Alþýðublaðið - 06.02.1931, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 06.02.1931, Blaðsíða 2
« Ai»t>ÝÐUBLAÐIÐ ■ 9 Verkamannafélag Akureyrar 25 ára afmæ i. Eftirfarandi einkaakeyti barst Alpý&ublaðinu í dag frá frétta- ritara sínum: I dag er Verkamaainafélag Ak- ureyrar 25 ára. Það var stofnað Q. febrúar 1906 af um 60 verka- mönnum. Helztu forgöngumenn •tofnunarinnar voru Jón Frað- flnnsson, faðdr Fýms og Ingólfs á ísaíirði, Jón Kristjánsson, Sig- urður Njarðvík og Sigurður Þor- steinsson. Þegar félagið var stofnað átti að lœkka kaup úr 20 aurum niður í 18 aura fyrir duglega menn, en 15 fyrir aðra, en kaupið var með stofnun fé- lagsins hcekkað upp í 25 aura á klukkustund. 1915 stofnaði verka- mannafélagið Kaupfélag verká- manna og kaus þá í fyrsta sinn mann í bæjarstjórn. Blaðið „Verkamaðurinn" var stofnaö 14. nóvember 1918 að tilhlutun Hall- dórs og Erlings og var stutt af verkamannafélaginu. Sjúkrasjóður félagsins er nú orðinn um 10 |)ús. kr. Veitir hann nokkurn styrk árlega. Var byrjað að safina í isjóðinn á fyrsta ári féiagsins með frjálsum framlögum, og urðu 15 manns tiil að leggja í hann fyr«ta árið, eina krónu hver. Nú telur félagið um 320 manns. I stjórn eru: Erlingur Friðjónsson forrn., Gestui’ Bjarnason og Þorsteinn Þorsteinsson. Alpýðuiblaðið óskar félaginu hamingju. Sefflir l»®rsapst|érl af sér? ---- i Þau tíðindi urðu í gær á bæj- arstjómarfundinuni, að borgar- stjóri lýsti þvi yfir, að hann mundi ekki framkvæma tillögu, er komið hafði fram frá Eimari Amórssyni (hún er prentuð á öðrurn stað i blaðiLnu), þó hún yrði samþykt, og yrðd bæjar- stjórnin að láta aðra en sig frarn- kvæma hana. Gerði þá tillögumaðurinn (E. A.) fyrirspurn lil borgarstjóra, h\ort þetta þýddi það, að hann ætlaði að segja af sér borgar- stjórastöðunni, ef tillagan yrði samþykt (þar eð hann vitanlega Kálfas’ lanoar ofeidl. Jón Ólafsson hélt á bæjar- stjórnarfundinum í gær enn eina ræðu um, að margir atvinnulausir verkainenn séu slæpmgjar. Hann brigzlaði þar á nxeðal línuveiða- sjómönnum yfirleitt um slæpings- há-tt. Hann kallaði það sem sé slæpingshátt, að þeir vilja ekki láta útgerðarmenn skamta sér launin eftir eigin geðþótta, heldur vilja fá það fyrir vinnu sína, að fjölskyldur þeirra geti lifað bæri- iegu Iíli(!). Kröfur mn viðunandi kjör kallaði hann „heimtufrekju". Ólafur Friðriksson benti á, hve fáránlegt það er, þegar menn eins og Jón Ól., sem eiga stærstu og skrautlegustu húsin í Reykjavík, sern þeiir hafa eignast fyrir út- gerðargróða, koraa framámanna- mótum, herja sér á brjóst og segja: Atvinnuvegimir geta ekki goldið verkafólkinu svona hátt kaup. — Hverjir eru það; sem hafa fleytt og fleyta rjómann af útgerðinni? Hvorir lifa í meiri „vellysring- um“, sjómennimir og annað verkafólk ellegar stórútgefðar- mennirmr ? væri skyldugur að framkvæma ályiktanir bæjarstjómar). Lýsti Knud Zimsen þá yfir, að sökum réttlætistilfinningar simn- ar gæti hann ekld framkvæmt til- lögu Einars, og yrði þá bæjar- stjórnin að kjósa sér annan borg- arstjóra, ef hún yrði sam,þykt. Nú fór svo að tillagan var samþykt með stórum meiri hluta (svo sem sagt er frá á öðrum staö), og má því búast' við að Knuid Zimsen segi af sér borgar- stjórastöðunni og nýjar borgar- stjórakosningar þurfi að fara fram. Slæpimgjabrigzl Jóns ÓÍafsson- ax til verkafólksins, sem aflað hefir auðæfa hans sjélfs og sam- herja hans/eru honum til ævar- andi forsmánar. Verkamexm og sjómenn þurfa að muna vel eftir* þeim, þegar hann kemur næst fram fyrir þá til að fala atkvæði þeirra. TahmðrkDn barneigna fiðigar samt Fólkinu fjölgar nú langtum ör- ar í Rússlandi en í vesturhluta Evrópu, og eru þar nú 161 millj. manna, þegar talin eru öll sam- bands-sóvétrikin. í Evrópu (að Rússlandi undan skildu) eru nú 370 millj. manna og fjölgar þeim unx 21/2 millj. á ári, en íbúum sóvétrikjanna fjölgar árlega um 3V2milljón. Þessi mikla fjölgun Rússa er einkennileg að því leyti, að einmití á síðari árum er tak- rnörkun barneigna mjög mikið að færast í vöxt meðal Rússa. — Fjolgunæn liggur í því, hvað lan'gtum færri deyja nú en áður, vegna þess hvað stjórn heilbrigð- ismálanna hefir batnað frá því á dögurn keiisarastjórnarinnar. Atvlimubótaraálið á bæjarstjórnarfundi. Á bæjarstjÓTnaTfundinium í gær vittu fulltrúar Alþýö-uflokks- ins harðlega þá óhæfu, að í stað atvinnubóta hefir bæjarvinnu- imönnum verið fækkað, sagt upp milli. 70 og 80 mönnum, en í gær voru 63 komnir í hina svo- nefndu „atvinnubótavinnu", eftir þvi sem borgarstjóri sagði. Benti Síefán Jóh. Stefánsson á, að þeir, sem sagt var upp vinnu, hafa all- ir fulla þörf fyrir hana, og að því að eins er um atvinnubætur að ræða, að mun fleiri fái vinnu en höfðu hana áður, en hitt eru atvinnuspjöll þegar verkamönn- um er fækkað. Enn fremur, að nóg verkefni bíða óunnin; og treysiist enginn því rnóti að mæla. Clafur Friðriksson benti á, að uppsögn viririunnar var hvorki borin undir veganefnd né neina aðra nefnd bæjarstjórriarinnar og er því fullkomið gerræði. Hefðí og verið algerlega ástæðulaust að láta hætta grjótkurlnninni, því að engin hætta er á, að kurlað grjót komi ekki í góðar þarfir síð,ar, þótt einhver afgángur yrði áf því í svipinn. Fulltrúar Alþýðuflokksins fluttu svofelda tillögu í máiinu: „Bæjarstjóinin felur borgar- stjóra að ráða nú þegar aftur að nýju þá menn trl bæjarvinnu, sem sagt var upp nýlega, og hefja auk þess striax framkvæmdir þær, sem fé er veitt tiil í fjárhagsáæti- un yfirstandiandi árs, til þess að bæta úr atvinnuleysi í bænium." Knútur og Jón Ólafsson svör- uðu illu eilnu. Brá Jón verka- möinnum um slæpmgshátt og Knútur kvað bæjarvinnuna vera spena, scm margir viidu komast á. Ól. Fr. spurði þá, hvort Knút- ur teldi þá, sem hann hafði sagt upp vinnunni, ekki hafa unnið fyrir kaupi sínu. Ekki treysti Knútur sér til að neita þvi, að’ þeir hefðu unnáð fyrir því, sean þeir báru úr býtum, einkum þeg- ar Ólafur benti á muninn á viku- kaupi þeirra og Knúts sjálfs. M. a. hafði Knútur dlregið af þeim kaup fyrir helgidiagana í jóla- vikunni, þótt márgir atvinnurek- endur greiði fastavinnumönnum venjulegt kaup fyrir þær vikur, sem fleiri en einn helgidaguir erí. Sumir flokksmenn þeiiTa K. Z. og Jóns ól. munu hafa fundið, að andstaða þeirra gegn öllum atvinnubótum mynidi mælast illa fyrir, en vikki þó ekki sam'þykkja tillögu Alþýðuflokksfulltrúanna. Þegar alllengi hafði verið rætt um málið flutti Einar Arnórsson og nokkrir fleiri svofelida tillögu með þoirri forsendu, að hún ætti að vera breytingartillaga við til- lögu Alþýðuflokksfulltrúanna: „Bæjarstjórnin ætlast tii þess, aö þeim mönnum, sem farið hafa úr bæjarvinnunni og eigi hafa fengið aðra vinnu, verði veitt vinna aftur sem fyrst að unt m, og að verk þau, sem fyrirhuguð eru i fjárhagsáætlun þ. á., verðl sem fyrst uinnin, svo að fleirune atvinnulausum mönnum verðt vei'tt atvinn,a..“ Knútur varð nú hinn æfasti og bar fram svohljóðandi dagsikrár- tillögu: „Þar scm bæjarstjórnin hefir þegár ákveðið að hefja þá vinnu, sem fjárhagsáætlun 1931 gerir ráð fyrir, og sú vinna er þegar hafin, og þeir verkamenn, sera nýlega gengu úr bæjaryinnu [svo stóð í tillögunni!], að sjálfsögðu standa jafnt að vigi og aðrir at- vinnulausir rnenn, sem til greina koma við úthlutun þessarar vinnu, tekur bæjarstjórnin fyrir næsta mál á dagskrá." Þar með ætlaðist hann til að málið væri útrætt! Þegar Knútur var spurður að, hvað hann meinti meo þvi, aö verkamiennimir hefðu gengið úr bæjarvinnunni, svaraði hann: Víst gengu þeir heim, en fóru eklri í bif reið! Fjórða tillagan var frá Jakobi Möller, að tillögunum yrbi víisað til vægan-efnidar. Hún átti svo a& ráða því, hvað við þær yrði gert Svo viildi Jakob vera láta. Þrír íhaldsmenn gerðu tilraun tiil að eyða máljnu á þesisum fundi með því að greiöa atlrvæði kl. 12 á miönætti á þá leið, aðí* fundi skyldi þá þegar slitið, án þess að þ.ví yrði lolrið. Þeir þrír voru: Jón ÓI., Pétur HalM. og Hjalti Jónsson. Þeir urðu þó að láta í minni pokaxm, því að sam- þykt var að Ijúka málinu. Dagskrártillaga Knúts kom nú fyrst til atkvæða, og var hún feld xneð 12 atkv. gegn 3 að vi® höfðu nafnakallj. Með henni greiddu atkv. þeir sömu þrír, Jón: Ól., Pétur Halldórsson og Hjalti, en Knútur hefir elrid atkvæðisrétt í bæjarstjórninni síðan alþingi brey tti bæjars t jómarl öguxxum. Næst var tillaga Jakobs feld. Greiddu 6 íhaldsmenn henni at- kvæði. Haraldur Guðxnundsson benti á, að þar sem tillaga Einars var í rauminni sérstök tillaga, þá ætti að berá tillögu Alþý&uflokksims upp fyrr, þar eð hún var fyrr fram komin. Það féks-t þó ekki og samþyktu íhaldsmenn, að til- laga Einars yrði borin upp fyrri.. Nú var það augljóst eftir um- ræður þær, sem orðið höfðu, að ekki var unt að fá tillögu Al- þýðnflokksfulltrúanna samlþykta. Greiddu Alþýöuflokksmenn því atkvæði með tillögu Einars, og var hún samþykt. Síðar verður skýrt frá nokkr- um fleiri atriðum, sem fram komu í umræðunum. — Það fanst mjög á, að Knúti. þótti ilt, að nokkur samþykt var gerð á fundinum um atvinnu- hætur og um framhaldsvinnu handa þeim, sem hann hefir sagt upp bæjanrinnu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.