Morgunblaðið - 11.08.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.08.1978, Blaðsíða 1
32 SÍÐUR 171. tbl. 65. árg. FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 1978 Prentsmiöja Morgunblaðsins. Að leik í sumri og sól í Reykjavík. Ljósmynd Jíihanni's Lonn. Hyggst Begin slaka á klónni? Jcúsakm. V\ ashinjílcin 10. ágúst — AP. BEGIN forsætisráðherra ísraels sagði í dag að hann héldi til fundar við egypska og banda- ríska ráðamenn í næsta mánuði staðráðinn í að stuðla að sem ríkustum árangri. Cyrus Vance, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna hitti Carter forseta að máli í dag og gerði honum grein fyrir dökkum hliðum og björtum á væntanlegum friðarfundi í Mary- land. Begin talaði við fréttamenn áður en ráðuneyti hans kom saman til að ræða stefnu ísraelsmanna varðandi fundinn. Hann sagði: „Stjórnin mun taka ákvörðun eftir að hafa kynnt sér og skeggrætt allar skýrslur og gögn í málinu." Ekki lá ljóst fyrir hvort forsætis- ráðherrann væri að ýja hér að fyrirhugaðri stefnubreytingu gegn Aröbum, en geta má þess að orðið „ákvörðun" er oft notað í dipló- matískum skilningi til að gefa ávæning um nýmæli. Einnig kom það fram hjá Begin að stjórnarfundurinn væri aðeins sá fyrsti af mörgum áður een hann Kardínálar velja að 2 vikna fresti Páfi lézt fráhugleiðingu um tilraunaglasið færi til fundar við Carter og Sadat á Camp David, setri Bandaríkja- forseta, 5. september. Cyrus Vance ræddi við Carter í klukkustund í Hvíta húsinu og skýrði fyrir honum áhættur bundnar stórfundinum. Að sögn talsmanns forsetans, Jody Powells, var Carter fjöðrum feng- inn vegna auðsýnds viðræðuvilja Sadats og Begins. Á Powell var þó að skilja að Bandaríkjastjórn gerði sér ekki ýkja bjartar vonir fyrir fundinn. Engu síður mun Carter á þeirri skoðun að áhættan af því að láta reka á reiðanum í Mið-Austurlöndum sé öllu meiri en láta á reyna. Menn leiða getum að því að ástæða þess að Sadat ákvað að setjast aftur að samningaborði, þrátt fyrir þverlega neitun sína 30. júlí, hafi verið sú að Vance dró upp úr pússi sínu fersk drög ísraels- manna, er hann kom til fundar við Sadat frá Jerúsalem. Efnahagsmál eru í öndvegi hjá da Costa Vatíkaninu. 10. ásúst - AP KARDÍNÁLAR rómversk ka- þólsku kirkjunnar ákváðu á fimmtudag að koma saman 25. ágúst til að kjósa eftirmann Páls páfa sjötta. Einnig samþykktu þeir að útfararguðsþjónustan Blaðaverkfall íNew York New York, 10. ágúst — Rcuter ÞRJÚ STÆRSTU dagblöð í New York komu ekki út í dag, er prcntarar lögðu niður vinnu. Horfur á samningum eru ekki góðar, en prentarar vilja með þessum hætti mótmæla nýjum reglum blaðanna um fækkun í starfsliði. Blöðin, sem í hlut eiga, eru „The Times", „Daily News" og „Afternoon Post". 13fórust í Svíþjóð AÐ MINNSTA kosti tólf létu lífið og fjörtíu særðust í tveimur lestaróhöppum í Svíþjóð í dag. Átti hið fyrra sér stað í Östersund í Norður-Svíþjóð er lest hlaðin ferðamönnum og námsfólki rakst á vagn. Þar létu níu lífið og þrjátíu særðust. Seinna slysið varð er hraölest fór út af teini við Stehaq 40 kílómetra frá Malmö í Suð- ur-Svíþjóð. í þessu óhappi fórust þrír og hlutu tíu meiðsii. skyldi fara fram undir berum himni á Sánkti Péturs torgi í Róm. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum var páfinn að undir- búa yfirlýsingu f tilefni af getnaði fyrsta barns utan líkama móður. er hann hvarf á braut. Meira en eitt hundrað þúsund manns litu jarðneskar leifar páfa á viðhafnarbörum í basilíku Sánkti Péturs í dag. Voru margir í tárum og krupu aðrir á kné í bæn. Páfinn verður jarðaður á laugar- daginn kemur að undanfarinni guðsþjónustu á latínu. Kardínálar héldu með sér fund í dag og tóku fyrrnefnda ákvörðun um dagsetningu. Þeir skýrðu hins vegar ekki frá hvar þeir hygðust koma saman en þó er fastlega búist við að þeir bregði ekki vana að þessu sinni og beri bækur sínar saman í Sistine-kapellu klukkan 3 síðdegis að íslenzkum tíma. Talið er að atkvæðagreiðsla hefjist svo daginn eftir. Haft er eftir heimildum innan kirkjunnar að meira en helmingur kardínálanna 113, er saman koma til að velja páfa úr sínum röðum, megi kalla íhaldssama enda þótt athygli sé vakin á að þeir séu ýmist íhaldssamir með tilliti til málefna, s em lúta að kirkjunni, eða félags- og stjórnamálum, en ekki endilega hvort tveggja í senn. Útlit er þó fyrir að hinum íhaldssamari takist ekki að fá frambjóðanda úr sínum röðum í páfastól, þar sem páfaefnið þarf á tveimur þriðju hlutum atkvæða að halda og einu betur. Samkvæmt heimildum, sem Reuter-fréttastof- an vitnar í eru sex kardínálanna „mjög íhaldssamir", 37 „íhalds- samir" og 16 „hóflega íhaldssam- ir". í heild eru þetta 59. í hópi hinna frjálslyndari eru 4 „mjög framfarasinnaðir", 16 „framfara- sinnaðir" og 22 „hóflega framfara- sinnaðir". I heild eru það 42. í miðið eru svo 10 miðjumenn og er talið líklegt að væntanlegur páfi kunni einmitt að koma úr þeirra röðum sem málamiðlun. I þessum hópi er t.d. Sergio Pignedoli. Sjá nánar bls. 15 í blaðinu í dag. Lissabon, 10. ágúst Reuter. Kaupsýslumaðurinn Alfredo Nobre da Costa, sem falið hefur verið að mynda ríkisstjórn í Portúgal, hóf í dag viðræður við fulltrúa stjórnmálaflokka. Hann skýrði fréttamönnum frá því að hann myndi beita sér fyrir úrlausn á efnahagsvanda lands- ins og treysta stoðir lýðræðis- legra stjórnarhátta. Líklegt er talið að flokkar á hægri væng portúgalskra stjórn- mála veiti da Costa brautargengi, en kommúnistar hafa á hinn bóginn lýst vonbrigðum sínum með val hans. Portúgalska verka- lýðssambandið hefur gert slíkt hið sama, en samtök þessi telja u.þ.b. 80 af hundraði allra verkalýðshópa í landinu. Da Costa hefur eigi að síður kunngert að hann muni gera sér far um að efla samráð við verkalýð. Dr. Soares, fráfarandi forsætis- ráðherra, hefur óskað arftaka sínum gæfu og gengis og látið þess getið að hann muni þurfa á slíkum bænum að halda. Sagði Soares að flokkur hans myndi kynna sér stefnu da Costas mjög gaumgæfi- lega áður en flokkur hans lýsti yfir stuðningi við hana. Dr. Soares hefur gefið í skyn að Eanes hafi leyst hann frá störfum að nauð- synjalausu. Annar stærsti stjórn- málaflokkurinn, Sósíaldemókrata- flokkurinn, hefur enn ekki tekið endanlega afstöðu. Da Costa hefur sagt að stjórn hans verði fyrst og fremst að skoða sem bráðabirgðastjórn, sem þó geti engan veginn leyft sér að sitja aðgerðalaus. Opinberar heimildir sýna að viðskiptahalli Portúgala hefur vaxið um meira en 374 milljarða ísl. kr. á fyrri hluta ársins, sem er að líða. Eitt brýnasta verkefni, sem bíður næstu stjórnar, er að aflétta sex vikna gömlu yfirvinnubanni á áhafnir kaupskipa, en bann þetta hefur gert óvirkan kaupskipaflota landsins, meira en 100 flutninga- Sjá svipmynd af Da Costa bls. 15. Sadat hefur áróðursstríð Alexandríu, 10. ágúst. Reuter. EGYPTAR hafa í hyggju að fara í áróðursherferð um Arabalönd og útskýra hvers vegna Sadat Egypta- landsforseti tók þann kost að halda til móts við Carter og Begin í Camp David f næsta mánuði. Ýmis dag- blöð f Arabalöndunum hafa farið mjög hörðum orðum um þessa ákvörðun forsetans og talið hana svik við málstað Araba ,og Palestínumanna. Préttir herma að Egyptar ætli einnig að gera út sendimenn til Evrópulanda og Afiíku til að skýra málstað sinn. Káíróblaðið Al Ahram greindi svo frá í dag að Sadat hefði skipt um skoðun þar sem útlit væri nú fyrir að Bandaríkjamenn ætluðu að gerast virkur samningsaðili í Mið-Austurlandadeilunni og leggja fram eigin tillögur til úrlausnar. Sýrlenzka dagblaðið Al Baath, málgagn sósíalistaflokksins, sagði í dag að fundurinn í næsta mánuði væri til þess eins ætlaður að reisa úr flagi Sadat sjálfan, sem ætti sífellt minni vinsældum að fagna heima- fyrir. „Hvað svo sem verður," sagði blaðið, „getur fundurinn ekki þjónað málstað Araba og er hann þvert á móti samblástur gegn þeim." Korchnoi hef ndi sín Baguio, 10. ágúst. AP. VIKTOR Korchnoi hlotnaðist fyrsti sigur sinn í elleftu keppnisskák hans og Karpovs um heimsmeistaratitilinn á Filippseyjum. Áskorandinn kom heimsmeist- aranum núverandi á óvart í byrjuninni og hóf síðan hat- ramma sókn, er gerði út um slaginn er Karpov urðu á mistök einkum í 25. og 26. leik. Gaf heimsmeistarinn skákina eftir 51 leik. Keppendur eru nú jafnir með einn vinning hvor. Skákin er skýrð á bls. 18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.