Morgunblaðið - 09.08.1978, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.08.1978, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. AGÚST 25 fclk í fréttum + Þetta er götu-hasar-mynd frá stórborginni New York. — Geðtruflaður maður fyrrum hermaður á Víetnamvígstöðvunum, hóf skyndilega skothríð út um glugga á húsi einu í Brooklynhverfi. Lögreglumennirnir töluðu við skotmanninn gegnum hátalara. Stóð taugastríðið við að fá manninn til að leggja niður vopn án þess að beita skotvopnum gegn honum í 14 klukkutíma. + Þessi blómavinur, sem er að vökva blómin í stigahúsi í Hvíta húsinu í Washington, hefur verið ráðunautur Bandaríkja- forseta í baráttunni gegn eiturlyfjum. Nú virðist sem hann hafi misstigið sig í starfinu. Sér- fræðingurinn sem heitir Peter Bourne hefur óskað eftir því að vera leystur frá störfum, meðan rann- sókn lögreglunnar á máli hans fer fram. + Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna heiðraði í sumar þessa öldruðu konu fyrir störf hennar að málefnum stofnunarinnar. Þessi kona er Lillian Carter, móðir Bandaríkjaforseta, Jimmy Carters. Er myndin tekin af henni á flugvellinum í Rómaborg, er hún ávarpaði blaðamenn við komu sína þangað til að taka á móti heiðurspeningi frá Matvælastofnuninni. Ödýrar Spánarferðir fyrir ellilífeyrisþega Ellilífeyririnn nægir fyrir lang- tíma dvöl á Mallorca í vetur FYRIR nokkrum árum hóf ferða- skrifstofan Sunna að skipuleggja ódýrar sólariandaferðir bæði til iengri og skemmri dvalar. sér- staklega ætlaðar ellilífeyrisþeg- um. Farið er til Mallorca og Kanaríeyja. en ferðirnar hafa verið skipulagðar í samvinnu við ýmsa hópa og félagasamtök víða um land. og dvalist í eina, tvær og allt upp í tólf vikur í senn. Farið er í þessar ferðir yfir vetrarmánuðina, eða á þeim tíma árs, sem minnstir möguleikar eru á góðu og staðföstu veðri á íslandi. Áhersla er lögð á það að hóparnir séu af hæfilegri stærð svo fólk hafi möguleika til þess að kynnast vel innbyrðis. Hafa ferðir þessar hlotið góðan hljómgrunn og hafa margir aldraðir farið í slíkar ferðir ár eftir ár. Vegna mikilla viðskipta á Spáni hefur ferðaskrifstofunni Sunnu tekist að ná hagkvæmum samn- ingum um dvalarkostnað fyrir ellilífeyrisþega og hefur notið til þess fyrirgreiðslu opinbcrra aðila á Spáni. Á þessu hausti er um þrjár ferðir að ræða og eina eftir áramót. Fjögurra vikna verð kostar um 116 þúsund krónur, en tuttugu og fimm daga ferð kostar 98 þúsund krónur. Brottfarardag- ar eru 1. og 29. október og 26. nóvember. Ennfremur verður efnt til þriggja mánaða dvalar . frá 3. janúar til 6. apríl. Verðið á þeirri ferð er miðað við ellilífeyrinn, eins og hann er frá Tyggingastofnun ríkisins að viðbættri tekjutrygg- ingu og er í dag gert ráð fyrir að það verði um 84 þúsund á mánuði, eða um 252 þúsund fyrir þrjá mánuði að því er segir í fréttatil- kynningu frá ferðaskrifstofunni Sunnu. um mánadarmótin SAMTALS voru 138 manns á atvinnuleysisskrá í landinu um síðustu mánaðamót, en það er 80 manns færra en var á skrá yfir atvinnulausa 30. júní sl. Sam- kvæmt upplýsingum Félagsmála- ráðuneytisins voru atvinnuleysis- dagar í júlí einnig færri en í júní. voru 2.612 í júlí en 3.963 í júní. Af hinum atvinnulausu voru 72 karlar og 66 konur. Flestir hinna atvinnulausU, eða 112, voru í kaupstöðum landsins. Ekkert atvinnuleysi var skráð í kauptún- um með um 1000 íbúa, en 26 voru atvinnulausir í öðrum kauptúnum landsins. Skipting atvinnulausra í kaup- stöðum landsins um síðustu mánaðamót var sú að verkamenn ög sjómenn voru 42, einn iðnaðar- maður var atvinnulaus svo og 19 aðrir karlmenn. Verkakonur og iðnverkakonur voru 37, og aðrar atvinnulausar konur 13. í Reykja- vík voru 40 karlmenn og 14 konur atvinnulaus um síðustu mánaða- mót. Næst Reykjavík kom Kefla- vík með 16 konur og fimm karlmenn atvinnulaus. Framkvæmdum Scanhouse íNígeríu: Miðar flestum samkvæmt áætlun FRAMKVÆMDUM Scanhouse í Okitipupa í Nígeríu miðar flest- um samkva'mt áætlun þrátt fyrir að rigningar undanfarnar vikur og mánuði hafi valdið erfiðleik- um. sérstaklega í sambandi við jarðvinnu og aðdrætti til fram- kvæmdasva'ðanna fimm. að því er Mbl. hefur fregnað. Þrátt fyrir erfiðleikana ríkir bjartsýni hjá fyrirtækinu á afköst og árangur, því að framundan er þurrkatími og verið er um þessar mundir að taka á móti og setja upp nýjar steypustöðvar, krana og önnur tæki. Aðallega hefur hingað til verið unnið að undirstöðum og botnplöt- um en þessa dagana er verið að stilla upp veggjamótum. Mót þessi eru framleidd á íslandi og eru flekamót með stálgrind og vatns- heldu krossviðaryfirborði. Fljót- legt og handhægt er að færa þessi mót frá einum vogg til annars og milli bygginga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.