Morgunblaðið - 11.08.1978, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.08.1978, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 11. ÁGÚST 1978 M0»gtllx-N%\ kaffinu \\ rt V (Nl' *' GRANI göslari „Grani fór sjálfur í Ijósritarann". Léleg þ jónusta? BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Sagnhafi þurfti drjúgan skammt af heppni ásamt góðri spilamennsku til að koma í höfn hart sagðri lokasögn í spilinu hér að neðan. Það kom fyrir í Philip Morris bikarkeppni í ísrael og suður gat skrifað töluna í sinn dálk að lokum. Allir utan hættu, vestur gaf. Norður S. G62 H. 843 T. ÁK5 L. D754 Vestur S. 108743 H. K6 T. D963 L. 86 Austur S. K5 H. ÁG1052 T. 72 L. K1093 Suður S. ÁD9 H. D97 T. G1084 L. ÁG2 Suður varð sagnhafi í þrem gröndum eftir að austur hafði opnað á einu hjarta. Vestur tók fyrsta slag á hjartakóng, spilaði aftur hjarta á ásinn og austur fríaði lit sinn með þriðja hjarta. Sagnhafi fór inn í borðið á tígulkóng og svínaði laufgosa. Tígulgosi, drottning og kóngur og enn tókst svíning þegar næsti slagur fékkst á spaðadrottningu. Nían kom ekki í tígultíuna en austur lét spaða og staðan var þá þessi: ■ COSPER ©PIB COPtNNACIN & A. A MZ ON P fru i 1 i i' Þér ættuð að borða minna. „Ég hef orðið fyrir slæmri reynslu, undanfarna daga, af ýmissi þjónustu í bænum. Sagan hefst á því að hjón, sem búa í sama húsi og ég, fóru í ferðalag um helgi, og var dóttir þeirra 18 ára að passa ungbarn sem þau eiga. Ég hafði heyrt móður þeirra tala um það, áður en þau fóru, að það mætti ekki tæpara standa með mjólkina, að hún væri nothæf, enda stimplaður síðasti söludagur átta dögum eftir að hún er látin í umbúðir. Þar sem heimilið er mér skylt vildi ég gjarnan eiga eins nýja mjþlk og kostur væri á, til að hlaupa undir bagga, ef með þyrfti. Á laugardagsmorgun fór ég því að kaupa mjólk í brauða- og mjólkursölubúð sem hafði verið opin á laugardagsmorgnum í júnímánuði, og ég vissi ekki annað en svo væri enn. En þá var, því miður, búið að leggja niður þessa laugardagsþjónustu og búðin var lokuð. Þar eð ég fékk enga mjólk þarna, fór ég í söluturn og ætlaði að kaupa Tropicana heldur en ekkert. En auðvitað var það ekki til, og lítið var ég hrifin af þeim varningi sem þar var á boðstólum. M.a. blasti þar við mér klámblað með myndum af berum kvenmanni í viðbjóðslegum stellingum. Var ég nú orðin reið, og kvartaði yfir því við afgreiðslustúlkuna, að ekkert skyldi fást frambærilegt fyrir börn og unglinga, hvorki til að lesa né leggja sér til munns. • Meira úrval Hef ég áður kvartað yfir því við sjoppueigendur, að hafa ekki betra lestrarefni fyrir börn og unglinga, en þar er að finna. Finnst mér sérstök þörf á því, þar sem sjoppur eru í miðjum íbúðar- hverfum. Þá finnst mér ekki síður þörf á að sjoppur hafi á boðstólum eitt og annað, sem getur komið sér vel fyrir húsmæður og ekki er skaðlegt fyrir börn. Því miður, er ég hrædd um að sjoppueigendur megi ekki hafa neitt annað en þetta sem þeir hafa í sjoppum sínum, sem flestum húsmæðrum er illa við. Finnst mér það mesta skömm, ef satt er. • Mjólk ofan úr sveit Á sunnudagsmorguninn kom það í ljós, að engin mjólk var lengur til handa barninu, og var þá leitað til mín um mjólk, sem ég átti ekki, svo sem fyrr segir. I sama mund og ég og telpan, sem gætti barnsins, bárum saman bækur okkar um hvernig við ættum að leysa þetta mjólkurmál, þrumaði ríkisútvarpið yfir okkur kennslustund í bruggi, lýsti ná- kvæmlega þeim tækjum, sem til þess þyrfti og hvað þau kostuðu. Stúlkan, sem gætti barnsins, hafði fyrst snúið sér til Mjólkur- samsölunnar, en þar var öll mjólk búin, svo nú var ekki annað fyrir hendi en að hringja í kunningjana. Gerðum við það, en án árangurs. Veðrið var gott og margir úr bænum. Eftir að hafa grátið af mjólkurleysi í þrjár klukkustundir tókst okkur loksins að fá mjólk handa því ofan frá Korpúlfsstöð- Hversvegna getum við ekki fengið mjólk um helgar, úr því sjoppur eru opnar á hverju götuhorni? Það eru hvort sem er kælitæki í flestum sjoppum, svo ekki ætti að vera hættara við að mjólkin skemmdist þar en í öðrum búðum. Á þriðjudaginn, á milli kl. 12 og 13, fékk ég mann til að fara með mér að kaupa nýtt útvarpstæki. Fyrst fórum við í búð í Skipholtinu óg var hún lokuð. Ókum við þá niður á Bergsstaðastræti í aðra viðtækjaverzlun, þangað komum við kl. 13.15. Var sú verzlun einnig lokuð og stóðu tvær bálreiðar konur við dyrnar, þær höfðu ætlað að nota matartímann til að verzla. Við héldum nú aftur upp í Skipholt og þar keypti ég tækið, var það danskt. Sagði afgreiðslumaðurinn mér í óspurðum fréttum, að Norður S. G6 H. - T. - L. D75 Vestur Austur S. 1087 S. K H. - H. 10 T. 9 T. - L. 8 Suður S. Á9 H. - T. 8 L. Á2 L. K109 Með spaðaafkasti sínu gerði austur sitt til að leiða sagnhafa á villigötur. En suður las stöðuna rétt. Hann tók á spaðaás og gosinn varð þá níundi slagurinn. Kirsuber í nóvember Framhaldssaga eftir Mariu Lang Jóhanna Kristjónsdóttir íslenzkaði 36 hugmynd um það! Við misstum samhandið hvor við annan. þegar ég var kvaddur í herinn í stríðslok. Svo fékk ég vinnu hér í ba-num á gamla veitinga- húsinu sem þú manst kannski eftir og þú getur verið viss um að ég rak upp stór augu þegar ég fékk allt ( einu póstkort. undirskrifað af Matta og stimplað í Casablanca. Hann var þá annar kokkur á M/S Emiiíu. Ég svaraði honum í gegnum Loyd hjá okkur og lét það fylgja að það gæti verið nógu gaman að sjást og hvort hann gæti ekki tekið sér ferð á hcndur hingað. ef hann kæmi einhvern tíma aftur til Svíþjóð- ar. ()g svo hringdi hann sama haustið og var staddur í Gauta- horg og spurði hvort hann mætti koma og búa hjá mér í nokkrar vikur meðan hann hiði eftir að fá skipsrúm aftur. — Það var sem sagt ætlun hans að leggja sjómennsku fyrir sig? — Já. áreiðanlega. sagði Klemens ákveðinn. — Hún átti ljómandi vel við hann. Hann reyndi að lokka mig til að koma með og það munaði ekki mikiu að ég drægist á það. — Þú heldur sem sagt ekki að hann hafi hugsað sér að setjast hér um kyrrt og setja saman bú með Judith Jern- feldt? — Ég er viss um að það vakti ekki fyrir honum. Hann vildi vera frjáls og óhundinn — eins og ég. Ákveða sjálfur hvert hann fa-ri og hvenær. Aftur á móti var hann ólíkur mér að því leyti að hann hafði engan áhuga á að græða prninga. — Hann hlýtur að hafa verið um margt óvenjulcgur maður. sagði Christer. — En nú hef ég tafið þig æði lengi. Ég held að ég líti inn til sælkcrans vinar okkar í klúbbherberginu. — Það a-ttirðu að gera, sagði Klemens og glotti við. — Hann er sjálfsagt að drekkja sorgum sinum í risastórum sjússum. Stundum sakna ég góðu gömlu skömmtunardaganna. Inni í klúbhnum voru nokkur borð og þrír afmarkaðir básar sem sneru út að Hyttgötu. Allt var þarna smekklegt f ýmsum grænum litum. í einum básanna við innsta vegginn sat Bo Koland Norell og enda þótt andlit hans félli kannski ekki beinlínis inn í grænu litina var auðsætt að honum leið ekki tiltakanlega vel. Ilann hafði tekið af sér gleraugun. svo að sviplaus augun voru enn dauflegri en áður. Varirnar slapplegar og hann var skjálfhentur þegar hann fálmaði eftir glasinu. En áður en líann lognaðist algerlega út af langaði Wijk liigregluforingja þó að leggja fyrir hann fáeinar spurningar. Og nú þegar Norell forstjóri var svona kófdrukkinn var kannski von tii þess að hann fengist til að svara. — Judith? sagði hann með erfiðismunum. — Jú. Víst vorum við trúlofuð. Við höfðum verið trúlofuð frá því hún var sextán ára. Þá komst ég að því að hún væri fallegasta stúlkan í öllum ha'num. — Og síðan leiztu bara á hana sem þína eign? — Já. sagði hann og kinkaði kolli — það er öldungis rétt. Það var ... það var svoleiðis. Hún var MÍN EIGN. — En svo eignaðistu keppi- naut? — /E. góði. hyrja þú nú ekki, sagði hann og gætti nú hans fyrra hroka. — Ilann — Matti Sandor! — Að því er mér hefur skilizt varstu að minnsta kosti ekki ýkja ánægður með þetta. — Þó nú ég yrði reiður. En það var ekki vegna þess að ég væri neitt órólegur. Og veiztu hvers vegna? Ilann teygaði vænan sopa af

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.