Morgunblaðið - 11.08.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 11.08.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 1978 13 legt að staðfesta sáttmála og breyta lögum í samræmi við hann. Ef ekki er jafnframt reynt að breyta afstöðu fólksins, þá þrífst kynþáttamisréttið eftir sem áður. I öðru lagi má segja, að með því að leggja megináherzlu á kjör erlendra verkamanna, þá sé verið að fjalla um efni sáttmálans, en það sem er þó varla andi hans eins og til var stofnað. í sáttmálanum er kynþáttamisréttið skilgreint sem misrétti vegna „kynþáttar, litarafts, uppruna eða þjóðernis", þar er hinsvegar hvergi minnst einu orði á erlenda verkamenn, og þar að auki er tekið fram, að sáttmálinn gildi ekki þar sem um sé að ræða lögbundna mismunun þeirra, sem njóta ríkisborgararétt- ar og þeirra sem ekki njóta slíks réttar. Sem sagt, eins og aðalfram- kvæmdastjóri ráðstefnunnar hef- ur lagt áherzlu á, þá er brýn þörf fyrir nýja alþjóðasamninga á þessu sviði. Bandaríkin og Sovétríkin Narasimhan segist ekki eiga von á því að vandamál Norðurland- anna, en þau snerta fyrst og fremst Grænlendinga og Sama, muni koma til umfjöllunar á ráðstefnunni. Hinsvegar taldi hann alls ekki loku fyrir það skotið að rætt yrði um vanda blökku- manna í Bandaríkjunum og Gyðinga í Sovétríkjunum. Er Narasimhan var að því spurður hvort hann ætti von á því að á þessari ráðstefnu yrði fjallað um Zíonisma og kynþáttamisrétti í einu og sama orðinu, svaraði hann eftir nokkra umhugsun: — Ég vona bara að þátttakendur muni halda sig við efni ráðstefnunnar. Jörgen Larsen Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn. Þýzkur listamað- ur sýnir í Mokka ÞÝZKUR listamaður og forn- ieifafræðingur. Ifaye W. Hansen. sýnir um þessar mundir nokkur verk sín á Mokka í Reykjavík. Sýnir hann þar tæplega 40 verk, teikningar. vatnslitamyndir. oiíu- málverk o.fl. og stendur sýningin tii 26. ágúst n.k. Haye W. Hansen hefur áður sýnt hér á landi, í Bogasal Þjóðminjasafnsins og Lista- mannaskálanum, en hann hefur oft komið til landsins, kom fyrst árið 1949 og talar hann íslenzku allvel. Hann er einnig fornleifa- fræðingur og hefur hann ritað bók um ísland, sögu landsins, bók- menntir og jarðfræði og er hann nú að vinna að endurútgáfu bókarinnar. Ný póst- og símstöð að Varmá í Mosfellssveit HINN 8. þ.m. flutti póst- og símaafgreiðslan að Brúarlandi í nýtt póst- og símahús við Mark- holt í Mosfellssveit. Hið nýja póst- og símahús er 394 m! að grunnfleti á tveimur hæðum, samtals 3.120 rúmm. Auk af- greiðsluhúsnæðis á efri hæð er salur fyrir sjálfvirka símstöð, en byrjað verður á uppsetningu henn- ar um næstu áramót. Á neðri hæð verður m.a. aðstaða fyrir línu- menn. Við hönnun hússins var sérstak- lega gert ráð fyrir auðveldari umferð fatlaðs fólks og er ská- braut fyrir hjólastóla komið fyrir frá gangstétt að anddyri þess. Við flutning stöðvarinnar frá Brúarlandi breytist nafn hennar og heitir hún nú póst- og símstöð- in að Varmá. Stöðvarstjóri er Marta B. Guðmundsdóttir. Þíð læsíð dyrunum ogleggiðafstað Framundan bíða: London Róm Karachi Bankok Manila Tokio Hong Kong Honolulu San Fransisco New York. Frœnka passar blómin, amma börnin og lyklana. í Keflavík kemst fiðringurinn í hámark. Þið leggið fram farseðla og vegabréf... Svo eruð þið flogin. Umhverfis jörðina á 30 dögum á vegum ferðaskrifstofunnar Sunnu. - Verðlaun í áskrifendaleik Dagblaðsins. - Allir sem eru áskrifendur þann 20. ágúst eru Sértu ekki áskrifandi nú þegar,þá hringdu með í leiknum. strax ogpantaðu áskrift. Opið til kl. 10 öll kvöld nema laugardagskvöld. WBIAÐIÐ Áskrifendasími 27022 Lærðu númerið utanað. Um það verður spurt þegar þú vitjar vinningsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.