Morgunblaðið - 11.08.1978, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.08.1978, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 1978 áSfcÉs. THE OBSERVER THE OBSERVER iStít THE OBSERVER Náðun í athugun, en ólíkleg í máli fjölda- morðingjans Mansons Síðar á þessu ári gæti komið til greina að veita fjöldamorð- ingjanum Charles Manson náð- un. Ólíklegt er að svo verði gert. En þótt enginn gráti það í Kaliforníu, hefur komið fram samúð með öðrum félögum Manson-fjölskyldunnar ill- ræmdu, sem setið hafa í fangels- um, og sagt er að allir nema tveir þeirra séu nú „algjörlega endurhæfðir". Áhorfendur táruðust margir hverjir í réttar- sal í Los Angeles nýlega þegar Leslie Van Houten, 27 ára fyrrum fjölskyldumeðlimur, var dæmd sek fyrir morð að loknum þriðju réttarhöldunum í máli hennar. Van Houten stóð álút og síðhærð frammi fyrir dómaran- um þegar dómurinn var lesinn yfir henni. Það var ekki auðvelt að sjá í þessari laglegu og vel klæddu ungu konu þá spilltu og krúnu- rökuðu fylgju, sem eitt sinn risti nasistamerki á enni sér og hæddist að dómendunum og þjóðfélaginu, sem var að kanna sekt hennar. Níu ár eru liðin frá því að eiturlyfjaneytendaflokkur Mansons fór um í morðæði, myrti leikkonuna Sharon Tate, fjóra gesti hennar, og — að sögn lögreglunnar — sennilega um tuttugu aðra. Og nú eru félagar „fjölskyldunnar", hver á eftir öðrum og allir breyttir, að öðlast tækifæri til náðunar. Leslie Van Houten reyndi að fá ákæruna minnkaða í mann- dráp með því að halda fram að henni hafi ekki verið sjálfrátt. Hefði það tekizt væri hún sennilega frjáls í dag, þar sem hún hefur þegar afplánað átta ár í fangelsi. Fyrstu réttarhöld- in yfir henni fóru út um þúfur vegna þess aö lögfræðingur hennar lézt-meðan á réttarhöld- um stóð; í öðrum réttarhöldun- um náðist ekki samkomulag Eftir William Scobie kviðdómenda varðandi það atriði hvort henni hefði verið sjálfrátt. í þetta skipti, sagði einn kviðdómenda síðar: „Fannst okkur að stúlkan hafi misst einhverja stjórn á sjálfri sér vegna áhrifa Mansons og neyzlu LSD og annarra eiturlyfja — en ekki nóg til að firra hana ábyrgð á morðunum." Leslei Van Houten var flutt í fangelsi á ný þar sem hún verður nokkur ár enn. Hvað um aðra fylgjendur Mansons? Charles „Tex“ Watson, sem stjórnaði blóðugri árásinni á heimili eignkonu Romans Polanskis árið 1969, er „endurfæddur" í Kristi. Hann starfar nú hjá fangelsisprestin- um, og prédikar sjálfur einu sinni í mánuði. Starfsmenn fangelsisins segja að hann sé gjörbreyttur maður, og að hann hafi „fært Kristi" að minnsta kosti einn dæmdan morðingja. Hann hlaut skírn í fangelsinu, og hefur skrifað bók um fyrri glæpi sína og kristnitökuna. Susan Atkins hefur einnig „fundið Krist" innan fangelsis- múranna, og stórnar föstum biblíulestrartímum í klefa sín- um í kvennafangelsi Kaliforníu. Einnig hefur hún ritað bók, „Child of Satan, Child of God“. Hagnaður af sölu bókarinnar rennur til góðgerðarstarfsemi, að sögn starfsmanna í fang- elsinu. „Atkins er gjörbreytt," sagði einn fangavörðurinn. „Hana dreymir um að verða prestur og fá að skíra fólk.“ Það var Susan („Sadie Satan“) Atkins, sem hélt handleggjum Sharon Tates, meðan Patricia Krenwinkel hélt fótleggjunum og „Tex“ Watson rak hníf í kvið hennar, þar sem hún bar ófætt barn sitt, að' kvöldi áttunda ágúst 1969. Fimm létust í þeirri árás, tveir til viðbótar — Rosemary og Leon La Bianca — í árás Manson-fjölskyldunnar næsta kvöld. Patricia Krenwinkel hefur einnig afneitað Manson. Hún hefur ekki valið endurfæðingar- leiðian, en starfsmenn kvenna- fangelsins í Kaliforníu, þar sem hún afplánar lífstíðardóm, segja hana gjörbreytta. Hún vinnur við viðhald í samkomusal fangelsins, er í góðu áliti hjá hinum föngunum, og lítur á fortíðian sem „illan draum". Fjórði félagi flokksins, sem réðst á Tate-Polanski heimilið þetta kvöld, Linda Kasabian, kom fram sem vitni gegn Manson, og var sjálf aldrei dæmd. Hún bar einnig vitni gegn Van Houten, en býr annars undir dulnefni í smábæ í New Hampshire. Tvær úr hópnum halda enn tryggð við Manson. Þær eru Lynette „Squeaky" Fromme og Dandra Good. Báðar eru undir ströngu eftirliti í fangelsi í Vestur Virginíuríki. Fromme er að afplána iífstíð- ardóm fyrir tilraun hennar árið 1975 til að ráða Ford þáverandi forseta af dögum; Sandra Good var dæmd til 15 ára fangelsis- vistar fyrir að hóta 75 banda- rískum framkvæmdamönnum lífláti. (Mansons skýrði blaða- manni svo frá árið 1976 að hann hefði „sent út lista yfir menn, sem átti að myrða“). Báðar lýsa þær yfir fullri tryggð — „þið getið ekki hugsað ykkur hve mikil hún er“ — við „Charlie". Hvað Mansons sjálfan varðar, þá heldur hann því fram að hann sé sáttur við þá tilhugsun að eyða því sem eftir er ævinnar í fangelsi. „Ég hef gaman af trjám, og ég vil fá að vera í friði,“ sagði hann fyrir stuttu í viðtali við blaðamann í fangels- inu skammt frá San Francisco. „Þið þurfið að fylgja fleiri reglum en ég. Ég get slappað af — getið þið það?“ Manson er nú 44 ára, og með vel snyrt alskegg. Hann sagði blaðamanninum að Van Houten væri að reyna að afsaka sig með því að ásaka hann fyrir blóðbað- ið 1969. En hún hefði ekkert að óttast; hann hefði komið boðum þar um til fangelsisins. Leslie Van Houten segist sjálf enn fá martröð vegna morð- anna, en að hún sé ekki lengur undir ahrifum frá Manson. „LSD kom þar mjög við sögu. Ég. skammast mín núna fyrir að hafa getað trúað á hann og fyrirætlanir hans um að koma á kynþáttastyrjöld." Ekki er á þessu stigi ljóst hve lengi þessi dóttir efnaðra miðstéttarforeldra í Los Angeles — sem hún er nú í sátt við — á eftir að sitja í fangelsi. Hámarkstími, sem líða verður í Kaliforníu áur en lífstíðarfangi getur fengið náðun, er talinn vera 13 ár. Dómsyfirvöld virðast hins vegar á einu máli um að hversu oft sem mál Mansons komi til athugunar vegna hugsanlegrar náðunar, þá sé líklegast að hann fái að eyða ævinni innan fang- elsisveggjanna. Charles Manson ÞESSAR ungu stúlkur. sem heita Þóranna. Nanna, Ragnhildur og Ingihjörg. efndu til hlutaveltu til ágóða fyrir Sundlaugabyggingasjóð Sjálfsbjargar. Landssambands fatlaðra. Söfnuðu þær 12.000 krónum. ÞESSAR telpur efndu til hlutaveltu að Blöndubakka 8, Rvík fyrir nokkru. til ágóða fyrir Styrktarfél. vangefinna. Þær söfnuðu 4600 krónum. Telpurnar heita Ilrafnhildur Bridde. María Guðmundsdóttir, Magnea Guðný Iljálmarsdóttir. Bjarnheiður Vilmundardóttir og Guðrún Árnadóttir. Á myndina vantar þær Illín Iluldu Valsdóttur og Svölu Sigurðardóttur. Sumartónleikar Þriðju sumartónleikarnir í Skálholti voru haldnir 5., 6. og 7. ágúst. Undirritaður var við- staddur sunnudagstónleikana, sem urðu minna skemmtilegir en til stóð vegna viðvistar smábarna, jafnvel ómálga pela- barna. Það er ekki hægt að banna smábörnum aðgang, en af þeim getur stafað ónæði sem eyðileggur alla hlustunarró, bæði fyrir barnafólkinu og öðrum hljómleikagestum, trufl- ar flytjendur og er auk þess þvingandi fyrir athafnaþörf barnanna og er hugsanlegt, ef þau á annað borð veita tón- flutningi athygli, að tónlistin veki þeim þörf til andsvara. Tónleikarnir hófust á Fantasíu eftir Telemann, sem Manuela Wiesler flutti fallega þrátt fyrir margvíslegt ónæði í hljóm- sterkri kirkjunni. Annað verkið á efnisskránni voru söngvar úr fangelsi eftir Kont, sem því miður er ekki frekar tilgreindur í efnisskrá. Tónverkið er ekki nýstárlegt en nokkuð áhrifamikil tóntúlk- un á þeim tilfinningum, sem innilokun í fangelsi gæti fram- kallað, að því leyti sem slík upplifun verður skilin af ófang- elsuðu fólki. Tvö næstu verk eru fyrir margt sérkennilegar and- stæður. I a-moll partítunni eftir Bach er tónhugsunin (eins og reyndar í öllum hans verkum) háttbundin og stefin endurtekin þannig að ferill þeirra verður eins konar mótorísk endurtekn- ing. Hrynsterk gerð stefjanna og þessi mótoríska endurtekn- ing þeirra, hefur skapað Bach sérstöðu gagnvart jazztónlist. Þá er það fróðlegt að í nýjustu Tónllst eftir JÓN ÁSGEIRSSON Manuela Wiesler kenningum um hrynvæðingu tónlistar, er talið að skýringuna sé að finna í vélmenningu nútímans, að sterkur og óaflát- anlegur hrynur sé eins og gangur í vél, blæbrigðin lituð af hljóðvist véla og hreyfisvörun (t.d. dans) fólks vélbrúðuleg. Þarna sé m.a. að finna lykilinn að vaxandi vinsældum Bach. Tónhugsunin í Meinlæti eftir Jolivet er ekki bundin í hryn- rænar viðjar, er óskorðuð í tíma og tónhugsunin því ekki mótuð af tóntegundum og tímamark- andi hijómaskipan. Til að hlusta á Jolivet er nauðsynlegt að geta losað sig undan þrúgandi oki vélmenntar og skynja tilveruna í óháttbundinni líðandi, eins og vélþreyttur nútíminn, sem finn- ur frið í kyrrð fjalla og ó(vél)spilltri náttúru. Mauela Wiesler lék bæði verkin frábær- lega Tig lauk tónleikunum með Fantasíu í d-moll eftir Tele- mann. Undirritaður sem átt hefur þess kost að hlýða oft á leik Manuelu Wiesler, þykir hlýða að vekja athygli á því, að hún er „virtúós** á flautu og ef heldur svo fram sem horfir, verður varla langt að bíða eftir því að hún hljóti alþjóðlega viðurkenningu fyrir frábæra tækni og túlkun. Jón Ásgeirsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.