Morgunblaðið - 09.08.1978, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.08.1978, Blaðsíða 32
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 18 TEITUR HELT, SPENNUNNI I ALLSVENSKAN TEITUR Þórðarson var á skotskónum er toppliðin í 1. deildinni í Svíþjóð, Öster og Malmö, mættust á heimavelli Öster á sunnudaginn. Teitur gerði eina mark leiksins og eru lið Öster og Malmö nú efst og jöfn í efsta sætinu í Allsvenskan. í fyrirsögn í Dagens Nyheter segir „Teitur bjargaði Allsvenskan“. Ef Malmö hefði unníð leikinn hefði keppnin í deildinni orðið heldur daufleg því Malmö hefði þá náð fjögurra stiga forystu. Keppnin er nú tæplega hálfnuð í Svíþjóð og enn er mikil keppni á toppi og botni deildarinnar. Lið Oster barðist mjög vel á móti meisturunum frá Malmö og siftur liðsins var verðskuldað- ur. Þetta var í annað skiptið í sumar, sem Malmö tapaði í Allsvenskan 0« mark Teits aðeins fjórða markið, sem liðið fékk á sig í 12 leikjum, Qster er enn eina liðið, sem ekki hefur tapað í deildinni og árangur liðsins hefur komið mjög á óvart, þvt það er skipað ungum leikmónnum, sem ekki var búizt við að yrðu ofar en um miðja deildina. Viðtöl voru við Teit í sænsk- um biöðum á mánudaginn og sömuleiðis í sænska sjónvarp- inu. I Dagens Nyheter segir Teitur að möguleikar liðs hans séu nú miklir á að hljóta sænska meistaratitilinn, en mikið sé þó eftir af keppninni og liðið vanti trúlega keppnisreynslu. Alls staðar er talað um Islendinginn Teit, sem nú er þriðji marka- hæstur í 1. deildinni, hefur skorað 6 mörk. Mark Teits kom á 67. mínútu leiksins við Malmö og þarf varla að hafa mörg orð um fagnaðarlæti 15 þúsund áhorfenda, sem flestir voru á bandi heimaliðsins Öster. Malmö og Öster hafa bæði 19 stig að loknum 12 leikjum, en markatala Malmö er betri. Norrköping er síðan í þriðja sæti með 15 stig og Kalmar hefur hlotið 14 stig. Neðst eru Átvidaberg, Hammarby og Vesterás með 7 stig. — áij VOGTS ILLA FÓTBROTINN Markaregn í 1. umferð þýzku bikarkeppninnar FERLI Berti Vogts sem atvinnumanns í knattspyrnu lauk trúlega á laugardaginn er fyrsta umferðin fór fram í v-þýzku bikarkeppninni. Um miðjan síðari hálfleik viðureignar Borussia Mönchengiadbach og Wuppertal lenti Vogts í árekstri við miðvörð andstæðinganna með þeim aflciðingum að hann þríbrotnaði á hægri fæti. Vogts hefur 96 sinnum leikið í v-þýzka landsliðinu og var fyrirliði liðsins á HM í Argentínu í vor. Að þeirri keppni lokinni tilkynnti Vogts að hann myndi ekki framar leika með v-þýzka landsliðinu. Hann hugðist leika með Borussia eitt keppnistímabil enn, en síðan taka að sér unglingaþjálfun hjá v-þýzka knattspyrnusambandinu. Lækn- ar sögðu um meiðsli Vogts að þau væru mjög erfið viðureignar og það eina sem hægt væri að gera, væri að bíða og vona hið bezta. Borussia vann leikinn gegn Wuppertal með 4 mörkum gegn 2, en þó sex mörk væru skoruð í honum var það lítið miðað við nokkra aðra leiki 1. umferðar bikarkeppninnar. Dieter Höness skoraði 7 mörk er Stuttgart vann áhugamenn frá Spandau 12:0. Wolfgang Voege skoraði 6 sinnum er Borussia Dortmund vann áhugamannalið frá Schwenningen 12:0. Klaus Fischer skoraði þrennu er Schalke 04 vann Múnchen 1860 5:0 í keppninni en 128 lið tóku þátt í 1. umferðinni. Hamborg SV tapaði 2:1 eftir framlengingu • Berti Vogts hampar einum af mörgum verðlaunagripum sem hann hefur unnið til ásamt félögum sfnum. Kappinn ligg- ur nú stórslasaður á sjúkra- húsi. fyrir nýliðum 1. deildar frá Arminia Bielenfeld. Kevin Keegan átti stórleik, en félögum hans tókst ekki að nýta sér færin, sem Keegan skapaði í leiknum. — áij. Námskeið í borðtennis BORÐTENNISSAMBAND Is- lands mun gangast fyrir nám- skeiði fyrir borðtennisiðkendur. Námskeiðið verður haldið dagana 19.—31. ágúst að Heiðarskóla í Borgarfirði ■ (skammt frá Akranesi). Aðal- leiðbeinandi á námskeiðinu verður danski þjálfarinn Karst- en Flemming. Honum til aðstoð- ar veröa Stefán Konráðsson og Björgvin Jóhannesson. í Heiðarskóla er öll aðstaða mjög góð. Stórt íþróttahús, sem verður aðal æfingaaðstaðan, en auk þess verða notaðar stórar kennslustofúr. Skrifstofur ÍSÍ sími 83377 og skrifstofa UMFÍ símar 12546 og 14317 veita einnig upplýsingar og taka á móti skrámngum. Frestur til að tilkynna þátt- töku rennur út mánudaginn 14. ágúst. Greiðsiu skal komið til Birkis Þ. Gunnarssonar, Húsgangavali h.f. Hátúni 4, í síðasta lagi 14. ágúst. (Úr fréttatilkynningu frá Borðtennissambandi Islands). Jafntefli hjá Knapp og Hooley LILLESTRÖM og Viking gerðu jafntefli í 1. -deild norsku knattspyrnunnar um helgina. Úrslitin urðu Ll, en leikið var í Lilleström. ÚLFARAR ÞESSARA LIÐA ERU ÞEIR Joe Hooley og Tony Knapp. báðir góðkunningjar íslcnzkra knattspyrnumanna. Lilleström og Start hafa nú forystu í deildinni. bæði með 19 stig eftir 13 leiki, en Viking er í 2. sæti með 18 stig. Ekki verður annað sagt en Tony Knapp hafi náð góðum árangri með Viking það sem af er keppnistímabilinu. í fjórða sæti í Norcgi er Válerengen með 16 stig, en Brann, sem ÍA lék við í Evrópukeppni í fyrra, hefur 15 stig. Neðst eru Glimt með 6 stig og Molde með 5 stig. í Danmörku hefur Vejle forystu í 1. deildinni með 23 stig eftir 16 leiki, en B1903 og KB hafa 22 stig. Ncðst er Köge með 7 stig, cn liðið er eina áhugamannaliðið í dönsku 1. deildinni. - áij 6:0 hjá Celtic og Liverpool EVRÓPUUMEISTARAR Liverpool unnu stórsigur á Basel í vináttuleik í Sviss um helgina. Urslitin urðu 6i0 (4i0) og skoruðu þeir Kennedy (2), Dalglish, Ilughes, Case og Bladinger (sjálfsmark) mörkin í leiknum. AZ 67 sigraði Ipswich 2i0 á sunnudaginn í knattspyrnumóti í Brugge í Belgíu. Kist skoraði bæði mörkin í úrslitaleiknum. í leik um þriðja sætið vann Brugge stórsigur á Wacker frá Austurríki, 5,1. Meðal leikja í ensk-skozku bikarkeppninni um helgina var viðureign Clyde og Celtic. Jóhannes Eðvaldsson og félagar hans unnu með yfirburðum, 6,0. Þjálfara- námskeið KNATTSPYRNUSAMBAND ís- lands ráðgerir knattspyrnu- þjálfaranámskeið á III. stigi í Reykjavík dagana 8.—14. sept, n.k. Kennt verður á daginn. Aðalkennari á þessu nám- skeiði verður dr. Juri Ilichew landsliðsþjálfari. Þeir einir hafa rétt til þátttöku í þessu nám- skeiði er iokið hafa I. og II. þjálfarastigi KSÍ og starfað hafa að þjálfun a.m.k. s.l. 2 ár, eða íþróttakennarar sem starfað hafa að knattspyrnuþjálfun í sama tíma. Þeir sem uppfylla eftirtalin skilyrði og hafa áhuga á að sækja þetta námskeið geta fengið nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð á skrifstofu KSÍ. Umsóknum sé skilað fyrir 25. ágúst n.k. Þátttaka er takmörkuð. (Fréttatilkynning frá KSÍ). UBK-ÍA ÍKVÖLD Síðari leikurinn í 4 liða úrslitum Bikarkeppni KSÍ, fer fram á Kópavogsvellin- um í kvöld og hefst klukk- an 19.00. Þá eigast við lið Breiðabliks og IA. HM í K N A T T S P Y R N U errie AM, LÆú© PEeöa EUULEhlo - HUtrAl? BESTU lcUMT- Sf’VeMOMeuO A uJGMBLEV HUJdTAAfc t>a£>TrAJ'lPO<ir- im afhenj&í e- ÖOOÖYMOORE HIMM íHAJJÓA &IKAR1.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.