Morgunblaðið - 11.08.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.08.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 1978 Minning: Guðmundur Erlens- son fyrrverandi rann- sóknarlögreglumaður Að kveldi 1. ágúst s.l. lést á Sólvangi í Hafnarfirði Guðmund- ur Erlendsson fyrrverandi rann- sóknarlögreglumaður aðeins 50 ára að aldri. Andlát hans kom ekki á óvart þeim sem til þekktu og höfðu fylgst með sjö ára veikinda- stríði hans við ólæknandi sjúk- dóm. Guðmundur var fæddur á Isa- firði 18. júní 1928, sonur hjónanna Gestínu Guðmundsdóttur og Er- lendar Jónssonar skósmiðs sem bæði eru látin. Hann var þriðji yngstur 7 systkina og eru þau öll á lífi nema elsti bróðir Guðmundar, Halldór íþróttakennari sem lést fyrir þrem árum. Guðmundur ólst upp á Isafirði og hjá afa sínum og ömmu í Arnardal til 9 ára aldurs er hann fluttist til Reykjavíkur. Urðum við þá bekkjarbræður í barnaskóla um 3 ára skeið og tókst með okkur góð vinátta sem hélst æ síðan þótt leiðir skildust um árabil. Eftir barnaskóla og unglinga- nám vann Guðmundur flest algeng Árni Skúlason — Minningarorð Fæddur 21. maí 1908. Dáinn 29. júlí 1978. Móðir Árna var Sigríður Sigurðardóttir Magnússonar, hreppstjóra á Kópsvatni. Hún var af merkum ættum í Árnessýslu. Faðir hans var Skúli Árnason, héraðslæknir í Grímsneshéraði með aðsetur í Skálholti. Faðir Skúla læknis var hinn ríki maður Árni Gíslason, sýslumaður Skaft- fellinga um miðja síðustu öld, þar til hann flutti til Krísuvíkur með fjölskyldu sína og búsmala, þ.á m. 1200 fjár. Þar bjó hann stórbúi til dauðadags. Átti auk þessa Herdísarvík og rak útgerð. Konu sína missti Skúli læknir árið 1911 frá þrem ungum börnum: Sigríði 3 vikna, Árna, sem átti 3 ára afmæli daginn sem móðir hans dó, og Sigurði 8 ára. Steinunn Sigurðardóttir, móður- systir barnanna, var á leið í heimsókn að Skálholti, þegar hún frétti lát systur sinnar. Undir eins og hún komst þangað, tók hún við búsforráðum og fóstri systurbarna sinna. Hún fór ekki frá Skálholti, fyrr en fjölskyldan fluttist til Reykjavíkur árið 1927. Steinunn var fyrsta rjóma- bústýra á Islandi við fyrsta rjómabú landsins að Áslæk í Hrunamannahreppi. Það má því nærri geta, hve mikil fórn það hefur verið þessari ungu konu að verða að hætta lífsstarfi því, sem hún hafði valið sér, til að geta gengið börnunum í móðurstað, en það gerði hún af þeirri ást og umhyggju, sem fáum fósturbörn- um hlotnast í jafnríkum mæli. Árið 1919 bættist í hópinn Halldór O. Jónsson, sem ólst upp hjá Skúla lækni og Steinunni, frá því að hann missti móður sína viku gamall. Árni Skúlason lauk námi í húsgagnasmíði hjá Jóni Halldórs- syni & Co. og útskrifaðist frá Iðnskólanum árið 1929, stundaði síðan framhaldsnám við Teknologisk Institut í Kaup- mannahöfn, rak eigin vinnustofu 1932—37, forstjóri fyrir Jón Halldórsson & Co. 1937—42, fyrir Gamla Kompaníinu 1942—59, svo forstjóri fyrir Skulason & Jónsson h.f. ásamt Jóni P. Jónssyni með- eiganda sínum, þar til hann seldi Jóni sinn hlut fyrir fáum árum. Árni kvæntist árið 1939 Sigríði dóttur Ragnheiðar Thorarensen frá Kirkjubæ og Jóns Hj. Sigurðs- sonar prófessors. Sigríður og Árni eignuðust 2 dætur, Ragnheiði og Sigríði Elínu. Móðir þeirra lést frá þeim ungum. Árni hélt áfram heimili fyrir þær með ráðskonum, síöustu árin með Gróu Jónsdóttur. Undirritaður k.vnntist Árna Skúlasyni sem ungum manni og hefur þekkt hann síðan. Árni var sérlega glaðlyndur og ljúfur í umgengni. Hann var kíminn og hnyttinn í svörum og lýsingum, sem voru fyndnar og skemmtileg- SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Til er gamalt orðtak, sem segir, að heiðarleikinn borgi sig bezt. En mér finnst það ekki gilda nú um stundir. Margt gott fólk líður skort og vinnur baki brotnu, en kaldir karlar njóta velgengni. í þessum orðtökum kemur fram, að heiðarleikinn borgi sig bezt og að heiðarleikinn sé leyndardómur blómlegs efnahags. Þetta táknar, að heiðarleiki sé bezti grundvöllurinn, þegar litið er á lífið í heild. Það var enginn minni maður en Shakespeare, sem sagði: „Enginn arfur er eins dýrmætur og heiðarleik- inn“. Margt fólk metur velgengrti vegna annars en gulls og silfurs eingöngu. Velgengni getur verið gull góðrar samvizku, peningar einlægninnar eða trygging öryggis, friðar og rósemi. Ofundið ekki manninn, sem á ekki annað en fjármuni. Ég hef þekkt suma þeirra. Að leiðarlokum áttu þeir hvorki trú né góðan orðstír og fáa vini. störf, hann tók vélstjórapróf hið minna og var síðan á bátum ýmist sem háseti eða vélamaður, vorið 1952 gekk hann í lögregluna og gerðist lögregluþjónn á Kefla- víkurflugvelli. Hann lauk prófi’ lögreglumanna 1954 með hæstu einkunn og var nokkru síðar skipaður varðstjóri í lögregluliði Keflavíkurflugvallar. Guðmundur hafði mikinn áhuga á lögreglu- starfinu og einkum þeim störfum er lutu að rannsókn afbrotamála, aflaði hann sér góðs bókakosts um þau efni og menntaði sig í því starfi auk þess sem hann vann töluvert að rannsóknum þessara mála. Hann gerðist rannsóknarlög- reglumaður haustið 1956 er honum bauðst staða í rannsóknarlögregl- unni í Reykjavík og urðum við þá nánir samstarfsmenn þar sem hann starfaði í tæknideild rann- sóknarlögreglunnar óslitið í 13 ár við góðan orðstír. Samstarfið við Guðmund var ánægjulegt og bar þar aldrei skugga á. Hann lét af ar og alltaf lausar við illkvittni. Hann var með afbrigðum greiðvik- inn og hjálpsamur, vildi hvers manns vanda leysa. Mér er kunnugt um, að hann lagði oft mikið á sig að aðstoða starfsmenn sína, sem áttu í veikindum eða erfitt á annan hátt. Hann var mikill þrekmaður, sem aldrei lét bera á sínum eigin erfiðleikum og íþyngdi því öðrum aldrei með þeim. Dætur Árna fluttust til Svíþjóð- ar um tvítugt og hafa verið þar síðan. Árna þótti ákaflega vænt um þær, var sífellt að hugsa um hag þeirra og líðan. Ég held varla, að ég hafi hitt hann svo, að hann minntist ekki á dætur sínar. Hann var einstaklega góður bróðir systkinum sínum og náið samband þeirra á milli. Dætrum hans og öðru vensla- fólki votta ég samúð mína. ófeigur J. Ófeigsson. störfum sumarið 1969 að eigin ósk til þess að flytjast búferlum til Ástralíu með fjölskyldu sína. Hann bjó í Ástralíu í 3 ár. Þar veiktist hann alvarlega, gekk þar undir mikla læknisaðgerð og það duldist engum sem tók á móti fjölskyldunni við heimkomuna að Guðmundi var brugðið. Utan síns daglega starfs átti Guðmundur mörg önnur áhuga- mál, hann hafði yndi af góðum bókum, var víðlesinn og vel heima í bókmenntum og -sögu og svo minnugur á það sem hann las að með ólíkindum var. Hagmæltur var hann vel og kom það snemma fram; ekki hélt hann kveðskap sínum þó saman að nokkru ráði og er það skaði þar sem mörg kvæða hans voru í háum gæðaflokki. Hann hafði mikinn áhuga á stjórnmálum og gekk ungur í raðir jafnaðarmanna. Hann var vel máli farinn, hafði þróttmikla og djúpa rödd og var harðskeyttur ef stjórnmál bar á góma og við andstæðinga var að etja. Hygg ég að meðframbjóðendur Guðmundar í N-Þingeyjarsýslu þar sem hann vár í framboði fyrir flokk sinn við alþingiskosningarnar 1953 minnist Guðmundar enn. Hann var einnig mikill áhuga- maður um leiklist, lék fyrst nokkur hlutverk með Leikfélagi Hafnarfjarðar og gekk síðan í leiklistarskóla Leikfélags Reykja- víkur og útskrifaðist úr honum 1967. Það sama ár lék hann Björn hreppstjóra í Fjalla-Eyvindi í uppfærslu Leikféiags Reykjavíkur og vakti athygli fyrir leik sinn, þar sem hann þótti hafa í fullu tré við þrautreynda meðleikara sína. Eftirlifandi eiginkonu sinni, Engilráð Óskarsdóttur kvæntist Guðmundur 1953. Þau eignuðust tvö börn sem bæði eru uppkomin, Önnu, sem heitbundin ér Loga Egilssyni, og Gest Friðrik, sem er í foreldrahúsum. Stella, en svo var kona Guðmundar jafnan kölluð, hefur sýnt slíkt æðruleysi og stillingu í veikindum manns síns að með fádæmum er, vegna kjarks hennar og bjartsýni festu þau kaup á íbúð að Krókahrauni 12 í Hafnarfirði eftir að þau komu frá Ástralíu. Þar bjó hún manni sínum og börnum yndislegt heimili og þang- að kom Guðmundur af sjúkrahús- inu og í faðm fjölskyldunnar ef stund varð milli stríða. Ekki verður svo skilið við þessa minningargrein að ekki sé minnst á þá frábæru umönnun er Guðmundur varð aðnjótandi þau 5 ár sem hann lá á Sólvangi, þar sem allt starfsfólkið lagði sig fram um að létta honum þrautir hvers dags. Það væri freistandi að minnast margs nú af því sem við Guðmund- ur reyndum sameiginlega, bæði sem áhyggjulausir drengir í leik eða fullþroska menn í erilsömu cg oft vanþakklátu starfi, en hér verður það ekki borið á torg, enda ekki að skapi hans. Ég sendi eiginkonu Guðmundar, Stellu, börnum hans Önnu og Gesti og systkinum hans innilegar samúðarkveðj ur. Genginn er góður drengur, blessuð sé minning Guðmundar Erlendssonar. Ragnar Vignir. Fréttir frá PON ÞORSKA' (Super multi mono filament) Að búa í haginn .... Margreyndu þorskanetin úr japönsku Amilan-nyloni bjóðast enn á lækkuðu verði, eða aðeins $ 20.92 CIF ísland, pr. 1,5 x 8, 32 möskva. Verðlækkun þessi getur fallið úr gildi án minnsta fyrirvara. HAFIÐ ÞVÍ SAMBAND STRAX og búið í haginn á hagkvæman hátt fyrir næstu vertíð. Aflamenn vilja af bragðsnet Amílan BBDÍÍSr Pétur 0 Nikulássoii TRVGGVAGÖTU 8 SÍMAR 22650 20110

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.