Morgunblaðið - 09.08.1978, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.08.1978, Blaðsíða 24
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGUST GRANI göslari BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Að austur skyldi ekki opna ætti að vera lesendum vegvísir í fremur auðveldri úrspilsæfingu. Gjafari norður, allir á hættu. Norður S. G1062 H. D10863 T. 73 L. 108 Suður S. ÁK3 H. ÁKG4 T. Á5 L. DG42 Samningurinn er fjögur hjörtu eftir þessar sagnir: Norður pass 2 T 3 L 1 Iljörtu ok Vostur anir pass. pass pass Austur pass dobl Ef við hefðum farið til Ibiza þá hefðirðu bara jagazt út af hita og skorkvikindum í staðinn. Litsjónvörp krabbameinsvaldur? Hér fer á eftir pistill frá Kristjáni Jóhannessyni þar sem hann fjallar um þá spurningu hvort verið geti að litsjónvörp séu á einhvern hátt hættuleg heilsu manna: „í Dagblaðinu mánudaginn 31. júlí s.l. var grein um byltingu og gerbreytingu á sjónvarpstækjum eftir 1980, sem Japanar standa fyrir. Það sem ég rak augun aðallega í, var að þessi nýi skjár ku vera mikið öruggari en sá gamli, slysahætta minni, en eink- um þó að þessi nýi skjár er alveg laus við hættulega röntgen-geislun „en hún er helzti ókostur og hættupunktur litsjónvarpstækja" eins og blaðið segir og hefur eftir ensku tækniriti. Ég hefi heyrt þetta áður, að hættuleg röntgen-geislun gæti fylgt sjónvarpstækjum og þó einkum litsjónvörpum. Ég var einmitt að fá mér litsjónvarp og því tæki fylgdi ábyrgðarskírteini frá framleiðenda, þar sem tekið er fram að sá röntgengeislaskammt- ur sem tækið gæfi frá sér væri langt fyrir neðan þau mörk sem lögum samkvæmt væru ákveðin og væri heilbrigði viðskiptávinarins þess vegna ekki í hættu við að horfa á tækið. Auðvitað þótti mér gott að vita þetta og vildi komast að því hvort slík skírteini fylgdu fleiri tækjum, sem hér væru seld. Ég hringdi því í einn sölumanninn en hann sagði að engin slík ábyrgð fylgdi sínum tækjum og þegar ég minntist á, hvað staðið hefði í Dagblaðinu um röntgengeislahættu litsjónvarps- tækja, sagði hann orðrétt að enginn hefði drepizt til þessa! Þetta þótti mér kaldhæðnislegt svar. En nú langar mig til að spyrja íslenzk heilbrigðisyfirvöld hvort þau fylgist ekki með því að kaupendur litsjónvarpstækja séu varðir fyrir hættulegum geislum og hvort ekkert eftirlit sé með litsjónvarpstækjunum. í rauninni finnst mér, að íslenzk heilbrigðis- yfirvöld ættu að láta mæla geisla- virkni allra litsjónvarpstækja sem flutt eru inní landið, og þannig fylgjast með því að heilsu fólks sé ekki stofnað í hættu með því að kaupa slík tæki og ættu að fylgja hverju tæki ábyrgðarskírteini, þar sem kaupandinn væri fullvissaður um að tækin væru hættulais. Enginn vill sitja fyrir framan sjónvarp, sem gæti verið krabba- meinsvaldur. Mér finnst einkenni- legt hvað íslenzkir sölumenn sjónvarpstækja virðast koma af fjöllum þegar rætt er um þetta atriði eins og þeir hafi aldrei heyrt minnzt á að tækjunum fylgdi nokkur hætta og virðast taka allar athugasemdir þar að lútandi óstinnt upp. Kristján Jóhannesson.“ • Gott að ferð- ast með strætó Segir bréfritari hér á eftir og vill að komið sé á framfæri pas.s Surtur Pass 21. 2 6 311 2 tíglar norðurs eru neikvætt svar við sterkri opnun og dobl austurs sýnir styrk í tígli. Síðan spyr norður um háliti og góðri lokasögn er náð. Vestur spilar út tígulníu og austur lætur tíuna. Nú taka lesendur við í bili. Þrír gjafaslagir eru sennilegir í láglitunum eftir þetta útspil og okkur dettur fyrst í hug, að austur þurfi að eiga spaðadrottninguna. En þó Ieynast vissir möguleikar í laufinu. Náist slagir á bæði drottningu og gosa má láta í þau tvo spaða úr borði og trompa síðan spaða. Ætti austur laufás og kóng mætti gera þetta með því að spila á tíuna og síðan seinna laufi úr borðinu. En eftir passið í upphafi á austur varla bæði spilin auk góðs tígullitar og varla eru þau á hendi vesturs eftir þetta útspil. Að þessu athuguðu hugsum við um laufní- una. Hvar er hún? Vestur Austur S. D75 S. 984 H. 952 H. 7 T. 982 T. KDG1064 L. A??? l, K?? Við spilum strax lágu laufi og svínum áttunni. Takist það eru tveir laufslagir öruggir og spilið unnið. En fái austur á níuna getum við bæði trompað laufin og svínað spaða. í nÁllFramhaldssaga eftir Manu Lang I | § U fj | | || V lll |J Vr | Jóhanna Kristjónsdóttir íslenzka 34 — Þú hefur sem sagt þá skoðun að hún hafi enga sérstaka ástæðu fyrir að taka þessu svo þunglega. Og hafi ekki átt í meíra hasli en gengur og gerist. — Ég fæ ekki komið auga á það. Það losna engar fjölskyld- ur við dauðsföll öðru hverju. Foreldrar mínir og afar og ömmur og ég veit ckki hvað, þetta er allt dáið. Matti Sandor átti enga eftirlifandi ættingja þegar hann kom hingað í ieyfi sínu haustið það. Hann var að venju glaðlegur í málrómnum eins og honum væri þrátt fyrir allt dálítið skemmt yfir þessu öllu saman en augun voru aivarleg. — Eg hef aldrei fengið það inn í hausinn hvers vegna hún tók því svona þunglcga þegar Zaeharfas á Móbökkum gaf upp öndina. Hann var orðinn eldgamall og við þessu mátti húast á hverri stundu. Og hún hafði svo sem ekki mikið amstur af því. Það eina sem hún þurfti að gera var að senda nokkur skeyti til mannsins síns og ég hjálpaði henni við að sjóða þau saman. Seinna hund- skammaði hann okkur náttúr- lega því að honum fundust skeytin hafa verið of löng og þar af leiðandi of dýr. — Ivar Ivarsson, sagði Wijk lögregluforingi — heyrist mér á öllu að haíi verið alger leiðindanízkupúki. — Já, ég heid hún megi þakka fyrir að hafa ekki þurft að sitja uppi með hann til eilífðarnóns. Hann skipti sér af öllu sem hún kom nálægt og hún mátti varla kaupa í matinn nema spyrja um leyfi fyrst. En honum tókst líka að drepa niður allt frumkvæði í henni og kúga hana fullkomlega. — En ég hefði nú haldið að hún væri komin yfir það núna. Það eru nú þrettán ár síðan hann dó. — Ég veit ekki hvernig þetta mál er vaxið, sagði Klemens, — en jafnskjótt og hann var dáinn, flýði hún á náðir móður sinnar. Henny Hansson var fyrirmyndar- manneskja, en léleg til heils- unnar. Mcðan hún iifði gekk allt vel. Það var engu líkara en Nanna hefði þörf fyrir stuðn- ing hennar. — Hún flutti sem sagt heim til móðurinnar og bjó þar og annaðist hana. — Það er enginn kominn til með að segja hvor annaðist hvora. En það hefur að minnsta kosti allt gengið á afturfótun- um hjá Nönnu eftir að hún varð cin. — Já, sagði Christer hugs- andi. — Hún er sannarlega ákaflega mikið breytt. Eftir að hafa lokið forréttin- um var borinn fram fiskdiskur með humar og rækjum og hörpudiski. Smám saman hafði gestum fjölgað í veitingastof- unni. Tvær þjónustustúlkur þutu fram og aftur og höfðu nóg að gera. Og svo kom stuttnefjan óvenjulega geyst í fasi að borðinu þar sem Klemenson sat með Christer og bcygði sig niður og hvíslaði að honum og reiðitár blikuðu í augum henn- ar. — Það er alveg sama hvað ég kem með, hann setur út á allt. Hann gerir rekistefnu út af öllu. Og ef á að neyða mig til að fara þangað aftur og hlusta á eina móðgunina enn segi ég bara upp á staðnum. — Auðvitað þarftu þess ckki. Siappaðu af í kortér og fáðu þér kaffi f eldhúsinu. Hann getur þá kælt sig á meðan. — Það er ekki að honum að spyrja bévuðum, sagði Klemens og varir hans voru hvítar af bræði. — Ja, HANN hefur að minnsta kosti ekki breytzt nokkra vitund. Það er næstum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.