Morgunblaðið - 09.08.1978, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.08.1978, Blaðsíða 26
30 ' MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST Hert eftir- lit á milli Austur- og Vestur- Berlínar Bcrlín 8. ágúst — AP. TILLAGA um stóraukið eítirlit með ferðum milli Vestur og Austur-Bcrlínar kom fram í flokksblaði kommúnistastjórnar- innar í Austur-Berlín Neues Deutschland. Sagði blaðið að takmarka ætti ferðir á milli Austur- og Vest- ur-Berlínar við ættingjaheimsókn- ir og feröir í trúarlegum, menning- arlegum eða öðrum áríðandi er- indagjörðum. Vangaveltur voru uppi um þess- ar tillögur flokksmálgagnsins og herma fregnir að þær séu svar við dagblaðsskrifum í Vestur-Berlín um að konur í Austur-Berlín selji ferðalöngum blíðu sína fyrir vest- ur-þýzk mörk eða vestur-þýzkar vörur, sem ekki eru á boðstólunum í Austur-Berlín. Christina með bakþanka Christina og Sergei Kauzov í Moskvu fyrir viku síðan. Aþenu, 8. ágúst. AP. Milljarðaerfinginn Christina Onassis sem gekk fyrir viku í hjónaband með rússneskum embættismanni og lýsti því yfir að hún hygðist setjast að í tveggja herbergja íbúð í Moskvu, virðist hafa fengið bakþanka samkvæmt fréttum frá aðilum tengdum Onassis-fjölskyldunni sem spá að hjónabandið fari brátt út um þúfur. Christina birtist óvænt í Aþenu s.l. laugardag og sagðist vera í áríðandi viðskiptaerindum sem tækju tíu daga en skipaútgerðin sem hún erfði að föður sinum látnum er starfrækt í New York, London og Monte Carlo. Haft er eftir ættingjunum hennar að Christina, sem er 27 ára gömul, hafi skyndilega fengið bakþanka varðandi hjónaband sitt og Sergei Kauzovs. Haft er eftir ættingja Hringleiðin efri Laus við vegaryk og holur. slettur og skvettur blindhæðir og beygjur. <fri leiðirnar eru þær öruggustu sem völ er á. Þú getur stansað svo lengi sem þú vilt á ísafirði, Akureyri, Egilsstöðum eða í Reykjavík. Viljir þú styttri hring, er þér það frjálst. Samt færð þú sérstakt hringfargjald. Það er líka kostur. Fullkomin leiósögutæki vísa örugga leiÓ FLUCFÉLAC ÍSLANDS INNANLANDSFLUG Onassis-fjölskyldunnar að Christinu hefði verið mjög brugðið er sögusagnir um að Kauzov væri KGB-njósnari komust á kreik og hefði hún haldið frá Moskvu í þeim tilgangi að ræða málin við skyld- menni sín. Fregnir um að Kauzov væri KGB-njósnari komu frá frétta- stofu í London sem sagði að hann sæi um það að koma njósnurum og starfsmönnum KGB um borð í sovézk flutningaskip. Sagði Lundúnafréttastofa þessi að frétt- in væri komin frá mönnum sem yfirgefið hefðu sovézka flotann. Slúðurblað í Aþenu sagði að fjölskylda Christinu sem hefði verið mjög andvíg hjónabandi hennar og Rússans gerði allt til að fá hana til að yfirgefa Moskvu. Dagblaöið Acropolis sagði að hermálaráðuneyti Bandaríkjanna hefði áhyggjur af hjónabandi þessu þar eð sextíu skip Onassis-skipaflotans, þjóna ýms- um bandarískum hagsmunum. Fyrrverandi eiginmaður Christinu, sem hún skildi við eftir rúmlega eins árs hjónaband á síðasta ári, Alexander Andreadis, er sagður hafa varað hana ein- dregið við því að snúa aftur til Moskvu. Christina og Sergei Kauzov gengu í borgaralegt hjónaband 1. ágúst s.l. og er hjonaband þeirra því ekki viðurkcnnt af grísku orþódox kirkjunni, vegna þess að vígslan var borgaraleg, eigin- maðurinn flokksbundinn kommúnisti og því opinber guð- leysingi. Fyrir viku siðan sagðist Christina ætla að setjast að i Moskvu og koma sér upp fjöl- skyldu. Fréttamenn í Moskvu hringdu í eiginmann hennar og spurðu hann frétta af Christinu í Aþenu. Sagði Kauzov aö hún væri væntanleg bráðlega aftur, en ekki væri endanlega ákveðið hvenær. Bað Kauzov fréttamenn að láta sig og konu sína í friði framvegis og hætta afskiptum af einkalifi þeirra. „Engar er- lendar her- sveitir í Uganda” — segir Amin Nairobi. fi. ágúst. AP — Reuter. IDI AMIN Ugandafurseti bar í dag, sunnudag, harð- Iega til baka fregnir í brezka blaðinu Observer þess efnis, að kúhanskar hersveitir hefðu kumið fursetanum til hjálpar við að bæla niður uppreisn andstæðinga hans í hernum ug uppræta valda- baráttu innan hans, að því er útvarpið í Uganda sagði í dag. Útvarpið hafði eftir Amin, að hver sá sem gæfi heims- valdasinnum og öðrum rang- ar upplýsingar um gang mála í Uganda yrði sóttur til saka og brenndur á báli. En Amin sagði einnig, að Uganda sæi enga ástæðu til að leyna því þótt hersveitir vinveittra ríkja, þar á meðal Kúbu, kæmu til aðstoðar ef með þyrfti. Amin sagðist líta á Kúbani sem vini og þeim væri heimilt að koma til Uganda án persónuskilríkja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.