Morgunblaðið - 19.08.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 19.08.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 1978 5 Prófessorshúsinu frá Kleppi hefur verió valinn staður og verAur pað gert upp sem sýningarhús í safninu. var Nýjungar í Árbæjarsafni Gufuvaltarinn Briet ók um Árbæjarsafn meó fullum dampi og bætt kolum í eldhólfið. í tilefni afmæiis Reykjavíkur 18. ágúst ók gufuvaltarinn Briet fyrir dampi um Árbæjartún. En þá var borgarstjóra, borgarstjórn og um- hverfsimáiaráði boðið í safnið og sýndar helstu nýjungar í Árbæjar- safni, sem eru auk vaitarans, sem gerður hefur verið upp, gullborinn frægi, sem litið er í gangi, Líknar- húsið, sem búið er að gera upp og flytja i skrifstofur safnsins, „prófessorshúsið" frá Kleppi, sem búið er að flytja í safnið og setja á kjallara, svo og sýningar- og geymsluskemmur fyrir muni safns- ins. Frá gufuvaltaranum, sem kom hingað 1912, hefur áður verið sagt hér í blaðinu, en hann var keyptur til að malbika Austurstræti. Á sumrin var valtarinn „Briet“ notað- ur til að þjappa mulningu á götunum, en á vetrum hafður í húsi við Laufásveg, skammt frá gamla Kennaraskólanum, og látinn mala grjót í göturnar. Var þá reimskífa sett á drifhjólið. Grjótið var tekið úr holtinu þar sem Laufásvegshúsin standa og var þar mulningsvél. Var grjótmulningi og tjöru hrært saman á stóru bretti og voru átta menn að hræra allan daginn. Tjaran var hituð í stórum potti og tók tvo tíma að hita hana, en henni var síðan hellt heitri yfir grjótmulninginn og síðan mokað í bing. Mulningurinn var fluttur heitur á hestvögnum og var mokað af brettinu á vagnana og aftur af vögnunum. Við malbikunina var uppfyllingunni fyrst þjappað, þá fyllt í holur með möl og sandi, síðan settur ofan á tjörumulningurinn og loks finni mulningur efst. Tók þessi vinna öll langan tíma. Haft er eftir Jóni Guðmanni Jónssyni, sem lengi vann hjá Revkjavíkurborg, að heilt sumar hafi tekið að malbika Hverfisgötu, frá Ingólfsstræti að Smiðjustíg. Sl. vetur var gullborinn fluttur í Árbæjarsafn og þar gert við hann á vegum Hitaveitu Reykjavíkur. Hefur hann verið til sýnis í safninu í sumar. Húsið Líkn var flutt í Árbæjar- safn 1973 og er endursmíði þess nú að Ijúka. Verða skrifstofur safnsins þar til húsa. Húsið var byggt árið 1848 við Kirkjustræti, fyrsta húsið við þá götu. Alþingishúsið var byggt næst fyrir austan það árið 1881. Halldór Friðriksson eignaðist húsið 1851 og bjó þar til dauðadags 1902. Árið 1911 eignaðist Háskóli íslands húsið, en hjúkrunarfélagið Líkn fékk það til afnota og dregur nafn sitt af því. Síðast var húsið í eigu Alþingis. I upphafi var húsið ein hæð, hlaðin úr múrsteini, en árið 1884 var timburhæð byggð ofan á. Húsið sómir sér vel þar sem það stendur blátt að lit í Árbæ. Prófessorshúsið frá Kleppi var teiknað af Rögnvaldi Olafssyni og reist 1907 af Guðmundi Jakobssyni trésmið. Það var byggt sem íbúðar- hús yfirlæknisins á Kleppi um leið og hús geðveikrahælisins þar. Bjó fyrsti yfirlæknirinn, Þórður Sveins- son, í húsinu, ásamt öðru starfsfólki til ársins 1940 og búið var í því til 1974. Eftir það var það notað sem skrifstofur og raftækjaverkstæði. Haustið 1977 bauð stjórnarnefnd ríkisspítalanna Árbæjarsafni húsið að gjöf og var það flutt í safnið í sumar. Er áformað að nota húsið sem sýningarhús. I skemmu, sem reist var fyrir 2 árum í Árbæjarsafni, er nú til sýnis eimreiðin fræga og áhöld notuð við báta og skipasmíðar. Er þetta gjöf Kristins Ottasonar skipasmiðs til safnsins. Þar er einnig bátur, smíðaður af Ástgeiri Guðmundssyni í Litlabæ í Vestmannaeyjum, og var hann notaður í Landeyjum. Var unnið að endursmíði hans í Árbæjarsafni sl. vor. I skemmunni er enn fremur sýning á teikningum og myndum arkitektanema af gömlum húsum í suöausturhorni landsins. Hafin er smíði geymslu- húss í safninu og verður þar hægt að geyma ýmsa muni, sem nú eru í geýmslu á Korpúlfsstöðum og verða þeir þá aðgengilegri. HúsiA Líkn var flutt í Árbæjarsafn og hefur nú veriA gert upp. ÞaA var byggt 1848 viA Kirkjustræti, fyrsta húsiA viA Þá götu. AlpingishúsiA var byggt austan viA pað 1881. Ofnasmiðja Suðurlands brann til kaldra kola: „Mun hefja rekstur- inn á ný n.k. mánudag” Ofnasmiðja Suðurlands í Hveragerði brann til kaldra kola í fyrrinótt, en í sama húsi höfðu 5 fyrirtæki aðstöðu fyrir starfsemi sína. Morgunblaðið ræddi í gær við Bjarna Kristins- son forstjóra Ofnasmiðju Suður- lands þar sem verið var að ryðja rústirnar og hreinsa til. Þrátt fyrir áfallið var Bjarni ekkert á því að gefast upp og hann kvaðst myndu hefja starf smiðjunnar á ný n.k. mánudag í fokheldu húsnæði í Hveragerði. Tug milljóna tjón varð í eldsvoðanum. „Við byrjum að smíða í því húsnæði á morgun og við eigum að geta hafið ofnasmíði á mánudag," sagði Bjarni, „ég mun standa við þá samninga sem ég hef gert og stefni að því að keyra starfsemina áfram af fullum krafti. Varðandi þær skuldbindingar sem ég hef gert er þó sá galli á að fólk sem á hjá mér pantanir verður að gjöra svo vel og gefa sig fram við mig þar sem allir nafnalistar og ofnapantanir fóru í eldinum." Húsnæði Ofnasmiðju Suður- lands var um 500 m2 á tveimur hæðum og keypti fyrirtækið húsið fyrir liðlega ári. Á þessu ári hafa gagngerðar endurbætur verið gerðar á húsinu og m.a. var öll efri hæðin innréttuð fyrir skrifstofur. Þar höfðu nú aðstöðu þrjú fyrir- tæki og félagið Junior Chamber hafði þar fundarsal. Slökkviliðið í Hveragerði naut aðstoðar Selfossslökkviliðsins, en húsið fuðraði upp á einni klukku- stund. Tveir gaskútar af 6 í húsinu sprungu, en nokkrir gaskútar og bíll náðust út úr húsinu. Á neðri hæðinni var einnig bilaverkstæði og í suðurendanum var trésmíða- verkstæði sem gjöreyðilagðist. Starfsmenn Ofnasmiðju Suður- lands fóru strax í gær til Reykja- víkur að kaupa tæki til þess að hefja framleiðslu á ný eftir helgina, en um svipað leyti og þeir voru að fara mætti á staðinn bóndi ofan úr Hrunamannahreppi að ná í ofnana sína. Það var að vísu heitt í þeim en ekki eins og til hafði staðið. Að auki fóru ma. í eldinn ofnar í tvö önnur hús, en það var lán í óláni að Bjarni fékk sendingu af ofnaefni skömmu eftir hádegi í gær, en hún hafði átt að koma nokkrum dögum fyrr. Bjarni Kristinsson forstjóri Ofnasmiðju Suðurlands mcð annan gaskútinn sem sprakk í eldsvoðanum, en við það þaut hann 20 metra leið horna á milli í verksmiðjunni. Nýr flotaforingi til Keflavíkur Yfirmannaskipti urðu hjá varnarliði Atlantshafsbandalagsins hér á landi í gær. Myndin hér að ofan er tekin við athöfnina á Keflavíkurflugvelli í gærmorgun er Richard A. Martini (annar frá hægri) tók við stjórn bandaríska liðsins af Karl J. Bernstein (lengst til vinstri). Við hlið Bernsteins er James J. Blake sendiherra Bandaríkjanna á íslandi, en lengst til hægri á myndinni er George E.R. Kinnear II, yfirmaður bandaríska flotans á Atlantshafi. Unnið að hreinsun rústanna í Ofnasmiðju Suðurlands í gær. Ljósmynd Mbl. RAX. Josep Thor- son látinn JOSEPH T. Thorson, dómari og ráðherra í stjórn Mackenzie Kings á seinni styrjaldarárun- um, lést i sjúkrahúsi ■ Ottawa í júlímánuði, 89 ára gamall. Ilafði hann hryggbrotnað í aprfl er bfll hans rann til og lenti á vegg austurríska sendiráðsins beint á móti heimili hans í Rockcliffe. Segir í kanadísku hlöðunum. að þessi kjarkmikli maður. sem 16 árum fyrr hafði sloppið lifandi úr skothríð árásarmanna í Brasilíu, hafi gengið heim til sín áður en hann féll saman. Joseph T. Thorson var með merkustu Vestur-Islendingum og mikill vinur lands forfeðra sinna. Foreldrar hans fluttu til Kanada 1887 og þar fæddist hann tveimur árum síðar. Hann var ávallt dugmikill baráttumaður fyrir ýmsum málum, sem honum þóttu máli skipta, barðist t.d. á árinu 1972 hatrammlega gegn nýjum tungumálalögum. En að þeim lögum stóð sonur hans Donald Thorson, sem var aðstoðardóms- málaráðherra. Skömmu áður en Joseph Thorson lést, höfðu hon- um verið fluttar fréttir af því að Donald sonur hans hefði verið skipaður í Áfrýjunardómstól Ontaríos. Joseph T. Thorson var lögfræð- ingur að mennt og útskrifaður úr háskólum í Englandi, Kanada og á íslandi. Hann barðist í fyrri heimsstyrjöldinni. Var fyrst kos- inn á þing fyrir frjálslynda 1930. Hann var ráðherra á seinni heimsstyrjaldarárunum og var skipaður dómsforseti við ríkis- dómstól Kanada 1943 og gegndi því starfi til 1960, er hann hætti vegna aldurs. Joseph T. Thorson hafði verið heiðraður með íslenzku fálkaorð- unni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.