Morgunblaðið - 19.08.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.08.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 1978 Edgar Guðmundsson: í tilefni af athugasemd við „fréttaskýringu” Hr. ritstjóri Matthías Johannes- sen. Þann 5. ágúst sl. ritaöi ég grein í Morgunblaöið undir fyrirsögn- inni „Að spá í spilin". Tilefni greinar minnar var „fréttaskýring" Morgunblaðsins frá 22. júlí sl. sem bar heitið „Sjálfstæðismenn spá í spilin". I grein minni er áreiðanleiki fréttaskýringarinnar dreginn í efa, þar sem hún var byggð á handahófskenndum fyrirspurn- um“, sem ekki væri verjandi að leggja út sem skoðun hins al- menna flokksmanns og átti ég þá einkum við hina neikvæðu mynd, sem dregin er upp af nokkrum af helztu forystumönnum flokksins. í grein minni er tekið saman í stuttu máli hverjum höndum „fréttaskýringin" fer um þing- mennina Geir Hallgrimsson, dr. Gunnar Thoroddsen, Matthías Á. Mathiesen, Albert Guðmundsson og Ragnhildi Helgadóttur. Þau leiðu mistök urðu, að „samantekt mín“ um 1. þingmann Reykjavík- ur, Albert Guðmundsson, féll niður, enda hafði mér láðst að lesa próförk. Þar sem nokkuð langt er um liðið síðan þessar greinar voru ritaðar, vil ég leyfa mér að endurtaka orðrétt hvernig Morg- unblaðið skýrir álit hins almenna flokksmanns á Albert Guðmunds- syni undir dálkafyrirsögninni: • Þéttbýli gegn dreifbýli? „Hins vegar er Ijóst aö Albert Guömundsson veröur trauöla ráöherra eins og málin standa nú. Gífurleg andstaöa er gegn Albert meöal landsbyggöar- manna, jafnt innan þingflokksins og meöal almennra flokks- manna, og þar sem fulltrúar dreifbýlisins eru í meirihluta í þingflokknum veröur ekki séö aö þeir muni nokkru sinni fallast á hann sem ráöherraefni. Albert hefur fengiö orð á sig fyrir aö stefna þéttbýlinu gegn dreifbýl- inu, og innan þingflokksins viröist hann núoröiö róa aö miklu leyti einn á báti, enda þótt hann teldist í eina tíö til þeirra er hölluöust aö Gunnari Thor- oddsen í þingflokknum. Meöal yngri sjálfstæöismanna í Reykjavík eru þó raddir uppi um aö Albert sé mál er veröi aö leysa og þaö veröi bezt aö því staöið meö því aö fá honum ráöherra- embætti til aö sjá hvernig hann stendur sig. „Ef hann spjarar sig þá er hann auövitaö kominn í þá aöstööu aö framhjá honum veröur ekki gengiö viö val manna í forustusveit flokksins en ef honum mistekst þá er ferill hans á enda,“ sagöi einn þessara ungu manna. Hins vegar er andstaöan gegn honum slík meöal dreifbýl- ismanna í flokknum, aö þaö er nánast útilokaö aö hann komi þarna til álita. „Þaö er annaö aö vera þjóöhetja eöa þjóöarleiö- t«gi, knatfspyrnukappi eöa póli- tíkus," sagöi einn af dreiftfýlis- mönnunum í samtali og einn af þingmönnum dreifbýlisins í Sjálf- stæöisflokknum sagöi þegar staöa alberts var borin undir hann: „Hitt er aftur á hreinu aö við samþykkjum aldrei aö ráö- herraembætti veröi notaö til aö leysa sérstakan vanda flokksins í Reykjavík og viö teljum eftlr fall sjálfstæöismeirihlutans í Reykja- vík aö enn meiri þörf sé á jafnræöi borgar og lands varö- andi ráöherraembætti flokks- •ins“.“ Ég vil ennfremur birta orðrétt samantekt mína á ofangreindri fréttaskýringu, sem féll niður eins og áður segir: „3. Albcrt Guðmundsson er svo óvinsæll úti á landsbyggðinni, að nánast er útilokað að hann komi til greina sem ráðhcrraefni.“ Þegar framangreind „frétta- skýring" er skoðuð, ber að hafa í huga, að verið er að fjalla um 1. þingmann Reykjavíkur eða með Edgar Guðmundsson öðrum orðum atkvæðamesta þing- mann landsins. Nú er það svo, að ég hef um árabil unnið fyrir dreifbýlismenn og er málkunnugur flestum dreif- býlisþingmönnum Sjálfstæðis- flokksins. Af reynslu minni af þeim kemur mér ekki til hugar að halda að þeir skoði ekki hug sinn málefnalega, þegar staða atkvæðamesta þing- manns flokksins er metin. Ég hef ekki trú á því, að þeir gefi þorra reykvískra sjálfstæðismanna langt nef. Það er einfaldlega grundvállar- misskilningur og tímaskekkja að halda, að það eitt að verja málstað kjördæmisins Reykjavík, sé and- stætt hagsmunum dreifbýlisins. Því hefur löngum verið haldiö fram, að þingmenn Reykjavíkur væru einu þingmenn landsins, þar sem þingmenn dreifbýlisins væru fyrst og fremst þingmenn sinna kjördæma. Nú skulum við gera ráð fyrir, að ofangreind fullyrðing eigi við rök að styðjast og ennfremur, að fótur sé fyrir „f réttaský r i ngu n n i “ er varðar álit dreifbýlismanna á Albert Guðmundssyni. Eru þá dreifbýlismenn ekki að ásaka Albert Guðmundsson fyrir nákvæmlega sömu hluti og þeir ætlast til af eigin þingmönnum? Ég vil benda mönnum á, að Albert Guðmundsson skrifar ekki pólitískar greinar í blöð, honum er ekki lagið að berjast með penna. Hans aðferðir eru fólgnar í því að blanda geði við kjósendur sína, berjast fyrir réttindum einstakl- ingsins, fara í vinnugalla og handleika verkfæri til að byggja upp. Enginn einstaklingur innan Sjálfstæðisflokksins hefur lagt meira af mörkum til að skapa flokksmönnum góða aðstöðu til starfa, eins og Valhöll ber órækt vitni um. Valhöll er stjórnunarmiðstöð og athvarf allra sjálfstæðismanna jafnt í dreifbýli sem þéttbýli. Ekki verður annað séð en að fréttaskýringin sé klunnaleg til- raun til að leiða Morgunblaðið út á braut hinnar „óháðu og frjálsu blaðamennsku", og losa blaðið við pólitískan stimpil Sjálfstæðis- flokksins. Þessari tilraun verður helzt líkt við að „byrja á botninum og vinna sig niður á við“. Að endingu vil ég benda á, að þorri kjósenda Sjálfstæðisflokks- ins vill að samheldni og eining ríki innan flokksins. Ef Morgunblaðið vill leggja því málefni lið, þá verður það að breyta vinnubrögð- um sínum á þann veg, að allir sjálfstæðismenn vilji eiga samleið með því. Eióur Guðnason alþlngismaður: Af ríkisúlpum og ráðherrabflum Ekki hélt ég mig hafa kastað „stríðshanska" i þann mæta mann Halldór E. Sigurðsson, er ég fjallaði um bílakaup ráðherra í greinarkorni í Alþýðublaðinu fyrir skömmu. Fleirum en mér þótti áreiðanlega furðulegt, er haft var eftir ráðherranum í Þjóðviljanum, að hvorki myndi hann tegund né kaupverð bílsins, sem hann væri að kaupa. Ég minnti aðeins á þá staðreynd að það er venjulegu fólki talsvert átak, að fá sér nýjan bíl, en þegar menn myndu hvorki tengund né verð, þá væri þetta þeim greinilega ekki meira mál, en að senda út í búð eftir einhverju smáræði í sunnudagsmatinn. En nú er komin skýring á minnisleysi ráðherrans: Hann var vakinn af værum blundi og mundi hreint ekki neitt. Oedlíleg hlunnindi Það er skoðun mín og raunar flestra sem ég hef rætt við, að þau hiunnindi, sem ráðherrar njóti í sambandi við bílakaup séu óeðlileg Leiðrétting ' Meinleg villa slæddist í frétt um hugmyndasamkeppni um skipulag í Mosfellshreppi í Mbl. í gær. Þar er tillaga nr. 12, sem dómnefnd keypti sem athyglisverða hug- mynd á kr. 500.000 ranglega eignuð skipulagsfræðingi og tveimur arkitektum. Réttur höf- undur tillögunnar er Magnús H. Ólafsson, ungur arkitekt, sem nýlega hefur lokið námi ytra. Prentvillupúkinn komst einnig í nafn eins þátttakandans og vildi nefna hann Örn Ólaf Hall. Rétt er nafn hans Örnólfur Hall. Leiðrétt- ist þetta hér með. og þau eigi að afnema. Gagnrýni á þetta fyrirkomulag hefur meðal annars komið fram í forystugrein- um Morgunblaðsins. Það varð hinsvegar ráðherra ekki tilefni til andsvara. Meðan ráðherrar fá allt að fjórar milljónir króna, eða meira í eftirgjöf á tollum og öðrum opinberum gjöldum frá ríkinu, getur það varla talist þeirra heimilismál. Heldur er það mál, sem hver einasti þegn þessa lands hefur rétt til að tjá sig um, ef hann þess óskar. Ef ráðherrar keyptu bíla sína með sömu kjörum og venjulegt fólk, kæmi engum það við nema þeim og þeirra fólki. En þannig er þetta bara alls ekki. Nú segir af ríkisúlpum Víkur nú sögunni að ríkisúlpun- um í grein landbúnaðarráðherra. Það er rétt að samkvæmt kjarasamningi við fjármálaráðu- neytið fá ýmsir starfsmenn sjón- varpsins, sem vinna útivinnu að hluta, hlífðarfatnað eða kulda- úlpu. Þetta sama gildir um ýmsa aðra starfshópa hjá ríkinu. Þetta eru ekki réttindi, sem sjónvarps- starfsmenn hafa skammtað sér sjálfir, heldur fengust þau fram með venjulegum hætti í kjara- samningum. Úlpurnar eru eign sjónvarpsins, merktar sjónvarpinu og fást fyrst endurnýjaþar er þær eru sannanlega ónýtar og upp- slitnar. Ráðherrar skömmtuuðu sér bílahlunnindin á sínum tíma sjálfir. Það getur vel verið, að þá hafi þau ekki þótt tiltökumál. Þau þykja það hinsvegat nú. Það eru breyttir tímar, en alltaf hafa einhverjir bregnlað tímaskyn, og við því er víst lítið að segja. En að jafna ríkisúlpu til ráðherrabíls er reiknilist, sem ég er ekki einn um að eiga erfitt með að skilja. Mín vafasama fortíð Ráðherrann gerir mér of hátt undir höfði, er hann ræðir mína vafasömu fortíð. Ekki var það svo, að ég væri formaður Starfsmanna- félags sjónvarpsins í oftnefndu verkfalli. Ég átti ekki einu sinni sæti í stjórn félagsins. Þetta hefði ráðherra auðveldlega getað fengið upplýst. Það kom hinsvegar í minn hlut og ýmissa annarra að vera í forsvari fyrir félagið í þeirri deilu. Kannski vegna þess, að ég var „frekur fréttamaður", svo notað sé óbreytt orðalag ráðherrans. Þessi vinnudeila var leyst með loforðum sem gefin voru með vitund ríkis- stjórnarinnar allrar. Af efndum þeirra loforða er hinsvegar önnur saga. Grein mín fjallaði um bílakaup ráðherra. Grein Halldórs E. Sig- urðssonar í Morgunblaðinu og Tímanum á fimmtudaginn fjallaði um mig. Þaðkom mér á óvart, hélt ekki að ég hefði komið við kaun. Eiður Guðnason. Takmörk drengskaparins Halldór É. Sigurðsson segir í grein sinni, að hann þekki vel leiðina frá fátækt til bjargálna. Gera fleiri og fer þar hver sína leið. Þá kveðst ráðherrann og vona í lokin, að er ég hafi undirritað drengskaparheitið á Alþingi verði mér ljóst, að betur fari á því að orðaskiptum manna séu einhver takmörk sett. Þetta er auðvitað hárrétt og þykir mér einstaklega ánægjulegt að lesa þetta eftir Halldór E. Sigurðsson. Þetta rifjaði nefnilega upp fyrir mér síðasta framboðsfundinn okkar í Vesturlandskjördæmi á Akranesi fimmtudaginn í víkunni fyrir kosningar. Halldór veit enn betur en ég hver þar talaði næstsíðastur í síðustu umferð, þegar sjálf- stæðismenn áttu eftir síðasta orðið. Halldór veit líka hvað næst síðasti ræðumaður sagði, á hvern hann einkum réðist, og hve sannleikurinn var þar víðsfjarri. Þá fannst mér í svipinn hart að eiga þess ekki kost að bera af mér uppspuna og ósannindi, og þótti sem lítið færi fyrir drengskapnum, er mér voru kennd verk, sem ég hvergi hafði komið nálægt. En hvað hendir menn ekki í hita lokaslagsins, þegar örvæntingin nær yfirhöndinni? Þetta hefði raunar verið gleymt, ef Halldór hefði ekki minnt á það með þessum hætti. Ég hefi ekki sérstaka löngun til að troða persónulegar illsakir við Halldór É. Sigurðsson. Mér er í rauninni heldur hlýtt til hans. Við virðumst að ýmsu leyti hafa öndverðar skoðanir á því hvað sé réttlátt og hvað sé ranglátt. Ég tel, að þeir, sem eru ráðherrar og fá að auki laun alþingismanna, séu það bærilega launaðir, að þeir geti keypt sér bíla á sömu kjörum og venjulegt fólk. Þar hefur hann hinsvegar aðra skoðun, og það verður að vera hans mál hér eftir sem hingað til.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.