Morgunblaðið - 19.08.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 19.08.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 1978 13 Heygeymir—og ný heyverkunaraðferð „VIÐ ERUM hér með sýmshorn af öllum þeim velum og verkfærum, sem við seljum bændum. Við höfum jafnan lagt á það áherzlu að vera brautryðjendur varðandi nýjungar í vélabúnaði fyrir íslenzkan landbúnað og þó lítið hafi verið um nýjungar að undanförnu er þó tvennt, sem við viljum leggja áherzlu á nú,“ sagði Árni Gestsson, forstjóri hjá Globus h/f er við hittum hann á sýningarsvæði Globus á útisvæði Landbúnaðarsýningarinnar. „Fram að þessu hafa bændur hér heima átt í töluverðum erfiðleikum með að brúa bilið frá því að þeir binda heyið með heybindi- vélum og þar til að það er komið heim að hlöðu. Við sýnum hér baggaheygleðslu- vagn frá New Holland, sem tekur baggana sjálfkrafa upp af túninu, staflar þeim á vagninn og afhleður hann á færiband. Þessi vagn tekur 88 bagga og hleður sig á 10 mínútum. Við teljum að með þessu höfum við leyst úr þessu vandamáli fyrir bænd- ur. Önnur nýjung, sem við erum með hérna, er hey- geymir en hann byggir á nýrri heyverkunaraðferð, sem er þannig að heyið er forþurrkað áður en það er sett í geyminn. Æskilegast er að rakastigið sé um 50% en eftir forþurrkunina er heyinu blásið inn í truninn og hann lofttæmdur. I turn- inum verður bakteríuferli og samkvæmt tilraunum er- lendis er þetta sú heyverkun sem hingað til hefur skilað Séð yfir sýningarsvæði Globus h/f á Landbúnaðarsýningunni og fyrir miðju má sjá hluta af heygeymi. sem þeir kynna. bestu heyverkuninni. Neðst í geyminum er búnaður til að losa hann og þann búnað má tengja við færiband, sem flytur heyið inn á fóðurgang eða í stallana. Það er ákveð- inn áhugi fyrir þessum geymi og allar líkur á því að einn slíkur verði settur upp á næstunni. Við erum hér auk þess með einar þrjár gerðir af dráttar- vélum og margvíslegar hey- vinnuvélar," sagði Árni að lokum. Þorsteinn Sigmundsson. alifuglahóndi í Elliðahvammi, heldur hér á hreinræktuðum fslenskum hana. Ljósm. RAX. því miður niður árið 1961 af óviðráðanlegum utanaðkomandi ástæðum. Síðan hefur starfsemin verið fremur umsvifalítil, en þó alltaf með góðu lífsmarki. Haldnir eru reglulegri félagsfundir og fræðslufundir. Skipuleg kjötframleiðsla hófst í febrúar 1963. Hefur framleiðsla á kjúklingum farið vaxandi ár frá ári og aukið á fjölbreytni í neysluvörum lands- manna. Nú starf 5 sláturhús á land- inu, og þar af eitt á Norðurlandi, en enn sem komið er eru þetta smáar einingar og óhagkvæmar. Ákveðið hefur verið að reisa stærri sláturhús. sem fleiri sameina sig um, í von um meiri hagkvæmni. Nokkrir féagsmenn hafa með höndum framleiðslu á ungum fyrir eggjaframleiðendur. Hafa þeir einnig með höndum nokkr- ar kynbætur, sem aðallega eru fólgnar í innflutningi útungun- areggja frá kynbótastöðvum í Noregi. Algjört bann er við inn- flutningi annarra eggja og fuglakjöts vegna sjúkdóms- hættu. Erum við Islendingar, af þessum ástæðum að mestu lausir við skæða fuglasjúkdóma er ganga í nágrannalöndunum og valda þar gífuregu tjóni. litmynd af kartöflum uppteknum á gamla mátann og vélaruppteknum, en þar kemur glöggt í ljós, að ef ekki er fyllstu varúðar gætt í vélvæðingunni er hætta á ýmiss konar fylgikvillum, er orsakast ef kartöflur skaddast í upptöku. Þá er að finna tvö línurit, annað þar sem sýnd er kartöfluuppskeran allt frá aldamótaárinu 1900. Á þessum árum hefur yfirleitt. alltaf verið sett niður svipað magn af kartöflum, en uppskeran orðið æði misjöfn. Má sem dæmi nefna að árin 1970 nam uppskeran 62.000 tunnum, árið 1974 154.000 tunnum og í ár er gert ráð fyrir að uppskeran verði á milli 170 og 180.000 tunnur, eða tífalt það magn, sem sett var niður. Hitt línuritið sýnir neyzlu lands- manna á grænmeti og garðávöxtum, en hún hefur aukizt mjög hin síðustu ár. Að lokum má geta þess að til sýnis eru fjögur jarðvegssýni. Fyrsta sýnið er leirblandinn jarð- vegur, en hann er slæmur fyrir alls kyns rækt. Þá er foksandsjarðveg- ur, en hann hentar vel fyrir kartöflurækt, enda þótt ætíð sé hætta á að stormasöm veðrátta fyrri hluta sprettutímans valdi sandfoki og tjóni. Þá er sýni af mómold, en að sögn Eðvalds er sá jarðvegur léttur og góður til ræktunar, ekki sízt ef í er blandað ofurlítið af sandi. Loks er sýni af sendnum moldarjarðvegi, „en það er óskajarðvegur fyrir kartöflur", eins og Eðvald komst að orði. Sendna moldarjarðveginn er m.a. að finna í sérlega ríkum mæli frá Þjórsárósum, báðum megin Þjórsár. það er dð segja í Villingaholts- hreppi og Þykkvabæ. „I því sam- bandi má benda á að þessi jarðveg- ur er góð uppbót við þann kalda og þunga jarðveg, sem garðeigendur þurfa oft að glíma við á Reykjanes- skaga og í Reykjavík," sagði Eðvald að lokum. Útifundur á Lækjartorgi mánudaginn 21.ágúst n.k. Magnús Kjartansson, Pálmi Gunnarsson, Sigurður Karlsson og félagar leika átorginu frá kl 17,30 Ræðumenn verða: FinnurTorfi Stefánsson,alþingism. Jóhanna Thorsteinsson,fóstra Jón Magnússon, lögfr. Jón Sigurðsson,ritstj. Fundarstj: Einar Guðfinnsson,nemi Tinna Gunnlaugsdóttir leikari flytur Ijóð Lýðræðissinnuð æska Einar FinnurTorfi Jóhanna I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.