Morgunblaðið - 19.08.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 19.08.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 1978 15 Solzhenitsyn ásamt íorseta Ilarvard-háskóla. Derek Curtis Bok t.h. og fyrrverandi forseta ísraels. Ephraim Katehalski-Katzire t.v.. er hann var útnefndur heiðursdoktor við háskólann þann áttunda júní sl. skyni að hefta hagnýtingu hennar. Matvælaframleiðandinn er friðhelgur þótt hann eitri vöru sína til að auka geumsluþol hennar; þegar á allt er litið er enginn neyddur til að kaupa hana._ Lífi mínu hef ég að mestu varið undir kommúnísku þjóðskipulagi og get því vitnað um að þjóðfélag, sem ekki býr við hlutlægt lagakerfi er vissulega ógnvæn- legt. Það þjóðfélag sem tekur á hinn bóginn ekki mið af öðrum mælikvarða en lögum er ekki manninum samboðin heldur. Samfélag, sem byggir á lagabók- stafnum og fetar aldrei skör framar, nemur hagskarpt land í hinu auðuga ríki mannlegrar hæfni. Til að hafa örvandi áhrif á þjóðfélagið er lagakrókurinn of stjarfur og lífvana. Hvarvetna, sem vegur mannlífsins er ofinn lagaþráðum, hefst meðalmennskan til vegs og drepur í dróma göfugustu eiginleika mannsand- ans. Það mun einfaldlega reynast óger- legt að standast þrekraunir okkar viðsjálu aldar með lagabákn eitt að vopni. Stefna frelsis I Vesturlandaþjóðfélagi okkar daga er auðsýnt orðið ójafnræði frelsis til góðverka og frelsis til ódæða. Stjórnskör- ungurinn, sem elur þann draum í brjósti að fá afar veigamiklu stórmáli fram gengt fyrir þjóð sína verður að fara með varfærni og jafnvel einurðarleysi. Allt í kring eru þúsundir skjótráðra og óábyrgra gagnrýnenda, og þing jafnt sem fjölmiðlar hafa hann sífellt á hornum sér. I vafstri sínu, þarf hann að sanna að hvert einstakt þrep sé rökrétt og hnökralaust. ú raun er það svo að afburðamaður gæddur sérstökum gáfum, er hafa vill óvænt og óvenjulegt frum- kvæði, fær varla eitt tækifæri til að sýna hvað í honum býr. Frá upphafi er séð til þess að ótal gildrur verða á vegi hans. Á þennan hátt hefur meðalmennska enn sigur í skálkaskjóli lýðræðislegra leik- reglna. Alls staðar er hægðarleikur að grafa undan áhrifum stjórnvalda og hefur það í raun verið gert í stórum stíl á Vesturlöndum. Svo djarflega hafa menn gengið fram fyrir skjöldu í vörnum einstaklingsfrelsis að þjóðfélagið má heita varnarlaust gagnvart ákveðnum einstaklingum. Það er því ekki að ósynju að Vesturlandabúar fari að kappkosta mannlegar skyldur frekar en mannrétt- indi. Eyðileggjandi og óábyrgt frelsi hefur fengið ótakmarkað svigrúm. Svo er að sjá sem þjóðfélagið sé vanmátta andspænis hyldýpi siðspillingar og má í þessu efni benda á misbeitingu frelsis til að glepja siðferðilega fyrir ungdómi með kvik- myndum bermifullum af óþvera, klámi og glæpum. Litið er svo á að þetta sé partur frelsis og er það fræðilega stutt þeim rökum að ungu fólki sé í sjálfs vald sett að velja og hafna. Það líf, sem skipulagt er í anda laga, hefur þannig opinberað vanmátt sinn til að verjast ásókn hins illa. Hvað skal þá segja um glæpamyrkviðið sem slíkt? Lagaumgjörðin er víðast (einkum í Bandaríkjunum) nógu rúm til að ekki aðeins frelsi einstaklingsins fái dafnað heldur einnig viss einstaklings- bundin afbrot. Með tilstuðlan þúsunda málsvara er sökudólgnum sýnd óverð- skulduð eftirgjöf og fær hann að ganga óáreittur. Hyggist ríkisstjórnin láta til skarar skríða gegn ofbeldisstefnu kveður við ramakvein almenningsálits þar sem borgaraleg réttindi hryðjuverkamanna þykja fyrir borð borin og eru þessa mörg dæmi. Slík frelsisstefna í átt til hins illa hefur vaxið úr grasi stig af stigi en er þó einkum sprottin af þeirri mannúðlegu og góðgjörnu hugmynd að ekkert illt sé mannlegu eðli eiginlegt. Veröldin liggi að fótum mannsins og allir annmarkar hennar eigi rætur sínar að rekja til rangrar þjóðfélagsskipunar, sem aðeins þurfi að leiðrétta. En hversu ósennilegt sem það kann að virðast, er glæpatíðni töluvert meiri á Vesturlöndum en í hinum fátæku og lagalausu Ráðstjórnarríkjum, þrátt fyrir að tekizt hafi að rækta beztu félagslegu skilyrði á Vesturlöndum. (í fangabúðum okkar er ótölulegur fjöldi fanga, sem kallaðir eru afbrotamenn. Flestir þeirra hafa þó aldrei framið glæp. Þeir reyndu aðeins að verja sig gegn lagalausu ríki með aðferðum sem stungu í stúf við ákveðna lagaumgjörð). Stefna fjölmiðla Fjölmiðlar njóta auðvitað einnig óskor- aðs frelsis. En á hvern hátt nota þeir sér það? í þessu tilviki sem endranær varðar mestu að brjóta ekki í bága við lagabókstafinn. En engin siðferðileg ábyrgð varnar þeim að afflytja og rangfæra. Hvers kyns ábyrgð hvílir á blaðamönn- um gagnvart lesendum eða mannkynssög- unni? Hafi þeir leitt almenningsálit eða stjórnvöld afvega með ónákvæmum upplýsingum eða röngum niðurstöðum, hafa þeir þá nokkru sinni viðurkennt eða fært slík mistök til betri vegar? Engan veginn, því slíkt myndi bitna á sölu. Þjóð kann að verða fyrir barðinu á slíkum mistökum, en blaðamaðurinn þarf aldrei að standa reikningsskil gerða sinna. Má næsta öruggt telja að hann skrifi hið gagnstæða jafnskjótt og hann hefur endurheimt sjálfstraust sitt. Harvard-ræða Solzhenitsyns Fyrri hluti Sökum þess að veita þarf skjótar og trúverðugar upplýsingar er nauðsynlegt að fylla í eyðurnar með getgátu, lausa- fregn og átyllu. Aldrei kemur til þess að þetta sé leiðrétt, þvert á móti greypir það sig í minningu lesandans. Hversu oft eru ekki gerræðislegar, ótímabærar, yfir- borðslegar og villandi fullyrðingar settar fram hvern einstakan dag, sem rugla lesendur í ríminu án þess að nokkurn tíma sé bætt um? Fjölmiðlum er í sjálfs vald sett hvort tveggja að mennta almenningsálitið eða fífla það. Þannig kunna hryðjuverkamenn að vera hafnir til skýja sem hetjur, trúnaðarmál, sem varða öryggi þjóðar, afhjúpuð á opinber- úm vettvangi, eða við verðum vitni að því hvernig ruðst er inn í einkalíf þjóðkunnra manna á ósvífinn hátt undir yfirskyni slagorðsins: „Allir hafa rétt á að vita allt.“ En slagorðið er óraunhæft og tákn óraunsannra tíma. Fólk hefur nefnilega einnig rétt til að vita ekki og varðar hann e.t.v. öllu meiru. Það er rétturinn til að biðjast undan því að guðdólegar sálir manna séu notaðar sem skarnfötur slúðurs, þvættings og hégóma. Sá, er starfar og nýtur lífsfyllingar, þarf ekki á þessum öfgafulla upplýsingaflaumi að halda. Flan og yfirborðsmennska eru geðræn- ir kvillar tuttugustu aldar og speglast þeir betur i fjölmiðlum en nokkurs staðar annars staðar. Gjörhugul skýrgreining vandamála eru eitur í æðum fjölmiðla, sem láta sér nægja spennandi framsetn- ingu. I þeim búningi, sem þeir eru nú, eru fjölmiðlar engu síður orðnir æðsta vald á Vesturlöndum, öflugri en löggjafarsam- kundan, framkvæmdavald eða dómsvald. Því er eðlilegt að varpa fram spurn- ingunni: Samkvæmt hvaða lögum hafa þeir verið kosnir og gagnvart hverjum eru þeir ábyrgir? í kommúnistaríkjunum er blaðamaður skipaður eins og hver annar embættismaður. Hver hefur lagt vestrænum blaðamönnum vald þeirra í hendur, hve lengi og hvaða undirbúnings er vænzt af þeim? Það er fleira, sem gestur úr austri hnýtur um. I heimalandi hans eru allir fjölmiðlar vendilega sambræddir. Innan tíðar mun hann þó komast að raun um að vestrænir fjölmiðlar í heild velja og hafna eftir ákveðinni fyrirmynd. í þessu efni er það tízka, sem hefur síðasta orðið. Til staðar eru viðtekin skoðanamunstur og einnig kann að gæta sameiginlegra hagsmuna. Útkoman verður því ekki samkeppni heldur samhæfing. Fjölmiðlar njóta feykilegs frelsis, en lesendur ekki, þar sem hinir fyrrnefndu leggja oftast aðaláherzlu á skoðanir, sem brjóta ekki of í bága við þeirra eigin og meginstefn- una. Án þess að ritskoðun tíðkist á Vestur- löndum eru skýr mörk dregin milli vinsælla strauma og hugmynda og hinna sem síður eiga upp á pallborðið. Ekkert er bannað, en það, sem ekki fellur í kramið, mun þó sjaldan finna sér leið inn í tímarit, bækur eða háskólafyrirlestra. Frá lagalegum sjónarhóli eru fræðimenn frjálsir en engu síður háðir ráðandi siðvenju. Ofbeldi er fáheyrt í líkingu við það, sem tíðkast fyrir austan járntjald. Val fer þó engu síður fram í krafti tízku og þörfin til að semja sig að háttum fjöldans varnar frjálsþenkjandi fólki iðulega að leggja sitt af mörkum á almannavettvangi. Þeirra skæðu áráttu gætir að hlaupa í þyrping til að arpiast við árangursríka framvindu. Mér hefur borizt fjöldi bréfa í Bandaríkjunum frá stórgáfuðu fólki, t.d. kennara, í litlum háskóla einhvers staðar í fjarska, sem hjálpað gæti til að endurnýja og reisa við land sitt, en rödd hans nær ekki til þjóðarinnar af því hann fær ekki hljómgrunn hjá fjölmiðlum. Af þessum sökum verða til sterkir múgfor- dómar og blindni, sem er einkar hættuleg okkar umbrotatímabili. Þannig er til dæmis í góðu gengi sjálfblekkjandi túlkun á veröld samtímans. Bregður henni fyrir eins og steingerðri víggirð- ingu um huga fólks. Mannlegur radd- hljómur frá 17 löndum Austur-Evrópu og Austur-Asíu fær ekki rofið hana. Til þess mun nákaldur járnkarl viðburðanna einn duga. Eg hef drepið á nokkra svipdrætti vest,rænna lífshátta, sem fanga og fipa gestkomandi. Markmið og skorður þessa ávarps leyfa ekki að ég geri þeimt frekari skil, t.d. að ég víki að áhrifum þessara vestrænu þátta á mikilvægar hliðar þjóðlífs, eins og uppeldi, menntun, mannlífsgreinar og listir. Séra Kolbeinn Þorleifsson: Séra Artur Erikson- velkominn til íslands Ég hefi að undanförnu lesið í blöðunum, að séra Artur Erikson væri væntanlegur tí íslands nú um helgina. Hann á að syngja í Skálholti á laugardag, og síðan í Reykjavík og á Akureyri. Sú frétt gladdi mig mjög. Mér er í fersku minni, er ég vorið 1974 hlustaði á hann í konsertsalnum í skemmtigarðinum Tivoli í Kaupmannahöfn, þar sem hann heillaði alla þá samkomugesti, sem fylltu þennan stóra sal, með göfugum söng sínum. Artur Erikson er áreiðanlega besti túlkandi kristins vísnasöngs á Norðurlöndum, síðan Einar Ekberg leið. Hinn kristni vísnasöngur á sér langa hefð að baki í heimalandi hans, Svíþjóð. Hér heima höfum við kynnst vísum Linu Sandell í þýðing- um séra Friðriks Friðrikssonar og annarra, en hún var uppi fyrir eitt hundrað árum, og lagði þeirra tíma vísnasöngvurum orð í munn, þeirra á meðal sjálfri Jenny Lind. Artur Erikson er bæði prestur og kirkjusöngvari, og hann hefur ein- stakt lag á því að koma þeirri hugsun inn hjá áheyrandanum, að hann sé að syngja fyrir hann einan. Slíkir töfrar eru aðeins fáum gefnir. Hann syngur alþekkt lög, þjóðlög úr heimalandi sínu ellegar engilsax- neska vakningasöngva með óviðjafn- anlegri túlkun og fagurri tenórrödd. Jafnaðarlegast leikur hann sjálfur undir á slaghörpuna. íslendingar hafa stundum heyrt rödd hans í morgunútvarpinu, einkum þegar Pétur Pétursson hefur ráðið valinu. Það var Islendingurinn séra Felix Ólafsson sem leiddi Artur Erikson í sína fyrstu Danmerkurför árið 1974, en þá var séra Erikson búinn að gera víðreist um heiminn, og fyrir löngu orðinn alþekktur af plötum sínum. Nú leiðir séra Felix þennan mikla listamann til síns ættlands til þess að einnig við gætum glaðst með þessum trúbadúr Drottins, er hann syngur Herra sínum lof og dýrð. Ég þakka Artur Erikson persónu- lega, hvernig hann hefur glatt mig með söng sínum, og á þá ósk heitasta, að aðrir sem kunna að njóta fagurs vísnasöngs hlusti á þennan mikla túlkanda hinnar kristilegu vísu. EFÞAÐERFRETT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU AIGLYSINGA- SÍ.MINN ER: 22480

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.