Morgunblaðið - 11.08.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.08.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. ÁGUST 1978 15 Forkur valinn til landsforystu ÞEIR sem þekkja Alíredo Nobre da Costa, nýjan forsætis- ráðherra Portúgaís, segja hann einbeittan mann, þrjózkan og hreinskilinn. Hann sé maður bráðvcl gefínn og fylginn sér, óþreytandi vinnuþjarkur og gæddur napurri kímnigáfu. „Hann myndi frekar sleppa því að taka ákvarðanir en taka sjö slíkar og gera þrenn mistök“ sagði einn vina hans um hann eftir að Eanes hafði útneínt har.n til að taka við stjórnar- myndun í Portúgal. Þar blasa sem fyrr við vandamál í hrönn- um. Efnahagur landsins hefur rétt lítið við, þrátt fyrir mjög ötula viðleitni fráfarandi stjórnar Mario Soares cn svo skammur var starfstími henn- ar að naumast var þess að vænta að miklir áfangar næðust. Alfredo Nobre da Costa er fimmtíu og fimm ára gamall. Hann hefur gegnt ráðherraem- bætti í tveimur af þeim níu ríkisstjórnum sem hafa setið í DaCosta er 55ára gam- all, f æddur íLissabon, leikur golf ádanska ömmu Portúgal frá falli Caetanos 1974. Hefur hann lengst af haft á sínum höndum málefni iðnaðar og þungaiðnaðar. Hann er vel til forystu fallinn að margra dómi og hefur enda farið með æðstu framkvæmda- stjórn í stórum og áhrifamiklum fyrirtækjum í Portúgal í tut- tugu og fimm ár. Hann var sem sé ekki nema 27 ára þegar hann tók við sem forstjóri stærstu sementsverksmiðju landsins og hafði hann þá rétt lokið verk- fræðiprófi sínu. Hann tók síðar við stjórn í olíufélaginu Sacor og hann gengdi því starfi þegar byltingin varð 25. apr. 1974. Um hríð átti hann í vök að verjast vegna þess að ítök kommúnista í Portúgal urðu mjög sterk fyrsta hálft annað árið eftir bylting- una eins og alkunna er. Sætti hann þá mjög hatrammri gagn- rýni af hálfu kommúnista vegna tengsla hans við einkafyrirtæki og ýmsa sem höfðu verið framá- menn landsins fyrir byltinguna. Um þessar mundir var svo hart að ýmsum mennta- og athafna- mönnum gengið, að þeir flýðu úr landi í hrönnum, flestir til Brasilíu. En da Costa sat sem fastast og vék hvergi. Vinir da Costa segja að hann hafi verið pólitískt óháður maður og frjálslyndur í almennum við- horfum og því hafi hann enda getað staðið af sér orrahríðina með sæmd. Hann er fæddur í Lissabon og stundaði nám sitt þar. Hann starfaði þó um hríð erlendis í grein sinni, m.a. í London, og hann var við framhaldsnám í Massachusettsí Bandaríkjunum. Hann er portúgalskur en rekur ættir sínar í þriðja lið bæði til indversks afa og danskrar ömmu. Da Costa er sagður fágaður maður í framkomu og lætur sér annt um útlit sitt. Hann les mjög mikið af erlendum blöðum og fylgist grannt með alþjóða- málum. Hann talar reiprenn- andi ensku og frönsku. Hann er kvæntur og á uppkomna dóttur. Sagt er að helzta tómstundaiðja hans sé að leika golf og hlusta á sígilda tónlist. Líklegur arftaki Páls páfa: . Hreinskilinn og blátt áfram Vatikaninu, 11. ágúst — Reuter. ÍTALINN Sergio Pignedoli, sem veðmangarar í Lundúnaborg telja líklegastan sem arftaka Páls páfa sjötta, er maður sem að- hyllist hinn gullna meðalveg í trúarlegum og andlegum efnum. Ilann er hreinskilinn og blátt áfram í allri umræðu og er ávallt reiðubúinn að ræða við hvern sem er um hvað sem er nema um möguleika sína á að verða páfi. Pignedoli varð kardínáli á árinu 1973, en þá var hann gerður að yfirmanni þeirrar deildar í Vatíkaninu, sem fer með sam- skipti við ókristna menn. Frami hans innan kaþólsku kirkjunnar hófst með nokkuð óvenjulegum hætti. Ungur réði hann sig sem prest í ítalska sjóherinn. Þegar beitiskipinu, sem hann þjónaði á, var sökkt á Miðjarðarhafi, flæktist hann til Rómaborgar þar sem hann hitti fyrir og varð vinur Giovanni Montini sem síðar varð Páll páfi sjötti. Sergio Pignedoli þjónaði meðal annars sem sendiherra páfa í Bólivíu og Venezúela og um fjögurra ára tímabil var hann aðstoðarmaður Montini kardinála (síðar Páll páfi sjötti) á skeiði þess síðarnefnda sem erkibiskup af Mílanó. Síðar varð hann postulleg- ur fulltrúi í Vestur- og Mið-Afríku og við embættistöku Páls páfa 1963 tók hann við samskonar starfa í Kanada, en var kallaður aftur til Rómar 1968. Japan ogKína: Friðar- og vináttu- sáttmáli á föstudag? Tókýó, 11. ágúst. AP. LÍKUR eru taídar á að Japanir og Kínvcrjar gangi endanlega frá friðar- og vináttusáttmála land- anna á föstudag eftir lokasam- komulag um orðalag „and-for- ræðis“-klausunnar í sáttmálanum, að þvf er haft er eftir japönskum cmbættismönnum í Peking í dag. „Hægagang- M t / / ur a ny í Frakklandi París, London, Madrid, 10. ágúst. AP. Reuter. ALLAR líkur eru nú á, að franskir flugumferðarstjórar hefji fyrir hádegi í dag aftur „hægagangsaf- greiðslu" á flugumferð yfir Frakk- land til að knýja á um kröfur sínar við yfirvöld um hærra kaup og bætta vinnuaðstöðu. Mega því þúsundir ferðamanna sem hafa í hyggju að fara til Spánar og Ítalíu eiga von á miklum töfum. Sáttmáli þessi hefur verið lengi í burðarliðnum eða frá því að löndin tóku upp stjórnmálasamband sín á milli 1972. Kínverjar héldu fast við það í upphafi að í sáttmálanum skyldi vera klásúla sem segði löndin tvö andsnúin því að einhverjir reyndu að ná algjöru forræði í Asíu, og hefur þessi ásetningur þeirra valdið erfiðleikum á samningafund- um um orðalag sáttmálans. Japanir vildu þegar að klásúlan hljóðaði þannig að ekki bæri að líta beinlinis á hana sem skeyti til Sovétríkjanna, en Kínverjar halda þeirri skoðun enn til streitu að Sovétríkin sækist eftir algjörum yfirráðum í Asíu. Sovétmenn eru andsnúnir málsgreininni í sátt- málanum, en skýrt er nú frá að orðalag hennar sé þannig að Japanir geti fellt sig við það. Japanska fréttastofan Kyodo sagði í dag að orðalag klásúlunnar væri ekki kunnugt, en hins vegar ætti sáttmálinn ekki að valda neinum kulda í samskiptum og vináttu landanna tveggja við önnur lönd. Sergio Pignedoli Sem náinn vinur Páls páfa var Pignedoli kardinála falið að ann- ast ýmis viðkvæm mál fyrir hönd Vatíkansins. Hann þykir lítt hrifinn af stjórnmálum og les sjaldan dagblöð, en samt sem áður er hann vel að sér á ýmsum sviðum. Hann er talinn verða frjálslyndari á stóli en Páll páfi sjötti. Fyrir skömmu sagði Pigne- doli við fréttamann Reuters: „Við erum öll syndarar. En ég held að Guð sé veglyndur og fáir dvelji í helvíti." Auk Sergio Pignedoli eru fimm aðrir kardinálar taldir koma sterklega til greina í starf páfa. Þeir eru Eduardo Pironio frá Argentínu, Franz König frá Austurríki, Jóhannes Willebrands frá Hollandi, Sebastino Baggie frá Ítalíu og Giovanni Benelli frá Italíu. Christina Onassis fer huldu höfði í London London, Aþenu, 10. ágúst. AP. Reuter. MIKLAR getgátur eru nú uppi um hvað Christina Onassis hafi í hyggju eftir komuna til London á fimmtudagsmorgun. en þaðan kom hún frá Aþenu. þar sem sagt var að ættingjar hennar reyndu ákaft að fá hana til að slíta hjónabandi sínu við Kauzov og hverfa ekki aftur til Moskvu. Christina gerði stuttan stans á flugvellinum í London, hvarf fljótlega í einkabifreið er beið hennar og er nú sögð dveljast í íbúð sinni í Luton skammt fyrir utan London. Haft er eftir skyldmennum hennar í Aþenu, að hún hafi þurft að sinna viðskiptaerindum í London, en sé væntanleg fljótlega til Aþenu, þar sem hún muni setjast að um hríð. Segja óstaðfestar fregnir ennfremur að ættingjar hennar þar hafi fengið hana ofan af því að fara aftur til Moskvu. Haft er eftir Kauzov manni hennar í Moskvu, að hun sé væntanleg þangað aftur innan fárra daga. Þetta gerðist 1973 Juan Peron og Ísabella kona hans þiggja boð Peronista um að vera í framboði til forseta og varaforseta af hálfu flokks- ins í forsetakosningunum í Argentínu. 1970 Willy Brandt kanzlari Vestur-Þýzkalands kemur til Sovétríkjanna tii að undirrita vináttu- og viðskiptasáttmála landanna. 1967 Sovétmenn tilkynna Bandarikjastjórn að þeir sam- þykki að gerður verði samning- ur um takmörkun kjarnorku- vopna. 1954 Birt formleg friðartilkynn- ing í Indókína sem bindur en(ia á sjö ára styrjöld miili Frakka og Vietminh. 1952 Hussein prins krýndur konungur Jórdaníu og tekur við völdum af Talal konungi. 1941 Winston CHurchili for- sætisráðherra Bretlands og Franklin D. Roosevelt Banda- ríkjaforseti hittast á herskipi á Atlandshafi og undirrita Atlantshafssáttmálann. 1900 Vietor Emmanuel krýndur konungur Ítalíu. Afmælit Angus Wiison, brezkur rithöfundur, 1913—. Lloyd Nolan, bandarískur ieikari, 1903-. Spakmæli dagsins. Ef þú vilt að aörir hæli þér, hældu þér þá aldri sjálfur (Pascal, franskur vísindamaður og heimspeking- ur, 1623 — 1662). Skæruliðar í Rhódesíu styrktir af Al- þjóðakirkju- málaráðinu New York. 10. áKÚst — AP. SKÆRULIÐAHÓPAR í Rhódes- íu. tengdir Föðurlandsfylking- unni í Zimbabwe. sem berjast gegn samkomulagi hvítra og svartra þar í landi fá um 85.000 dala styrk frá Alþjóða kirkju- málaráðinu. að því er tilkynnt var í dag. fimmtudag. Talsmenn ráðsins sögðu er þetta varð ljóst, að tilgangurinn með styrkjum þessum væri einn liður í stefnu ráðsins að uppræta og berjast gegn kynþáttamisrétti, en skýrt væri tekið fram, að pening- unum væri ætlað að renna til líknarmála svo sem heilbrigðis-, félags- og menntamála. Eins og kunnugt er áttu leiðtog- ar Föðurlandsfyikingarinnar þeir Mugabe og Joshua Nkomo þátt í samkomulaginu frá í marz s.l., þar sem gert er ráð fyrir, að svartir fái í sínar hendur meirihlutavöld auk kósningaréttar fyrir lok þessa árs og í frétt frá AP segir, að leiðtogarnir hafi harðiega gagn- rýnt skæruliðahópana, sem hér um ræðir og segja að barátta þeirra spilli mjög fyrir samkomu- lagshorfum. Ákvörðun um styrk þennan var tekin af nefnd innan Alþjóða kirkjumálaráðsins í fyrra, en starfsmönnum ráðsins var falið að ákveða hve hár hann yrði. Styrkj- um frá Alþjóða kirkjumálaráðinu hefur verið veitt til ýmissa landa og hópa frá því að fyrst var byrjað að veita þá fyrir sjö árum, en flestir hafa þeir runnið til hópa í S-Afríku. Forðið okk- ur frá fleiri kvenprestum Kantaraborg 10. ágúst. Reuter AP. Á ÞINGI 440 biskupa ensku hiskupakirkjunnar í Lambeth í dag. fimmtudag. aðvaraði biskup ensku biskupakirkjunnar í Englandi við þeirri hættulegu þróun. sem m.a. hefði oröið í Englandi. Kanada og NýjaSjá- landi á síðustu árum að leyfa kvenmönnum að taka prestvígslu. I ávarpi sem hann fiutti sagði hann m.a. að þessi þróun yki á sundrungu og tvístraði samtaka- mætti kirkjunnar. Ótölulegur fjöldi karlpresta hyrfi frá störfum, og hann bætti við: „Lærið af sárri reynslu okkar og leiðið ekki aukinn harm yfir okkar elskuðu biskupakirkju um allan heim“. Innlentt D. Jón Steingrímsson prófastur 1791 = Brynjólfur Oddsson bókbindari 1887 = Þingvallafundur 1852 = Enskur togari tekur sýslumann Barð- strendinga og Snæbjörn í Hergilsey og siglir með þá til Englands = Línuveiðarinn „Örninn" talinn af með 19 mönnum 1936= Baden-Powell til íslands 1938 = „Frekjan" kemur til Vestmannaeyja frá Dan- mörku 1940 = 11 farast í eldsvoða á Norðfirði 1949 = Austurstræti gert að göngugötu 1973.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.