörður, sem sannarlega er kóngur í ríki sínu í vítateignum. Hörður, Magnús og Atli léku allir vel. Beztir í liði þeirra voru Baldvin Hannesson, Sverrir Brynjólfsson Dómari var GNAR Magnússon og dæmdi hann miðlungi vel. - áij/ — gg Atli Eðvaldsson þrumar knettinum upp í baknetið. Dómarinn blés þá ófriðlega í flautuna. enda hafði Atli oltið eins og skriða yfir Rúnar markvörð. (Ljósm. — gg.) ÞRÓTTARAR HÉLDU ÚTÍ85 MÍIMÚTUR FYRSTA GULLIÐ í GOLFINU FÓR TIL KYLFINGA í GK KYLFINGAR úr Golfklúbbnum Keili urðu sigurvegarar í sveita- keppninni á Islandsmótinu í golfi. sem hófst í gær. Keilismenn léku á 30J höggum. en GR á 306 höggum. I fyrra urðu sveitirnar jafnar. en Keilismönnum var dæmdur sigurinn eftir alþjóðlegum reglum. I gær var einnig leikið í öldungaflokki íslandsmótsins og þar sigraði Ólafur Ágúst Ólafsson. GR. bæði með forgjöf og án. í sveit Keilis, sem sigraði í gær, voru þeir Sveinn Sigurbergsson, Hálfdán Karlsson, Júlíus R. Júlíusson, Magnús Birgisson, Sig- urður Thorarensen og Magnús Halldórsson. Tveir Keilispiltar léku á beztu skori í sveitakeppn- inni, Hálfdán á 73 höggum og Sveinn á 75 höggum. Björgvin Þorsteinsson og Óskar Sæmunds- son léku á 76 höggum. Björgvin Þorsteinsson og Óskar Sæmunds- son á 76 höggum, Júlíus R. Júlíusson og Sigurður Hafsteins- son léku á 77 höggum. Eins og áður sagði léku Keilis- menn á 304 höggum, sveit GR á 306 höggum og sveit GS á 315 höggum, en leikið var á heimavelli þeirra í Leirunni. Akureyringar léku á 338 höggum, NK á 344 höggum og sveit Selfyssinga, sem nú var í fvrsta sinn með í sveitakeppninni, lék á 375 höggum. I öldungakeppninni á Nesvellin- um var Ólafur Ágúst Ólafsson maður dagsins. Hann lék 18 holurnar á 78 höggum og var öruggur sigurvegari án forgjafar. Með forgjöf sigraði hann einnig, nettóskor hans var 69 högg. Marteinn Guðjónsson, GV, varð annar án forgjafar á 81 höggi og hann varð þriðji með forgjöf á 71 höggi. Kristinn Bergþórsson, NK, varð annar með forgjöf á 80 höggum. Þriðji án forgjafar varð Jóhann Eyjólfsson, GR, á 83 höggum og þar varð fjórði Hólm- geir Guðmundsson, GS, á sama skori. Jón Thorlacíus, GR, og Magnús Guðmundsson, NK, urðu 4. og 5. með forgjöf, báðir á 72 höggum nettó. Á blaðsíðum 16 og 17 er fjallað um Islandsmótið í golfi og rætt er við nokkra valinkunna kylfinga úr öldungaflokki. —áij • Sveit Keilis, sem vann í sveitakeppninni í golfi, frá vinstri Sveinn Sigurbergsson, Hálfdán Karlsson, Júlíus R. Júlíusson, Magnús Birgisson og Sigurður Thoraren- sen. Á myndina vantar Magnús Halldórsson. (Ljósm. Óskar Sæmundsson.) Björgvin var bestur JAÐARSMÓTIÐ í golfi íór fram á Akureyri um helgina. 97 keppendur tóku þátt, völlur var góður svo og veður. Árangur Björgvins Þorsteinssonar. GA. er athyglisverðastur. en hann vann keppnina án forgjafar á 119 höggum og varð síðan í 2. sæti í keppninni með forgjöf. á 117 höggum. Björgvin er með +1 í forgjöf á þessu móti. Þorbjörn Kjerbo varð í öðru sæti með 158 högg. Hilmar Björgvinsson GS og Sigurjón Gíslason GK urðu jafnir í þriðja sæti á 160 höggum og þrír kcppcndur komu þar á eftir með 162 högg. þeir Árni Jónsson GA. Gylfi Kristinsson GS og Gunnar Þórðarson GA. Guðlaugur Kristinsson GS fór á 164 höggum og Jón Þ. Gunnarsson á 165. Næstu tveir voru Sigurður Pétursson GR og Eyjólfur F. Jóhannsson á 169 höggum hvor. I forgjafarkeppninni sigraði Guðlaugur Kristinsson GS. á 112 höggum nettó og Björgvin varð í öðru sæti eins og fyrr segir á 119 höggum. Kristín Pálsdóttir sigraði í kvennakeppninni á 188 höggum og Karólína Guðmundsdóttir varð í öðru sæti með 199 högg. Asgerður Sverrisdóttir varð þriðja á 211 höggum. í forgjafarkeppninni voru þær Karólína og Ásgerður jafnar. en Ásgerður hafði betur í bráðahana. Keppni þessi gaf stig til landsliðs og fékk Björgvin alls 25.65 stig. Þorbjörn 22.95. Ililmar 18.90 og sömuleiðis Sigurjón. Aðrir fengu fa'rri stig. tm/gg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.