Morgunblaðið - 11.08.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.08.1978, Blaðsíða 17
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 1978 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 1978 17 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guömundsson. Fróttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson Dagvistunarstofn- anir og „yinstri,, framkvæmdir Dagvistunarmál barna í höfuðborginni voru ofarlega á loforðalistanum, sem talsmenn „vinstri" flokkanna héldu að borgarbúum fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Þau stóðu við hlið fyrirheitanna um samningana í gildi, sem svikin vóru á fyrstu fundum hins nýja borgarstjórnarmeirihluta. Nú eru horfur á að fyrirheitin um dagvistunarmál verði afgreidd með svipuðum hætti, aðeins enn grófari, því hægja á verulega á þeim framkvæmdahraða í byggingu dagvistunarstofnana, sem sjálfstæðismenn höfðu tekið ákvörðun um og hafið fyrir kosningar. Þrjár dagvistunarstofnanir voru í byggingu, er gengið var til kosninga í borginni, og vóru raunar vel á veg komnar. Unnið var að þeim samkvæmt áætlun, sem gerði ráð fyrir því að nýtt dagheimili við Suðurhóla yrði tekið í notkun hinn 1. október í haust, dagheimilið við Hagamel 1. nóvember og skóladagheimili við Völvufell um áramót. Að ákvörðun hins nýja borgarstjórnarmeirihluta, varðandi samdrátt framkvæmda í borginni, hefur nú verið dregið úr framkvæmdahraða við þessar byggingar, þannig að dagheimilið við Suðurhóla verður ekki tilbúið fyrr en í endaðan marzmánuð á næsta ári, dagheimilið við Hagamel í febrúar og skóladagheimilið við Völvufell 15. marz 1979. Þegar þessar ákvarðanir lágu fyrir reyndu fulltrúar hins nýja meirihluta í félagsmálaráði borgarinnar að skella skuldinni á borgarverkfræðing í bókun, sem þeir gerðu á fundi í ráðinu. Það var lágkúra en ekki reisn í slíkri hegðan. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í ráðinu drógu hinsvegar fram í bókun fyrirmæli meirihluta borgarráðs til embættismanna um að draga úr framkvæmdum, sem sýndu Ijóslega, að hér vóru embættismenn að fara að beinum fyrirmælum hins nýja meirihluta. Adda Bára Sigfúsdóttir borgarfulltrúi viðurkennir og í forsíðuviðtali í Þjóðviljanum sl. miðvikudag að þessu sé þann veg farið, sem sjálfstæðismenn í félagsmálaráði héldu fram. Þjóðviljinn segir orðrétt: „Adda Bára sagði að það væri misskilningur að borgarverkfræðingur væri ábyrgur fyrir framkvæmd við niðurskurðinn og teldi hún að það væri mjög miður að borgarráð skyldi biðja borgarverkfræðing að semja við verktaka um frestun á framkvæmdum...“ Þessi viðurkenning stangast gjörsamlega á við bókun fulltrúa meirihlutans í félagsmálaráði. Adda Bára segir enn: „Mér finnst mjög slæmt hvernig þetta mál hefur farið og ég vona að unnt verði að finna leiðir til að halda áætlun (sjálfstæðismanna — innsk. Mbl.) varðandi dagheimilið við Suðurhóla, þótt borgarverkfræðingur sé nú í samræmi við óskir borgarráðs búinn að semja við verktaka um frestun framkvæmda. Eg vona að það finnist einhver leið til að flýta framkvæmdum við Suðurhóla á ný, sagði Adda Bára að lokurn." Það er reisn yfir þessari frammistöðu, eða hitt þó heldur, þó afstaða fulltrúa hins nýja meirihluta í félagsmálaráði sé sýnu verst, að reyna að skella skuldinni af hægaganginum og framtaksleysinu á embættismann borgarinnar. Um það efni segir Adda Bára í viðtalinu við Þjóðviljann: „Borgarráð, sem skipað er þeim Sigurjóni Péturssyni, Kristjáni Benediktssyni og Björgvin Guðmunds- syni fjallaði síðan um málið og fór fram á það við borgarverkfræðing að hann gerði breytingar á verksamning- um við verktaka í þessum framkvæmdum (þ.e. við byggingu dagvistunarstofnana — innsk. Mbl.) í samræmi við þetta ...“ — Um fjárframlög til dagvistunarmála segir hún: „í dýrtíðinni þýðir þetta (þ.e. óbreytt fjárframlög) að ekki er hægt að standa við þær áætlanir, sem gerðar höfðu verið“, hvað þá að gera betur, eins og hinn nýi meirihluti hafði heitið. Hér er hinum nýja borgarstjórnarmeirihluta rétt lýst í gjörðum eða aðgerðaleysi hans sjálfs, í þýðingarmiklum málaflokki, sem fögur fyrirheit höfðu verið gefin um í kosningabaráttunni. Aðeins tveir mánuðir eru liðnir frá kosningum. En í hverju málinu eftir annað kemur fram, hvert regindjúp er milli orða og gerða þeirra manna, sem nú skipa meirihluta borgarstjórnar. Loforðarunan, sem gekk frá þessum mönnum fyrir kosningar, reynist hrein blekking eftir kosningar. Það er hægt verulega á þeim byggingarfram- æmdum dagvistunarstofnana, sem sjálfstæðismenn höfðu rundið af stað. Loforðin um enn meiri framkvæmdir eru gufuð upp í dæmigerðu framtaksleysi manna, sem hafa lagt meiri stund á orðagjálfur en framkvæmdir. Nemar í arkitektúr mæla hús í PAPEY og HEYDAL Arkitektaskólarnir í Árós- um og Kaupmannahöfn hafa um árabil boðið nemendum sínum upp á námsferðir innan Danmerkur, til Norð- urlanda og reyndar um allan heim, þar sem rann- sökuð er byggingarhefð, byggingarsaga og byggðar- þróun. Uppmælingar, þ.e. mælingar og teikningar af einstöku byggingum, götu- myndum eða jafnvel þorp- um, er liður í þessum ferð- um. Ferðirnar voru í upp- hafi styrktar af skólunum þannig að nemendum var gert kleift að taka þátt í þeim. Styrkir skólanna hafa sifellt minnkað og eru nú nánast engir. Fyrsta ferðin til íslands var farin 1970 og síðan hafa alls átta leiðangrar verið gerðir út hingað. Þátttakendur hafa verið af mörgu þjóðerni, danskir, norskir, fær- eyskir, franskir, hollenskir og islenzkir. Hlutfall íslendinga með- al þátttakenda hefur aukist með hverju ári og nú í sumar voru þeir í meirihluta. Tilgangur þessara ferða er fyrst og fremst skráning menningarverðmæta með ná- kvæmum teikningum, ljósmyndum og annarri gagnasöfnun, t.d. um eigendur og notkun húsa. Rann- sóknir þessar hér á landi hafa fyrst og fremst beinst að torfbæj- um, útihúsum og kirkjum. Síðustu tvö árin hafa rannsóknirnar þó beinst að timburhúsum. Árangur þessara ferða er þannig fólginn í teikningum og ljósmyndum, sem geymdar eru í frumriti í fyrr- nefndum skólum. Teikningarnar hafa flestar verið afhentar Þjóð- minjasafni í afriti, enda ávallt haft samand við Þjóðminjavörð og nú á seinni árum Húsafriðunar- nefnd um verkefnaval. Árangur þessara ferða er einnig að finna í þremur bókum sem KIRKJAN í HEYDAL. — Hún var byggð árið 1876 en verður flutt til Norðfjarðar á næsta ári. gefnar hafa verið út og í kvikmynd um íslenzka torfbæinn, sem er unnin í samráði við Statens Filmcentral og Danmarks Radio. Myndin verður væntanlega frum- sýnd nú í haust. I sumar var ferðinni heitið í Papey, Heydalakirkju og að Teig- arhorni. Voru þessi verkefni valin í samráði við Safnastofnun Aust- urlands. Safnastofnunin sótti um styrk til Þjóðhátíðarsjóðs til verksins og var hann veittur. Menntamálaráðuneytið veitti einnig styrk til fararinnar eins og það hefur nær alltaf gert. For- stöðumaður Safnastofnunarinnar er Hjörleifur Guttormsson og greiddi hann fyrir hópnum svo og heimamenn allir að svo miklu leyti sem þeim var unnt. Hópurinn sem mældi Heydalakirkju fékk að búa hjá prestshjónunum Kristni Hóseasyni og Önnu Þorsteinsdótt- ur en Papeyjar-hópurinn fékk inni hjá systkinunum Sigríði og Gúst- avi Gíslasyni í Papey. Þess má geta að í ár er það í fyrsta skipti sem þátttakendur þurfa ekki að leggja í beinan kostnað vegna fararinnar. Árang- ur ferðarinnar í ár var að Heydalakirkja og bæjarhúsin i Papey voru mæld upp en ákveðið var að láta Teigarhorn bíða til seinni tíma. Hluti teikninganna ásamt ljósmyndum eru nú til sýnis í Árbæjarsafni og verður svo út ágústmánuð. Jafnframt er til sölu bókin Öræfi II en hún er sú bók sem gefin var út í ár og hefur að geyma niðurstöður ferðar sem farin var 1974 um Suðausturland. Næsta ár er áformað að aðstoða við flutning Heydalakirkju til Norðfjarðar, mæla afstöðu hús- anna í Papey og útihús og mæla og teikna húsið að Teigarhorni. Stefán Thors, Baldur Andrésson, Guðmundur Gunnarsson og Sveinn ívarsson kynntu starf nemanna á fundi með blaðamönnum í gær. Ur leiðara The New York Times: Ef einn heimildarmaður verð- ur gefinn upp þá er voðinn vís „ÉG fer í fangelsi fyrir það, sem ég tel að þjóni hagsmunum almennings, fyrir það, sem ég tel að þjóni hagsmunum minnar stéttar,“ sagði M.A. Farber blaðamaður The New York Times sl. föstudag, þegar hann var á leið í Hackensackfangelsið á New Jersey, þar sem honum hefur verið gert að sitja inni um óákveðinn tíma. Forsga málsins er sú, að Farber skrifaði á sínum tíma um 13 dularfull dauðsföll, sem áttu sér stað á sjöunda áratugnum á sjúkrahúsi í Oradell í New Jersey. Rannsóknir hans á dauðsföllum þessum á árinu 1975 og skrif hans leiddu til þess, að Mario E. Jascalevoch læknir var ákærður fyrir morð á þremur þessara sjúklinga og er mál hans nú fyrir dómstólunum. Lögfræðingar iæknisins hafa gert þá kröfu að Farber gefi uppi hjá hverjum og hvernig hann aflaði heimilda sinna um málið og hefur dómari málsins einnig gert kröfu til þess hann fái að kynna sér skjöl Farbers, án þess að þau komi fyrir augu annarra. F’arber og New York Times, sem er gert að greiða 5 þúsund dollara í dagsektir þar til að lætur af hendi trúnaðarskjöl sín um málið, neita með öllu að verða við þessum kröfum og bera fyrir sig m.a. ákvæði stjórnarskrár um prent- frelsi og ákvæði laga um vernd fjölmiðla til þess að þeir geti þjónað sínu hlutverki. í leiðara The New York Times á sunnudag segir m.a., að ef mál- staður Farbers og blaðsins verði M.A.Farber léttvægur fundinn af dómstólun- um, verði það mikið áfall fyrir fjölmiðla með tilliti til fréttaöfl- unar og að fangelsun Farbers ein út af fyrir sig sé alvarlegt brot gegn prentfrelsisákvæðum stjórn- arskrárinnar. Farber og The Times telji að hlutverki blaða og annarra fjölmiðla verði ekki þjón- að á þann hátt sem samfélaginu sé mikilsverðast ef dómstólar ne.vði það fram, að nöfn heimildarmanna upplýsinga og frétta og efni trúnaðarskjala verði gefið upp. Ákvæði laga um prentfrelsi nái jafnt til upplýsingaöflunar sem prentunar frétta. Ef einn heimildarmaður blaðsins verði gefinn upp veki það ugg annarra um að nafni þeirra verði ekki leynt þannig að þeir hætti þess vegna að láta í té upplýsingar. Það sé verjandi ! dómsmáli sem krefjist upplýsinganna og dómari málsins telji það hroka af hálfu blaðsins að hann fái ekki aðgang að skjölum þess um málið. Það séu til menn sem telji að nú sé dagblað enn á ný að „hefja sig yfir lögin“, þ.e. að krefjast rétt- inda sem aðrir fái ekki notið, og er þá vitnað til orða Douglas dómara þegar hann sagði, að fjölmiðlar njóti sérstakrar verndar lögum samkvæmt til þess að þeir geti fullnægt þörf almennings á að öðlast vitneskju um atburði sem eiga sér stað. í lokin segir, áð málstaður Farbers sé þess virði að fyrir honum sé barist. Úrskurðurinn um fangelsisvist Farbers verður kærður á æðri dómstig, en úrslit Jascale- voch-málsins verða ekki Ijós fyrr en með haustinu. Otti við yfirvofandi átök helzta ástæðan fyrir frumkvæði Carters Með því að bjóða Anwar el-Sadat Egyptalandsfor- seta og Menachem Begin, forsætisráðherra Israels, til fundar við sig í Bandaríkjunum í næsta mánuði hefur Carter forseti tekið af skarið með óvenjulegum hætti til að koma friðarumleitunum á skrið eftir aðgerðarleysi þeirra sjö mán- aða, sem liðnir eru, síðan upp úr viðræðum slitnaði. Til eru þeir, sem telja þetta frumkvæði Carters misráðið og bera jafnvel vott um fífldirfsku, en sú skoðun er ríkjandi að þrátt fyrir áhættuna, sem óhjákvæmilega sé samfara slíkum fundi, beri þessi ákvörðun forsetans vott um kjark og eindrægni, og verði honum til álitsauka jafnt innan- lands sem utan. Hugmyndin um fund Begins og Sadats í Bandaríkjunum er engan veginn riý af nálinni. Allt frá því að upp úr viðræðum stjórna ísraels og Egyptalands slitnaði í janúarmánuði síðast- liðnum hafa ráðgjafar Carters rætt um möguleika á slíkum fundi. Hingað til hefur ekki þótt þorandi að efna til hans, þar sem öll sund mundu lokast yrði hann árangurslaus og afleiðing- in yrði sú að útséð væri um friðarsamninga í Miðaustur- löndum i náinni framtíð. En hvers vegna velur Carter þessa leið einmitt nú og hvað veldur því að Bandaríkjastjórn gerist fullgildur aðili að friðar- viðræðunum? Ótti viö ný átök Stjórnin í Washington hefur af því sívaxandi áhyggjur, að til nýrra ótíðinda dragi í Miðaust- urlöndum ef ekki komist skriður á friðarsamninga alveg á næst- unni. Að undanförnu hefur Sadat hvað eftir annað minnt á þá staðreynd, að í október verði útrunnir samningar Egypta og ísraelsmanna frá 1975 um gæzlusveitir Sameinuðu þjóð- anna á Sínaí-skaga, og líti hann svo á að hlutverki þeirra ljúki þar með. Við þetta bætist að Egyptar hafa aukið mjög víg- búnað sinn á undanförnum mánuðum, og enda þótt þeir láti í veðri vaka að þessi viðbúnaður standi í sambandi við hinn leiða nágranna í vestri, Gaddafhi Líbýu-höfðingja, komast æ fleiri á þá skoðun, að hin raunveru- lega ástæða sé sú, að Egyptar hyggist ráðast til atlögu á Sínaískaga innan fárra mánaða. Slík þróun mála er ekki talin til marks um það, að Sadat sé orðinn leiður á því að þrefa um frið við Begin og finnist tími til kominn að sýna honum í tvo heimana, heldur miklu fremur að Sadat sé orðinn mjög aðþrengdur og eigi í vök að verjast gagnvart öðrum Arabaleiðtogum. Þannig sé víg- búnaðurinn aðferð hans til að árétta við ísraelsstjórn og Bandaríkin að málið sé komið í eindaga, um leið og hann reyni að friða Arabaríkin. Erfiðleikar Sadats Leiðtogar Arabaríkjanna hafa að undanförnu beitt Sadat sívaxandi þrýstingi með kröfum um að hann hætti að undir- strika sjálfstæði Egypta og lýsi því yfir að friðarumleitanir án samstöðu Arabaríkjanna hafi reynzt árangurslausar. Víst er um það að Sadat á erfitt uppdráttar gagnvart Arabaríkjunum og getur til lengdar ekki einangrað sig frá þeim. Einkum eru það Saudi- Arabar, sem beita Egypta slíkum þrýstingi en Egyptar, sem eiga við gífurlega efnahags- örðugleika að etja, eru mjög háðir efnahagsaðstoð þessa auðuga og volduga olíuríkis. Aðstoðin frá Saudi-Arabíu nemur nú jafngiidi eins milljarðs bandaríkjadala á ári, og með þessa fjármuni að bakhjarli brýna Saudi-Arabar Sadat óspart til þess að láta óraunhæfa friðardrauma ekki standa í vegi fyrir því að unnt verði að treysta samstöðu Arabaríkjanna. Þessi afstaða Saudi-Araba á ekki sízt rætur sínar að rekja til þeirrar þróunar, sem sífellt hefur orðið ljósari eftir því sem á líður. Vonir manna um friðar- samninga hafa farið þverrandi, ekki sízt á undanförnum vikum þegar aukin harka hefur verið að færast í orðahnippingar milli Sadats og Begins. Þess er skemmzt að minnast, að Sadat lýsti því yfir um mánaðamótin síðustu, að ekki þyrfti að nefna CARTER það að setzt yrði að samninga- borðinu á ný nema ísraelsstjórn lýsti því yfir að hún væri reiðubúin að láta af hendi Gaza-svæðið og vesturbakka Jórdanar. Svar ísraelsmanna við þessari kröfu hefur verið á þá lund, að til greina komi að semja um takmarkaða sjáifs- stjórn Palestínuaraba á þessum svæðum til fimm ára, en að fenginni reynslu mætti síðan ræða um fullt sjálfstæði. Telja verður líklegt að nú hafi Sadat og Begin sætzt á einhvers konar málamiðlun í þessu sambandi, en öll efnisatriði í sambandi við fyrirhugaðar viðræður hafa far- ið mjög leynt og er ólíklegt að þau verði rædd opinberlega áður en fundurinn í Camp David hefst hinn 5. september. Ekkí búizt við beinum tillögum frá Carter Þótt Bandaríkjastjórn gerist nú beinn aðili að friðarviðræð- um Egypta og Israelsmanna í stað þess að vera í málamiðlara- hlutverki eins og verið hefur, er ekki búizt við því að Carter forseti leggi fullmótaðar til- lögur um lausn málsins fyrir þá Sadat og Begin er þeir koma til fundarins vestra. Mikil áherzla er lögð á undirbúning fundarins, en forsetinn er sagður leggja megináherzlu á að höfða til stjórnvizku þeirrar, sem hann telji bæði Sadat og Begin búa yfir, og láta þá sjálfa ráða ferðinni í viðræðunum. Þrátt fyrir kokhreysti beggja og yfir- lýsingar um að enn hafi ekkert gerzt sem breyti afstöðu þeirra til samninga, fer ekki á milli mála að fundurinn hefði aldrei komizt á umræðustig nema báðir hefðu sýnt vilja til að slaka á kröfum sínum. Svo mikið er í húfi fyrir hvern þeirra þriggja þjóðarleiðtoga, sem eigast munu lög við í Camp David, að enginn hefði léð máls á viðræðum ef ávinningur væri ekki í sjónmáli. Af hálfu allra aðila hefur verið varað við of mikilli bjartsýni um að endan- legir friðarsamningar takist á fundinum, og verður að ætla að það sé raunhæft mat en ekki aðeins orðagjálfur, til þess ætlað að slá varnagla og draga úr álitshnekki ef illa fer. _Á.R.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.