Morgunblaðið - 11.08.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 11.08.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 1978 5 Annað bindi Sögu Rey k j av íkur skóla er nú komið út ANNAÐ bindi af Sögu Reykjavík- urskóla er komið út á vegum Sögusjóðs Menntaskóla Reykja- vikur og fjallar um skólalífið í Lærða skólanum á timabilinu 1846—1904. Heimir Þorleifsson sagnfræðingur tók efni bókarinn- ar saman. í fyrsta bindinu af Sögu Reykjavíkurskóla sem kom út 1975 var fjallað um nám og nemendur skólans, reglugerðir og námsefni. Sögusjóður M.R. var stofnaður af afmælisárgöngum skólans á þjóðhátíðarári 1974 og stjórn sjóðsins skipa: Ólafur Hansson prófessor, Guðni Guðmundsson rektor og Þorbjörg Friðriksdóttir kennar. Á blaðamannafundi með aðstandendum bókaútgáfu þessar- ar kom m.a. fram að þriðja bindi af Sögu Reykjavíkurskóla væri væntanlegt 1981 og yrði þar fjallað um skólann eftir að hann hlaut tiltilinn menntaskóli, frá 1904 til okkar dags. í hinu nýútkomna bindi sem prentað er í þrjú þúsund eintökum eru m.a. birtar 113 einstaklings- myndir sem fundust í myndasafni Þjóðminjasafnsins af þeim 142 stúdentum sem brautskráðust frá Lærða skólanum á tímabilinu 1846—67. Þá prýðir bókina fjöldi annarra sjaldgæfra mynda, mannamyndir, myndir af skóla- húsinu og umhverfi þess, myndir af handskrifuðum skólablöðum og smáprenti frá skólanum. í texta bókarinnar er greint frá áhrifum skólans á bæjarbrag og bæjarlíf Reykjavíkur 19. aldar. Fjallað er um leiklist, blaðaútgáfu, dansleiki, íþróttir. Greint er frá félagslegri hræringu með piltum og sambúðð þeirra við stjórnendur stofnunarinnar. Að sögn Heimis Þorleifssonar er frásögnin í óslitinni tímaröð fram til 1883 en eftir það eru teknir fyrir einstakir efnisþættir til loka tímabilsins. Aftast í bókinni eru ummæli (palladómar) um brott- farendur áranna 1903—04, tekin úr Framtíðarblaðinu Skinfaxa og segir þar m.a. um Einar Bene- diktsson skáld: „Meðalmaður á vöxt, fríður sýnum og skarpleitur. Ofláti mikill og óspektarmaður. Ágætlega gáfaður. Vel máli farinn og óhlífinn í orðum. Ókurteis, hrekkjóttur og ósvífinn langt fram úr hófi, einkum við kennara: Kvennamaður mikill og drykkju- rnaður." Flest eru ummælin í svipuðum dúr. I bókinni segir enn fremur frá fjölda forystumanna Islendinga á ýmsum sviðum þjóðlífsins og fyrstu félagsmálaiðkunum þeirra. Sagt er frá pereatinu og ýmsum sögulegum atburðum í skóla. Helztu heimildir við samningu bókarinnar voru að sögn höfundar: Árbækur hins lærða skóla íslands, skólablöðin, Bræðrablaðið, Fjöls- vinur og Skinfaxi, þá bréfabækur rektora, kennarafundabók, minn- ingarbækur, landsmálablöð o.fl. Setningu og bókband annaðist prentsmiðjan Hólar og filmugerð og offsetprentun prentsmiðjan Grafík en hönnun og kápugerð Helga B. Sveinbjörnsdóttir. Menn- ingarsjóður hefur aðalumboð rits- ins, sem kostar 7200 til áskrifenda og 9600 í lausasölu. PETER FRÁVRON -Tlí Eff GEES Sendum í póstkröfu samdægurs. Heildsölubirgðir fyrirliggjandi. FÁLKIN N Suöurtandsbraut 8. Sími 84670 Laugavegur 24. Sími 18(70. Vesturveri. Sími 12110. Heimir Þorleifsson sagnfræðingur lengst t.v. Olafur Hansson prófessor í miðið og Guðni Guðmundsson rektor á blaðamannafundi í húsi Menningarsjóðs vegna tilkomu annars bindis af Sögu Reykjavíkurskóla. Boney M — Nighflight to Venus Boney M gera þaö ekki endaslept. Þessi plata þeirra viröist ætla aö seljast enn betur en þær fyrri og er þá mikiö sagt. Marshall Hain — Free Ride Fyrsta sending af þessari frábæru stuöplötu er aö seljast upp og aö sjálfsögöu er önnur á leiðinni. Bee Gees, Peter Frampton, Earth Wind 4 Fire o.fl. o. fl. — Sgt. Peppers Lonely Hearts Club Band. Nýjasta afrek þeírra Bee Gees bræðra. Þessi plata á örugglega eftir aö skipa efstu sæti vinsældalistanna fram eftir árinu. Kate Bush — The Kick Inside Þaö fór sem okkur grunaöi. Kate er farin að rokseljast hér á landi eins og víöast annars staöar í heiminum. Viðræður um útimarkað BORGARRÁÐ hefur heimil- að borgarstjóra að hafnar verði viðræður um útimarkað á Lækjartorgi. Nýlega var lögð fram á fundi borgarráðs umsögn heilbrigðismálaráðs um erindi Gests Ólafssonar um leyfi til reksturs útimark- aðar á Lækjartorgi og sam- þykkti borgarráð með 4 atkvæðum að heimila borgar- stjóra að taka upp viðræður við umsóknaraðila um rekst- ur útimarkaðarins á grund- velli umsagnar heilbrigðis- málaráðs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.