Morgunblaðið - 19.08.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.08.1978, Blaðsíða 1
40 SÍÐUR OG LESBÓK 178. tbl. 65. árg. LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Rude Pravo um innrásina: V ar nauðsynleg öryggi Evrópu Prair. 18. ágúst. Reutor. Loftbelgsmennirnir þrír Larry Newman, þrítugur að aldri, Maxie Anderson 43 ára og Ben Abruzzo 47 ára, taka hér á móti fagnaðarlátum hrifinna sjónarvotta er fylgdust með því er far þeirra lenti. Belgfaramir: Hringferðum jörðina næst París. 19. ágúst. AP. Reuter. MÁLGAGN tékknesku stjórnar- innar Rude Pravo sagði í dag að innrás Varsjárbandalagsherj- anna, undir forystu Sovétríkj- anna fyrir 10 árum, hefði verið „nauðsynleg til að tryggja öryggi í Evrópu“. I blaðinu er einnig sett Manilla, Filippseyjum, 18. ág. AP. SPRENGJA sprakk um borð í filippinskri farþegavél sem var í 24 þúsund feta hæð, á föstudag. Sprengingin varð á salerni vélar innar um það bil klukkutíma eftir flugtak og voru farþegar að snæða morgunverð er sprenging- in varð og þeyttust flísar og brak af salerninu fram í farþegarýmið og slösuðust að minnsta kosti þrjár manneskjur. Öllu dular- Mugabe fór til Nígeríu óvænt Lusaka. 18. ágúst. Reuter. ROBERT Mugabe fof snögglega áleiðis til Lagos í Nígeríu í kvöld og ætlaði að eiga fund með ráðamönn- um þar, að því er aðstoðarmenn hans sögðu. Hætti Mugabe fyrirvaralaust mjög mikilvægum fundum sem hann hefur átt við Joshua Nkomo, einn af leiðtogum Þjóðernisfylkingarinnar og kom þessi ákvörðun mjög á óvart. Búizt er þó við að Mugabe komi innan tíðar aftur til Lusaka og hefji á ný tal við starfsbróðurinn. Aftur á móti vildi Nkomo ekkert um brottförina segja í kvöld. fram harkaleg gagnrýni á ýmsa v-evrópska kommúnistaflokka sem hafa verið ósammála íhlutun Sovétríkjanna í þessum atriðum. Segir Rude Pravo að það sé erfitt að skilja sumt fólk sem kalli sig kommúnista, að þeir skuli enn standa fastir á þessari túlkun án fyllra er að einn farþegi virðist hafa horfið við sprenginguna og eru getgátur uppi um að hann hafi sogast út við sprenginguna þvf að allstórt gat kom á skrokk vélarinnar þar sem sprengingin varð. Flugstjóri vélarinnar viður- kenndi að þegar vélin lenti heilu og höldnu hefði verið einum færra með vélinni en þegar hún lagði upp. I fyrstu var sagt að hér hefði ekki verið um skemmdarverk að ræða en eftir að vélin lenti var henni ekið út á fjarlægan brautar- enda á flugvellinum í Manilla og algert fréttabann sett á atburð þennan. Því voru fréttir afar óljósar og á reiki og vart búizt við að þær skýrist fyrr en á morgun, laugardag. Flugstjórinn, Antonio Misa, hefur nokkrum sinnum áður kom- izt í hgnn krappan í loftinu, varð fyrir svipuðu atviki 1975 þegar handsprengja sprakk á salerni vélar sem hann stýrði og særðust þá tugir manna og nokkrir létust hann hefur einnig einu sinni orðið fyrir því að vél sem hann stjórnaði var rænt og henni beint til Kína, nánar tiltekið árið 1971. þess að taka með í reikninginn hvað hafi gerzt í Tékkóslóvakíu og í heimi öllum síðan. „Við vitum að kommúnistaflokkar á Vestur- löndum eru í erfiðri stöðu vegna þess að endurskoðunaröflin eru að reyna að halda uppi áróðri og óhróðri gegn Tékkóslóvakíu og Sovétríkjunum“, segir Rude Pravo, sem fyrir tíu árum studdi af alefli umbótastefnu Dubceks og fleiri aðila. Rude Pravo segir að það hafi orðið Dubcek að fótakefli að hann hirti ekki um að gæta hins pólitíska valdajafnvægis í álfunni og hann hefði látið óátalið að fjandsamleg öfl kæmust til áhrifa án þess að skilja hversu hættuleg sú braut var sem hann var kominn á. „Þess vegna varð 21. ágúst að renna upp. Til þess að þeir atburðir sem kommúnistar í vestri óttuðust að myndu gerast, en urðu ekki vegna aðgerða Sovétríkj- anna.“ Um gervallan heim er nú fjallað um að tíu ár eru liðin frá innrásinni og rifjað er upp í löngu og ítarlegu máli sú þróun sem varð í Tékkóslóvakíu árið 1968 frá því að Novotny var komið frá og þar til Dubcek og stuðningsmenn hans höfðu endanlega verið vængstýfðir og Tékkóslóvakía hvarf undir hæl Sovétríkjanna á ný. Þó ber frétta- skýrendum saman um að þrátt fyrir allt sé meira frelsi nú í Tékkóslóvakíu en flestum öðrum austantjaldsiöndum og Husak forseti telji það öllu skipta að fara vægilega í öllum málum sem viðkvæm eru og vandmeðfarin. Bandarísku belgfararnir Ben Abruzzo og Maxie Anderson, sem ásamt Larry Newman urðu fyrstir manna til að komast í loftbelg yfir Atlantsála tjáðu blaðamönnum í gær að þeir myndu freista þess að fara í loftbelg f kringum jörðina á 30 dögum. „Með réttum loftbelg ætti þetta að vera kleift. Okkur ætti að takast að fljúga í meiri hæð og komast hring um jörðina á um 30 dögum,“ sagði Abruzzo og bætti því við að fyrirtækið yrði að sjálfsögðu kostnaðarsamt en þó ekki eins kostnaðarsamt og tilraun til að klffa Evrest tindinn. Ferðalag þeirra yfir Atlantsála nú kostar um 125.000 Bandarfkjadali, eða rúmar 32 ntilljónir króna. Belgfararnir voru vígreifir á blaðamannafundi í bandaríska sendiráðinu í París í gærmorgun. Newman var að vísu ekki viðstaddur þar sem hann tók seint á sig náðir á fimmtudagskvöldið. Svaf hann vært í sama rúmi og Charles Lindbergh svaf í eftir að verða fyrstur manna til að fara í vélflugu yfir Atlantshaf fyrir 51 ári. Abruzzo sagði að þeir belgfararnir hefðu með ferð sinni slegið öll fyrri met loftbelgsferða. Þeir bættu út- haldsmetið um 30 klukkustundir, ferðuðust lengri vegalengd en nokk- ur hefur fyrr gert, og skreyttu afrekið með því að fljúga yfir írland, Wales og England áður en lent var í París. Þá voru þeir mjög nærri því að lenda við Eiffel-turninn í París eins og upphaflega var áætlað. „Við reyndum allt sem við gátum til þess,“ sagði Abruzzo. Hann sagði að flugið hefði í flestum atriðum gengið eins og fyrirfram hefði verið búist við. Þó lentu þremenningarnir í erfiðleikum þegar loftfarið lækkaði sig allt í einu úr 24.000 fetum í 4.000 fet. Til að halda hæð á lokasprettinum urðu þeir að létta á loftfarinu með því að henda m.a. öllum siglingar- og hjálpartækjum. „Við vorum einnig nærri því að henda sjónvarpsmynda- tökuvél fyrir borð, en hættum þó við það á síðustu stundu." Myndin af Tvíerni II er tekin í Everux í Frakklandi skömmu eftir að lendingin hafði tekizt giftusamlega. Mikill hópur fólks þyrptist að og fagnaði loftbelgsförunum. Þyrlur höfðu fylgzt með ferðum belgsins síðasta spölinn. „Ekki þverfótað fyrir lögreglumönnum í Prag 99 Vín, 18. ágúst. AP. ÞRÍR tékkneskir flóttamenn, sem komu til Vínar í dag frá Prag, sögðu á fundi með fréttamönnum að ekki væri hægt að þverfóta fyrir lög- reglumönnum í Prag þessa stundina og töldu þeir það endurspegla vel þá miklu taugaspennu sem ríkir í Tékkó- slóvakíu vegna tíu ára afmælis innrásar Sovétmanna þar 1968. Þeir sögðu að lögreglumenn í Prag væru nú fleiri en allir lögreglumenn Austurríkis til samans, og væri viðbúnaður þeirra meiri en nokkru sinni fyrr. Ekki reiknuðu flóttamennirn- ir með því að neinar sýningar færu fram í tilefni afmælisins eins og reiknað hafði verið með, af ótta við æsingar. Þá sögðust þeir eiga von á því að verulegar fjöldahandtökur myndu eiga sér stað á næstu dögum. Sérstak- lega yrði gerð atlaga að þeim er undirrituðu „Mannréttindayfir- lýsingu ’77“ á síðasta ári. Þremenningarnir sögðust hafa valið Austurríki vegna þess að það væri frjálst land og von væri fyrir þá að fá atvinnu, sem þeir hefðu misst við undirritun „Mannréttindayfirlýsingar 77“. Madek, einn þremenninganna, sagði að sér hefði verið sagt upp starfi sínu aðeins „fáum mínút- um“ eftir að ljóst var að hann hefði undirritað „Mannréttinda- yfirlýsingu 77“. Nýr páfi 25. ágúst? Vatikaninu, 18. áRÚst. AP. Reuter. KARDINÁLAR ákváðu á dagleg- um fundi sínum í dag að héfja kardinálasamkundu Vi klukku- stundu fyrr en áður stóð til. Hefur þetta komið á kreik þeim orðrómi að kardinálarnir muni samdægurs kjósa eftirmann Páls páfa sjötta, en hingað til hefur verið reiknað með að þeir gerðu það á öðrum degi samkundunnar sem hefst föstudaginn 25. ágúst klukkan 14.30 að íslenzkum tíma. í morgun var einnig prófaður útbúnaður sá í Sistine-kapellunni sem mun gefa til kynna með reykmerki hvort nýr páfi hafi verið kosinn eða ekki. Hvítt reykjarmerki sem þýðir að kardi- nálarnir hafi á afgerandi hátt komið sér saman um nýjan páfa, steig upp frá skorsteini kapellunn- ar klukkan rúmlega 9 í morgun. Nú verða kemísk efni notuð til að framleiða ýmist hvítan eða svart- an reyk þegar atkvæðaseðlarnir verða brenndir, þar sem misskiln- ingur hefur komið upp við fyrri kosningar. Búið er að sauma viðhafnar- skrúða næsta páfa. Myndin var tekin er prófuð voru í dag reykmerkin sem gefin verða á meðan á páfakjöri stendur. Dularf ull spreng- ing í f lugvél í lofti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.